Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Sjómannadagurinn 1984

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. apríl 2017 kl. 14:56 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. apríl 2017 kl. 14:56 eftir Valli (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 1984


Sjómannadagurinn 1984 var haldinn hátíðlegur dagana 2. og 3. júní. Hátíðarhöldin á laugardag 2. júní hófust kl. 13:45 með sprangi sem eyjapeyjar sýndu í Fiskhellanefi. Við Friðarhöfn byrjaði hátíðin með hefðbundnu sniði, kappróðri, koddaslag, stakkasundi, tunnuhlaupi, reiptogi og ýmislegu fleira til skemmtunar.
Veður til hátíðarhalda var ekki eins og best verður á kosið. Þó fylgdist fjöldi fólks með.
Úrslit kappróðurs í Friðarhöfn á sjó-mannadaginn:


Næst á dagskrá var koddaslagur karla. Þar varð sigurvegari Bárður Óli Kristjánsson, þriðja árið í röð. Þó að margir fiskistrákar veittu honum harða keppni dugði það ekki til þess að fella hann.
Í koddaslag kvenna sigraði Ágústa Friðfinnsdóttir og var hún frískust allra meyja slagnum.
Í tunnuhlaupi sigraði Jón Bragi Arnarsson eftir mikið busl og miklar byltur allra keppenda nema Jóns.
Stakkasund var að gömlum og góðum sið. Sigurvegari varð Sveinbjörn Guðmundsson.
Reiptog milli bryggja. Mesta orkan var í piparsveinunum sem sigruðu.
Sýning á sjóskíðum fór einnig fram með öðrum dagskrárliðum og endaði dagskrá við höfnina eftir sigur piparsveinanna.
Dansleikir laugardagsins voru mjög vel sóttir eins og ávallt á sjómannadegi. Í Samkomuhúsinu lék Geimsteinn ásamt Rúnari Júlíussyni og Þóri Baldurssyni, í Alþýðuhúsinu var Hljómsveit Stefáns P. ásamt Ólafi Bakkmann. Sömu miðar giltu að báðum húsunum og er það góður siður á sjómannadegi.
Sunnudagurinn 3. júní. Hátíðarhöldin hófust kl. 13 við minnisvarðann á Stakkagerðistúni og er það nýbreytni sem gafst mjög vel. Hátíðina setti Gylfi Harðarson sjó¬maður. Síðan var skrúðganga að Landa-kirkju með lúðrasveit í fararbroddi. Sjó¬mannadagsráð úthlutaði 500 íslenskum fánum meðal gesta og setti það mjög skemmtilegan svip á skrúðgönguna er var óvenjufjölmenn, og verður svo vonandi áfram. Í Landakirkju messaði séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Að lokinn messu var athöfn við minnisvarða um hrapaða og drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum. Þar minnt¬ist Einar J. Gíslason þeirra er farist höfðu frá síðasta sjómannadegi. Í máli Einars kom fram að af þeim 27 mönnum, sem fórust í sjóslysum við landið. tengdist rúmlega helm¬ingur Vestmannaeyjum á einhvern hátt. Einar minntist þeirra og lofaði undursamlega björgun Guðlaugs Friðþórssonar. Frú Jóna Guðmundsdóttir lagði blómsveig að fótstalli minnisvarðans meðan á fánakveðju stóð. Kl. 1 ó var hátíðarhöldunum fram haldið á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmanna¬eyja lék. Þá flutti Elías Björnsson. formaður Sjómannafélagsins Jötuns. hátíðarræðu dagsins. Síðan veitti Einar J. Gíslason viður-kenningar. Guðlaugi Friðþórssyni voru veittar margar viðurkenningar fyrir einstakt afrek sitt er hann bjargaðist þegar Hellisey fórst 11. mars 1984. Fékk hann