„Blik 1976/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, II. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 54: Lína 54:


Þegar leið fram í miðjan marzmánuð 1929 eða um það bil 6 vikum eftir umræddar bæjarstjórnarkosningar, tóku að birtast langar greinar í Eyjablaðinu Vikunni um Rússland, forustumenn þess og ágæti kommúnismans í því mikla heimsveldi. Ekki varð annað skilið af ræðum og blaðagreinum en að mannkynið hefði nú loks eignast annan frelsara. Endurfæðingin hafði nú loks átt sér stað. Í daglegu tali þeirra var hann aldrei nefndur annað en „Félagi Stalín" og svo í fundaræðum þeirra. Einfaldar og trúhneigðar sálir tóku þessum boðskap öllum með hátíðlegu yfirbragði og af innileik. Þær nánast krossuðu sig.
Þegar leið fram í miðjan marzmánuð 1929 eða um það bil 6 vikum eftir umræddar bæjarstjórnarkosningar, tóku að birtast langar greinar í Eyjablaðinu Vikunni um Rússland, forustumenn þess og ágæti kommúnismans í því mikla heimsveldi. Ekki varð annað skilið af ræðum og blaðagreinum en að mannkynið hefði nú loks eignast annan frelsara. Endurfæðingin hafði nú loks átt sér stað. Í daglegu tali þeirra var hann aldrei nefndur annað en „Félagi Stalín" og svo í fundaræðum þeirra. Einfaldar og trúhneigðar sálir tóku þessum boðskap öllum með hátíðlegu yfirbragði og af innileik. Þær nánast krossuðu sig.
Hér langar mig til að skrá eilítið dæmi um það, hvernig saklausar og trúhneigðar sálir létu blekkjast af kenningum þessum og orðaflaum.
'''Sálfræðileg fyrirbæri'''
Á þessum átakaárum áróðurs og ósannindavaðals sótti ég eitt sinn heim aldraða kunningjakonu mína, sem var einstaklega trúhneigð og trúgjörn, liggur mér við að segja. Hún hafði um árabil svalað trúaráhuga sínum og trúhneigð í dyggu starfi í K.F.U.K. í kaupstaðnum undir handleiðslu sóknarprestsins.
Þetta var vönduð og saklaus sál, sem ég virti og mat, þó að ekkert hefði prýtt hana annað. Hún trúði einlæglega á endurfæðingu frelsarans „samkvæmt heilögum kenningum", eins og hún orðaði það. Og við þá trú hennar og annað, sem hún vildi fræða mig um í þeim efnum og öðrum, hafði ég aldrei gert neina athugasemd. Hún var heittrúuð bókstafstrúarmanneskja og bænrækin með afbrigðum, að ég hélt. Jafnframt var hún einlæg og íhugul gagnvart rétti og bættum kjörum kynsystra sinna í kaupstaðnum, verkakvenna og annarra, sem henni fannst standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Kona þessi sótti þess vegna oft fundi „samtakanna" og hlustaði þar á ræður manna af báðum kynjum. Stundum virtist hún geta þulið eftir á heila kafla úr þeim, því að næm var hún með afbrigðum og minnug. Hún var í alla staði sómakvendi, sem ekki mátti vamm sitt vita. En vissulega hefðu sumir viljað kalla hana einfalda sál í vissum skilningi.
Þegar ég hafði heilsað henni, tók ég til að litast um í stofu hennar.
Lítil eir eða koparstytta stóð þar á borðinu. Ég tók hana upp varlega og tók að skoða hana: Kotroskinn karlmaður með yfirskegg, neðarlega hærður, eins og Arngrímur okkar lærði.  Var það sem mér sýndist? „Er þetta stytta af Stalín?" spurði ég ofur einfeldinslega. Ég trúði naumast mínum eigin augum. Hún játaði því. „Og hvernig stendur á því, að þú geymdir hana á stofuborðinu þínu?" spurði ég og baðst ekki afsökunar á spurningunni, því að við vorum vel málkunnug. „Við fórum að ráðum nokkurra góðra manna í „samtökunum" og pöntuðum nokkrar styttur okkur til ánægju. Hver veit, nema það eigi eftir að sannast. að hér sé frelsarinn okkar endurfæddur," sagði þessi blessuð gamla kona í einfeldni sinni og sterku trúhneigð. Ég sagði ekkert einasta orð. Umfram allt vildi ég ekki særa viðkvæmar trúarkenndir hennar. En hvað gat ég annað sagt en það, sem hlaut að særa tilfinningar hennar, svo sannfærð sem hún var.
