Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Loðnutúr með Sighvati Bjarnasyni VE 81
center>Loðnutúr með Sighvati Bjarnasyni VE 81
Í byggðarlagi eins og í Vestmannaeyjum, þar sem allt snýst um fiskveiðar og fiskvinnslu, er ávallt mikil spenna sem fylgir því hvernig til takist með loðnuveiðar, ég tala nú ekki um á þessum tímum þegar loðnan kýs að láta lítið á sér bera. Ég hafði samband við Jón Eyijörð, skipstjóra á Sighvati Bjarnasyni Ve 81 núna í byrjun febrúar og spurði hann hvort ég mætti koma með honum einn
túr þegar loðnuveiðamar hæfiist til að taka myndir og fylgjast með veiðinni, Jón tók vel í beiðni mina. Menn biðu með von í hjarta að veiðar yrðu leyfðar því mikið er í húfi fyrir skuldsetta þjóð að alia eins mikilla tekna og hægt er til að greiða niður skuldir sínar. Þegar gefinn hafði verið út kvóti á loðnuveiðar var Ijóst að ekki yrði veitt nema í dýrustu umbúðim- ar, þ.e.a.s. í hrognatöku og helst á Japansmarkað. Þegar tíminn leið urðu menn spennlir hvenær hrognin yrðu nógu þroskuð til að veiðar gætu haf- ist, og kallið kom hjá Jóni Eyfjörð laugardaginn 20. febrúar. Jón hringdi í mig og sagði að þeir væm að leggja í hann og hvort ég hefði áhuga á að koma með, ég sagði að ég hefði áhuga á því, „getur þú ekki flýtt þér svolítið, ég gleymdi nefnilega að hringja í þig“. Nú varð að vera snöggur, ekki hafði ég áhuga á að láta bíða eftir mér og var kominn niður á bryggju eftir örfáar mínútur. Skipinu var sleppt og lagt í hann rétt fyrir hádegi, veður var eins fallegt og hægt er að hugsa sér seinnipartinn í febrúar, hægur andvari og bjart yfir. Ákveðið hafði verið að sigla fyrst austur að Pét- ursey og taka strikið þaðan yfir Háfadýpi út fyrir 30 SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
Surtsey og þaðan í Faxaflóa. Þetta var gert til þess að athuga hvort einhver loðna væri að koma sem ekki hafði sést áður. Þegar við komum rétt austur fyrir Bjarnarey sigldum við yfir mikla loðnutorfu, en urðum ekki varir við aðrar torfur fyrr en við vor- um komnir í Faxaflóa. Sunnudagsmorgun 21. febrúar var NA 13-15 metrar á veiðsvæðinu, ekki skemmtilegasta veðrið til nótaveiða, en kastað var við sólarupprás. Ekki kom mikið úr því kasti, það var ekki fyrr en eftir hádegi sem við fengum ágætis kast, um 200 tonn og annað um 100 tonn eftir það. Við köstuðum ljórum sinnum þennan dag og töldu menn að um 500 tonn væru í skipinu. Hrygnur voru heldur í meirihluta og hrognafyllingin þokkaleg. Ekkert veiðist á nóttinni þannig að skipin láta reka og byrja að leita þegar birta tekur. Á mánudagsmorgun var kastað, loðnan stóð nokkuð djúpt og var einfaldlega ekki búin að þétta sig nógu mikið, þannig að ekki varð þetta stórt kast. Jón Eyfjörð, skipstjóri, ákvað að leita aðeins betur og rétt fyrir klukkan 11 um morguninn var kastað aftur, rétt við nótaskipið Bjarna Ólafsson frá Akra- nesi, en það skip var nýbúið að kasta á góða torfú. Frekar þröngt var þama en kastið gekk vel og menn fúndu að þetta kast hafði heppnast vel, enda kom það í Ijós þegar byrjað var að draga nótina. Fljót- lega fór flotteinninn að sökkva og nótin dregin inn á staut, eins og það er kallað þegar nótin sekkur und- an þunga loðnunar. Þetta var feiknagott kast eða um 700 tonn af góðri loðnu, að dælingu lokinni komin í skipið um 1200 tonn, en Sighvatur Bjamason ber um 1500 tonn, og lagt var af stað til Eyja til lönd- unar, en vinnsla var byrjuð hjá Vinnslustöðinni á loðnuhrognum. Bjami Ólafsson fyllti sig úr kasti sínu og gaf Súl- unni EA einhver hundmð tonna úr kastinu. Við sigld- um yfir góða loðnutorfu þegar við vorum nýbúnir að beygja við Reykjanesvita, og við sáum stórhveli við torfuna. Kynning á sjómönnum Nafn: Hallgrímur Steinsson. Hvar ertu að róa? Júpiter ÞH 363. Hvaða stöðu gegnir þú? Yfirvélstjóri. Hvar og hvenær hófst sjómannsfer- illinn? Tók eitt sumar hjá Gæslunni þegar ég var í skólanum, annars byrjaði ég á Gullberginu 2004 og þá var ekki aftur snúið, var mjög skemmtilegur tími. Varstu sjóveikur? 