„Blik 1969/Endurminningar II. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 79: Lína 79:
Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var ,hvílt". Það var kallaður „kippur“, - fyrsti sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu.
Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var ,hvílt". Það var kallaður „kippur“, - fyrsti sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu.


Mjög þótti ákjósanlegt að fá góðan byr og hagstæðan úr höfn, en þó enn betra að fá hann í land.
Löngum þótti það ánægjulegt að sigla í góðum og hagstæðum byr á góðu og skemmtilegu skipi. Þó átti það stundum sér stað, að hagyrðingar tóku til að yrkja og létu þá í ljós gleði sína og nautn, - þá mestu eða næstmestu, sem þeir nutu á lífsleiðinni. Ég birti hér tvær vísur af mörgum:
:''Að sigla á fríðum súðahæng,''
:''segja lýðir yndi;''
:''blakki ríða og búa í sæng''
:''baugahlíðar undir væng.''
:''Að sigla á fleyi og sofa í meyjarfaðmi''
:''ýtar segja yndið mest, -''
:''og að teygja vakran hest. ''
Í norðanátt var oft siglt undir Sand á stærri skipunum, þó að einrifa þyrfti. Stundum kom það fyrir „að siglt var í logni“, þegar komið var austur með Sandi.
Eitt sinn sigldum við frá Faxaskeri með öllu einrifuðu og fyrir Elliðaey að norðan. Þegar við komum skammt austur fyrir eyna, varð að rifa meira. Þannig var haldið áfram um hríð. – Enn hvessti. Að síðustu var rokið orðið svo mikið, að ekki þoldi nema með einu segli tvírifuðu. Með þessari seglpjötlu sigldum við undir Bjarnarey. Þá fór heldur að lægja. Undan Bjarnarey sigldum við með öllu tvírifuðu.
Þegar við svo ætluðum að draga niður segl á Víkinni, stóð allt fast af gaddi, svo aðseglin náðust illa niður, enda var frostið 13 stig.
Þennan sama morgun komust tvö skip, sem höfðu verið all-langt á undan okur, í logn fram af Holtsvörðum. Fengu þau þar nægan fisk, en tóku aðeins hálffermi. Sigldu þau svo út með Sandi og hleyptu síðan „út í Eyjar“, þegar þau áttu nógu liðugt að sigla.
==Landkrabbar á sjó ==
Eitt sinn rérum við í norðan blæ og ládauðum sjó. Þegar við vorum að fara út Leiðina, urðum við þess varir, að stór síldartorfa óð undir Heimakletti nokkru utar en móts við Hringskerið. Við héldum á síldartorfuna. Þarna renndum við færum og drógum fljótlega um 600 fiska. Eftir stutta stund komu tvö jul mönnuð verzlunrarmönun til okkar og renndu þeir færum þarna.
Skyndilega tók að brima af austri.
Formaður, sem var að koma af sjó, ráðlagði verzlunarmönnunum á julunum að flýta sér í land, ef vildu komast inn Leiðina vandræða- og áhættulaust. Það gerðu þeir.
== „Aðgæzluverð Leið“! „Ófær Leið“! ==
Okkur rak út undir Klettshelli og vorum þá orðnir létthlaðnir. Þá var komið svo mikið brim, að boðuð hafði verið „aðgæzluverð Leið“ með einu flaggi. Brimið jókst látlaust, svo að við höfðum uppi og féllum á árar inn Leiðina. Þegar við vorum staddir utantil á „grynnstu legu“, var verið að draga upp annað merkiflaggið, sem þýddi „ófær Leið“. Við vorum því á síðasta augnablikinu að komast inn úr Leiðinni, áður en „flaggað var frá“. Þennan dag urðu mörg skip að lenda á Eiðinu og nokkur þeirra með fullfermi.




{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2007 kl. 08:28

Háseti gerir uppreisn; hann hýrudreginn

Í einum af fyrstu róðrunum, er ég var með bát þennan, fór ég suður með Heimaey og leitaði fisks á miði því, er Siggamið heitir. Við komumst brátt í nægan fisk. Sagði ég þá öðrum andófsmanni mínum, sem Auðunn hét, að renna, því að hinn andófsmaðurinn gæti haldið báðum árunum. Vestan kaldi var á. Hásetinn neitaði að renna færi sínu með þeim ummælum, að ég hefði víst sett sig í andófið til þess að andæfa. Þá sagði ég honum að andæfa einum, svo að Ólafur, en svo hét hinn andófsmaðurinn, gæti rennt. Þá kvaðst Auðunn ekki vera skyldur til að róa nema einni ár, enda kvaðst hann ekki róa með fleirum. Jafnframt kvaðst hann ætla að sýna mér, að hann gerði aðeins það, sem honum sjálfum sýndist. Kvaðst hann ekki sjá, að mér færist að gera mig stóran, þó að ég væri formaður með bátshorn þetta. Fleira sagði hann í líkum tón. Í róðri þessum fengum við 20 í hlut.

