„Árni Filippusson“: Munur á milli breytinga
(setti inn mynd) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:KG-mannamyndir311.jpg|thumb| | [[Mynd:KG-mannamyndir311.jpg|thumb|250 px|Árni Filippusson]] | ||
'''Árni Filippusson''' var barnakennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum árin 1886-1893. Hann var fæddur að Háfshóli í Holtum 17. mars 1856. Hann var sonur [[Filippus Bjarnason|Filippusar Bjarnasonar]] og [[Guðrún Árnadóttir|Guðrúnar Árnadóttur]]. Hann dvaldist þar til tvítugsaldurs og stundaði nám á Rangárvöllum. | '''Árni Filippusson''' var barnakennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum árin 1886-1893. Hann var fæddur að Háfshóli í Holtum 17. mars 1856. Hann var sonur [[Filippus Bjarnason|Filippusar Bjarnasonar]] og [[Guðrún Árnadóttir|Guðrúnar Árnadóttur]]. Hann dvaldist þar til tvítugsaldurs og stundaði nám á Rangárvöllum. | ||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Árni Filippusson lést 6. janúar 1932, 75 ára að aldri. | Árni Filippusson lést 6. janúar 1932, 75 ára að aldri. | ||
== Myndir == | |||
<Gallery> | |||
Mynd:Blik 1980 83.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir244.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir245.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir246.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir247.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir311.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 3253.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 10158.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 12076.jpg | |||
</gallery> | |||
[[Flokkur:Kaupmenn]] | [[Flokkur:Kaupmenn]] |
Útgáfa síðunnar 13. júní 2012 kl. 10:41
Árni Filippusson var barnakennari og skólastjóri í Vestmannaeyjum árin 1886-1893. Hann var fæddur að Háfshóli í Holtum 17. mars 1856. Hann var sonur Filippusar Bjarnasonar og Guðrúnar Árnadóttur. Hann dvaldist þar til tvítugsaldurs og stundaði nám á Rangárvöllum.
Eftir að hafa unnið sem sýsluskrifari í 8 ár í Hvolhreppi fluttist hann til Vestmannaeyja árið 1885. Bjó hann fyrsta árið í Nýborg og vann í verslun J.P.T. Bryde. Hann réðist kennari við Barnaskólann haustið 1886. Aldrei var hann kallaður skólastjóri en brátt öðlaðist hann fullt traust yfirvalda til að stjórna eftirlitslaust skólastarfinu. Hann kenndi af óeigingirni og kenndi yngri börnum í frítíma sínum. Hann kenndi við Barnaskólann fram til ársins 1893. Með Jóni Magnússyni stofnaði Árni sparisjóð í Vestmannaeyjum árið 1893. Frá 1893 fram á aldamót dvaldist Árni við verslunarstörf í Hafnarfirði og Reykjavík. Aldamótaárið fluttist hann svo aftur til Eyja og bjó þar til æviloka.
Árni var dugmikill og var ötull í öllu bæjarlífi Eyjamanna. Hann innti af hendi fjölmörg trúnaðarstörf og var frumkvöðull í stofnun félaga. Árið 1901 beitti Árni sér fyrir stofnun Ísfélags Vestmannaeyja og var hann gjaldkeri þess fram til 1931. Gjaldkeri Sparisjóðs Vestmannaeyja var hann frá 1900-1919. Einnig var hann gjaldkeri Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Árni var bindindismaður og var umboðsmaður Stórtemplars í stúkunni Báru nr. 2.
Listrænn mun Árni hafa verið og meðal annars sem hann stundaði var leturgröftur, smíðar og smíðaföndur.
Eiginkona Árna hét Gíslína Jónsdóttir frá Ölfusi. Bjuggu þau hjá Eiríki Hjálmarssyni kennara fyrstu tvö árin eftir að þau fluttu til Eyja árið 1900. Þá byggðu hjónin stórt timburhús sem hét Ásgarður og stóð við Heimagötu 29. Þau eignuðust 4 börn og hétu þau Guðmundur, Filippus Gunnar, Guðrún og Katrín.
Árni Filippusson lést 6. janúar 1932, 75 ára að aldri.