Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 21-30

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. maí 2017 kl. 16:51 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2017 kl. 16:51 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit


Bls. 21


fyrir skólann, og var skólastjóra falið að útvega það.
4. Samkvæmt beiðni Ágústar Gíslasonar í Landlyst var veitt undanþága frá því að Matthildur dóttir hans, sem er á skólaskyldualdri, sækti skólann, með því hann sendi nefndinni skriflega sönnun fyrir því að hún yrði aðnjótandi kennslu hjá frú Elínu Einarsson í Hofi.
5. Kennslukaup fyrir þá nemendur skólans, sem ekki eru á skólaskyldualdri, var ákveðið, eins og að undanförnu, 12 kr. fyrir hvern, eða, 2 kr. um mánuðinn. Formanni nefndarinnar var falið að innheimta það gegn 6% innheimtulaunum.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Sveinn P. Scheving Ágúst Árnason St. Sigurðsson Árni Filippusson


Ár 1910, miðvikudaginn 29. september, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.
Allir nefndarmenn á fundi þ. e. Sigurður Sigurfinnsson, Steinn Sigurðsson, Sveinn P. Scheving og Árni Filippusson, sem allir höfðu verið endurkosnir í nefndina til þriggja ára og sr. Jes A. Gíslason sem einnig hafði verið kosinn í nefndina í stað Ágústar Árnasonar.

Var þá

1. Lesið upp brjef frá stjórn Ungmennafjelags Vestmannaeyja dags. 26. s. m. þar sem hún fer þess á leit fyrir hönd nefnds fjelags, að skólanefndin ljái því ókeypis húsnæði fyrir unglinga kvöldskóla í skólahúsi hjeraðsins en gefur í skyn að hún muni annast um hitun og lýsing skólastofunnar án kostnaðar fyrir barnaskólann eða sveitarsjóðinn.

Nefndin ályktaði að veita hið umbeðna með greindum skilyrðum.

2. Lagt var fram brjef frá Umsjónarmanni fræðslumálanna dags. 17. s. m. Með því brjefi er nefndinni tilkynnt að stjórnarráðið hafi úthlutað barnaskólanum 600 kr. af því fje sem veitt er til barnaskóla í fjárlögunum.
3. Nefndin ljet í ljósi þá ósk sína að bindindisfræðsla, með stuttum fyrirlestrum við hæfi barnanna, færi

Bls. 22


fram í barnaskólanum við og við.
4. Áður kosnir formaður og skrifari nefndarinnar voru endurkosnir.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson
Jes A. Gíslason Sveinn P. Scheving St. Sigurðsson