Vissulega „''prýddu''" Stalínsstytturnar býsna mörg vestmanneysk heimili, þar til Krutsjoff hafði talað og sagt allan sannleikann mörgum árum seinna. Þá hurfu þær af borðum „''stássstofanna''", og þá fyrst um sinn bak við gluggatjöldin. Þar sá maður á styttubakið, þegar fram hjá var gengið. Svo hætti maður því og þær virtust hverfa með öllu af heimilunum.
Þessa sögu hlýt ég að skrá hér til þess að draga fram í dagsljósið smádæmi um það, hvernig hægt var að hræra í trúhneigðu og fáfróðu fólki á þeim árum (er það e. t. v. þannig enn?) og tæla það til fylgis við hinar heimskulegustu fjarstæður.
'''Blaðagreinar, sem vöktu athygli.'''
'''Dregur að örlagastundu'''
Í blaðinu Vikunni í Eyjum birtist 6. apríl 1929 löng grein eftir ritstjórann. Hún heitir Social Demókratar og Kommúnistar. Þar er rætt um þessa tvo arma verkalýðshreyfingarinnar og dreginn fram munurinn á stefnunum og manngerðunum, sem þar eru í fararbroddi  manntegundunum. Þarna stendur skrifað: „Social Demókratar byggja allar sínar vonir á þingræðisleiðinni. Þeir halda því fram, að jafnaðarmenn þurfi aðeins að ná meiri hluta á þingi, þá geti þeir smátt og smátt með löggjöfinni breytt þjóðskipulaginu frá Kapitalisma til Socialisma. Breytingar allar eiga að vera hægfara, segja þeir, og bylting, snögg breyting, getur aldrei komið til mála. Eignir auðmanna á ríkið að kaupa eftir sanngjörnu mati. Við kommúnistar berjumst að sönnu fyrir því að koma okkar mönnum inn á þing, sökum þess að við viljum ekkert tækifæri láta ónotað til að andæfa Kapitalismanum, hvar og hvenær sem er, en við erum þess fullvissir, að eftir þingræðisleiðinni verður aldrei komizt alla leið að markinu . . . Að telja sjálfum sér trú um, að jafnstórfelld breyting og hér ræðir um, geti farið fram rólega og hljóðalaust, er blekking; það er að stinga höfðinu niður í sandinn eins og sagt er að strúturinn geri . . .
Afstaða Kommúnista er skýr og ákveðin. Enga sætt við núverandi skipulag, ekkert kvik frá marki því, sem Marx hefur bent á og rússneskir Kommúnistar hafa sýnt, að fært er að ná . . ."
Þessi byltingarandi í greinum Vestmannaeyjablaðsins Vikunni vakti ýmsar áleitnar spurningar. Var einhver breyting í aðsigi innan Alþýðuflokksins? Var klofningur fyrirhugaður hjá nokkrum hluta hans?
Jafnhliða þessum kommúnistisku greinum í Vikunni í Eyjum þá birti Haukur nokkur Björnsson, sonur Baldvins Björnssonar gullsmiðs, hverja greinina eftir aðra í sama blaði um ágæti kommúnismans í Rússlandi, sem hann hafði kynnzt i Rússlandsferð sinni þá fyrir skömmu. H. B. var þá starfsmaður Kf. Drífanda. Þess vegna vöktu þessi skrif hans mun meiri athygli í bænum.
Um Rússlandsför H. B. lesum við þetta m. a.:
„Andstæðingarnir segja, að leiðirnar skilji með sér og jafnaðarmönnum, þegar á að ganga á raunverulegt frelsi. Það er satt. Jafnaðarmenn fylla flokk þeirra, sem ganga á frelsið ..."
Vikan 7. nóv. 1929: „Innan Alþýðusambands  Íslands hafa  mörg
   
