„Stakkholt“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
Þegar Óskar og Svava flytja inn í Stakkholt, áttu þau fjögur börn en þau eru, [[Guðný Óskarsdóttir í Stakkholti|Guðný]] fædd 1935, [[Valgerður Erla Óskarsdóttir|Valgerður Erla]] fædd 1937, [[Gísli Óskarsson í Stakkholti|Gísli]] fæddur 1939, [[Rebekka Óskarsdóttir|Rebekka]] fædd 1941, lést 1971. Börnin [[Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir|Sigurbjörg Rut]] fædd 1946, og [[Einar Óskarsson í Stakkholti|Einar]] fæddur 1952, fæddust í Stakkholti.
Þegar Óskar og Svava flytja inn í Stakkholt, áttu þau fjögur börn en þau eru, [[Guðný Óskarsdóttir í Stakkholti|Guðný]] fædd 1935, [[Valgerður Erla Óskarsdóttir|Valgerður Erla]] fædd 1937, [[Gísli Óskarsson í Stakkholti|Gísli]] fæddur 1939, [[Rebekka Óskarsdóttir|Rebekka]] fædd 1941, lést 1971. Börnin [[Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir|Sigurbjörg Rut]] fædd 1946, og [[Einar Óskarsson í Stakkholti|Einar]] fæddur 1952, fæddust í Stakkholti.


Óskar og Svava voru alltaf mjög nægjusöm og notuðu ekki allt húsið fyrir sig, þau leigðu oftast einhvern hluta þess. [[Sigurbjörg Einarsdóttir|Sigurbjörg]], systir Óskars og [[Bjarni Bjarnason í Breiðholti|Bjarni Bjarnason]], yfirleitt kallaður Bjarni dýralæknir, byrjuðu sinn búskap í kjallaranum í Stakkholti. Fluttu síðar í risið og keyptu þar á eftir austurendann í Breiðholti[[Breiðholt|]].
Óskar og Svava voru alltaf mjög nægjusöm og notuðu ekki allt húsið fyrir sig, þau leigðu oftast einhvern hluta þess. [[Sigurbjörg Einarsdóttir|Sigurbjörg]], systir Óskars og [[Bjarni Bjarnason í Breiðholti|Bjarni Bjarnason]], yfirleitt kallaður Bjarni dýralæknir, byrjuðu sinn búskap í kjallaranum í Stakkholti. Fluttu síðar í risið og keyptu þar á eftir austurendann í [[Breiðholti]].
[[Friðrik Ásmundsson]] og Valgerður Erla, dóttir Óskars og Svövu, byrjuðu sinn búskap í risinu og voru þar til ársins 1964 er þau fluttu austur í Grænuhlíð. [[Ari Pálsson]] og Rebekka, dóttir þeirra byrjuðu sinn búskap í kjallaranum. Fleira fólk leigði hjá þeim, bæði í kjallara og í risinu. Ekki voru þau ströng um greiðslu á leigu hjá fólki, og ekki var hún há, tilfinning mín er sú að oft á tímum hafi ekki verið rukkað neitt fyrir leigu.
[[Friðrik Ásmundsson]] og Valgerður Erla, dóttir Óskars og Svövu, byrjuðu sinn búskap í risinu og voru þar til ársins 1964 er þau fluttu austur í Grænuhlíð. [[Ari Pálsson]] og Rebekka, dóttir þeirra byrjuðu sinn búskap í kjallaranum. Fleira fólk leigði hjá þeim, bæði í kjallara og í risinu. Ekki voru þau ströng um greiðslu á leigu hjá fólki, og ekki var hún há, tilfinning mín er sú að oft á tímum hafi ekki verið rukkað neitt fyrir leigu.



Útgáfa síðunnar 19. janúar 2006 kl. 20:05

Stakkholt byggt árið 1921.


Húsið Stakkholt við Vestmannabraut 49 í Vestmannaeyjum, var byggt árið 1921. Afsali var þinglýst 20. desember 1921. Nafnið er sótt í Stakkholt í Þórsmörk. Sveinn Pálsson byggði húsið og flutti hann inn ásamt konu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur og móður hans, Sigrúnu Sveinsdóttur. Þau eignuðust dótturina Sigrúnu Pálínu árið 1927, en hún er gift amerískum lækni og búa þau í Bandaríkjunum. Sveinn og Guðrún ólu upp Áslaugu Ólafsdóttur. Foreldrar hennar, þau Ólafur og Þóra leigðu í risi húsins, en Ólafur lést 1930. Sveinn var bróðir Árna Pálssonar, hann var faðir Páls Árnasonar, netagerðarmanns og múrarameistara.

