„Blik 1976/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, II. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 121: Lína 121:
Síðast mæltist ræðumaður fastlega til þess, að þeim mönnum, sem vikið hefði verið úr Verkamannafélaginu Drífanda, yrðu teknir inn í það aftur, og það kunngjört í þeim dagblöðum landsins, sem birtu fréttir um brottreksturinn, og mundi þessi leiðinlegi atburður gleymast brátt.
Síðast mæltist ræðumaður fastlega til þess, að þeim mönnum, sem vikið hefði verið úr Verkamannafélaginu Drífanda, yrðu teknir inn í það aftur, og það kunngjört í þeim dagblöðum landsins, sem birtu fréttir um brottreksturinn, og mundi þessi leiðinlegi atburður gleymast brátt.


Framkvæmdastjóri tók næstur til máls á fundi þessum. Hann undirstrikaði í ræðu sinni, að framkoma ..klofningsmanna"  (eins og hann orðaði það) við síðustu bæjarstjórnarkosningar yrðu að kallast afbrot „''innan flokksins''", og íslenzk verkalýðshreyfing  væri  dauðadæmd,  ef slakað væri í nokkru á flokksaga. Því næst mótmælti hann þeim sögum, sem um bæinn færu, þess efnis, að skrifstofa kaupfélagsins væri notuð til pólitískra fundarhalda, og ennfremur því, að hann notaði aðstöðu sína sem kaupfélagsstjóri til að vinna sér pólitískt fylgi. Annars sagðist hann tala um áhugamál sín á skrifstofunni, ef svo bæri undir. Spurði hann fundarmenn að því, hvort nokkur gæti borið sér á brýn, að hann lofaði lánum og öðrum fríðindum gegn pólitísku fylgi. — Því var svarað neitandi. Sagðist hann ekkert tillit taka til pólitískra skoðana  viðskiptamanna félagsins, enda sýndu bækurnar, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum hefðu viðskipti við félagið, og stæði félagið jafnrétt fyrir þessu. Drap hann á það, að forstjóri S.Í.S. hefði grennslast eftir deilumáli þessu
Framkvæmdastjóri tók næstur til máls á fundi þessum. Hann undirstrikaði í ræðu sinni, að framkoma ..klofningsmanna"  (eins og hann orðaði það) við síðustu bæjarstjórnarkosningar yrðu að kallast afbrot „''innan flokksins''", og íslenzk verkalýðshreyfing  væri  dauðadæmd,  ef slakað væri í nokkru á flokksaga. Því næst mótmælti hann þeim sögum, sem um bæinn færu, þess efnis, að skrifstofa kaupfélagsins væri notuð til pólitískra fundarhalda, og ennfremur því, að hann notaði aðstöðu sína sem kaupfélagsstjóri til að vinna sér pólitískt fylgi. Annars sagðist hann tala um áhugamál sín á skrifstofunni, ef svo bæri undir. Spurði hann fundarmenn að því, hvort nokkur gæti borið sér á brýn, að hann lofaði lánum og öðrum fríðindum gegn pólitísku fylgi. — Því var svarað neitandi. Sagðist hann ekkert tillit taka til pólitískra skoðana  viðskiptamanna félagsins, enda sýndu bækurnar, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum hefðu viðskipti við félagið, og stæði félagið jafnrétt fyrir þessu. Drap hann á það, að forstjóri S.Í.S. hefði grennslast eftir deilumáli þessu og hefði hann svarað því, að stjórn félagsins hefði samþykkt að blanda ekki kaupfélaginu í deilu þessa. Gat hann þess að síðustu, að lífsskoðun sinni breytti enginn, hún yrði ekki seld fyrir brauð, og mætti þess vegna víkja sér úr stöðunni.
 
Í umræðum þessum, sem spunnust út af brottrekstrinum og „'''auglýsingunni'''" í búðarglugga kaupfélagsins, tók Guðlaugur Brynjólfsson frá Odda við Vestmannabraut til máls. Hann var einn af einlægustu kaupfélagsmönnum bæjarins og félagshyggjumaður mikill. Hann taldi mjög í óefni komið um tilveru kaupfélagsins, þar sem það væri auðsjáanlega orðin pólitísk stofnun, sem léti nota glugga sína til þess að mannorðsskemma forgöngumenn félagsins og brautryðjendur. Þá lýsti ræðumaður megnri óánægju yfir því, að Jóni Rafnssyni hefði verið veitt atvinna við kaupfélagið. Taldi ræðumaður þann mann skemmdarmanninn mikla, sem m. a. hefði að undanförnu spillt mest fyrir útgerð Eyjaskeggja með því að fæla fólk frá að koma til Eyja til vertíðarstarfa.
 
Björn Jakobsson fullyrti, að Jón Rafnsson gerði það eitt í þessum málum, sem Sjómannafélag Vestmannaeyja fæli honum, og væri það þess vegna Sjómannafélagið, sem spillti fyrir útgerðinni, ef svo væri. Og hver stjórnaði svo samþykktum þess, var þá spurt á fundinum. Um það var þráttað.
Guðlaugur Hansson, einn af skeleggustu forgöngumönnum verkalýðs
samtakanna í Eyjum og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, endurtók það í ræðu sinni til svars við fullyrðingu, að stjórn kaupfélagsins hefði aldrei komið til hugar að víkja forstjóranum úr stöðu sinni. Einnig tók hann það fram, að Sósíaldemókratar og Kommúnistar gætu hvergi unnið saman. Það væri reynsla út um allan heim.
 
Guðlaugur Hansson ræddi síðan um brottreksturinn á þeim sexmenningunum úr verkamannafélaginu, sem væri fáheyrt ofbeldisverk, lagaleysa og heimskupör. Þá vakti ræðumaður athygli á því, að fylgismenn kaupfélagsstjórans hefðu sífellt haldið sig svo að segja dag og nótt í nágrenni við verzlunarhús kaupfélagsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hinar nýafstöðnu.
 
Guðlaugur Hansson kvaðst alltaf hafa verið Jafnaðarmaður. Og hann kvaðst fús til að sættast við kaupfélagsstjórann og nánustu pólitíska félaga hans, ef tök yrðu á að jafna þessa deilu og þeir sexmenningarnir yrðu teknir aftur inn í verkamannafélagið.
 