   



Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2009 kl. 15:07

Veður tóku að gerast válynd

Eins og ég hef áður drepið hér á, þá voru forgöngumenn Verkamannafélagsins Drífanda og Kaupfélagsins Drífanda Alþýðuflokksmenn, a. m. k. að mjög miklum hluta. Sumir þeirra voru einnig bæjarfulltrúar flokksins.

Þessir sömu menn stóðu að útgáfu vikublaðs, sem þeir létu heita svo, að Verkamannafélagið Drífandi gæfi út. Það hét Eyjablaðið og hóf göngu sína 26. september 1926. Skráðir ritstjórar þess voru starfsmenn hjá Kaupfélaginu Drífanda, a. m. k. tveir þeirra þá, en þrír önnuðust ritstjórnina. Allir voru ritstjórarnir róttækir í þátíðarmerkingu orðsins. Þó töldu þeir sig einlæga fylgjendur Alþýðuflokksins lengi vel og styrktu hann í orði og verki.

En einhver breyting virtist vera í aðsigi, þó að hægt færi fyrst í stað. Og svo kom að því, að ritstjórarnir lýstu yfir því, að Kommúnistar og Bolsjevikar væru þeim gæluyrði en orðið „Jafnaðarmenn" væri skammaryrði í þeirra eyrum. Reynsla ritstjóranna af starfi Jafnaðarmanna fyrir verkalýðinn í landinu, sögðu þeir, hefði umskapað hið fagra orð jafnaðarmennska og gert það að skammaryrði. Þessa yfirlýsingu ritstjóranna tóku lesendurnir ekki alvarlega fyrst í stað, heldur meir eins og stríðni eða kerskni.

En bak við tjöldin var mikið skeggrætt og bollalagt, þó að afleiðingar þess sæju ekki ljós dagsins lengi vel, því að til skarar mátti ekki láta skríða fyrr en tryggt væri, að klofningsmenn gætu haft með sér meiri hluta innan verkalýðs og verzlunarsamtakanna, þegar til stáls syrfi og klofningurinn yrði lýðum ljós.

Um þessa starfsemi að tjaldabaki hlýt ég að fara hér nokkrum orðum, því að þessi duldu öfl með ýmsum pólitískum fyrirbrigðum urðu þess valdandi, að Kaupfélagið Drífandi varð að engu, leystist upp öllum verkalýð kaupstaðarins til óbætanlegs tjóns og trú manna á samtakamáttinn til mikils hnekkis.

Um tíma gerðist hinn þekkti blaðamaður Alþýðuflokksins. V. S. V., ritstjóri Eyjablaðsins. Við það starf hélzt hann í 10 vikur. Þá hröklaðist hann frá blaðinu. Hann skrifaði oft um störf „Jafnaðarmanna" fyrir hag verkalýðsins. Honum var vissulega ekki þökkuð störfin, þegar hann hvarf úr bænum. Jón nokkur Rafnsson gerðist þá einn ritstjóri blaðsins. Það hætti svo að koma út von bráðar eða í júlímánuði 1927. Þá höfðu „Félagar Stalíns" vaðið uppi í forustuliði Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum 1-2 ár og valdið þar biturleik og sundrung. Á ýmsu tók að bóla i hagsmunabaráttunni, sem allur þorri verkamanna í bænum hafði ekki látið sér koma til hugar að til mála kæmi.

Augu manna tóku að opnast fyrir ofbeldishneigðum í starfseminni innan verkalýðssamtakanna. Þær höfðu látið á sér kræla fyrr, þó að dult færi í fyrstu. Sögur tóku að ganga um fyrirbrigðin þau t. d. í kolaverkfallinu árið 1926. Þá voru ungir menn innan verkalýðshreyfingarinnar i kaupstaðnum látnir smíða sér kylfur, sem þeir földu í vinstri jakkaerminni, þegar á hólminn var gengið. Barefli þessi skyldu sjá dagsins ljós og notast, þegar vissir „foringjar" gæfu merki. Ég, sem þetta rita, var þá ekki fluttur til Eyja, en aldraðir kunningjar mínir, sem voru með í átökunum og lutu í barnaskap sínum, eins og þeir segja sjálfir. „Félögum Stalíns", hafa sagt mér þetta og leyft mér að segja frá því.

Til „bardaga" kom þarna ekki, sem betur fór.

Þetta atvik og ýmis fleiri áþekk því vöktu til íhugunar og deilna milli verkalýðsforingjanna gömlu, sem yfirleitt vildu fara fram með gát og festu ,svo sem stofnendur Verkamannafél. Drífanda og Kf. Drífanda. Hinir „róttæku", sem kölluðu Stalín félaga sinn í ræðum sínum og fóru um hann hlýjum viðurkenningarorðum í lotningarfullum tón, vitnuðu ákaft í atburði sögunnar, sem gerðust fyrir „austan tjald", þar sem mannkyninu hafði fæðzt nýr frelsari, öðlingsmennið og mannvinurinn Félagi Stalín. Meðal annarra dyggða hans voru þær, að hann þyrmdi í hvívetna lífi andstæðinga sinna, sem hann átti kost á að láta taka af lífi sökum hinna takmarkalausu valda sinna, já, taka af lífi í tugþúsunda tali.

