|
|
The content of the new revision is missing or corrupted. |
Lína 1: |
Lína 1: |
| {{Fjöll}}
| |
| [[Mynd:Heimaklettur sv spm.jpg|thumb|left|250px|Heimaklettur séður frá suð-vestri.]]
| |
| '''Heimaklettur''' er hæsta fjall Vestmannaeyja, en það stendur á [[Heimaey]] og er 283m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er [[jarðfræði|móbergsstapi]] sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæbrattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstrabergstoppi þar sem að fé er haft á beit.
| |
|
| |
|
| Fjallgöngur hafa löngum verið stundaðar í Heimakletti. Oft hefur uppgangan verið erfið og hættuleg vegna brattra hlíða og bergs. En bót varð á því í kringum árið 2000. Þá var smíðaður stigi og settur upp þar sem erfiðasti hjallinn er. Ekki er það þó þrautalaust að komast á topp Heimakletts og þarf óvant fólk helst að vera í fylgd með einhverjum sem kann á aðstæður. Gangan upp á klettinn er mikið gaman og reynir vel á. Útsýnið er fagurt og frábært að sjá bæinn og eyjarnar frá þessum sjónarhóli. Á björtum degi sést vel upp á meginlandið, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull blasir við og langt út á Suðurlandsundirlendið.
| |
| [[Mynd:Jsþ 0632.jpg|thumb|250px|Heimaklettur]]
| |
| Þegar sjávarfjöllin leyfa er hægt að fara bæði framan og bakvið við Heimaklett. Aðstæður þurfa að vera góðar til að fara á bakvið Heimaklett en þá er upplifunin ennþá meiri. Fegurðin og háir klettarnir heilla hvern þann sem sér.
| |
|
| |
| Systraklettar Heimakletts heita [[Miðklettur]] og [[Ystiklettur]]. Ekki er ráðlagt fólki að fara úr Heimakletti út í næstu kletta en það er þó hægt fyrir heimavana menn. Miðklettur og Ystiklettur eru heldur minni en Heimaklettur en saman mynda þeir órjúfanlega mynd sem hefur fest sig í hugum svo margra Eyjamanna og utanaðkomandi fólks. Í Ystakletti er stunduð [[lundi|lundaveiði]] á sumrin og er veiðikofi í honum
| |
|
| |
| == Örnefni ==
| |
| '''Dufþekja''' [[Mynd:Duftek2.JPG|thumb|right|300px|Dufþekja í Heimkletti, séð af sjó aftan á Heimaklett]]norðan í Heimakletti er mikið [[fýll|fýlapláss]] og þar var áður mikil hvanna- og rótatekja. Hún er ákaflega flá og brött og var mönnum þar hrapgjarnt. Það var trú manna að 20 manns ættu að farast úr henni áður en yfir lyki eða jafnmargir og í Jökulsá á Sólheimasandi en þær áttu að „kallast á“ um manntapa. Fyrsta dauðsfallið í Dufþekju er sagt vera þegar að þræll Hjörleifs að nafni Dufþakur hrapaði þar niður á flótta undan Ingólfi Arnarsyni.
| |
| Í Kleifunum í Heimakletti er svokallaður [[Papakrossinn|Papakross]]. Hann er talinn sanna veru Papa í Vestmannaeyjum fyrir landnám.
| |
|
| |
| '''Hörgaeyri''' er sandbanki sunnan í Heimakletti sem stendur út frá '''Stóru-löngu'''. Þegar að Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason komu með [[Kirkjumál|kristna trú]] til Íslands frá Noregi árið 1000 höfðu þeir með sér efnivið og fyrirmæli frá Ólafi konungi Tryggvasyni um að reisa skyldi kirkju á fyrsta stað sem að þeir „''skytu bryggjum á land''“, en í Kristnisögu kemur fram að þeir hafi haft viðkomu í Dyrhólaey á leið sinni. Kirkjan var reist á Hörgaeyri, þar sem blót og hörgar voru stundaðar áður. Kirkjan var kölluð [[Stafkirkjan]], og var tileinkuð heilögum Klementi, verndardýrlingi sæfara og sjósóknara.