Kaupfélagsstjórinn svaraði ræðu stjórnarmannsins Guðlaugs Hanssonar. Hann kvaðst að lokum á engan hátt beygja sínar stjórnmálaskoðanir undir vilja kaupfélagsstjórnarinnar. Því næst bar bæjarpólitíkin á góma og tóku ýmsir til máls. Urðu þar harðar umræður um Kommúnisma og Sósíalisma.
 
Undir lokin endurtók Guðlaugur Brynjólfsson ávítur sínar í garð stjórnar og kaupfélagsstjóra fyrir það glappaskot að ráða mann eins og Jón Rafnsson til starfa hjá kaupfélaginu. Hann var þarna talinn potturinn og pannan í svívirðingu þeirri, sem kaupfélagsstjórnarmönnum var gjörð með auglýsingunni um „''brottrekstur þeirra og svik''" í búðarglugga félagsins. Jafnframt var þessi starfsmaður kaupfélagsins talinn halda uppi látlausum áróðri fyrir kommúnismanum og foringjum hans í Rússlandi í búðum og öðrum vistarverum kaupfélagsins, svo að fólk hneykslaðist og fældist verzlunina.
 
Guðlaugur Hansson, sem þá var stjórnarmaður kaupfélagsins, svaraði ávítunum Guðlaugs Brynjólfssonar varðandi ráðningu Jóns Rafnssonar til starfa hjá kaupfélaginu. Guðlaugur Hansson sagði, að sér hefði verið vikið úr stöðu hjá Gísla J. Johnsen vegna stjórnmálaskoðana sinna. og „dytti sér ekki í hug að láta slíka ósanngirni ráða gerðum sínum. Hefði hann því verið samþykkur á sínum tíma að Jón Rafnsson yrði ráðinn starfsmaður kaupfélagsins." Þessi orð þóttu lýsa vel manninum.
 
Ísleifur Högnason: „Jón Rafnsson er ráðinn með samþykki stjórnarinnar og ég virði það við hana."
 
Guðmundur Sigurðsson kvað sér aldrei hafa dottið í hug að stuðla að því, að kaupfélagsstjóra yrði vikið. Vildi helzt sjálfur víkja úr stjórninni, þegar til aðalfundar kæmi. Taldi hann sig hafa fengið álitsspjöll vegna umræddra gluggaauglýsinga, en vildi gjöra allt, sem í hans valdi stæði, til þess að deila þessi jafnaðist með friði og spekt.
 
Þorbjörn Guðjónsson minnti fundarmenn á, að nú væri kaupfélagið 10 ára, ætti sæmileg húsakynni og væri á framfaravegi. Það hefði haldið niðri vöruverði á útlendum nauðsynjum. Það mætti því ekki sundrast af pólitískri óánægju. Var hann því fylgjandi, að endurskoðandi yrði fenginn að (frá S.Í.S.), þótt hann væri þess fullvís, að ekkert færi þar fram vítavert. Kvað hann ómögulegt að ætlast til, að kaupfélagsstjórinn yrði allt í einu ópólitískur .Vonaðist hann eftir góðri samvinnu stjórnar og kaupfélagsstjóra, ekki fram að aðalfundi, heldur lengur.
 
Eiríkur Ögmundsson. fyrrv. formaður félagsins, bar þá fram svohljóðandi tillögu:
 
„Fundurinn samþykkir að banna allar pólitískar æsingar í húsum kaupfélagsins og sömuleiðis pólitískar auglýsingar í gluggum þess."
Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 
Guðlaugur Hansson og Eiríkur Ögmundsson áttu enn á ný nokkur orðaskipti við kaupfélagsstjórann, en ekkert nýtt kom þar fram viðvíkjandi deilumálum þessum.
 
Guðlaugur Brynjólfsson bað fundarmenn að leggja deilumálin á hilluna.
 
Fundarmenn voru því samþykkir og töldu rétt að snúa nú umræðunum að sjálfu kaupfélaginu, hag þess og rekstri.
 
Þá hélt  Ísleifur kaupfélagsstjóri
 
 
   
   



Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2009 kl. 16:12

Veður tóku að gerast válynd

Eins og ég hef áður drepið hér á, þá voru forgöngumenn Verkamannafélagsins Drífanda og Kaupfélagsins Drífanda Alþýðuflokksmenn, a. m. k. að mjög miklum hluta. Sumir þeirra voru einnig bæjarfulltrúar flokksins.

Þessir sömu menn stóðu að útgáfu vikublaðs, sem þeir létu heita svo, að Verkamannafélagið Drífandi gæfi út. Það hét Eyjablaðið og hóf göngu sína 26. september 1926. Skráðir ritstjórar þess voru starfsmenn hjá Kaupfélaginu Drífanda, a. m. k. tveir þeirra þá, en þrír önnuðust ritstjórnina. Allir voru ritstjórarnir róttækir í þátíðarmerkingu orðsins. Þó töldu þeir sig einlæga fylgjendur Alþýðuflokksins lengi vel og styrktu hann í orði og verki.

En einhver breyting virtist vera í aðsigi, þó að hægt færi fyrst í stað. Og svo kom að því, að ritstjórarnir lýstu yfir því, að Kommúnistar og Bolsjevikar væru þeim gæluyrði en orðið „Jafnaðarmenn" væri skammaryrði í þeirra eyrum. Reynsla ritstjóranna af starfi Jafnaðarmanna fyrir verkalýðinn í landinu, sögðu þeir, hefði umskapað hið fagra orð jafnaðarmennska og gert það að skammaryrði. Þessa yfirlýsingu ritstjóranna tóku lesendurnir ekki alvarlega fyrst í stað, heldur meir eins og stríðni eða kerskni.

En bak við tjöldin var mikið skeggrætt og bollalagt, þó að afleiðingar þess sæju ekki ljós dagsins lengi vel, því að til skarar mátti ekki láta skríða fyrr en tryggt væri, að klofningsmenn gætu haft með sér meiri hluta innan verkalýðs og verzlunarsamtakanna, þegar til stáls syrfi og klofningurinn yrði lýðum ljós.