0 já! Verð enn sjóveikur annað slagið en þegar ég byrjaði á Gullberginu lá ég nánast óvinnufær í nokkra daga. Þeir voru þolinmóðir vinnufélagarnir þannig að það reddaðist nú allt saman. Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með? Verð að skipta þessu jafnt á vélstjórana sem ég hef róið með, þá: Alfreð, Gauja, Harald og Pétur. Hef marga hildi háð með þessum góðu mönnum.
Hver er „sjómaður lslands númer 1 “? Pétur Eyjólfs- son. Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? Nei, ekki nema það eigi að afnema dagpeninga hjá öðrum stéttum. Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Facebook, svo bloggum við á Júpiter og setjum inn myndir og hetjusögur. Er ekki ógeðslega eifitt að vera sjómaður? Jú, þetta er ferlegt, bara 3x heitar máltíðir á dag. Hver er munurinn á báti og skipi? I mínu tilviki er það munurinn á því að vera sjóveikur eða ekki. Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já, að minnsta kosti flauta sumir þegar IBV skorar. Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? Spánn. Kanntu einhvern góðan brandara? Ekki góðan, nei. Eitthvað að lokum? Til hamingju með daginn, sjómenn og fjölskyldur, skemmtið ykkur vel um helgina.
Kynning á sjómönnum Nafn? Héðinn Karl Magnússon. Hvar ertu að róa? Eg er á Vestmannaey VE 444. Hvaða stöðu gegnir þú? Stýrimaður. Hvar og hvenœr hófst sjómannsferillinn? Það mun hafa verið 93 með Loga heitn- um á Smáey. Varstu sjóveikur? Sem betur fer aldrei fundið fyrir sjóveiki, en stundum hef- ur mánudagsveikin fylgt manni á sjóinn. Hver er eftirminnilegasti sjómað- urinn sem þú hefur róið með? Þeir eru nokkrir. Svenni útlending- ur, Auðunn „Sl“, Eiríkur „bryggju- blóm“ Amarson og Sjókokkur Islands, jú og auðvitað „Óttar verk- stjóri“. Hver er,,sjómaður Islands númer 1 “? Það var einu sinni Auðunn Jörgens en svo fékk hann sinaskeiðarbólgu. Ætli það sé ekki Binni Unnars. Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? Nei! Hækka hann í takt við dagpeninga alþingismanna. Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Já já, ég er á fés-
inu til að fylgjast með súperhúsmóðurinni Óskari Þór Kristjánssyni. Er ekki ógeðslega erfitt að vera sjómaður? Jú það er hrikalegt! Nei, ætli það ráði ekki hvaða meðalkelling við þetta. Hver er munurinn á báti og skipi? Stærðin. Bátar eru fyrir jalla, en það getur hver sem er verið á skipi. Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já, til að bregða kokkn- um þegar hann stendur frammá í símanum. Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar? ÍBV. Kanntu einhvern góðan brandara? Nei ég kann engan góðan en dóttir mín kom með þennan: Einu sinni vom 2 appelsínur að labba niðri á bryggju og þá datt önn- ur í sjóinn. Þá kallaði hin: fljót fljót, skerðu þig í báta. Eitthvað að lokum? Nei, ég er bara alveg bugaður. Gleðilegan sjómannadag, allir sjómenn og reynum að standa saman í barátt- unni við bóndann á alþingi sem ætlar sér að leggja af íslenskan sjávarútveg.