„Heimahöfn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
:''því frændi lánar bátinn sinn,
:''því frændi lánar bátinn sinn,
:''og siglir út um [[Súlnasker]]
:''og siglir út um [[Súlnasker]]
:''og síðan reika um Hamarinn.
:''og síðan reika um [[Ofanleitishamar|Hamarinn]].
:''Ég gæti þulið þúsund nöfn
:''Ég gæti þulið þúsund nöfn
:''og þyrfti að heilsa hverjum stað,
:''og þyrfti að heilsa hverjum stað,

Útgáfa síðunnar 19. júlí 2005 kl. 17:01

Lagið Heimahöfn var þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga árið 1971.

Ó, fylgdu mér í Eyjar út
er andar golan sumarhlý,
þar vinir bjóða vín af stút
og vitökurnar eftir því.
Í Kafhelli þá fyrst ég fer
því frændi lánar bátinn sinn,
og siglir út um Súlnasker
og síðan reika um Hamarinn.
Ég gæti þulið þúsund nöfn
og þyrfti að heilsa hverjum stað,
því þetta er hjartans heimahöfn,
ég held ég fari nær um það.
Á Klettsvíkina kom ég fyrr
og kannast þar við hverja hlein.
Ó, manstu út við Ægisdyr
er aftansólin fegurst skein,
mér finnst það hafi gerst í gær
að glettist blær við lokka og kinn,
því aldrei gleymast augun skær
né æskubjartur hlátur þinn.
Svo göngum við rinda og reit
þar rekja sporin liðna tíð,
og minningin vaknar mörg og heit
um mína vini fyrr á síð.
Lag og texti: Ási í Bæ