| |
| :„''ok var lutað um hvárum megin vágsins standa skyldi, ok hlauzt fyrir norðan, þar váru áðr blót ok hörgar''“.
| |
|
| |
| '''Hákollar''' eru hæsti tindur Vestmannaeyja, í 283 metra hæð yfir sjávarmáli. Hann er nyrst í Heimakletti, austan Dufþekju. Þar er mikil [[lundi|lundaveiði]] stunduð. Útsýni af Háukollum er stórkostlegt í góðu skyggni. Eyjafjallajökull, Hekla, Þríhyrningur og hinar blómlegu sveitir Landeyja, Fljótshlíðar og Eyjafjalla blasa við sjónum. Dyrhólaey má sjá í austri og í norðurátt má sjá Langjökul í góðu skyggni. Ingólfsfjall sést vel, og í vestri mótar fyrir Reykjanesfjallgarðinum svo og Eldey við sjóndeildarhring.
| |
|
| |
| == Upplýsingin ==
| |
| <div class="floatright" style="background: #e0e0e0; border: 1px solid #303030; padding: 7px;">
| |
| <big>Heimaklettur</big>
| |
| :''Heimaklettur, hátt þú rís''
| |
| :''hrauns með gretta dranga.''
| |
| :''Högg þér réttir hrannadís,''
| |
| :''hörð og þétt á vanga.''
| |
|
| |
| :''Þú mátt brjóta storma stál''
| |
| :''straumum móti gnafinn,''
| |
| :''spyrna fótum Atlants-ál,''
| |
| :''ölduróti kafinn.''
| |
|
| |
| :''Margra alda rún við rún''
| |
| :''ristur gjaldamegin.''
| |
| :''Upp í kaldan beitir brún,''
| |
| :''bárufaldi þveginn.''
| |
|
| |
| :''Þegar hrína hret á kinn,''
| |
| :''hreggið hvín á skalla.''
| |
| :''Norðri krýnir konunginn''
| |
| :''köldu líni mjalla''
| |
|
| |
| ''[...]''
| |
|
| |
| - Sveinbjörn Á Benónýsson
| |
| </div>
| |
| Árið 2003, í tilefni af 30 ára [[goslokahátíðin|goslokaafmælinu]] var byrjað að lýsa upp Heimaklett í skammdeginu með sterkum ljóskösturum. [[Friðbjörn Valtýsson]] stóð fyrir þessari uppljómun klettarins, en mörg fyrirtæki og margir einstaklingar komu að verkefninu. Í framhaldi af lýsingunni tók áhugahópur sig saman og fengu meira fjármagn og fleiri ljóskastara, og var þá byrjað að lýsa upp '''Neðri Kleifar''' og upp í '''Hettu'''.
| |
|
| |
| [[Mynd:Heimaklettur sed fra klifi.jpg|thumb|left|300px|Heimaklettur séður ofan af Klifinu.]]
| |
|
| |
| ----
| |
| '''Heimildir'''
| |
| <small>
| |
|
| |
| * Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
| |
| * ''Gamalt og Nýtt, I. bindi'', Einar Sigurðsson ritstjóri; Prentsmiðjan Eyrún, Vestmannaeyjum 1949. ISBN 0-0003-055917
| |
| * ''Fréttir'', 30/04/2004, „Fleiri ljósum beint að Heimakletti í kvöld“. [http://eyjafrettir.is/default.asp?View=Article&ID=4419]
| |
| * ''Landakirkja í Vestmannaeyjum'', Helgi Bernódusson og Ágúst Karlsson. [http://www.kirkjugardar.is/kgsi/bautast3/landakirkja.html]
| |
|
| |
| [[Flokkur:Örnefni]]
| |