„Blik 1980/Hjónin í Gröf“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Blik 1980/Hjónin í Gröf“ [edit=sysop:move=sysop]) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. maí 2008 kl. 13:51
Hjónin í Gröf, (nr. 7) við Urðaveg í Vestmannaeyjum. Þau voru Friðrik Gissur Benónýsson, skipstjóri og dýralæknir, og k.h. Oddný Benediktsdóttir. Hún fæddist að Efri-Grund undir Eyjafjöllum 14. des. 1864 og lézt 10. apríl 1940. Foreldrar hennar voru bóndahjónin Benedikt Magnússon og Elín Stefánsdóttir. Þau bjuggu að Efri-Grund og eignuðust 17 börn.
Friðrik G. Benónýsson fæddist að Ormskoti undir Eyjafjöllum 13. ágúst 1858. Hann lézt 23. ágúst 1943. - Foreldar hans voru bóndahjónin í Ormskoti Benóný Benónýsson og Sigríður Ólafsdóttir. Benóný afi Friðriks skipstjóra var sagður franskur strandmaður, sem stofnaði til þessa barns þarna undir Eyjafjöllum, meðan hann beið farar til Reykjavíkur eftir strandið við sanda Suðurstrandar.
Hjónin í Gröf, Friðrik og Oddný, eignuðust 20 börn. Frúin lá 19 sængurlegur. - Ráðandi einkenni þeirra hjóna voru athafnasemi, dugnaður, atorka, prúðmennska og manngæzka. Þau giftust 1886. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau undir Eyjafjölluum. Þá stundaði Friðrik sjó á vetrum, ýmist Grindavík eða í Vestmannaeyjum.
Árið 1902 fluttust hjónin til Vestmannaeyja, þar sem Friðrik stofnaði brátt til útgerðar og var formaður á opnu skipi fyrstu búskaparárin í Eyjum. - Haustið 1906 eignaðist hann hlut í einum af fyrstu vélbátunum, sem keyptir voru til Eyja frá Danmörku. Sá vélbátur var fyrst gerður út á vetrarvertíð 1907 og var þá Friðrik formaður á honum. Síðan var Friðrik í Gröf vélbátaformaður í Eyjum næstu áratugina og reyndist jafnan drjúgur aflamaður.
Um dýralæknisstörf Friðriks Benónýssonar í Eyjum er getið hér framar í sögu landbúnaðar Vestmannaeyinga.
Heimildir mínar hefi ég frá einu af börnum hjónanna í Gröf, frú Fannýju Friðrikssdóttur, Reykjavík, og svo víðar að.