Þessar og þvílíkar ræður hlustuðu þeir á m. a., sem staðið höfðu í hagsmunabaráttu verkalýðsins í kaupstaðnum árum saman, stofnað kaupfélag verkalýðsins, Verkamannafélagið Drífanda, Verkakvennafélagið Hvöt, Sjómannafélag Vestmannaeyja og Sjúkrasamlag Vestmannaeyja (hið fyrsta) o. fl. Öll fóru þessi samtök verkalýðsins í Vestmannaeyjum sömu leiðina á næstu árum, leystust upp sökum pólitísks ofstækis og ofbeldishneigða vissra manna, sem kölluðu sig „Félaga Stalíns" og tignuðu goð ,,fyrir austan tjald".

Leikið var tveim skjöldum

Hinn 4. nóv. 1928 hófst á ný útgáfa sérstaks blaðs í Vestmannaeyjum. Steindór Sigurðsson. sem sumir titluðu skáld, síðar tengdasonur Sigurðar lyfsala Sigurðssonar, hafði tekið prentsmiðjuna að Helgafellsbraut 19 á leigu. Það hét svo, að hann gæfi blað þetta út, þó að þess sé hvergi getið. Hann prentaði blaðið að minnsta kosti, og hann var skráður ritstjóri þess. Andrés Straumland, kennari, vann þar með honum, þegar frá leið.

Blað þetta hét Vikan (sjá Blik 1967, bls. 304). Það gerðist brátt málsvari verkalýðshreyfingarinnar í Vestmannaeyjum með tilvitnunum í atburðina miklu og afdrifaríku i Rússlandi fyrir 10 eða 12 árum.

Þessi blaðaútgáfa hófst mitt í ölduróti því hinu mikla, sem nú lét á sér kræla fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram skyldu fara 12. jan. 1929. Kjósa skyldi þrjá menn í bæjarstjórn Vestmannaeyjakaupstaðar samkvæmt þágildandi lögum.

Hinn 5. janúar 1929 eða viku fyrir kjördag birti Vikan þeirra Steindórs ritstjóra og félaga hans grein, sem vakti athygli manna í bænum, ekki sízt okkar, sem hlustað höfðum undanfarna mánuði á og lesið skammir og skútyrði „Félaga Stalíns" um fulltrúa Alþýðuflokksins og aðra forustumenn verkalýðssamtakanna víðsvegar um landið, „svik þeirra og deiglyndi" í baráttumálum verkalýðsins, eins og það hét á máli „Félaganna ". Á fundum lofsungu þeir frelsarann Stalín og stefnu hans og starfsaðferðir, sem voru þær fullkomnustu og beztu, sem hugsast gátu til hagsbóta íslenzkum verkalýð til sjós og lands!

Höfundur greinarinnar var einn af framherjum „Félaga Stalíns" í bænum og jafnframt starfsmaður Kaupfélagsins Drífanda. Þarna ritaði hann fyrir bæjarstjórnarkosningarnar mörg orð til lofs og dýrðar fulltrúum Alþýðuflokksins víðsvegar um land. Þarna gaf að lesa:

Frægast er dæmið frá Ísafirði. Þar hafa nú jafnaðarmenn stjórnað bænum um nokkurra ára skeið. Meðan íhaldsmenn fóru þar með völd, var kyrrstæða á öllum bæjarmálum. Nú hefur hver framkvæmdin rekið aðra og þær ekki smávægilegar. Tvö stærstu verzlunarsetur bæjarins hafa verið keypt með húsum og mannvirkjum öllum, og stór og vönduð hafskipabryggja byggð, sjúkrahús reist, sem vera mun það vandaðasta, sem enn hefur reist verið hér á landi. Kúabúi fyrir bæinn hefur verið komið á fót og svo gamalmennahæli o. s. frv."

Glöggur lesari minn tekur eftir því, að hér eru ekki maðkarnir í mysunni, þar sem Alþýðuflokksmenn stjórna. Og enn segir í sömu grein: „Þá er ekki því að gleyma, að fyrir forgöngu ísfirzkra jafnaðarmanna var komið á fót útgerðarfélaginu Ísfirðingi, sem rekið er með samvinnusniði .. ."

