Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Vélstjórnarbraut Framhaldsskólans 200-2007

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2019 kl. 13:35 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2019 kl. 13:35 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
GÍSLI EIRÍKSSON


Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans 2007-2008


Gísli Sig. Eiríksson

Kennsla á vorönnn 2007 byrjaði þann 4. jan. í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. 14 nemendur, mislangt á veg komnir, voru við nám á öðru stigi til vélstjórnar og einn í vélvirkjanámi, þá voru nokkrir nemendur 10. bekkjar Barnaskólans í valáfanga í málmsmíði. Vorönninni var slitið 19. maí og lauk einn nemandi öðru stigi vélstjórnarnámsins.
Að loknum sumarleyfum var haustönnin sett þann 21. ágúst og full kennsla hófst 22. ágúst. Nýr kennari var nú kominn til starfa við brautina í stað Karls G. Marteinssonar, sá er Þorbjörn Númason, vélstjóri og rennismíðameistari. Þá kenndi Jón Á. Ólafsson rafeindatækni. Aðsóknin á vélstjórnarbrautina var nokkuð góð, 15 nemendur voru í upphafi skráðir til vélavarðanáms og 12 nemendur í nám á öðru stigi vélstjórnar, þar af tveir starfandi vélstjórar sem P nemendur. Þeir, sem sækja nám sem P nemendur, þurfa að vinna meira upp á eigin spýtur, þeir hafa aðeins frjálsari mætingaskyldu en hinir en verða að skila öllum sömu verkefnum og aðrir nemendur. Talsverða sjálfsögun þarf því til að geta stundað námið þannig svo vel sé. Einn rafvirkjanemi var í stýritækniáfanga ásamt vélstórnarnemendum á II. stigi. Í þeim áfanga er fjallað um Ioftstýringar, meðhöndlun vinnulofts og sjálvirkni t.d. hvemig hægt er að láta hurðir opnast sjálfvirkt þegar maður kemur að þeim og lokast eftir ákveðinn tíma, hvernig hægt er að útbúa sjálfvirka mötun við tiltekin verk o.s.ffv. Nokkrir nemendur úr 10. bekk Barnaskólans voru eins og svo oft áður í valáfanga í málmsmíði. Haustönninni var svo slitið þann 15. desember. Þá útskrifuðust 13 nemendur með vélavarðarréttindi, ellefu nemendur luku áföngum að II. stigi og einn útskrifaðist af því.
Vorönnin 2008 var svo sett þann 4. jan og hófst full kennsla 7. janúar. Þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á vélstjórnarnáminu, var ákveðið að bjóða upp á nám til vélavarðrréttinda á vorönninni, trúlega í síðasta sinn eftir núverandi námsfyrirkomulagi. 15 nemendur úr ýmsum stéttum eru skráðir í það m.a. skipstjórar og bifvélavirkjar. Einnig eru 15 nemendur sem stunda nám á II. stigi vélstjórnar og einn vélvirkjanemi í kælitækniáfanga með þeim. Starf vélstjórnarbrautarinnar er fjölbreytt en þó í föstum skorðum. Sérstök áhersla er lögð á verklega hluta námsins og bóklegi þátturinn tengdur því eins og mögulegt er. Þetta er gert með því að farið er yfir uppbyggingu véla, hvemig hin ýmsu kerfi þeirra vinna saman og hvernig vélbúnaðurinn vinnur jafnframt því sem gerðar em æfingar og tilraunir í vélasal skólans. Einnig eru tekin fyrir kælikerfi, uppbygging þeirra og vinnslumáti, helstu grunnlögmál rafmagnsfræðinnar og gerðar tilraunir á því sviði ásamt ýmsu öðru. Reynt er að tengja námið atvinnulífinu eins og kostur er með því að fara í skoðunar - og vinnuferðir í fyrirtæki og skip, t.d. var Lóðsinn og búnaður hans skoðaður hátt og lágt og farin var ferð með Herjólfi þar sem nemendur gerðu ýmsar æfingar og tilraunir. Viljum við i Framhaldsskólanum þakka öllum þeim aðilum sem hafa aðstoðað okkur við að gera námið bæði líflegra og skemmtilegra með því að leyfa okkur að koma í skoðunarferðir og þreifa á þeim tækjum og tólum sem tengjast náminu. Eins og sjá má á atvinnuauglýsingum, er talsverð vöntun á iðn- og tæknimenntuðu fólki og stefna stjómvalda er að leggja aukna áherslu á menntun á þessum sviðum. Vélstjórnamámið er mjög fjölhæft og spannar nánast öll tæknisvið í nútíma þjóðfélagi, vélstjórnarmenntað fólk er mjög eftirsótt til starfa jafnt í landi sem á sjó og tekju - og framtíðarmöguleikar þess góðir.
Þær breytingar, sem fyrirhugaðar eru á náminu, eru helstar að í byrjun náms verður lögð meiri áhersla á faggreinarnar en svonefndar kjarnagreinar að mestu felldar út. Er þetta gert til að auðvelda mönnum aðgengi að náminu. Í einu af lokamarkmiðum vélstjórnarnámsins segir að menn þurfi að þekkja takmarkanir þess búnaðar sem þeir bera ábyrgð á og geti á hverjum tíma lagt raunhæft mat á ástand hans og hvenær huga þurfi að viðhaldi eða endunýjun búnaðarins.
Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans óska sjómönnum til hamingju með daginn. Megi gæfa og gjörvileiki fylgja þeim um ókomna tíð.

Gísli Sig. Eiríksson.
Þegar bryggjupláss var ekki fyrir hendi var oft lagt við ból.
Fjarað undan færeyskum skútum inni í Botni.
Við Friðarhafnarbryggju. Vonin II VE 113 og utan á henni er Meta VE 236, síðar Haförn VE 23.