„Indriði Einarsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (flokkur fólk) |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | * Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Fólk]] | |||
[[Flokkur:Þingmenn]] | [[Flokkur:Þingmenn]] |
Útgáfa síðunnar 19. janúar 2006 kl. 11:07
Indriði Einarsson var þingmaður Vestmannaeyja frá 1890 til 1891. Hann var fæddur á Húsabökkum í Skagafirði þann 30. apríl 1851 og lést í Reykjavík þann 31. mars 1939. Foreldrar hans voru Einar Magnússon (fæddur 31. júlí 1812, dáinn 11. febrúar 1868) bóndi á Húsabökkum og kona hans Eufemia (fædd 28. júlí 1813, dáin 9. febrúar 1881) Gísladóttir. Indriði kvæntist 20. júlí 1880 Mörtu Maríu (fædd 2. ágúst 1851, dáin 4. okt 1931) dóttur Péturs Guðjohnsen organleikara og alþingismanns í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Sigríðar Lárusdóttur Knudsen. Indriði varð stúdent í Reykjavík 1872. Tók cand. polyt. frá Hafnarháskóla árið 1877. Fór í framhaldsnám í Edinborg. Hann varð aðstoðarmaður landfógeta 1878. Indriði var ráðinn sem endurskoðandi landsreikninganna 1879 til 1904. Hann var einnig fulltrúi fjármála- og endurskoðunardeildar stjórnarráðsins 1904 og skifstofustjóri þar 1909. Indriði fékk lausn frá starfi árið 1918. Á elliárum stundaði hann síðan ritstörf í Reykjavík þanngað til hann lést. Tvisvar var hann formaður Stórstúku Íslands (stórtemplar 1897-1903 og 1913-1915).
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.