Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1955/ Um öryggismál sjómanna: Hví ekki bryggja á Eiðinu?

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2016 kl. 15:29 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2016 kl. 15:29 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Um öryggismál sjómanna.


Hví ekki að byggja á Eiðinu.


Baldur Johnsen D. P. H. Héraðlæknir


Það væri gaman og gagnlegt að geta skyggnst inn í framtíðina, en sú gáfa er fáum gefin.
En af framþróuninni má margt læra, því að hún vinnur markvisst, ef hún fær að vera ótrufluð af myrkra eða afturhaldsöflum.
En til þess að sjá þróunina verður að skoða söguna.
Það er því uppbyggilegt við vertíðarlok, að staldra snöggvast við og horfa til baka, að sjá í svipmynd, aldirnar líða hjá, það hjálpar oss, ásamt með þekkingu á nútíðinni, til þess að gera okkur nokkra grein fyrir því, sem framtíðin kann að bera í skauti sínu.
Hvernig hefir þá líf þessa fólks verið, sem hefir byggt þennan stað?
Allt frá því að sögur hófust, hefir hér í Vestmannaeyjum verið veiðistöð. Fyrst framan af án fastrar búsetu, en fljótlega sáu menn, að hentugra var að hafa hér fast aðsetur, og þannig skapaðist fljótt nokkurt fiskiþorp.
Hér voru frá náttúrunnar hendi beztu skilyrði til velmegunar og framfara, því að fiskimiðin hafa alltat verið gjöful, en því miður var því ekki að heilsa, að menn hefðu frjálsræði til að búa um sig eftir eigin höfði.
Fólkið var lengst af ánauðugir leiguliðar, bæði á sjó og landi. Afraksturinn af vinnu þess var jafnóðum tekinn, fyrst af kirkjunni, sem um skeið var eigandi Vestmannaeyja, en síðan af kóngi og einokunarkaupm.
Svo langt var gengið í þessu auðráni, að Eyjaskeggjar máttu ekki eiga bát, né færi sjálfir, heldur urðu þeir að róa á útvegi lánadrottna sinna nauðugir, viljugir, og þar á ofan voru ótaldir þeir fiskar, sem teknir voru af litlum hlut upp í alls konar tilbúnar kvaðir, svo að tæplega var eftirskilið til brýnustu lífsnauðsynja þeirra, sem verðmætanna öfluðu.
Hér var þróunin stöðvuð í margar aldir.
Það er ekki fyrr en um aldamótin síðustu, að breyting fer að verða hér á með auknu athafnafrelsi innlendri stjórn og innlendri verzlun, og síðan hafa eyjamenn byggt upp langstærsta og glæsilegasta fiskveiðiflota landsins.
Sagan á að vera sjómönnum þeim og útvegsmönnum sem fiskinn sækja á miðin, áminning um að standa á verði um afurðir sínar, svo að arðurinn af þeim verði ekki stórspekúlöntum nútímans, arftökum einokunarkaupmanna, að bráð.
Vestmannaeyingar hafa sérstöðu í þessum málum meðal landsmanna.
Enginn einn staður á landinu, sambærilegur, er eins háður afkomu bátaútvegsins eins og Vestmannaeyjar. Hér er enginn iðnaður, nema í sambandi við sjávarútveginn, og hverfandi landbúnaður, sem aukageta.
Þessvegna eiga Vestmannaeyingar að hafa síðasta orðið, þar sem rætt er um bátaútvegsmál og afurðasölu.
Þessvegna á höfnin í Vestmannaeyjum að ganga fyrir öðrum höfnum um fjárframlög úr Ríkissjóði, sem á allt hér. Það er vitað mál, að höfnin er allt of lítil, hún hefir raunar aldrei náð því, að fullnægja þeim kröfum, sem til hennar voru gerðar á hverjum tíma.
Og nú er fyrirsjáanlegt, að hún verður í æ ríkara mæli landshöfn, vegna aðkomubátanna, sem búast má við að flykkist hingað á vertíð, eftir breytinguna á landhelginni.
Og svo er þetta eina samgönguæð Vestmannaeyinga fyrir alla þungaflutninga til og frá og aðdrætti.
Það er verið að peðra dýrum hafnarbótum hingað og þangað um landið, þar sem varla fer orðið bátur á sjó, á meðan þrengslin hér í Vestmannaeyjahöfn skapa nær óyfirstíganlega örðugleika, þegar mest ríður á að allt gangi slétt og fellt, á vertíðinni.
Vestmannaeyingar hafa lengi látið það viðgangast, að skýlaus réttur þeirra væri fyrir borð borinn í þessum málum, og raunar, um of sætt sig við að vera í öðrum og þriðja flokki þegar framkvæmdir eru á döfinni, sem ríkissjóði ber skylda til að leggja fé til.
Ég veit ekki Vestmannaeyingar góðir, hvaða framtíðarmöguleikar hér kunna að vera, hitt veit ég, að með því að setja merkið hátt, og hafa jafnan það fullkomnasta fyrir augum, þá má vænta viðunanlegs árangurs. Það er sannarlega kominn tími til að endurskoða öll okkar hafnarmál frá rótum.
Nóg um þetta að sinni, úrslit þessara mála verða ekki útkljáð á einum degi, en fræinu verður að sá, og það er undir okkur komið, hvernig ávextirnir verða.
Í vetur hefur verið gert allmikið af hafnarbótum og enn meiri framkvæmdir eru framundan.
Það breytir miklu innan hafnar en samt munu skip oft verða að bíða dögum saman utan hafnar án þess að fá afgreiðslu, í austanveðrum, eins og áður.
Menn gera sér víst varla fulla grein fyrir því, hve mikil áhrif þetta hefir á skipakomur til Eyja, þegar skip fara til og frá útlöndum. Nú er öldin önnur en var fyrir stríð. Þá máttu menn vera að því að bíða frekar en nú, og þó hefir inn- og útflutningsmagnið hér meira en tvöfaldast síðan.

