„Guðmundur Magnússon (Goðalandi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
[[Guðmundur Magnússon (Goðaland)|Guðmundur Magnússon]] fæddist 5. september 1877 í Landeyjum og lést 21. september 1959, 82 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892), bónda í Hrauk í Vestur-Landeyjum og Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941). Guðmundur missti föður sinn er hann var á fimmtánda ári og stóð þá Bjarghildur uppi án fyrirvinnu með þrjú börn, öll ung að árum. Guðmundur elstur, fimmtán ára gamall, Guðbjörg (Litlalandi) systir hans ellefu ára og Guðni tveggja ára. Í þá daga var ekki leikur fyrir fátæka móður að komast af, enda varð Bjarghildur að láta tvö eldri börnin frá sér. | [[Guðmundur Magnússon (Goðaland)|Guðmundur Magnússon]] fæddist 5. september 1877 í Landeyjum og lést 21. september 1959, 82 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892), bónda í Hrauk í Vestur-Landeyjum og Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941). Guðmundur missti föður sinn er hann var á fimmtánda ári og stóð þá Bjarghildur uppi án fyrirvinnu með þrjú börn, öll ung að árum. Guðmundur elstur, fimmtán ára gamall, Guðbjörg (Litlalandi) systir hans ellefu ára og Guðni tveggja ára. Í þá daga var ekki leikur fyrir fátæka móður að komast af, enda varð Bjarghildur að láta tvö eldri börnin frá sér. | ||
Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908 og réðist þar sem smiður við Edinborgarverzlun [[Gísli J. Johnsen|G.J.J.]] Hann keypti [[Dvergasteinn|Dvergastein]] og þar var hann byggingarmeistari | Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908 og réðist þar sem smiður við Edinborgarverzlun [[Gísli J. Johnsen|G.J.J.]] Hann settist fyrst að í [[Garðhús|Garðhúsum]] og síðar keypti [[Dvergasteinn|Dvergastein]] og þar var hann byggingarmeistari. Árið 1908 sá hann til dæmis um byggingu [[Skjaldbreið|Skjaldbreiðar]] og sumarið 1910 hóf [[Gísli J. Johnsen|G.J.J.]] uppbyggingu nýrra bryggju og var Guðmundur Magnússon aðalsmiður í því verki. Hjónin bjuggu á [[Dvergasteinn|Dvergasteini]] í þrjú ár. | ||
Guðmundur Magnússon giftist [[Helga Jónsdóttir (Goðaland)|Helgu Jónsdóttur]] árið 1902 og átti með henni fjögur börn. Þau eru: | Guðmundur Magnússon giftist [[Helga Jónsdóttir (Goðaland)|Helgu Jónsdóttur]] árið 1902 og átti með henni fjögur börn. Þau eru: |
Útgáfa síðunnar 18. október 2013 kl. 23:47
Guðmundur Magnússon fæddist 5. september 1877 í Landeyjum og lést 21. september 1959, 82 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892), bónda í Hrauk í Vestur-Landeyjum og Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941). Guðmundur missti föður sinn er hann var á fimmtánda ári og stóð þá Bjarghildur uppi án fyrirvinnu með þrjú börn, öll ung að árum. Guðmundur elstur, fimmtán ára gamall, Guðbjörg (Litlalandi) systir hans ellefu ára og Guðni tveggja ára. Í þá daga var ekki leikur fyrir fátæka móður að komast af, enda varð Bjarghildur að láta tvö eldri börnin frá sér.
Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908 og réðist þar sem smiður við Edinborgarverzlun G.J.J. Hann settist fyrst að í Garðhúsum og síðar keypti Dvergastein og þar var hann byggingarmeistari. Árið 1908 sá hann til dæmis um byggingu Skjaldbreiðar og sumarið 1910 hóf G.J.J. uppbyggingu nýrra bryggju og var Guðmundur Magnússon aðalsmiður í því verki. Hjónin bjuggu á Dvergasteini í þrjú ár.
Guðmundur Magnússon giftist Helgu Jónsdóttur árið 1902 og átti með henni fjögur börn. Þau eru:
Karl Guðmundsson (Reykholt) f. 04.05.1903, d. 10.05.1993 Jón Guðmundsson (Miðey)f. 15.07.1905, d. 04.03.1972 Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir (Goðaland f. 19.03.1908, d. 04.09.1996 Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir (Goðaland) f. 21.06.1914, d. 30.01.1999
Árið 1922 settist fjölskyldan að í Skjaldbreið og bjuggu þau þar í skamman tíma en reisti svo Goðaland sem stendur við Flatir 16 árið 1922 og flutti þar með fjölskyldu sinni þar sem að þau síðan ávallt bjuggu og rak hann þar trésmíðaverkstæði til dauðadags.
Guðmundur var kosinn í bæjarstjórn 1934 - 1938 fyrir Alþýðuflokkinn.
Myndir
-
Guðmundur Magnússon
-
Guðmundur Magnússon
-
Bjarghildur Guðnadóttir, móðir hans Guðmundar.
Heimildir
- Niðjatal Goðalandsættar
- Blik 1962
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.