Þegar við fórum að skipta aflanum, kom stúlka til að hirða afla Auðuns, „draga hann úr Sandi“. Þá sagði ég henni, að Auðunn fengi engan hlut; hún gæti því farið heim.

Áður en skiptum var lokið, kom húsbóndi Auðuns og spurðist fyrir um það, hverju það sætti, að vinnumaður sinn yrði svo afskiptur. Ég sagði honum sem var, að Auðunn hefði ekki hlýtt forsvaranlegum fyrirskipunum og við liðið fiskitap sökum þess, enda gæti hann haft Auðunn sjálfur, - ég mundi ráða mér mann í stað hans.

Þegar hásetar sögðu hið sama um óhlýðni Auðuns, bað húsbóndinn mig að reyna hann einn róður enn, sem ég og gjörði.

Eftir þetta atvik var Auðunn boðinn og búinn til alls, er honum var sagt, enda sýndi hann aldrei hina minnstu óhlýðni upp frá þessu, meðan hann var með mér.

Með sexæringinn Ingólf vertíðirnar 1892, 1893 og 1894

Vertíðirnar 1892-1893 var ég formaður á skipi sem Ingólfur hét. Ólafur Magnússon í London smíðaði það og var einn eigandi þess. Þetta var sexæringur, og rérum við 14 á honum.

Fyrstu vertíðina (1892) fengum við 209 í hlut. Það var mjög rýr vertíð. Næstu vertíð (1893) fengum við 387 í hlut. Og þar næstu vertíð (1894) 420. Aldrei hrepptum við vont veður á Ingólfi þessar þrjár vertíðir.

Eins og ég gat um, þá fiskuðum við vel á Ingólfi báðar síðari vertíðirnar, eftir því sem þá taldist góður afli.

Þá ympraði Ólafur Magnússon á því við mig, hvort ég vildi ekki verða húsbóndi Auðuns og spurðist fyrir hjá sér formaður á stórum áttæringi. Hann gat þess, að svo legðist það í sig, að næstu árin yrðu aflaár. Nú vildi hann stækka Ingólf og gera hann að áttæringi, - stærsta áttæringi í Eyjum.

Ég leitaði nú ráða föður míns sem oftar, - spurði hann hvað hann legði til þessara mála. Hann latti mig mjög og sagði ýmsa formenn, sem hefðu fiskað vel á minni skip, aflað illa á þau hin stærri. Nefndi hann nokkur dæmi þessa. Þá óttaðist hann, að ég kynni ekki að stilla sjósókn minni í hóf, þegar ég væri búinn að fá eitt af hinum stærstu skipunum. Einnig ræddi ég þetta við ýmsa háseta mína, - mest við þá yngri, og hvöttu þeir mig eindregið til að taka tilboði Ólafs.

Nokkru síðar tjáði ég Ólafi í London það, að ég tæki tilboði hans um áttæringinn.

Nokkrum dögum eftir vertíðarlok (1894) byrjaði Ólafur á verkinu.

Með áttæringinn Ingólf, stærsta áraskipið í Eyjum, vertíðirnar 1895-1904 eða 10 vertíðir alls

Áttæringurinn Ingólfur var 25 fet (7,5 m) á kjöl. Millum stefna var hann 32 fet (9,6 m) og 11 feta (3,30 m) víður. Dýptin var 4-5 fet (1,20 -1,50 m) .

Vertíðina 1895 hóf ég svo róðra á þessu skipi. Síðan var ég með það í 10 vertíðir eða til vertíðarloka 1904.

Ingólfur reyndist hið ágætasta skip, eins og flestir þeir áttæringar, sem hér gengu á vetrarvertíðum. Við vorum 19-20 á þessu skipi. Þar að auki oft 1-2 drengir, meðan færin voru notuð, - hálfdrættingar.

