Jóhann Vilhjálmsson (Selalæk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2006 kl. 11:31 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2006 kl. 11:31 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Vilhjálmsson fæddist 1893 og lést árið 1967. Hann kom til Vestmannaeyja 1917 og gerðist sjómaður á Blíðu hjá Sigurjóni Sigurðssyni frá Brekkuhúsi.

Formennsku byrjaði Jóhann árið 1921 með Faxa sem var stór og nýr bátur. Eftir það er hann formaður með Helgu og Sæbjörgu. Árið 1935 kaupir Jóhann nýjan bát, ásamt Sæmundi Jónssyni í Jómsborg. Bar hann nafnið Gulltoppur og var Benóný Friðriksson í Gröf formaður.

Eftir að Jóhann hætti á sjónum og fór hann að vinna í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 5 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.