Gunnar Ólafsson & co eignast húsið 1933, það var leigt fólki á þessum árum. Einn af þeim er leigir húsið var Nikulás Ívarsson.

Óskar Pétur Einarsson, skipasmiður og lögregluþjónn, og Guðný Svava Gísladóttir, kona hans, kaupa Stakkholt árið 1943. Skv. skriflegum heimildum frá Oktavíu Andersen, var afsal fyrir Stakkholt gert þann 18. okt. 1943 og þinglýst 30. okt. 1943.

Óskar var þriðja yngsta barn, af níu systkina barnahópi, þeirra Einars Nikulássonar og Valgerðar Oddsdóttur frá Búðarhól í Landeyjum. Hann flutti til Eyja ungur maður eins og algengt var á þessum árum. Svava var fædd og uppalin á Arnarhóli, við Faxastíg 10, hún var elst af fimm börnum Gísla Jónssonar og Guðnýjar Einarsdóttur.

Þegar Óskar og Svava flytja inn í Stakkholt, áttu þau fjögur börn en þau eru, Guðný fædd 1935, Valgerður Erla fædd 1937, Gísli fæddur 1939, Rebekka fædd 1941, lést 1971. Börnin Sigurbjörg Rut fædd 1946, og Einar fæddur 1952, fæddust í Stakkholti.

Óskar og Svava voru alltaf mjög nægjusöm og notuðu ekki allt húsið fyrir sig, þau leigðu oftast einhvern hluta þess. Sigurbjörg, systir Óskars og Bjarni Bjarnason, yfirleitt kallaður Bjarni dýralæknir, byrjuðu sinn búskap í kjallaranum í Stakkholti. Fluttu síðar í risið og keyptu þar á eftir austurendann í Breiðholti. Friðrik Ásmundsson og Valgerður Erla, dóttir Óskars og Svövu, byrjuðu sinn búskap í risinu og voru þar til ársins 1964 er þau fluttu austur í Grænuhlíð. Ari Pálsson og Rebekka, dóttir þeirra byrjuðu sinn búskap í kjallaranum. Fleira fólk leigði hjá þeim, bæði í kjallara og í risinu. Ekki voru þau ströng um greiðslu á leigu hjá fólki, og ekki var hún há, tilfinning mín er sú að oft á tímum hafi ekki verið rukkað neitt fyrir leigu.

Árið 1967 - 69 leigði bandarískur trúboði, Glen Hunt að nafni, austurendann í kjallaranum, þar var gjafavörubúð. Glen seldi gjafavörur sem hann keypti frá Kóreu. Versluninn hét Gjafabúðin. Við krakkarnir, barnabörn Óskars og Svövu, kölluðum búðina Afabúð. Mjög líklega hefur þetta verið fyrsta versluninn á Íslandi sem seldi gjafavörur frá Asíu.

Óskar Pétur Einarsson lést 13. maí 1978, og var Svava í húsinu til ársins 1987 er hún flutti til sonar síns og tengdadóttur, Gísla og Kristínar HaraldsdótturSóleyjargötu. Dóttir þeirra, Svava Gísladóttir, kaupir Stakkholt árið 1993 af ömmu sinni og hefur búið í því síðan. Svava flytur í húsið árið 1991 með börnum sínum, þeim Gísla Birgi, Kristínu Sjöfn og Sigrúnu Ellu Ómarsbörnum. Eftir að Svava giftist Sigurði Einarssyni, hafa þau eignast Dagbjörtu Lenu og Trausta Mar.

Svava hefur haldið húsinu vel við, árið 1994 lét hún skipta um járn á þakinu. Eftir að Sigurður kemur í Stakkholt hafa þau hugað vel að endurbótum og hafa endurnýjað allt eldhúsið, lagfært stofur, gang og háaloftið, þau hafa einnig skipt um glugga.



                                          Stakkholt, æskuheimilið séð með
                                          augum Ásmundar Friðrikssonar.


Óskar Pétur Friðriksson, íbúi á Þingeyri við Skólaveg 37 Vestmannaeyjum, tók saman í janúar 2006.



· Munnlegar heimildir.

Friðrik Ásmundsson, Gísli Óskarsson, Guðný Svava Gísladóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir, Sigurður Einarsson, Valgerður Erla Óskarsdóttir.


· Skriflegar heimildir.

Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja, með aðstoð Jónu Bjargar Guðmundsdóttur, skjalavarðar, Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum, með aðstoð Oktavíu Andersen, www.islendingabok.is.