Um þessa starfsemi að tjaldabaki hlýt ég að fara hér nokkrum orðum, því að þessi duldu öfl með ýmsum pólitískum fyrirbrigðum urðu þess valdandi, að Kaupfélagið Drífandi varð að engu, leystist upp öllum verkalýð kaupstaðarins til óbætanlegs tjóns og trú manna á samtakamáttinn til mikils hnekkis.

Um tíma gerðist hinn þekkti blaðamaður Alþýðuflokksins. V. S. V., ritstjóri Eyjablaðsins. Við það starf hélzt hann í 10 vikur. Þá hröklaðist hann frá blaðinu. Hann skrifaði oft um störf „Jafnaðarmanna" fyrir hag verkalýðsins. Honum var vissulega ekki þökkuð störfin, þegar hann hvarf úr bænum. Jón nokkur Rafnsson gerðist þá einn ritstjóri blaðsins. Það hætti svo að koma út von bráðar eða í júlímánuði 1927. Þá höfðu „Félagar Stalíns" vaðið uppi í forustuliði Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum 1-2 ár og valdið þar biturleik og sundrung. Á ýmsu tók að bóla i hagsmunabaráttunni, sem allur þorri verkamanna í bænum hafði ekki látið sér koma til hugar að til mála kæmi.

Augu manna tóku að opnast fyrir ofbeldishneigðum í starfseminni innan verkalýðssamtakanna. Þær höfðu látið á sér kræla fyrr, þó að dult færi í fyrstu. Sögur tóku að ganga um fyrirbrigðin þau t. d. í kolaverkfallinu árið 1926. Þá voru ungir menn innan verkalýðshreyfingarinnar i kaupstaðnum látnir smíða sér kylfur, sem þeir földu í vinstri jakkaerminni, þegar á hólminn var gengið. Barefli þessi skyldu sjá dagsins ljós og notast, þegar vissir „foringjar" gæfu merki. Ég, sem þetta rita, var þá ekki fluttur til Eyja, en aldraðir kunningjar mínir, sem voru með í átökunum og lutu í barnaskap sínum, eins og þeir segja sjálfir. „Félögum Stalíns", hafa sagt mér þetta og leyft mér að segja frá því.

Til „bardaga" kom þarna ekki, sem betur fór.

Þetta atvik og ýmis fleiri áþekk því vöktu til íhugunar og deilna milli verkalýðsforingjanna gömlu, sem yfirleitt vildu fara fram með gát og festu ,svo sem stofnendur Verkamannafél. Drífanda og Kf. Drífanda. Hinir „róttæku", sem kölluðu Stalín félaga sinn í ræðum sínum og fóru um hann hlýjum viðurkenningarorðum í lotningarfullum tón, vitnuðu ákaft í atburði sögunnar, sem gerðust fyrir „austan tjald", þar sem mannkyninu hafði fæðzt nýr frelsari, öðlingsmennið og mannvinurinn Félagi Stalín. Meðal annarra dyggða hans voru þær, að hann þyrmdi í hvívetna lífi andstæðinga sinna, sem hann átti kost á að láta taka af lífi sökum hinna takmarkalausu valda sinna, já, taka af lífi í tugþúsunda tali.

Þessar og þvílíkar ræður hlustuðu þeir á m. a., sem staðið höfðu í hagsmunabaráttu verkalýðsins í kaupstaðnum árum saman, stofnað kaupfélag verkalýðsins, Verkamannafélagið Drífanda, Verkakvennafélagið Hvöt, Sjómannafélag Vestmannaeyja og Sjúkrasamlag Vestmannaeyja (hið fyrsta) o. fl. Öll fóru þessi samtök verkalýðsins í Vestmannaeyjum sömu leiðina á næstu árum, leystust upp sökum pólitísks ofstækis og ofbeldishneigða vissra manna, sem kölluðu sig „Félaga Stalíns" og tignuðu goð ,,fyrir austan tjald".

Leikið var tveim skjöldum

Hinn 4. nóv. 1928 hófst á ný útgáfa sérstaks blaðs í Vestmannaeyjum. Steindór Sigurðsson. sem sumir titluðu skáld, síðar tengdasonur Sigurðar lyfsala Sigurðssonar, hafði tekið prentsmiðjuna að Helgafellsbraut 19 á leigu. Það hét svo, að hann gæfi blað þetta út, þó að þess sé hvergi getið. Hann prentaði blaðið að minnsta kosti, og hann var skráður ritstjóri þess. Andrés Straumland, kennari, vann þar með honum, þegar frá leið.

Blað þetta hét Vikan (sjá Blik 1967, bls. 304). Það gerðist brátt málsvari verkalýðshreyfingarinnar í Vestmannaeyjum með tilvitnunum í atburðina miklu og afdrifaríku i Rússlandi fyrir 10 eða 12 árum.

Þessi blaðaútgáfa hófst mitt í ölduróti því hinu mikla, sem nú lét á sér kræla fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram skyldu fara 12. jan. 1929. Kjósa skyldi þrjá menn í bæjarstjórn Vestmannaeyjakaupstaðar samkvæmt þágildandi lögum.

Hinn 5. janúar 1929 eða viku fyrir kjördag birti Vikan þeirra Steindórs ritstjóra og félaga hans grein, sem vakti athygli manna í bænum, ekki sízt okkar, sem hlustað höfðum undanfarna mánuði á og lesið skammir og skútyrði „Félaga Stalíns" um fulltrúa Alþýðuflokksins og aðra forustumenn verkalýðssamtakanna víðsvegar um landið, „svik þeirra og deiglyndi" í baráttumálum verkalýðsins, eins og það hét á máli „Félaganna ". Á fundum lofsungu þeir frelsarann Stalín og stefnu hans og starfsaðferðir, sem voru þær fullkomnustu og beztu, sem hugsast gátu til hagsbóta íslenzkum verkalýð til sjós og lands!

