Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Vélskóíinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2018 kl. 13:57 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2018 kl. 13:57 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Vélskólinn


Í tilefni af því að Sæbjörgin, skip Slysavarnafélagsins, er statt hér í Vestmannaeyjum í fyrsta sinni sem kennsluskip, þegar þetta er skrifað, langar mig til þess að fjalla örlítið um björgunar- og öryggismál.
Mikilvægi þess að allur vélbúnaður og tæki um borð í skipinu sé í lagi ætti að vera öllum ljóst. Til þess að svo megi verða þarf stöðugt eftirlit áhafnarinnar allrar um borð í skipinu og viðgerðir á biluðum hlutum séu framkvæmdar vel og eins fljótt og hægt er. Námið í Vélskólanum miðast við það að vélstjórar skilji hvernig hin ýmsu tæki og vélar vinna og séu þess vegna færir um að meta ástand þeirra og hvort þau starfi rétt. En ekki er hægt að kenna allt í skóla og þess vegna er reynsla og þjálfun nauðsynlegir þættir, enda ekki hægt að öðlast full réttindi án reynslu og þjálfunar. Kennslu í meðferð björgunarbúnaðar, viðbrögð og skipulag á hættustundum hefur að mínu mati ekki verið sinnt sem skyldi og er ekki í námsskrá Vélskólans. Þyrfti að bæta úr þessu, því vélstjórar eru sjómenn ekkert síður en aðrir um borð í skipinu. Þó má ekki segja að ekkert sé gert í þessum málum, því að nemendur skólans fá kennslu í eldvörnum, reykköfun og skyndihjálp. En aðalatriðið í þessum málum hlýtur þó að vera það að ekki þurfi að grípa æfa notkun þeirra. Aldrei má líta svo á að sjóslys séu eðlilegur hluti sjómennskunnar og þess vegna hljóta fyrirbyggjandi aðgerðir að vera númer eitt. Verður þess vegna að mikla áherslu á það að menn hafi hlutina í lagi og haldi vöku sinni.
í vetur hefur tækjakostur skólans aukist. Útgerð Suðureyjar VE 500 gaf skólanum tvær ljósavélar af Bukh gerð með viðstraumsrafölum og er ætlunin að með þeim sé hægt að æfa nemendur á samfösun ásamt öðru. Einnig fékk skólinn aðgjöf aðalvélina úr Sjöfn VE 37 sem er Gamma typ. M4DP og verður hún notuð sem kennsluvél. Þá gaf útgerð Kap VE 4 hluti í háþrýstivökvakerfi. Er gefendum hér með færðar bestu þakkir fyrir þann hlýhug sem þeir bera til skólans.
Nú stendur til að byggja nýtt verknámshús og verða þá verklegu þættir vélstjóranámsins staðsettir í því húsi. Verður það viðbygging við Framhaldsskólann.
Í vetur stunduðu 19 nemendur nám í skólanum. Eftir haustönnina útskrifuðust 7 vélaverðir. en 8 nemendur byrjuðu í 2. stigi skólans s.l. haust. Munu 5 þeirra fá vélavarðaréttindi nú eftir vorönn. 4 nemendur voru á lokaönn 2. stigs og útskrifuðust tveir þeirra en hinir eiga eftir að ljúka prófum í fáum greinum. Vélstjórafélag Vestmannaeyja veitir viðurkenningu þeim nemanda, sem bestum árangri nær í vélfræðigreinum og ástundun. Verðlaunin sem er áletrað úr, „Vélstjóraúrið“, hlýtur nú Guðjón J. Kristjánsson.
Með bestu kveðju til sjómanna.


Kristján Jóhannesson,
vélfræðingur.

Sýnishorn af smíðavinnu Vélskólans.