Tröllkerlingin
Tröllkerlingin er listaverk eftir Ásmund Sveinsson. Tröllskessan stendur á Stakkagerðistúni, eða Stakkó. Það voru Eyjaberg, Fiskiðjan, Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin sem gáfu Vestmannaeyingum listaverkið árið 1975.
Börnum hefur alla tíð þótt gaman að leika sér í Tröllskessunni, enda býður styttan upp á klifur og skemmtilega leiki.