Höfundur greinarinnar var einn af framherjum „Félaga Stalíns" í bænum og jafnframt starfsmaður Kaupfélagsins Drífanda. Þarna ritaði hann fyrir bæjarstjórnarkosningarnar mörg orð til lofs og dýrðar fulltrúum Alþýðuflokksins víðsvegar um land. Þarna gaf að lesa:

Frægast er dæmið frá Ísafirði. Þar hafa nú jafnaðarmenn stjórnað bænum um nokkurra ára skeið. Meðan íhaldsmenn fóru þar með völd, var kyrrstæða á öllum bæjarmálum. Nú hefur hver framkvæmdin rekið aðra og þær ekki smávægilegar. Tvö stærstu verzlunarsetur bæjarins hafa verið keypt með húsum og mannvirkjum öllum, og stór og vönduð hafskipabryggja byggð, sjúkrahús reist, sem vera mun það vandaðasta, sem enn hefur reist verið hér á landi. Kúabúi fyrir bæinn hefur verið komið á fót og svo gamalmennahæli o. s. frv."

Glöggur lesari minn tekur eftir því, að hér eru ekki maðkarnir í mysunni, þar sem Alþýðuflokksmenn stjórna. Og enn segir í sömu grein: „Þá er ekki því að gleyma, að fyrir forgöngu ísfirzkra jafnaðarmanna var komið á fót útgerðarfélaginu Ísfirðingi, sem rekið er með samvinnusniði .. ."

Og svo:

„Það mun víðar en á Ísafirði verða breyting til góðs, ef jafnaðarmenn ná meiri hluta í bæjarstjórn. Hér er svo ástatt, að jafnaðarmenn hafa aðeins þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Slikt er vægast sagt hneysa fyrir verkalýð þessa bæjar. Nú er tækifæri til þess að auka liðstyrk verkalýðsins með því að fylkja sér þétt um lista jafnaðarmanna.

Alþýðumenn og konur! Stigið á stokk og strengið þess heit að koma tveim jafnaðarmönnum að við bæjarstjórnarkosninguna."

Þannig birti Vikan hverja traustyfirlýsinguna eftir aðra á Alþýðuflokksmennina fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 12. jan. 1929, þar sem kjósa skyldi þrjá menn í bæjarstjórn kaupstaðarins.

Einn „Alþýðuflokksmaður" náði kosningu í bæjarstjórnina að þessu sinni: Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri. Andstæðingarnir hlutu tvo bæjarstjórnarfulltrúa.

En nú brátt tóku maðkar að bæra á sér í hinni pólitísku mysu í kaupstaðnum og sýna sig. Þeir maðkar réðu mestu um örlög Kaupfélagsins Drífanda. Þess vegna er þeirra getið hér í grein þessari.

Þegar leið fram í miðjan marzmánuð 1929 eða um það bil 6 vikum eftir umræddar bæjarstjórnarkosningar, tóku að birtast langar greinar í Eyjablaðinu Vikunni um Rússland, forustumenn þess og ágæti kommúnismans í því mikla heimsveldi. Ekki varð annað skilið af ræðum og blaðagreinum en að mannkynið hefði nú loks eignast annan frelsara. Endurfæðingin hafði nú loks átt sér stað. Í daglegu tali þeirra var hann aldrei nefndur annað en „Félagi Stalín" og svo í fundaræðum þeirra. Einfaldar og trúhneigðar sálir tóku þessum boðskap öllum með hátíðlegu yfirbragði og af innileik. Þær nánast krossuðu sig. Hér langar mig til að skrá eilítið dæmi um það, hvernig saklausar og trúhneigðar sálir létu blekkjast af kenningum þessum og orðaflaum.

Sálfræðileg fyrirbæri

Á þessum átakaárum áróðurs og ósannindavaðals sótti ég eitt sinn heim aldraða kunningjakonu mína, sem var einstaklega trúhneigð og trúgjörn, liggur mér við að segja. Hún hafði um árabil svalað trúaráhuga sínum og trúhneigð í dyggu starfi í K.F.U.K. í kaupstaðnum undir handleiðslu sóknarprestsins.

Þetta var vönduð og saklaus sál, sem ég virti og mat, þó að ekkert hefði prýtt hana annað. Hún trúði einlæglega á endurfæðingu frelsarans „samkvæmt heilögum kenningum", eins og hún orðaði það. Og við þá trú hennar og annað, sem hún vildi fræða mig um í þeim efnum og öðrum, hafði ég aldrei gert neina athugasemd. Hún var heittrúuð bókstafstrúarmanneskja og bænrækin með afbrigðum, að ég hélt. Jafnframt var hún einlæg og íhugul gagnvart rétti og bættum kjörum kynsystra sinna í kaupstaðnum, verkakvenna og annarra, sem henni fannst standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Kona þessi sótti þess vegna oft fundi „samtakanna" og hlustaði þar á ræður manna af báðum kynjum. Stundum virtist hún geta þulið eftir á heila kafla úr þeim, því að næm var hún með afbrigðum og minnug. Hún var í alla staði sómakvendi, sem ekki mátti vamm sitt vita. En vissulega hefðu sumir viljað kalla hana einfalda sál í vissum skilningi.

Þegar ég hafði heilsað henni, tók ég til að litast um í stofu hennar.

Lítil eir eða koparstytta stóð þar á borðinu. Ég tók hana upp varlega og tók að skoða hana: Kotroskinn karlmaður með yfirskegg, neðarlega hærður, eins og Arngrímur okkar lærði. Var það sem mér sýndist? „Er þetta stytta af Stalín?" spurði ég ofur einfeldinslega. Ég trúði naumast mínum eigin augum. Hún játaði því. „Og hvernig stendur á því, að þú geymdir hana á stofuborðinu þínu?" spurði ég og baðst ekki afsökunar á spurningunni, því að við vorum vel málkunnug. „Við fórum að ráðum nokkurra góðra manna í „samtökunum" og pöntuðum nokkrar styttur okkur til ánægju. Hver veit, nema það eigi eftir að sannast. að hér sé frelsarinn okkar endurfæddur," sagði þessi blessuð gamla kona í einfeldni sinni og sterku trúhneigð. Ég sagði ekkert einasta orð. Umfram allt vildi ég ekki særa viðkvæmar trúarkenndir hennar. En hvað gat ég annað sagt en það, sem hlaut að særa tilfinningar hennar, svo sannfærð sem hún var.

