Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Þakkarávarp

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2018 kl. 15:07 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2018 kl. 15:07 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þakkarávarp


Á bryggjunni morguninn eftir að Lundinn fór upp í hafnargarðinn. Frá hægri: Sigurgeir Ólafsson skipsstjóri, Óskar Matthíasson, Bergsteinn Jónasson, Helgi Bergvinsson.

Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu, urðum við á m.b. Lunda VE 110 fyrir óhappi aðfaranótt þess 10. april s.l.
Ég vil nú, á hátíðisdegi sjómanna, færa öllum þeim, sem veittu okkur ómetanlega hjálp og vináttu í erfiðleikum þessum, innilegustu þakkir: Skipstjóra og áhöfn á Lóðsinum fyrir fádæma skjót viðbrögð. Skipstjórum og ahöfnum þeirra báta, sem drógu og lögðu fyrir okkur netin og aðstoðuðu okkur á annan hátt. Jóni Stefánssyni á Vestmannaeyja Radio fyrir skjóta og örugga þjónustu. Svo og öllum öðrum, sem á einn eða annan hátt urðu okkur til aðstoðar.
Síðast en ekki sist viljum við þakka þá verndarhönd, sem yfir okkur var þessa nótt.
Ég bið þann, sem hana á, að blessa ykkur öll.
F. h. skipshafnar m.b. Lunda VE 110

Sigurgeir Ólafsson,
skipstjóri