Það verður ekki hjá því
komizt, að fara að gera alvöru
úr þeirri hugsun, að byggja
beri bryggju norður af Eiðinu.

Það er augljóslega næsta skrefið í hafnarmálun hér, að færa hafnarsvæði út, norður fyrir Eiði.
Það væri í fullu samræmi við rök þróunarinnar í ört vaxandi byggðarlagi með óþrjótandi framleiðslumöguleika.
Þetta þyrfti ekki að vera mjög dýr framkvæmd, því að nóg er aðdýpið við Eiðið. 2 til 3 steinker myndu leysa vandann í bili. Nútímatækni hefir fengið örðugri verkefni að leysa.
Fyrst mætti gera tilraun með eitt ker, myndarlegt að vísu, finna því hentugan stað, fylla af grjóti, steypa yfir, og sjá hvernig stæðist suðvestanbrimið.
Ég er raunar ekki í nokkrum vafa um, að allt færi vel, en betra er að vera þó við öllu búinn. í Bolungarvík við Djúp tókst hafn-argcrð við cnn verri aðstæður en hér cru fyrir Eiðinu. Slík byrjunarframkvæmd, sem þcssi yrði strax að nokkru gagni. Þegar örugg bryggja væri komin á Eiðinu, þótt aðeins yrði notuð í austanveðrum, væri fyrst hægt að byggja á Vestmannaeyjahöfn. Þá yrði höfnin hér allra veðra lífhöfn, eins og þarf að vera fyrir hafnlausri suður-ströndinni, og eins og þarf að vera í jafnfjólmennu byggðarlagi með mikla framleiðslu og flutningsþörf. Hjér hafa menn horft upp á sjó-slysin í kringum Klettinn og í lend-ingiun við Eiðið. án þess að gcta nokkuð að gert. Það cr ckki ólíklegt, að mörg sjó-slys hafi vcrið búin að ske við Faxa-skcr ;íður cn skýlið var byggt þar, og ekki langt síðan það síðasta varð. Það á að byggja bryggju á Eiðinu áður en næsta slys verður í ferð fyrir Klcttinn í austanveðri. Bryggja A. Eiðinu gæti forðað mönnum frá að leggja í tvísýnu fyrir Klettinn, hvort sem væri með hlað-inn fiskibát, farþega úr skipi, eða veikan mann úr togara. Þetta er eitt af öryggis-málum sjómanna hér. En hér er einnig um mikið hags-munamál Eyjaskeggja að ræða á öðr-um sviðum, Þegar öruggt væri orðið, að skip í millilandasiglingum, gætu haft sam-bandi við land hér, hvernig sem viðr-aði þá yrði hér fastur viðkomustaður til og frá landinu. Vöruflutningar myndu aukast. Hér gæti sumpart orð ið um að ræða umhleðsluhófn, og Vest mannaeyjavörur þyrftu ekki að taka krókinn til Reykjavíkur. Loks yrði svo létt af þeirri einangr-un, sem Eyjarnar smám saman hafa komizt í síðan fyrir stríð. Það er augljóst, að því smærri skip, sem notuð verða til flutninga hér því óhagstæðara verða viðskiptin Eyja-mönnum; þeirri öfugþróun yrði fljót lega létt af ef hafnarskilyrði bötnuðu. Þegar reynsla væri fengin af bryggju á Eiðinu yrði svo eftir nákvæinar rannsókn. ir. að taka ákvörðun um hvort opna ætti Iiöfnina norður í gegn um Eiðið eða ekki. — Það gæti að sumu leyti verið æskilegt, en áð-ur en i slíkt yrði ráð-ist yrði fyrst og fremst að Jiggja fyrir reynsla af bryggju fyrir norð-an Eiði.

Eg hefi hér nokkuð rætt um eitt af nauð-synjamálum Vestm.eyj-og öryggism. sjómanna. Eg hefi til hliðsjónar drepið á erfiðleika ófrelsis og kúgunartíma, í gamla daga. Það er hægt að stöðva nauðsynja og framfaramál um tíma, en þau skjóta alltaf upp kollinum aftur og aft ur, þrátt fyrir þröngsýni eða vanavið-horf og afturhald. Vestmannaeyingar hafa ávallt sýnt það, að þeir eru framfaramenn, sem hafa hagnýtt sér nýjungar í tækni og félagsmálum, jafnóðum og fram hafa komði. Það er komið að þáttaskiptum í hafnarmálunum. Nú verður að færa út kvíarnar. Kröfurnar breytast með hverjum áratug. Sú var tíðin, að menn létu sér nægja hróf eða naust og árar eða segl.

Til hamingjv með daginn sjómenn góðir.





Séð yfir Eiðið og hluta bæjarins