„Vilhelm G. Kristinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Vilhelm Kristinsson.jpg|thumb|250px|Vilhelm]]
[[Mynd:Vilhelm Kristinsson.jpg|thumb|250px|Vilhelm]]


'''Vilhelm G. Kristinsson''' er fæddur 14. desember 1947.
'
 
Fyrsta kona Vilhelms var Ásgerður Ágústsdóttir. Börn þeirra eru:
 
* Unnur Vilhelmsdóttir, doktor í píanóleik. Hún lést 2008.
* Jón Gunnar Vilhelmsson, hagfræðingur, forstjóri í Shanghai í Kína.
* [[Sigurður Einar Vilhelmsson]], líffræðingur og framhaldsskólakennari.
* Jóhanna María Vilhelmsdóttir, trúarbragðafræðingur.
 
Önnur kona Vilhelms var Kristíana Baldursdóttir.
 
Þriðja kona Vilhelms heitir Galina Shcherbina hagfræðingur og er rússnesk að uppruna en íslenskur ríkisborgari. Sonur hennar og stjúpsonur Vilhelms er Andrei Shcherbin, sagnfræðingur og kvikmyndagerðarmaður.
 
== Nám og störf ==
Vilhelm lauk námi við Verslunarskóla Íslands 1967, hefur síðan starfað á dagblöðum, útvarps- og sjónvarpsstöðvum sem blaðamaður, frétta- og dagskrárgerðarmaður. Rak um nokkurra ára skeið í félagi við aðra eigið fyrirtæki á sviði almenningstengsla. Vann um tveggja ára skeið sem ritstjóri hjá Vöku - Helgafelli. Hefur unnið við ritstörf í hálfu starfi frá 1999.
 
Vilhelm fluttist til Vestmannaeyja árið 2005 og sá um viðtal vikunnar í vikublaðinu [[Vaktin]] sem borin var út frítt í öll hús í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið. Vilhelm skrifaði vikuleg viðtöl við Vestmannaeyinga í blaðið frá 2005-2008, samtals á annað hundrað talsins. Eftir það vann hann um skeið sem íhlaupamaður á [[Fréttir|Fréttum]].
 
Sumrin 2010-2012 hefur Vilhelm haft umsjón með [[Skansinn|Skanssvæðinu]] og talað við túrista á vegum bæjarins í [[Landlyst]] á Skansinum. Aðalstarf hans eru ritstörf og þýðingar sem hann vinnur heima hjá sér á Brekastíg 3.
 


[[Flokkur:Fjölmiðlamenn]]
[[Flokkur:Fjölmiðlamenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Brekastíg]]
[[Flokkur:Íbúar við Brekastíg]]

Núverandi breyting frá og með 24. september 2014 kl. 15:18

Vilhelm

'