Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Ragnar Þorvaldsson áttræður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2018 kl. 14:31 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2018 kl. 14:31 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Þorvaldsson, sjómaður frá Vestmannaeyjum, áttræður


Ragnar Þorvaldsson, sem margir Vestmannaeyingar eflaust muna frá því hann bjó hér í Eyjum (Hvammi viö Sólhlíð 4) og stundaði alltaf sjómennsku bæði á vélbátum og togurum, varð áttræður 26. janúar 1986.
Í tilefni þessara tímamóta sendu bróðursynir Ragnars, bræðurnir frá Brúnastöðum í Árnessýslu, frænda sínum meðfylgjandi afmælisdrápu. Gengu þeir á fund frænda síns á lokadag 1986 og færðu honum kvæðið, varð þar mikil gleði á góðra vina fundi.
Í þessum 24 erindum er að nokkru rakinn æviferill Ragnars og bernskuminningar bræðranna af góðum frænda og ánægjulegum heimsóknum hans í sveitina, sem þeim þótti alltof fáar.
Ragnar Þorvaldsson er mikill atorku- og fjörmaður, síglaður og hress í lund og á létt með að fá fólk til að kætast. Þótti strákum jafnan gott og gaman að vera nálægt honum og vildu gjarnan líkjast hinu þróttmikla og rómsterka karlmenni, sem hvorki skorti vilja né kjark, þegar við höfuðskepnurnar var að etja, en hann komst á langri sjómannsævi oft í krappan dans við Kára og Ægi. Líklegast er honum þó minnistæðast Halaveðrið mikla 8. febrúar 1925.
Ragnar býr nú í Reykjavík ásamt konu sinni, Ingibjörgu Runólfsdóttur frá Bræðratungu í Vestmannaeyjum, og unir hann vel hag sínum í góðri elli. Minningar sínar um Ragnar frænda fengu bræðurnir hinn snjalla hagyrðing, Sigurð bónda Guðmundsson í Súluholti, til að steypa í hið forna og srgilda form ferskeytlunnar og fer afmæliskveðjan hér á eftir.

Ragnars þáttur Þorvaldssonar

Karlmannlegan kveðum brag kempu,
er fram í elli
hafði gott á lífi lag,
lærðist flest í hvelli.

Heitir Ragnar þessi þar
Þorvaldsson frá Eyrum.
Frá árum bernsku' og uppvaxtar
ennþá sögur heyrum.

Eigi sjóður orku réð,
undir hlóð né lyfti,
fósturbróður barnið með,
brjósti móður skipti.

Fátæktar ei garpur galt,
grútnum tókst að skerp'ann.
Það var líkt og ykist allt,
aflið, fjörið, snerpan.

Spreytti sig við orf og ár,
oft með sáran lófann.
Þeytti hnausum kraftaknár.
kappi' um þveran Flóann.

Frá Eyjum drengur sótti sjó,
Sævar fenginn tók'ann.
Skip á vengi skötu bjó,
skriðin lengi jók'ann.

Þegar lögin Bretinn braut,
brúnir yggldi Ragnar.
í enskar bringur skelki skaut,
skjótum sigri fagnar.

Líkt og fleiri veiga víns
í vinahópi neytti,
en gætti jafnan sóma síns,
sjaldan afli beitti.

Yrðu mannaýfingar
mannaýfingar ekki leiddar hjá sér,
röskur jafnan Ragnar var
- ruddi öllum frá sér.

Átthagans og ættartryggð
alltaf með sér ber'ann.
Eyjar, Flóa og Bakkabyggð,
býsna mikið fer 'ann.

Eftir lífsins hregg og hret
hraustur, aldinn drengur,
fæst nú við að fella net,
- fáum betur gengur.

Þykja handbrögð þessa manns
þjóðar einhver bestu,
vilja njóta verka hans
veiðikóngar mestu.

Heldur betur hátíð var,
þá heim til okkar bar'ann,
fann upp margt til fagnaðar,
fyrir krakkaskarann.

Stappaði löngum stáli í
stráka frændur sína,
allir vildu upp frá því,
afl og djörfung brýna.

Bæjarferðin akstri á
unga vini kætti,
stundum gullu heróp há,
hann þá bifreið mætti.

Enginn þá úr öðrum dró,
- allir mikið hlógum.
Ef keyrði' úr hófi þótti þó,
þingmanninum nóg um.

Í orðaþrætum allskonar
ör á lofti hendir,
bráðfyndið og beinskeytt svar
til baka óðar sendir.

Vinum sannur vinur er
og vitjar þeirra funda,
greinamun ei gerir hér
gleði og sorgarstunda.

Ekkert fúnar fóturinn,
fjörmaðurinn þekki
stýrir víða stefni inn,
- stansar lengi ekki.

Mannlífs eigi skapar skil,
skynjar ungs manns gaman,
kynslóðanna brúar bil,
bræðir alla saman.

Hittir vin á hverjum bæ,
er hingað kemur Ragnar.
Vinarkveðja hans er „hæ“,
og heimur allur fagnar.

Þinn mun æfi vilji og von,
að vernda daga' og nætur,
eiginkonu, einkason,
og allar þínar dætur.

Ungu fólki veita vörn
vilt og brautir slétta,
óska ég frá þér afabörn,
erfi hitt og þetta.

Dragist lengi að henni Hel,
heppnist þig að finna,
en megir una mikið vel,
meðal allra þinna.

Lokadag, 11. maí 1986.