Sigurbjörn Sveinsson (rithöfundur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2006 kl. 15:17 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2006 kl. 15:17 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörn Sveinsson, rithöfundur barnanna.

Sigurbjörn Sveinsson fæddist 19. október 1878 í Austur-Húnavatnssýslu. Sigurbjörn bjó í húsinu Hnjúk á Brekastíg.

Sigurbjörn var barnakennari í Vestmannaeyjum frá 1919 til 1932 en kenndi einnig ensku og hljóðfæraleik í einkatímum. Sigurbjörn er heiðursborgari Vestmannaeyjakaupstaðar.

Sigurbjörn skrifaði fjöldamargar barna- og unglingabækur, leikrit og ljóð. Þar má nefna Bernskan, Geislar, Margföldunartaflan og Æskudraumar en einnig barnaleikritið Glókollur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1972. Var Sigurbjörn oft nefndur rithöfundur barnanna.

Sigurbjörn lést árið 1950.


Heimildir

  • Íslenskt skáldatal. 1976. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.