„Ofanleiti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:


[[Mynd:Ofanleiti1.jpg|thumb|250px|Kirkjugarðurinn við Ofanleiti.]]
[[Mynd:Ofanleiti1.jpg|thumb|250px|Kirkjugarðurinn við Ofanleiti.]]
Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1961. Séra [[Halldór Kolbeins]] var síðasti presturinn sem þar sat. Húsið var rifið árið 1977 þar sem það þótti standa of nærri flugbrautinni og þar að auki illa farið.
Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1962. Séra [[Þorsteinn Lúther Jónsson]] var síðasti presturinn sem þar sat en hann bjó þar ásamt fjölskyldu frá því í september 1961 fram á vor 1962. Húsið var rifið árið 1977 þar sem það þótti standa of nærri flugbrautinni og var þar að auki illa farið.


[[Mynd:Ofanleiti 001.jpg|thumb|250px|right|Ofanleiti árið 2005]]
[[Mynd:Ofanleiti 001.jpg|thumb|250px|right|Ofanleiti árið 2005]]

Útgáfa síðunnar 2. júlí 2007 kl. 09:54

Ofanleiti.

Húsið Ofanleiti stendur utan byggðar fyrir ofan hraun. Þar var fyrrum prestsbústaður Ofanleitissóknar. Hét það áður Kirkjubær fyrir ofan Leiti og stundum kallað á Bæ. Talsverður búskapur var stundaður að Ofanleiti enda jörðin ein hin stærsta í Eyjum, með mikil hlunnindi í fugli, eggjatöku og reka; og áður fyrr nokkrar hjáleigur er tilheyrðu henni: Gvendarhús, Brekkuhús, Svaðkot, Steinsstaðir og Draumbær.

Kirkjugarðurinn við Ofanleiti.

Prestar Ofanleitissóknar sátu að Ofanleiti, allt fram til ársins 1962. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson var síðasti presturinn sem þar sat en hann bjó þar ásamt fjölskyldu frá því í september 1961 fram á vor 1962. Húsið var rifið árið 1977 þar sem það þótti standa of nærri flugbrautinni og var þar að auki illa farið.

Ofanleiti árið 2005

Valgeir Jónasson smiður byggði nýtt hús í landi Ofanleitis, nokkru norðan og vestan við gamla bæjarstæðið og nefndi það Ofanleiti. Þar er stunduð nokkur alifuglarækt.