Vissulega „prýddu" Stalínsstytturnar býsna mörg vestmanneysk heimili, þar til Krutsjoff hafði talað og sagt allan sannleikann mörgum árum seinna. Þá hurfu þær af borðum „stássstofanna", og þá fyrst um sinn bak við gluggatjöldin. Þar sá maður á styttubakið, þegar fram hjá var gengið. Svo hætti maður því og þær virtust hverfa með öllu af heimilunum.

Þessa sögu hlýt ég að skrá hér til þess að draga fram í dagsljósið smádæmi um það, hvernig hægt var að hræra í trúhneigðu og fáfróðu fólki á þeim árum (er það e. t. v. þannig enn?) og tæla það til fylgis við hinar heimskulegustu fjarstæður.

Blaðagreinar, sem vöktu athygli. Dregur að örlagastundu

Í blaðinu Vikunni í Eyjum birtist 6. apríl 1929 löng grein eftir ritstjórann. Hún heitir Social Demókratar og Kommúnistar. Þar er rætt um þessa tvo arma verkalýðshreyfingarinnar og dreginn fram munurinn á stefnunum og manngerðunum, sem þar eru í fararbroddi manntegundunum. Þarna stendur skrifað: „Social Demókratar byggja allar sínar vonir á þingræðisleiðinni. Þeir halda því fram, að jafnaðarmenn þurfi aðeins að ná meiri hluta á þingi, þá geti þeir smátt og smátt með löggjöfinni breytt þjóðskipulaginu frá Kapitalisma til Socialisma. Breytingar allar eiga að vera hægfara, segja þeir, og bylting, snögg breyting, getur aldrei komið til mála. Eignir auðmanna á ríkið að kaupa eftir sanngjörnu mati. Við kommúnistar berjumst að sönnu fyrir því að koma okkar mönnum inn á þing, sökum þess að við viljum ekkert tækifæri láta ónotað til að andæfa Kapitalismanum, hvar og hvenær sem er, en við erum þess fullvissir, að eftir þingræðisleiðinni verður aldrei komizt alla leið að markinu . . . Að telja sjálfum sér trú um, að jafnstórfelld breyting og hér ræðir um, geti farið fram rólega og hljóðalaust, er blekking; það er að stinga höfðinu niður í sandinn eins og sagt er að strúturinn geri . . .

Afstaða Kommúnista er skýr og ákveðin. Enga sætt við núverandi skipulag, ekkert kvik frá marki því, sem Marx hefur bent á og rússneskir Kommúnistar hafa sýnt, að fært er að ná . . ."

Þessi byltingarandi í greinum Vestmannaeyjablaðsins Vikunni vakti ýmsar áleitnar spurningar. Var einhver breyting í aðsigi innan Alþýðuflokksins? Var klofningur fyrirhugaður hjá nokkrum hluta hans? Jafnhliða þessum kommúnistisku greinum í Vikunni í Eyjum þá birti Haukur nokkur Björnsson, sonur Baldvins Björnssonar gullsmiðs, hverja greinina eftir aðra í sama blaði um ágæti kommúnismans í Rússlandi, sem hann hafði kynnzt i Rússlandsferð sinni þá fyrir skömmu. H. B. var þá starfsmaður Kf. Drífanda. Þess vegna vöktu þessi skrif hans mun meiri athygli í bænum.

Um Rússlandsför H. B. lesum við þetta m. a.:

„Andstæðingarnir segja, að leiðirnar skilji með sér og jafnaðarmönnum, þegar á að ganga á raunverulegt frelsi. Það er satt. Jafnaðarmenn fylla flokk þeirra, sem ganga á frelsið ..."

Vikan 7. nóv. 1929: „Innan Alþýðusambands Íslands hafa mörg mikilsverð deilumál verið uppi síðustu árin. Og því miður hafa þessar deilur frekar harðnað en minnkað. Því verður heldur ekki lengur leynt, að deilumál þessi hafa skipað íslenzkum jafnaðarmönnum i tvo andstöðuarma, hægri og vinstri . . .

Alþýðublaðið er aðalmálgagn Alþýðuflokksins og eina dagblað hans. Hlutverk þess er að standa á verði fyrir árásum andstæðinganna í hinni daglegu baráttu verkalýðsins. Hlutverk þess er að fræða íslenzka alþýðu um undirstöðuatriðin í hinni vísindalegu jafnaðarstefnu. Hlutverk þess er að flytja flokksmönnum óhlutdrægar fréttir um hreyfingu stéttarbræðra sinna í öðrum löndum. Og að lokum er hlutverk þess að ræða flokksmál.

En hver hefur raunin orðið á? í fyrsta lagi hefur Alþýðublaðið verið borgaralegt fréttablað Reykjavíkurbæjar. Það hefur enga fræðslu veitt um jafnaðarstefnuna. Af erlendum fregnum hefur það birt sömu skeytin og Morgunblaðið, óglöggar og ekki sem ábyggilegastar nýjungar, skrifaðar upp af fréttamönnum B. T. á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Flokksmál hafa engin verið rædd. Þar hafa ekki einu sinni verið birt helztu frumvörp og tillögur, sem fram hafa komið á þingum Sambandsins. Ágætir starfskraftar innan Alþýðuflokksins hafa ekki fengið aðgang að blaðinu. Alþýðublaðið er nú gefið út af klíku í Reykjavík, sem kallar sig styrktarfélag blaðsins . . . Það hafa verið gerðar tilraunir á sambandsþingum til að ná blaðinu aftur í hendur flokksins, en svo virtist sem styrktarfélagið væri meiri hluti fulltrúa, og það tókst ekki.

Ritstjóraval hefur ekki farið eftir því, hverjir eru færastir til að hafa það starf á hendi . . . Tillögur, sem fóru í þá átt, að sambandsstjórn kysi aðalritstjóra Alþýðublaðsins voru felldar . . ."

