„Binni í Gröf“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:


Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í 6 vertíðir og fékk titilinn samtals sjö sinnum. Nokkrum sinnum varð hann hæstur yfir landið.
Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í 6 vertíðir og fékk titilinn samtals sjö sinnum. Nokkrum sinnum varð hann hæstur yfir landið.
 
[[Mynd:AHOFNGU4.jpg|thumb|300px|Áhöfn Gullborgar Re 38 uppi á dekki
Skipshöfn Benónýs Friðrikssonar á Gullborgu. Sjá nánari uppýsingar með því að smella á myndina]]





Útgáfa síðunnar 16. maí 2006 kl. 22:34

Binni í Gröf

Benóný Friðriksson var fæddur 7. janúar 1904 og hann lést 12. maí 1972. Benóný var betur þekktur sem Binni í Gröf og var hann landsfrægur aflamaður. Hann fæddist í Vestmannaeyjum og var sonur formannsins Friðriks Benónýssonar og Oddnýjar Benediktsdóttur. Kona Binna var Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og áttu þau saman 7 börn.

Sjómennska

Alveg frá upphafi beindist hugur Binna að sjónum. Ekki var hann gamall þegar hann hóf að dorga í höfninni og eyddi hann góðum tíma af æsku sinni niðri á höfn. Ekki var hann fermdur þegar hann hóf að róa. Það var á smáferju hjá Jakobi Tranberg og kom strax í ljós mikill áhugi og fiskisæld. Ásamt þremur vinum sínum hóf Binni formennsku á sexæring 15 ára gamall. Fiskuðu félagarnir mikið undir styrkri stjórn Binna.

Binni gerðist með afbrigðum góður sjó- og aflamaður, einhver mesti sem við Vestmannaeyjar hefur fiskað. Binni reri fyrstu vertíðir sínar á vélbát á m/b Nansen og var hann formaður á bátnum í forföllum Jóhanns á Brekku. Árið 1926 var honum boðið að taka formennsku á vélbátnum m/b Gúllu. Þar var hann starfandi þrjár vertíðir, síðan tók hann við bátnum Newcastle, og var svo með vélbátana m/b Gottu, m/b Heklu, m/b Gulltopp, e/s Sævar, m/b Þór og m/b Andvara. Eftir það keypti hann skipið m/b Gullborg og varð landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim bát. Það var hans happaskip.

Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í 6 vertíðir og fékk titilinn samtals sjö sinnum. Nokkrum sinnum varð hann hæstur yfir landið.

Áhöfn Gullborgar Re 38 uppi á dekki Skipshöfn Benónýs Friðrikssonar á Gullborgu. Sjá nánari uppýsingar með því að smella á myndina


Benóný var ávallt með úrvals mannskap enda samrýmdist hvers konar seinagangur og stirðleiki ekki skapi skipstjórans.

Áhugamál og önnur afrek

Á yngri árum var Binni fimur með boltann, hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Týs og keppti með þeim en hann var einnig í fremstu röð í fimleikum. Önnur hreyfing var Binna hugleikin og eyddi hann góðum tíma í lundaveiði þó að tækifærin kæmu sjaldan. Hann hafði dálæti af vísum og kunni ógrynni af þeim ásamt því að kveðast á við félaga.

Binni var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.



Heimildir

  • Benóný Friðriksson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972. bls. 46.