„Ofanleiti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
[[Mynd:Ofanleiti1.jpg|thumb|250px|Kirkjugarðurinn við Ofanleiti.]] | [[Mynd:Ofanleiti1.jpg|thumb|250px|Kirkjugarðurinn við Ofanleiti.]] | ||
Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1962. Séra [[Þorsteinn Lúther Jónsson]] var síðasti presturinn sem þar sat en hann bjó þar ásamt fjölskyldu frá því í september 1961 fram á vor 1962. | Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1962. Séra [[Þorsteinn Lúther Jónsson]] var síðasti presturinn sem þar sat en hann bjó þar ásamt fjölskyldu frá því í september 1961 fram á vor 1962. Eftir það var húsið leigt ýmsum, allt þar til það var rifið árið 1977 en það þótti standa of nærri flugbrautinni og var þar að auki illa farið. | ||
[[Mynd:Ofanleiti 001.jpg|thumb|250px|right|Ofanleiti árið 2005]] | [[Mynd:Ofanleiti 001.jpg|thumb|250px|right|Ofanleiti árið 2005]] |
Útgáfa síðunnar 2. júlí 2007 kl. 10:09
![](/images/thumb/d/d9/Ofanleiti.jpg/250px-Ofanleiti.jpg)
Húsið Ofanleiti stendur utan byggðar fyrir ofan hraun. Þar var fyrrum prestsbústaður Ofanleitissóknar. Hét það áður Kirkjubær fyrir ofan Leiti og stundum kallað á Bæ. Talsverður búskapur var stundaður að Ofanleiti enda jörðin ein hin stærsta í Eyjum, með mikil hlunnindi í fugli, eggjatöku og reka; og áður fyrr nokkrar hjáleigur er tilheyrðu henni: Gvendarhús, Brekkuhús, Svaðkot, Steinsstaðir og Draumbær.
![](/images/thumb/7/7c/Ofanleiti1.jpg/250px-Ofanleiti1.jpg)
Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1962. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson var síðasti presturinn sem þar sat en hann bjó þar ásamt fjölskyldu frá því í september 1961 fram á vor 1962. Eftir það var húsið leigt ýmsum, allt þar til það var rifið árið 1977 en það þótti standa of nærri flugbrautinni og var þar að auki illa farið.
![](/images/thumb/5/52/Ofanleiti_001.jpg/250px-Ofanleiti_001.jpg)
Valgeir Jónasson smiður byggði nýtt hús í landi Ofanleitis, nokkru norðan og vestan við gamla bæjarstæðið og nefndi það Ofanleiti. Þar er stunduð nokkur alifuglarækt.