„Fyrir nokkrum árum gerði félag ungra jafnaðarmanna vart við sig í Reykjavík. Voru það áhugasamir ungir menn, sem stofnuðu félag ungra Komúnista. Starfsemi þess var fjörug, tíðir fundir, skrifað félagsblað. Á 4. þingi Alþýðusambandsins sótti félag þetta um upptöku. Lög þess voru í fyllsta samræmi við skilyrði sambandsins. En hvað gerðist? Meiri hluti fulltrúa (ég mun síðar skýra nánar frá fulltrúaskipan þingsins) synjaði félaginu um upptöku, beint í bága við stefnuskrá flokksins og án þess að geta fært fram nokkra rökstudda ástæðu. Síðan var haldið áfram baráttunni gegn þessu fyrsta félagi ungra jafnaðarmanna . . ."

„Það hafa verið einkenni ráðandi manna innan flokksins, að þeir hafa ekki getað beygt sig undir meiri hluta. Svo var það um stofnun styrktarfélags Alþýðublaðsins, sællar minningar, að Jón Baldvinsson og félagar hans urðu í minni hluta á fundinum, að þeir ruku burt og stofnuðu annað styrktarfélag, og Sambandsstjórn afhenti þeim minni hlutanum blaðið."

Mörg fleiri árásaratriði á Alþýðuflokkinn er að finna í þessum greinum H. B. í Vikunni, Eyjablaðinu, sem „Jafnaðarmannafélag Vestmannaeyja" var látið gefa út eða látið heita svo.

Eitthvað örlagarikt fannst okkur vera í aðsigi. Skyldu átökin, sem virtust óumflýjanleg, ríða Kaupfélaginu Drífanda að fullu? Þá færi líka Verkamannafélagið Drífandi sömu leiðina, þó að seinna yrði.

Við, sem fylgzt höfðum með þróun alþýðusamtakanna í landinu og jafnvel verið þar þátttakendur um árabil, fylltumst ugg og ótta. Var verið að undirbúa stofnun nýs stjórnmálaflokks á kostnað Alþýðuflokksins? Væri svo, hverjar mundu þá afleiðingarnar verða fyrir verkalýðssamtökin í bænum og verzlunarsamtök alþýðunnar þar?

Og tíminn leið fram undir áramótin 1929/1930. Stjórnmáladeilur höfðu um haustið harðnað að mun á fundum Verkamannajélagsins Drifanda. Þær hlutu þann endi um sinn, að „vinstri armurinn" eða „Félagar Stalíns" sættu færis og ráku sex verkalýðsforingja úr verkamannafélaginu. Þrír þeirra voru stofnendur Kaupfélagsins Drífanda og þá stjórnarmenn þess, skeleggir menn í hagsmunabaráttu verkalýðsins í Eyjum og einlægir verkalýðssinnar, en ekki of hrifnir af „Félaga Stalín" og hans nótum eða fylgifiskum.

Samtímis því að sexmenningarnir voru reknir úr Verkamannafélaginu Drífanda á fámennum félagsfundi. sem boðaður var utan löglegrar stjórnar verkamannafélagsins, þá pöntuðu „Félagar Stalíns" dóm á þessa menn frá félögum sínum eða skoðanabræðrum á Vestur og Norðurlandi. Síðan var útbúin stór og mikil tilkynning skrifuð skrautlegri skrift og hún birt í einum af verzlunargluggum Kaupfélagsins Drífanda. Þar var almenningi í bænum tjáð, að sexmenningarnir hefðu verið reknir úr Verkamannafélaginu Drífanda fyrir „svik" við verkalýðssamtökin. Jafnframt var þar skráð skeyti „félaganna" af Vestur og Norðurlandi, þar sem felldur var dómur um „svik" þeirra og óhæfni í samtökunum. Og þessi „auglýsing" var sett í einn af verzlunargluggum kaupfélagsins, þar sem stofnendur þess og baráttumenn voru í stjórn og höfðu einnig staðið í fylkingarbrjósti í Verkamannafélaginu Drífanda um áraskeið eða frá stofnun félagsins 1917. Menn setti hljóða, þegar þeir lásu þessi ósköp, líka þá, sem voru í hjarta sínu andstæðir Alþýðuflokknum og öllum samtökum verkalýðsins. Hvers konar öfl voru tekin að þróast í þessum bæ? Einn af hinum brottreknu „svikurum" var Eiríkur Ögmundsson, formaður kaupfélagssjórnarinnar og stofnandi kaupfélagsins og fyrrverandi stofnandi og formaður verkamannafélagsins.


Þetta gerðist allt nokkrum dögum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í jan. 1930. Daginn fyrir kjördag boðaði stjórn kaupfélagsins til almenns félagsfundar í samkomuhúsinu Borg að Heimagötu 3. Kaupfélagsfundur þessi var mjög fjölmennur.

Eiríkur Ögmundsson, formaður kaupfélagsstjórnarinnar, skýrði frá því á fundinum, að stjórnin hefði boðað til hans vegna deilu þeirrar, sem risið hefði milli meiri hluta stjórnar og framkvæmdastjórans. Þótti stjórnarformanninum það lítt viðurkvæmilegt, að upp hefðu verið festar auglýsingar eða tilkynningar í búðargluggum Kaupfélagsins Drífanda frá Alþýðusamböndum Vestur og Norðurlands viðvíkjandi klofningi Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum. Í tilkynningum þessum hefði verið rætt um „flokkssvikara". Þar sem nú þrír stjórnarmenn kaupfélagsins væru við þessi átök riðnir og verið reknir úr verkamannafélaginu og auglýstir síðan verkalýðssvikarar í búðargluggum kaupfélagsins, þá væri naumast hægt að gera þeim meiri svívirðu, og það af þeirra eigin fyrirtæki. Vonaðist formaður kaupfélagsins til þess, að félagið sjálft liði ekki hnekki við þessi mistök og vanhugsuðu vinnubrögð. Formaður kvaðst harma það, ef sú yrði raunin.

Formaður óskaði að lýsa afstöðu kaupfélagsstjórnarinnar til þessara deilumála, og hún væri sú, að Kaupfélaginu Drífanda yrði algjörlega haldið utan við pólitísk átök og stjórnmálalegar hreyfingar. Formaður hafði orð á því, að hann vildi helzt þegar í stað víkja úr stjórn kaupfélagsins, en þar sem aðalfundur yrði haldinn á nálægum tíma, mundi hann sitja í stjórninni þar til. Formaður stjórnarinnar lauk máli sínu með þeirri ósk, að deila þessi félli niður bráðlega.