Á Ingólfi var loggortusigling, eins og tíðast var um önnur skip hér. Siglutrén voru tvö. Framsiglan reis á mörkum kjalar og stefnis. Aftursiglan reis miðskips og var mun hærri en framsiglan. Afturseglið var mikið stærra en framseglið. Útleggjari (bugspjót) var hafður og oftast eitt forsegl, en á þessum áttæringi var einnig stagfokka. Árar voru 8 og voru 9 álna langar (5,67 m).

Síðar, eða eftir að lína og lóð varð hér aðal-veiðarfærið, voru árarnar bæði styttri og grennri. Þá var settur barka- og skutróður á áttæringana og hætt að „falla á“, sem oft var áður gjört.

Áttæringurinn

Áttæringnum, eins og minni bátunum, var skipt í rúm. Fremst var barki. Næst fyrir aftan barkann var andófsrúmið, þá fyrirrúmið og svo miðskipsrúm. Aftast var austurrúmið og svo formannssætið. Aftan við það skuturinn.

Í barka, skut og miðrúmi voru pallar uppi í miðjum síðum. Hétu þeir fótafjalir. Einnig voru í öllum róðrarrúmum skipsins þvertré til þess að spyrna í, þegar róið var. Þessi tré hétu fótatré.

Bæði í barka og skut voru hafðar fjalir til að sitja á, þegar færunum var rennt - barkafjalir og skutfjalir.

Í botni skipsins, nema í austur og fyrirrúmi, voru þiljur, til þess að leggja fiskinn á, sem fyrst var dreginn. Hét það ,að leggja á þiljur". Það var gjört til þess að sjór rynni og tíðast var um önnur skip hér. betur til austurrúms og stæði ekki kyrr í rúmum þeim, sem fiskur var í. Í austurrúmi og fyrirrúmi voru austurtrog til að ausa með. Bitinn (þóftan), sem aðskildi skut og austurrúm, var eiginlega stokkur, er náði þvert yfir skipið. Hann var hólfaður sundur og op á. Í hólfum þessum voru geymd ýmis smærri tæki eða áhöld, svo sem seilarnálar (gjörðar úr hvalbeini), hamar, öxi o. fl.

Á bitann annars vegar var negld svo kölluð bitafjöl. Á henni stóð nafn skipsins útskorið og ártalið, er það var byggt. Einnig var á fjöl þessari, sérstaklega í eldri skipum, vísa eða vers. Efni hennar var bæn til guðs um það, að farnaðist vel. Ég set hér eina bitavísu sem sýnishorn:

Ljúfur guð um landahring
leiði af miskunn sinni
menn og skipið Mýrdæling,
mein svo ekkert vinni.

Í formannssæti eða skut var höfð varastýrissveif. Framan á formannssætinu var áttaviti í þar til gerðum umbúðum og festingum. Þá var einnig í formannssætinu geymdur stokkur með nöglum og fleira, er að gagni gat komið.

Siglutrén voru lögð miðskips, hvort við annars hlið, og seglin ofan á þau.

Þegar róið var, sátu menn við árar sitt hvoru megin á þóftunum, þegar fallið var á.

Verkaskipting háseta

Öllum hásetum var skipað á sinn stað á skipinu. Í því sambandi voru þeir oft kenndir við rúmin sín í skipinu, t.d. framá- eða barka-menn, andófsmenn, fyrirrúms-, miðskips- og austurrúmsmenn, og svo að síðustu bita- og miðskutsmenn. Allir þessir menn höfðu sérstökum störfum að gegna á skipinu. Andófsmenn áttu alltaf að andæfa undir færum. Fyrirrúmsmenn lögðu næstir út árar í andófi. Einnig bar þeim að ausa, ef austurrúmsmaður hafði ekki við.

Þá kom röðin næst að austurrúmsmönnunum, og þyrftu allir að andæfa, urðu miðskipsmenn að leggja út. Þá var það kallað „allra manna andóf“. Þeir af skipshöfninni, sem skipuðu skiprúm fyrir framan andófsrúm og aftan austurrúm, voru líka oft kallaðir yfirskipsmenn.

Miðskipsmenn áttu að ýta skipi og fara síðastir upp í skip. Þeim bar einnig að taka á móti, þegar skipið lenti. Þá komu bitamenn í þeirra stað og réru í þeirra rúmi.

Miðskipsmenn áttu að reisa siglutrén, - „ganga undir möstrum“, eins og það var kallað - þegar sigla átti. Eins skyldu þeir taka á móti siglutrjánum, þegar þau voru felld.

Siglutrén voru lögð miðskips, Fremsta framá-manni bar að sjá um klífi, t. d. rifa hann og draga upp. Hann var líka stundum kallaður húmborumaður.

