Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Skipstjórnarbraut Framhaldsskólans í Vm.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2018 kl. 14:48 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2018 kl. 14:48 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

SIGURGEIR JÓNSSON

deildarstjóri skipstjórnarbrautar FÍV

Skipstjórnarbraut Framhaldsskólans í Vm.

Skipstjórnarnámið í Framhaldsskólanum í Vesmannaeyjum, sem hófst að nýju haustið 2007, hefur haldið áfram í vetur, og fimm nemendur voru útskrifaðir með svokölluð B-skírteini laugardaginn 23. maí.
Þetta nám tók miklum breytingum fyrir rúmlega áratug, var lengt verulega vegna alþjóðlegra krafna sem gerðar voru til þess. Áður tók tvær annir, eða eitt ár, að ljúka námi til réttinda I. stigs en nú tekur það yfirleitt tvö ár, þó svo að mögulegt sé að ljúka því á skemmri tíma.
Námið, sem hófst í Vestmannaeyjum haustið 2007, miðaðist við að nemendur gætu lokið I. stigi hér og fengið svokölluð réttindi B sem eru réttindi til skipstjórnar á skipum allt að 45 m lengd. Þau réttindi samsvara í meginatriðum þeim réttindum sem nemendur fengu áður er þeir luku I. stigs prófi.
Upphaflega settust 18 nemendur á skólabekk í september 2007 en nokkuð hefur kvarnast úr þeim hópi á þessum tæplega tveimur árum. Ellefu þeirra luku prófum með tilskildum árangri vorið 2008 og settust tíu þeirra á skólabekk á ný í haust er leið, ásamt því sem tveir nýir bættust í hópinn. Þrír hættu síðan í námi á haustönninni þannig að níu hafa verið í náminu nú á vorönn, þar af þrír að miklu leyti utan skóla.
Nú er þetta nám stundað eftir áfangakerfi sem þýðir að nemendur eru mislangt á veg komnir, sumir eru að Ijúka öllum þeim áföngum sem krafist er til B-réttindaprófs (I. stigs) en aðrir eiga eftir að ljúka einhverjum áföngum og geta tekið suma þeirra hér heima en verða að ljúka öðrum frá skólanum í Reykjavík.
Þær skipstjórnargreinar sem hafa verið á dagskrá okkar í vetur, eru sjávarútvegsfræði og umhverf- isfræði sem Sigurður Vilhelmsson hefur kennt, hönnun skipa sem Ólafur Friðriksson hefur kennt, fjarskipti sem Kjartan Bergsteinsson hefur séð um, stjórnun sem Gunnar Friðfinnsson hefur kennt, stöð- ugleiki og hleðsla skipa sem Bjarki Guðnason hefur annast og svo áfangarnir skipstjórn og veiðitækni sem undirritaður hefur séð um. / I skipstjórnaráfanganum höfum við fengið ýmsa góða gesti, svo sem Víði Sigurðsson, kennara við Skipstjórnarskólann í Reykjavík, sem hér var með helgarnámskeið, Ragnar Baldvinsson, slökkviliðs- stjóra sem fræddi ncmendur um eldvarnir um borð í skipum, Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey tók nemendur í verklegan tíma í stjómtökum skipa, svo sem því að leggja skipi að bryggju og fleiru og síð- an Slysavamaskóli sjómanna með gerð neyðaráætl- unar. 0 I veiðitækniáfanganum hafa einnig ágætir gestir komið við sögu. Björgvin Þór Steinsson, kennari við Skipstjórnarskólann í Reykjavík, var með helg- arnámskeið og fjallaði m.a. um dragnótaveiðar, flot- troll og tveggja skipa togveiðar, Sveinn Valgeirsson fræddi nemendur um túnfiskveiðar með línu, Eyj- ólfur Guðjónsson sagði frá nótaveiðum og hvernig nót er kastað, auk þess sem við heimsóttum veið- arfæragerðina ísnet og fræddumst um starfsemina þar, m.a. uppsetningu á gulldeplutrollum. Eins og áður segir luku fimm af þessum níu nem- endum sínu námi í vor, aðrir þurfa að Ijúka nokkrum áfongum til viðbótar. Þeir sem hafa í huga að halda áfram sínu námi, til II. eða III. stigs, munu síðan gera það við skólann í Reykjavík, þar sem aldrei var fyrirhuguð kennsla við II. og III. stig hér. Þetta nám hefur raunar verið í náinni samvinnu við Skipstjórnarskólann í Reykjavík, sem er deild við


SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

Tækniskólann. Hefur sú samvinna verið með mikl- um ágætum og nokkrir áfangar teknir þar, ásamt því sem ýmist hafa verið notuð lokapróf frá þeim eða próf samin í samráöi við kennara viðkomandi greina þar syðra. Þeir fimm nemendur, scm voru útskrifaðir á skóla- slituni Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, laug- ardaginn 23. maí sl. eru: Gísli Valur Gíslason Ingibjörg Bryngeirsdóttir Ingvar Orn Bergsson Sigurmundur Einarsson Þorbjörn Víglundsson Þorbjörn hlaut viðurkenningu frá Ss. Verðandi fyrir hæstu meðaleinkunn sem og hæstu einkunn í sigl- ingafræði. Gísli ValurGíslason hlaut viöurkenningu frá Eimskip fyrir hæstu einkunn í stööugleika skipa. Ingibjörg Bryngeirsdóttir hlaut viðurkenningu frá

0 Isíclagi Vestmannaeyja fyrir góðan námsárangur og að vera fyrsta konan sem útskrifast með slík réttindi í Vestmannaeyjum. Á þessari stundu er óvíst um framhald þessa náms í Vestmannaeyjum. Ákveðinn fjölda nemenda þarf til að byrja slíkan áfanga að nýju í haust og eins og mál standa nú hafa ekki nógu margir sýnt því námi áhuga. Engu að síður er sá mögulciki fyrir hendi að nemendur geti stundað nám í ákveðnum áfongum sem hluta af skipstjórnarnáminu, t.a.m. almennum áföngum sem gerð er krafa til að Ijúka. En vissulega væri það óskastaöan að nógu margir myndu innrita sig nú í sumar, til að unnt væri að halda áfram skip- stjórnarnámi í þessari stærstu verstöð íslands. Með ósk um gott og fengsælt sumar, til sjós og lands.