Stefán Guðlaugsson (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2006 kl. 11:37 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2006 kl. 11:37 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Guðlaugsson, Gerði, var fæddur 6. desember 1888 í Gerði í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson og Margrét Eyjólfsdóttir.

Stefán byrjaði ungur sjómennsku og byrjar hann sína formennsku á Halkion árið 1919, en Stefán kaupir síðar Halkion II og Halkion III. Hann var einnig formaður á Bjarma til ársins 1956 en þá hafði hann verið formaður í 47 vertíðir.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.