Og svo:

„Það mun víðar en á Ísafirði verða breyting til góðs, ef jafnaðarmenn ná meiri hluta í bæjarstjórn. Hér er svo ástatt, að jafnaðarmenn hafa aðeins þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Slikt er vægast sagt hneysa fyrir verkalýð þessa bæjar. Nú er tækifæri til þess að auka liðstyrk verkalýðsins með því að fylkja sér þétt um lista jafnaðarmanna.

Alþýðumenn og konur! Stigið á stokk og strengið þess heit að koma tveim jafnaðarmönnum að við bæjarstjórnarkosninguna."

Þannig birti Vikan hverja traustyfirlýsinguna eftir aðra á Alþýðuflokksmennina fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 12. jan. 1929, þar sem kjósa skyldi þrjá menn í bæjarstjórn kaupstaðarins.

Einn „Alþýðuflokksmaður" náði kosningu í bæjarstjórnina að þessu sinni: Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri. Andstæðingarnir hlutu tvo bæjarstjórnarfulltrúa.

En nú brátt tóku maðkar að bæra á sér í hinni pólitísku mysu í kaupstaðnum og sýna sig. Þeir maðkar réðu mestu um örlög Kaupfélagsins Drífanda. Þess vegna er þeirra getið hér í grein þessari.

Þegar leið fram í miðjan marzmánuð 1929 eða um það bil 6 vikum eftir umræddar bæjarstjórnarkosningar, tóku að birtast langar greinar í Eyjablaðinu Vikunni um Rússland, forustumenn þess og ágæti kommúnismans í því mikla heimsveldi. Ekki varð annað skilið af ræðum og blaðagreinum en að mannkynið hefði nú loks eignast annan frelsara. Endurfæðingin hafði nú loks átt sér stað. Í daglegu tali þeirra var hann aldrei nefndur annað en „Félagi Stalín" og svo í fundaræðum þeirra. Einfaldar og trúhneigðar sálir tóku þessum boðskap öllum með hátíðlegu yfirbragði og af innileik. Þær nánast krossuðu sig. Hér langar mig til að skrá eilítið dæmi um það, hvernig saklausar og trúhneigðar sálir létu blekkjast af kenningum þessum og orðaflaum.

Sálfræðileg fyrirbæri

Á þessum átakaárum áróðurs og ósannindavaðals sótti ég eitt sinn heim aldraða kunningjakonu mína, sem var einstaklega trúhneigð og trúgjörn, liggur mér við að segja. Hún hafði um árabil svalað trúaráhuga sínum og trúhneigð í dyggu starfi í K.F.U.K. í kaupstaðnum undir handleiðslu sóknarprestsins.

Þetta var vönduð og saklaus sál, sem ég virti og mat, þó að ekkert hefði prýtt hana annað. Hún trúði einlæglega á endurfæðingu frelsarans „samkvæmt heilögum kenningum", eins og hún orðaði það. Og við þá trú hennar og annað, sem hún vildi fræða mig um í þeim efnum og öðrum, hafði ég aldrei gert neina athugasemd. Hún var heittrúuð bókstafstrúarmanneskja og bænrækin með afbrigðum, að ég hélt. Jafnframt var hún einlæg og íhugul gagnvart rétti og bættum kjörum kynsystra sinna í kaupstaðnum, verkakvenna og annarra, sem henni fannst standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Kona þessi sótti þess vegna oft fundi „samtakanna" og hlustaði þar á ræður manna af báðum kynjum. Stundum virtist hún geta þulið eftir á heila kafla úr þeim, því að næm var hún með afbrigðum og minnug. Hún var í alla staði sómakvendi, sem ekki mátti vamm sitt vita. En vissulega hefðu sumir viljað kalla hana einfalda sál í vissum skilningi.

Þegar ég hafði heilsað henni, tók ég til að litast um í stofu hennar.