Annar stjórnarmaður kaupfélagsins tók því næst til máls. Það var Guðmundur Sigurðsson frá Heiðardal (nr. 2 við Hásteinsveg). Kvað hann fundarmönnum kunnugt um deilu þessa, enda hefði formaður stjórnarinnar farið nokkrum orðum um hana. Guðmundur æskti þess, að sem minnst yrði rætt um stjórnmálaerjur á fundi þessum en því meir rætt um framtíð kaupfélagsins og erfiðleika þá, sem við væri að etja í rekstri þess. Ræðumaður kvað stjórnina hafa lagt drög að því að fá sendan fulltrúa frá S.Í.S. til Eyja til þess að athuga rekstur kaupfélagsins til þess að róa félagsmenn og koma í veg fyrir deilur og tortryggni, sem gjört hefði vart við sig með félagsmönnum, síðan hin pólitísku átök hófust innan kaupfélagsins og verkamannafélagsins. Kvaðst ræðumaður viss um, að ekkert nýtt kæmi fram í rekstri kaupfélagsins, heldur væri þar allt með röð og reglu sem endranær. Síðast í ræðu sinni lýsti hann yfir megnri óánægju sinni með gluggaaugsýsingarnar og brigslyrðin í þeim um svik og „hægri villu".

Næstur tók til máls á fundi þessum hinn þriðji burtrekni stjórnarmaðurinn úr verkalýðssamtökunum, Guðlaugur Hansson á Fögruvöllum. Hann ræddi mikið um stofnun Verkamannafélagsins Drífanda árið 1917 og svo stofnun Kaupfélagsins Drífanda árið 1920. Kaupfélagið kvað hann hafa risið á erfiðum krepputímum, en fyrir samheldni verkamanna og minni útvegsbænda í bænum hefðu safnazt peningar í sjóð til stofnunar og reksturs kaupfélaginu og til byggingar verzlunarhúss. Eftir vandlega yfirvegun forustumanna kaupfélagsins og stofnenda þess, hefði ungum efnismanni, Ísleifi Högnasyni, verið falin forustan. Kaupfélaginu hefði til þessa vegnað vel, það hefði vaxið og blómgazt tii þessa tíma undir hans handleiðslu þrátt fyrir skuldasöfnun af eðlilegum orsökum. Ræðumaður kvað kaupfélagsstjórann hafa að vísu ónáðað lítið stjórnina eða leitað minna samvinnu við hana nú um sinn en áður. Þó vildi hann ekki átelja það, þar sem kaupfélagsstjórinn hefði gleggra auga fyrir hag félagsins en stjórnarmennirnir. Þá ræddi ræðumaður um sögur, sem gengju um bæinn þess efnis, að kaupfélagsstjórnin hefði í huga að víkja framkvæmdastjóranum úr stöðu sinni af stjórnmálaástæðum. Kvað ræðumaður slíka hugmynd aldrei hafa borið á góma með stjórnarmönnum, og væru dylgjur þær uppspuni einn. Því næst átaldi hann kaupfélagsstjóra fyrir gluggaauglýsingarnar eða tilkynningar þar um „pólitísk svik" stjórnarmanna, og að sér þætti hart að vera þannig mannskemmdur á slíkum stað eftir 12 ára starf í þágu verkalýðshreyfingarinnar í kaupstaðnum. Hann bað menn samt standa sem fastast um kaupfélagið og efla hag þess af alefli. Alltaf kvað ræðumaður sig reiðubúinn til samvinnu við kaupfélagsstjórann á heilbrigðum grundvelli. Síðast mæltist ræðumaður fastlega til þess, að þeim mönnum, sem vikið hefði verið úr Verkamannafélaginu Drífanda, yrðu teknir inn í það aftur, og það kunngjört í þeim dagblöðum landsins, sem birtu fréttir um brottreksturinn, og mundi þessi leiðinlegi atburður gleymast brátt.

Framkvæmdastjóri tók næstur til máls á fundi þessum. Hann undirstrikaði í ræðu sinni, að framkoma ..klofningsmanna" (eins og hann orðaði það) við síðustu bæjarstjórnarkosningar yrðu að kallast afbrot „innan flokksins", og íslenzk verkalýðshreyfing væri dauðadæmd, ef slakað væri í nokkru á flokksaga. Því næst mótmælti hann þeim sögum, sem um bæinn færu, þess efnis, að skrifstofa kaupfélagsins væri notuð til pólitískra fundarhalda, og ennfremur því, að hann notaði aðstöðu sína sem kaupfélagsstjóri til að vinna sér pólitískt fylgi. Annars sagðist hann tala um áhugamál sín á skrifstofunni, ef svo bæri undir. Spurði hann fundarmenn að því, hvort nokkur gæti borið sér á brýn, að hann lofaði lánum og öðrum fríðindum gegn pólitísku fylgi. — Því var svarað neitandi. Sagðist hann ekkert tillit taka til pólitískra skoðana viðskiptamanna félagsins, enda sýndu bækurnar, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum hefðu viðskipti við félagið, og stæði félagið jafnrétt fyrir þessu. Drap hann á það, að forstjóri S.Í.S. hefði grennslast eftir deilumáli þessu og hefði hann svarað því, að stjórn félagsins hefði samþykkt að blanda ekki kaupfélaginu í deilu þessa. Gat hann þess að síðustu, að lífsskoðun sinni breytti enginn, hún yrði ekki seld fyrir brauð, og mætti þess vegna víkja sér úr stöðunni.

