„Nemendafélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
== Um kjör og stjórnskipan ==
== Um kjör og stjórnskipan ==


Í stjórn NFFÍV er kosið í lok apríl ár hvert. Kjosið er um formann, varaformann og gjaldkera og það grunnstjórn félagsins. Grunnstjórin velur svo með sér þrjá meðstjórnendur, þeir eru fjölmiðlafulltrúi, íþróttafulltrúi og nýneminn (businn).
Í stjórn NFFÍV er kosið í lok apríl ár hvert. Kjosið er um formann, varaformann og gjaldkera og er það grunnstjórn félagsins. Grunnstjórin velur svo með sér þrjá meðstjórnendur, þeir eru fjölmiðlafulltrúi, íþróttafulltrúi og nýneminn (businn).
Á stjórnarfundum hefur hver aðili í grunnstjórn tvöfalldan atkvæðisrétt, en meðstjórendurnir hafa hver um sig einfaldan. Samtals 9 atkvæði.
Á stjórnarfundum hefur hver aðili í grunnstjórn tvöfalldan atkvæðisrétt, en meðstjórendurnir hafa hver um sig einfaldan. Samtals 9 atkvæði.



Útgáfa síðunnar 18. apríl 2008 kl. 22:37

NF+FÍV.

Um félagið

Við Framhaldsskólan í Vestmannaeyjum starfar öflugt nemendafélag. Það heitir Nemendafélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, skammstafað NFFÍV. Félagar eru nemendur sem greiða félagsgjöld sem ákveðin eru ár hvert í byrjun hverrar annar. Vefsíða félagsins er eyjar.net/nemo

Tilgangur félagsins

• Að gæta hagsmuna nemenda gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. 
• Skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans og styðja við bakið á annarri félagsstarfsemi eftir föngum. 
• Vinna að góðri ímynd Framhaldsskólans á sem flestum sviðum 

Um kjör og stjórnskipan

Í stjórn NFFÍV er kosið í lok apríl ár hvert. Kjosið er um formann, varaformann og gjaldkera og er það grunnstjórn félagsins. Grunnstjórin velur svo með sér þrjá meðstjórnendur, þeir eru fjölmiðlafulltrúi, íþróttafulltrúi og nýneminn (businn). Á stjórnarfundum hefur hver aðili í grunnstjórn tvöfalldan atkvæðisrétt, en meðstjórendurnir hafa hver um sig einfaldan. Samtals 9 atkvæði.

Til að vera kjörgengur til..
.. formans eða varaformans þarf nemandi að hafa lokið 3 önnum við skólan eða vera á 18 aldursári
.. gjaldkera þarf nemandi að hafa lokið einni önn við skólan eða vera á 17 aldursári

Formaður NFFÍV er sjálfkrafa fulltrúi í Skólanefnd og Skólaráði. Varaformaður er varamaður hans. Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði vefnefnd innan skólans sem sjái um að halda úti heimasíðu NFFÍV. Stjórn NFFÍV skipar fjölmiðlafulltrúa sem er ritstjóri vefsíðu og blaðaútgáfu félagsins.

Stjórn NFFÍV skal sjá til þess að starfrækt verði íþróttanefnd innan skólans sem skal sjá um að koma á sterkri og fjölþættri íþróttastarfsemi í skólanum. Stjórn NFFÍV skipar íþróttafulltrúa sem sér um skipulagningu slíkra atburða.

Stjórn NFFÍV

Veturinn 2007-2008

Haraldur Pálsson Formaður
Kristinn E. Árnason varaformaður og ritari
Bragi Magnússon gjaldkeri
Sara Sjöfn Grettirsdóttir fjölmiðlafulltrúi
Sara Dögg Guðjónsdóttir íþróttafulltrúi
Bjartey Ingibergsdóttir nýnemi (busi)

Fyrri stjórnir

2006-2007
2005-2006


Helstu föstu þættirnir í starfi nemendafélagsins eru:

•	Busavígsla í upphafi haustannar
•	Busaball í upphafi haustannar
•	FÍV cup á haustönn
•	Prufur fyrir öflugt spurningalið fyrir Gettu Betur á haustönn
•	Fótboltamót KSÍ milli framhaldsskóla
•	Lokaball á haust og vorönn
•	Ýmis mót, eins og spilamót, fótboltaspilsmót, borðtennismót, mottukeppni og fleirra.. 
•	Opin vika á vorönn 
•	Árshátíð nemendafélagsins á vorönn
•	Íþróttadagurinn á vorönn
•	Auk þessara þátta sér nemendafélagið um margs konar uppákomur á skólaárinu.

Félagsmálafulltrúi og forvarnafulltrúi starfa náið með Nemendafélaginu.