Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Vestmannaeyjahöfn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2018 kl. 15:47 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2018 kl. 15:47 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
GUÐLAUGUR GÍSLASON:
VESTMANNAEYJAHÖFN


Um það verður ekki deilt, að Vestmannaeyjar eru stærsta verstöð landsins. Á þeirri vertíð, sem nýlokið er, gengu héðan 11.0 þilfarsbátar, auk nokkurra aðkomubáta, sem héðan voru gerðir út á handfæraveiðar í lengri eða skemmri tíma. Alls munu um 120 bátar hafa haft viðlegu hér i höfninni þegar flest var. Af þessum flota voru gerðir út á línu og netaveiðar samtals um 80 bátar.
Róðrafjöldi þeirra báta, sem gerðir voru út að staðaldri hér frá Vestmannaeyjum á síðustu vertíð var alls 6278. samkvæmt skýrslum hafnarvarða. Á vetrarvertíð 1958 voru gerðir hér út 130 bátar og var róðrafjöldi þeirra alls 7115 þá vertíð. Aflamagn vertíðina 1959 mun hafa orðið rúmlega 54 þúsund tonn, miðað við óslægðan fisk. þar af í aprílmánuði einum yfir 30 þúsund tonn. Mun útflutningsverðmæti aflans i þeim mánuði einum, að meðtöldum uppbótum útflutningssjóðs, hafa verið nær 100 milljónum króna.
Allt þetta gefur nokkuð glögga hugmynd um hversu geysilega stór liður í útflutningsverzlun landsmanna er sá fiskafli, sem árlega kemur hér á land og um Vestmannaeyjahöfn fer út aftur, að langmestu leyti sem fullunnar sjávarafurðir. Einnig gefur þetta glögga hugmynd um það geipga starf, sem á bak viS öflun fisksins liggur og verkun hans og hagnýtingu þegar í land kemur. Verður þetta enn stórkostlegra þegar þess er gætt, að langmestur hluti aflans kemur hér á land í marz og apríl. eða aðeins á tveimur mánuðum.
Samkvæmt bókum hafnarskrifstofunnar var útflutningur sjávarafurða árið 1958 sem hér segir:

Hraðfrystur fiskur 11,215 tonn
Saltfiskur 5,530 —
Skreið 99 —
Fiskimjöl 5,202 —
Lýsi 2,662 —
Söltuð hrogn 1,295 —
Samtals 26.003 tonn

Innflutningur hingað um Vestmannaeyjahöfn var þetta ár sem hér segir:
Olíur og bensín 12.925 tonn
Salt 4,271 —
Sement 1,575 —
Beitusíld 703 —
Timbur 701 —
Tómtunnur 159 —
Áburður 43 —
Ymsar vörur 5,991 —
Samtals 26,368 tonn

Ef talinn er með afli bátaflotans kemur í ljós að flutningar um höfnina hafa alls veriS árið 1958 rúmlega 100 þúsund smálestir. Vissulega útheimtir allt þetta góð hafnarskilyrði, bæði viðlegupláss fyrir þá báta, sem hér eiga heimahöfn og aðra, sem hingað sækja á vetrarvertíð, svo og aðstöðu fyrir þau skip, sem flutninga annast til og frá Eyjum. Tel ég, að Vestmannaeyingar geti verið stoltir af þeirri uppbygg-ingu, sem hér hefur átt sér stað í höfninni á undanförnuni árum og áratugum og einnig því, að Vestmannaeyjahöfn er nú í dag talin einhver bezla höfn landsins. sem byggja hefur þurft upp frá grunni við mjög erfið skilyrði frá náttúrunnar hendi. Að sjálfsögðu dettur engum í hug, að nokkru lokatakmarki sé náð í þessum efnum. Uppbygging hafnarinnar hlýtur að halda áfram, eftir því sem vaxandi bátafloti hér og stækkandi verzlunarfloti landsmanna gerir kröfur til.
Að lokum vil ég svo geta þess til fróðleiks að bátafloti Vestmannaeyinga var í árslok 1958, samkvæmt Sjómannaalmanakinu sem hér segir:
Vélbátar 30 smálestir og stærri eru 65. Brúttóstærð þeirra er samtals 3617 smálestir og hestaflafjöldi véla alls 14.623. Þilfarsbátar að 30 smálestum eru 29. Samanlögð smálestatala þeirra er 520 og hestaflatala véla alls 2.263. Tala vélbáta er því alls 94 bátar, 4137 brúttósmálestir. Vélaafl miðað við smálest er rúmlega 4 hestöfl. Það sem sagt er hér að framan um aflamagn og útflutningsverðmæti bátaflotans, er lil að undirstrika þau störf, sem sjómannastétt þessa bæjar vinnur þessu byggðarlagi og þjóðarbúinu í heild til framdráttar.