„Blik 1939, 5. tbl./Blik“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: Loftur Guðmundsson, kennari: :::::::::'''Blik.''' ::::::Æska og blik . . . Þessi björtu orð ::::::slá bjarma inn í hvers manns sál. ::::::Þau hljóma e...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
::::::Æskan, — með blikandi bros í augum, | ::::::Æskan, — með blikandi bros í augum, | ||
::::::bjart, eins og sólroðað stál. | ::::::bjart, eins og sólroðað stál. | ||
::::::Æska með draumblik í sál og sinni | ::::::Æska með draumblik í sál og sinni | ||
Lína 16: | Lína 17: | ||
::::::Þér ögrar til víðfeðmra vængjataka | ::::::Þér ögrar til víðfeðmra vængjataka | ||
::::::vorhiminn draumablár. | ::::::vorhiminn draumablár. | ||
::::::Æska, sem horfir með haukfránum augum | ::::::Æska, sem horfir með haukfránum augum |
Útgáfa síðunnar 6. október 2009 kl. 14:04
Loftur Guðmundsson, kennari:
- Blik.
- Æska og blik . . . Þessi björtu orð
- slá bjarma inn í hvers manns sál.
- Þau hljóma eins og vorsvana vængjatök.
- Þau verma eins og tendrað bál.
- Æskan, — með blikandi bros í augum,
- bjart, eins og sólroðað stál.
- Æska með draumblik í sál og sinni
- og seiðandi, djarfar þrár.
- Æska með leifturblik ótamdrar orku
- og órættar framtíðarspár.
- Þér ögrar til víðfeðmra vængjataka
- vorhiminn draumablár.
- Æska, sem horfir með haukfránum augum
- að hafsbrúnar yztu rönd,
- og sérð, hvar í heillandi hyllingafirð
- rís heiðljóma vafin strönd.
- Við blik frá nýkveiktum bálum dagsins
- þar birtast þín óskalönd.
- Æska, það hlutverk er heilagt og stórt,
- sem vor heimur þér leggur í skaut.
- Að skapa úr arfi frá feigri fortíð
- framtíð, á vorgeislabraut.
- Að lyfta þar fána frelsis og dyggða,
- sem föllnu hetjurnar þraut.