Barkamenn sáu um framseglið. Skutmenn og þeir, sem um róðurinn voru, sáu um afturseglið.

Fjórir stagir voru á hvoru siglutré. Þeir voru hertir með köðlum, sem hétu „undirgjarðir“.

Tveir menn voru hafðir til þess að gefa eftir á seglum, þegar misvindi var. Hét það að gefa eftir eða „slaka á pikknum“. Eins var gjört á lensi, þegar stórar kvikur komu að skipinu. Stundum voru seglin höfð þanin sitt á hvort borðið. Það hét að sigla „tveggja skauta byr“.

Vissir menn áttu að seila fiskinn. Fór það eftir því, hvar seila þurfti úr skipinu. Öðrum bar að bera upp siglur og árar, áður en skip var sett. Þeir sóttu einnig „farviðina“, þegar búið var að setja skipið fram.

Fyrsti kippur. „Að sigla fleyi og sofa í meyjarfaðmi ...“

Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var ,hvílt". Það var kallaður „kippur“, - fyrsti sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu.

Mjög þótti ákjósanlegt að fá góðan byr og hagstæðan úr höfn, en þó enn betra að fá hann í land.

Löngum þótti það ánægjulegt að sigla í góðum og hagstæðum byr á góðu og skemmtilegu skipi. Þó átti það stundum sér stað, að hagyrðingar tóku til að yrkja og létu þá í ljós gleði sína og nautn, - þá mestu eða næstmestu, sem þeir nutu á lífsleiðinni. Ég birti hér tvær vísur af mörgum:

Að sigla á fríðum súðahæng,
segja lýðir yndi;
blakki ríða og búa í sæng
baugahlíðar undir væng.
Að sigla á fleyi og sofa í meyjarfaðmi
ýtar segja yndið mest, -
og að teygja vakran hest.

Í norðanátt var oft siglt undir Sand á stærri skipunum, þó að einrifa þyrfti. Stundum kom það fyrir „að siglt var í logni“, þegar komið var austur með Sandi.

Eitt sinn sigldum við frá Faxaskeri með öllu einrifuðu og fyrir Elliðaey að norðan. Þegar við komum skammt austur fyrir eyna, varð að rifa meira. Þannig var haldið áfram um hríð. – Enn hvessti. Að síðustu var rokið orðið svo mikið, að ekki þoldi nema með einu segli tvírifuðu. Með þessari seglpjötlu sigldum við undir Bjarnarey. Þá fór heldur að lægja. Undan Bjarnarey sigldum við með öllu tvírifuðu.

Þegar við svo ætluðum að draga niður segl á Víkinni, stóð allt fast af gaddi, svo aðseglin náðust illa niður, enda var frostið 13 stig.

Þennan sama morgun komust tvö skip, sem höfðu verið all-langt á undan okur, í logn fram af Holtsvörðum. Fengu þau þar nægan fisk, en tóku aðeins hálffermi. Sigldu þau svo út með Sandi og hleyptu síðan „út í Eyjar“, þegar þau áttu nógu liðugt að sigla.

Landkrabbar á sjó

Eitt sinn rérum við í norðan blæ og ládauðum sjó. Þegar við vorum að fara út Leiðina, urðum við þess varir, að stór síldartorfa óð undir Heimakletti nokkru utar en móts við Hringskerið. Við héldum á síldartorfuna. Þarna renndum við færum og drógum fljótlega um 600 fiska. Eftir stutta stund komu tvö jul mönnuð verzlunrarmönun til okkar og renndu þeir færum þarna.

Skyndilega tók að brima af austri.

Formaður, sem var að koma af sjó, ráðlagði verzlunarmönnunum á julunum að flýta sér í land, ef vildu komast inn Leiðina vandræða- og áhættulaust. Það gerðu þeir.

„Aðgæzluverð Leið“! „Ófær Leið“!

Okkur rak út undir Klettshelli og vorum þá orðnir létthlaðnir. Þá var komið svo mikið brim, að boðuð hafði verið „aðgæzluverð Leið“ með einu flaggi. Brimið jókst látlaust, svo að við höfðum uppi og féllum á árar inn Leiðina. Þegar við vorum staddir utantil á „grynnstu legu“, var verið að draga upp annað merkiflaggið, sem þýddi „ófær Leið“. Við vorum því á síðasta augnablikinu að komast inn úr Leiðinni, áður en „flaggað var frá“. Þennan dag urðu mörg skip að lenda á Eiðinu og nokkur þeirra með fullfermi.