Í umræðum þessum, sem spunnust út af brottrekstrinum og „auglýsingunni" í búðarglugga kaupfélagsins, tók Guðlaugur Brynjólfsson frá Odda við Vestmannabraut til máls. Hann var einn af einlægustu kaupfélagsmönnum bæjarins og félagshyggjumaður mikill. Hann taldi mjög í óefni komið um tilveru kaupfélagsins, þar sem það væri auðsjáanlega orðin pólitísk stofnun, sem léti nota glugga sína til þess að mannorðsskemma forgöngumenn félagsins og brautryðjendur. Þá lýsti ræðumaður megnri óánægju yfir því, að Jóni Rafnssyni hefði verið veitt atvinna við kaupfélagið. Taldi ræðumaður þann mann skemmdarmanninn mikla, sem m. a. hefði að undanförnu spillt mest fyrir útgerð Eyjaskeggja með því að fæla fólk frá að koma til Eyja til vertíðarstarfa.

Björn Jakobsson fullyrti, að Jón Rafnsson gerði það eitt í þessum málum, sem Sjómannafélag Vestmannaeyja fæli honum, og væri það þess vegna Sjómannafélagið, sem spillti fyrir útgerðinni, ef svo væri. Og hver stjórnaði svo samþykktum þess, var þá spurt á fundinum. Um það var þráttað. Guðlaugur Hansson, einn af skeleggustu forgöngumönnum verkalýðs samtakanna í Eyjum og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, endurtók það í ræðu sinni til svars við fullyrðingu, að stjórn kaupfélagsins hefði aldrei komið til hugar að víkja forstjóranum úr stöðu sinni. Einnig tók hann það fram, að Sósíaldemókratar og Kommúnistar gætu hvergi unnið saman. Það væri reynsla út um allan heim.

Guðlaugur Hansson ræddi síðan um brottreksturinn á þeim sexmenningunum úr verkamannafélaginu, sem væri fáheyrt ofbeldisverk, lagaleysa og heimskupör. Þá vakti ræðumaður athygli á því, að fylgismenn kaupfélagsstjórans hefðu sífellt haldið sig svo að segja dag og nótt í nágrenni við verzlunarhús kaupfélagsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hinar nýafstöðnu.

Guðlaugur Hansson kvaðst alltaf hafa verið Jafnaðarmaður. Og hann kvaðst fús til að sættast við kaupfélagsstjórann og nánustu pólitíska félaga hans, ef tök yrðu á að jafna þessa deilu og þeir sexmenningarnir yrðu teknir aftur inn í verkamannafélagið.

Kaupfélagsstjórinn svaraði ræðu stjórnarmannsins Guðlaugs Hanssonar. Hann kvaðst að lokum á engan hátt beygja sínar stjórnmálaskoðanir undir vilja kaupfélagsstjórnarinnar. Því næst bar bæjarpólitíkin á góma og tóku ýmsir til máls. Urðu þar harðar umræður um Kommúnisma og Sósíalisma.

Undir lokin endurtók Guðlaugur Brynjólfsson ávítur sínar í garð stjórnar og kaupfélagsstjóra fyrir það glappaskot að ráða mann eins og Jón Rafnsson til starfa hjá kaupfélaginu. Hann var þarna talinn potturinn og pannan í svívirðingu þeirri, sem kaupfélagsstjórnarmönnum var gjörð með auglýsingunni um „brottrekstur þeirra og svik" í búðarglugga félagsins. Jafnframt var þessi starfsmaður kaupfélagsins talinn halda uppi látlausum áróðri fyrir kommúnismanum og foringjum hans í Rússlandi í búðum og öðrum vistarverum kaupfélagsins, svo að fólk hneykslaðist og fældist verzlunina.

Guðlaugur Hansson, sem þá var stjórnarmaður kaupfélagsins, svaraði ávítunum Guðlaugs Brynjólfssonar varðandi ráðningu Jóns Rafnssonar til starfa hjá kaupfélaginu. Guðlaugur Hansson sagði, að sér hefði verið vikið úr stöðu hjá Gísla J. Johnsen vegna stjórnmálaskoðana sinna. og „dytti sér ekki í hug að láta slíka ósanngirni ráða gerðum sínum. Hefði hann því verið samþykkur á sínum tíma að Jón Rafnsson yrði ráðinn starfsmaður kaupfélagsins." Þessi orð þóttu lýsa vel manninum.

Ísleifur Högnason: „Jón Rafnsson er ráðinn með samþykki stjórnarinnar og ég virði það við hana."

Guðmundur Sigurðsson kvað sér aldrei hafa dottið í hug að stuðla að því, að kaupfélagsstjóra yrði vikið. Vildi helzt sjálfur víkja úr stjórninni, þegar til aðalfundar kæmi. Taldi hann sig hafa fengið álitsspjöll vegna umræddra gluggaauglýsinga, en vildi gjöra allt, sem í hans valdi stæði, til þess að deila þessi jafnaðist með friði og spekt.

Þorbjörn Guðjónsson minnti fundarmenn á, að nú væri kaupfélagið 10 ára, ætti sæmileg húsakynni og væri á framfaravegi. Það hefði haldið niðri vöruverði á útlendum nauðsynjum. Það mætti því ekki sundrast af pólitískri óánægju. Var hann því fylgjandi, að endurskoðandi yrði fenginn að (frá S.Í.S.), þótt hann væri þess fullvís, að ekkert færi þar fram vítavert. Kvað hann ómögulegt að ætlast til, að kaupfélagsstjórinn yrði allt í einu ópólitískur .Vonaðist hann eftir góðri samvinnu stjórnar og kaupfélagsstjóra, ekki fram að aðalfundi, heldur lengur.

Eiríkur Ögmundsson. fyrrv. formaður félagsins, bar þá fram svohljóðandi tillögu:

„Fundurinn samþykkir að banna allar pólitískar æsingar í húsum kaupfélagsins og sömuleiðis pólitískar auglýsingar í gluggum þess." Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Guðlaugur Hansson og Eiríkur Ögmundsson áttu enn á ný nokkur orðaskipti við kaupfélagsstjórann, en ekkert nýtt kom þar fram viðvíkjandi deilumálum þessum.

Guðlaugur Brynjólfsson bað fundarmenn að leggja deilumálin á hilluna.

Fundarmenn voru því samþykkir og töldu rétt að snúa nú umræðunum að sjálfu kaupfélaginu, hag þess og rekstri.

Þá hélt Ísleifur kaupfélagsstjóri











(Hér vantar í greinina næstu 22 blaðsíður).