Lítil eir eða koparstytta stóð þar á borðinu. Ég tók hana upp varlega og tók að skoða hana: Kotroskinn karlmaður með yfirskegg, neðarlega hærður, eins og Arngrímur okkar lærði. Var það sem mér sýndist? „Er þetta stytta af Stalín?" spurði ég ofur einfeldinslega. Ég trúði naumast mínum eigin augum. Hún játaði því. „Og hvernig stendur á því, að þú geymdir hana á stofuborðinu þínu?" spurði ég og baðst ekki afsökunar á spurningunni, því að við vorum vel málkunnug. „Við fórum að ráðum nokkurra góðra manna í „samtökunum" og pöntuðum nokkrar styttur okkur til ánægju. Hver veit, nema það eigi eftir að sannast. að hér sé frelsarinn okkar endurfæddur," sagði þessi blessuð gamla kona í einfeldni sinni og sterku trúhneigð. Ég sagði ekkert einasta orð. Umfram allt vildi ég ekki særa viðkvæmar trúarkenndir hennar. En hvað gat ég annað sagt en það, sem hlaut að særa tilfinningar hennar, svo sannfærð sem hún var.

Vissulega „prýddu" Stalínsstytturnar býsna mörg vestmanneysk heimili, þar til Krutsjoff hafði talað og sagt allan sannleikann mörgum árum seinna. Þá hurfu þær af borðum „stássstofanna", og þá fyrst um sinn bak við gluggatjöldin. Þar sá maður á styttubakið, þegar fram hjá var gengið. Svo hætti maður því og þær virtust hverfa með öllu af heimilunum.

Þessa sögu hlýt ég að skrá hér til þess að draga fram í dagsljósið smádæmi um það, hvernig hægt var að hræra í trúhneigðu og fáfróðu fólki á þeim árum (er það e. t. v. þannig enn?) og tæla það til fylgis við hinar heimskulegustu fjarstæður.

Blaðagreinar, sem vöktu athygli. Dregur að örlagastundu

Í blaðinu Vikunni í Eyjum birtist 6. apríl 1929 löng grein eftir ritstjórann. Hún heitir Social Demókratar og Kommúnistar. Þar er rætt um þessa tvo arma verkalýðshreyfingarinnar og dreginn fram munurinn á stefnunum og manngerðunum, sem þar eru í fararbroddi manntegundunum. Þarna stendur skrifað: „Social Demókratar byggja allar sínar vonir á þingræðisleiðinni. Þeir halda því fram, að jafnaðarmenn þurfi aðeins að ná meiri hluta á þingi, þá geti þeir smátt og smátt með löggjöfinni breytt þjóðskipulaginu frá Kapitalisma til Socialisma. Breytingar allar eiga að vera hægfara, segja þeir, og bylting, snögg breyting, getur aldrei komið til mála. Eignir auðmanna á ríkið að kaupa eftir sanngjörnu mati. Við kommúnistar berjumst að sönnu fyrir því að koma okkar mönnum inn á þing, sökum þess að við viljum ekkert tækifæri láta ónotað til að andæfa Kapitalismanum, hvar og hvenær sem er, en við erum þess fullvissir, að eftir þingræðisleiðinni verður aldrei komizt alla leið að markinu . . . Að telja sjálfum sér trú um, að jafnstórfelld breyting og hér ræðir um, geti farið fram rólega og hljóðalaust, er blekking; það er að stinga höfðinu niður í sandinn eins og sagt er að strúturinn geri . . .

Afstaða Kommúnista er skýr og ákveðin. Enga sætt við núverandi skipulag, ekkert kvik frá marki því, sem Marx hefur bent á og rússneskir Kommúnistar hafa sýnt, að fært er að ná . . ."

Þessi byltingarandi í greinum Vestmannaeyjablaðsins Vikunni vakti ýmsar áleitnar spurningar. Var einhver breyting í aðsigi innan Alþýðuflokksins? Var klofningur fyrirhugaður hjá nokkrum hluta hans? Jafnhliða þessum kommúnistisku greinum í Vikunni í Eyjum þá birti Haukur nokkur Björnsson, sonur Baldvins Björnssonar gullsmiðs, hverja greinina eftir aðra í sama blaði um ágæti kommúnismans í Rússlandi, sem hann hafði kynnzt i Rússlandsferð sinni þá fyrir skömmu. H. B. var þá starfsmaður Kf. Drífanda. Þess vegna vöktu þessi skrif hans mun meiri athygli í bænum.

Um Rússlandsför H. B. lesum við þetta m. a.:

„Andstæðingarnir segja, að leiðirnar skilji með sér og jafnaðarmönnum, þegar á að ganga á raunverulegt frelsi. Það er satt. Jafnaðarmenn fylla flokk þeirra, sem ganga á frelsið ..."

Vikan 7. nóv. 1929: „Innan Alþýðusambands Íslands hafa mörg








(Hér vantar í greinina næstu 22 blaðsíður).