„Fiskveiðar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(prufa bull) |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
[[Mynd:DSCF7197.jpg|thumb|200px|left|Drangavík Ve árið 2005]]Og tegundirnar eru fjölmargar sem hingað berast. Á vetrarvertíð ber mest á þorski auk þess sem gífurlegu magni af loðnu er landað hér. Á öðrum árstímum berst einnig þorskur á land og ýsa, ufsi og karfi eru mjög ráðandi tegundir í afla, ásamt öðrum svo sem lúðu, kola, steinbít og skötusel svo að einhverjar séu nefndar. | [[Mynd:DSCF7197.jpg|thumb|200px|left|Drangavík Ve árið 2005]]Og tegundirnar eru fjölmargar sem hingað berast. Á vetrarvertíð ber mest á þorski auk þess sem gífurlegu magni af loðnu er landað hér. Á öðrum árstímum berst einnig þorskur á land og ýsa, ufsi og karfi eru mjög ráðandi tegundir í afla, ásamt öðrum svo sem lúðu, kola, steinbít og skötusel svo að einhverjar séu nefndar. | ||
dddddldldddd | |||
[[Flokkur:Sjórinn]] | [[Flokkur:Sjórinn]] |
Útgáfa síðunnar 13. september 2007 kl. 13:55
Það liggur í hlutarins eðli að fiskveiðar skipa stærstan sess í stærstu verstöð landsins. Frá Vestmannaeyjum eru flutt út um 15% alls aflaverðmætis landsins, en íbúar eru einungis rúm 2% þjóðarinnar.
Allt frá landnámi hefur hér verið veiðistöð en stutt að róa á fengsæl fiskimið. Og enn í dag byggist allt líf hér á fiski. Í öðrum bæjum eru torg og stræti miðpunktur tilverunnar, hér eru það aðalega bryggjurnar. Hér eru stundaðar margbreytilegar fiskveiðar. Togaraútgerð er mikil, svo og togveiðar á smærri skipum ásamt netaveiðum að vetrarlagi, síldveiðar að hausti, loðnuveiðar að vetri og humarveiðar að sumri. Ekki má heldur gleyma línu- og handfæraveiðum smábáta. Mikið af aflanum er unnið hér í fiskvinnslustöðvunum fyrir Bandaríkjamarkað, en einnig stór hluti aflans fluttur út ferskur á Evrópumarkað.
Og tegundirnar eru fjölmargar sem hingað berast. Á vetrarvertíð ber mest á þorski auk þess sem gífurlegu magni af loðnu er landað hér. Á öðrum árstímum berst einnig þorskur á land og ýsa, ufsi og karfi eru mjög ráðandi tegundir í afla, ásamt öðrum svo sem lúðu, kola, steinbít og skötusel svo að einhverjar séu nefndar.
dddddldldddd