viður¬kenningu frá Sjómannadagsráði Vest¬mannaeyja og einnig frá Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir björgun manna úr sjávarháska. Þær hlutu Garðar Ásbjörns¬son, Ólafur Guðmundsson og Jón Björn Vilhjálmsson. Síðan voru aldraðir sjómenn heiðraðir. Frá Verðandi Einar Guð-mundsson frá Málmey, frá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja var heiðraður Gunnar Haraldsson frá Nikhól og frá Sjómanna¬félaginu Jötni var heiðraður Ragnar Jóhannesson. Viðurkenningar fyrir sigra á hátíðarhöldum laugardagsins hlutu: Sjómannafélagsbikarinn: Sjómannafélagið Jötunn. Stýrimaður Stefán Geir Gunnarsson Sjónarmun á undan vélstjórum (2.04,00) Áhafnabikarinn: Suðurey. Stýrimaður Sigurður Georgsson (2 .03, 12) Stöðvabikar karla: Vinnslustöðin. Stýrimaður Þór Kristjánsson (2.07,50) Stöðvabikar kvenna: Vinnslustöðin. Stýrimaður Viktor Guðnason (2.23.31) Peyjabikarinn: Piparsveinatáningar. Stýrimaður Hlöðver Guðnason (2.07,30) Kvennabikar SJÓVE: SJÓVE-sveitin. Stýrimaður Hlöðver Guðnason (2.27,79) Bikar félaga í landi: Piparsveinar. Stýrimaður Þór Engilbertsson (2.00.00) Nýir bikarar gefnir af verkalýðsfélögunum fyrir besta tíma dagsins: Tímabikar karla: Piparsveinar. Tími 2.00,00. Stýrimaður Þór Engilbertsson. Tímabikar kvenna: Vinnslustöðin. Tími 2.23.31. Stýrimaður Viktor Guðnason. Tími Vinnslustöðvarkvenna er besti tími kvenna á sjómannadegi í kappróðri. SJÓVE-stelpurnar áttu hann áður. settur 1983. Tími , ""4 -9 a --- ,) . Verðlaun fyrir aðra leiki dagsins 1984: Koddaslagur kvenna: Ágústa Friðfinns¬dóttir. Koddaslagur karla: Bárður Óli Kristjáns- son. Tunnuhlaup: Jón Bragi Arnarsson. Stakkasund: Sveinbjörn Guðmundsson. Reiptog: Piparsveinar. Síðan skemmtu þeir Gylfi Ægisson og Hermann Gunnarsson ásamt hljómsveitinni Geimsteini við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Veður var sæmilegt og marg¬menni á Stakkó. Að vanda var hið ljúffenga Eykyndilskaffi í Alþýðuhúsinu og var þar frábært meðlæti. enda vel sótt. Kl. 20 var kvöldskemmtun í Samkomu-húsinu og hófst með ávarpi formanns Sjó-mannadagsráðs, Ástþórs Jónssonar. Afla¬menn voru heiðraðir, um það sá Einar J. Gíslason á þann hátt sem honum er einum lagið. Sigurður Georgsson og skipshöfn hans á Suðurey VE 500 fengu víkingaskipið fyrir mestan vertíðarafla. Guðmundur Ingi Guðmundsson og skips-höfn hans á Hugin VE 55 fengu fánastöngina fyrir mesta aflaverðmæti báta. Jóhannes Kristinsson og skipshöfn hans á Helgu Jóh. VE 41 fengu radarinn fyrir mestan afla togbáta. Sævar Brynjólfsson og skipshöfn hans á Breka VE 61 fengu vitann fyrir mestan afla togara. Síðan var sýndur jassdans. Magnús Ólafs-son, Gylfi Ægisson, Hermann Gunnarsson og hljómsveitin Geimsteinn skemmtu. Þulur kvöldsins var Einar Sigurfinnsson. Var svo rekinn endahnúturinn á skemmtunina með miklum fjöldasöng. _ Dansleikir stóðu svo fram undir morgun og var þar mjög fjölmennt að vanda í báðum húsum. Það er því óhætt að segja að þessi sjómannadagur hafi verið Sjómannadagsráði til mikils sóma eins og endranær. Formaður Sjómannadagsráðs að þessu sinni var Ástþór Jónsson sjómaður. Ágúst Bergsson.