Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Breytingar á flotanum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. febrúar 2019 kl. 15:14 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. febrúar 2019 kl. 15:14 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
TRYGGVI SIGURÐSSON


Breytingar á flotanum
Beta VE 36. Smíðuð í Hafnarfirði og keypt ný 2008. Eigandi útgerðin Már ehf.
Portland VE 97. Smíðuð í Sunde í Noregi 1960. Keypt til Vestmannaeyja 2008. 135 brúttórúmlestir. Eigandi Kæja ehf.
Steinunn SF 107. Smíðuð í Mandal í Noregi 1975 og keypt nýlega til Eyja. Hét áður Arney KE, Ásborg EA, Skarðsvík AK, Skarðsvík SH. 347brúttórúmlestir.
Sjöfn VE 37. Smíðuð í Englandi 1987. 10 brúttórúmlesir. Seld 2009 en eigandi var útgerðin Már ehf.
Birta VE 8. 29 brúttórúmlestir. Seld til Keflavíkur 2009. Eigandi var útgerðin Skálará ehf.
Portland VE 97. Smíðað í Njarðvík árið 1990. 35 brúttórúmlestir. Selt 2008. Eigandi var útgerðin Kæja ehf.