„Guðmundur Vigfússon (Holti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:
}}
}}


[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Aflakóngar]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Ásaveg]]

Útgáfa síðunnar 28. júní 2007 kl. 09:31

Jón, bróðir Guðmunds, með Guðmundi í júní 1982.

Guðmundur Vigfússon fæddist 10. febrúar 1906 og lést 6. október 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum og Vigfús Jónsson í Túni í Vestmannaeyjum. Guðmundur ólst upp í Holti. Guðmundur var kvæntur Stefaníu Guðrúnu Einarsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, þau Vigfús Sverri og Erlu. Hann fluttist frá Vestmannaeyjum 1957 og bjó lengst af í Hafnarfirði, þar af á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1978.

Guðmundur tók vélstjóra- og skipstjórapróf 18 ára gamall og árið 1946 „öldunginn" í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Guðmundur var formaður á Voninni VE 113. Árið 1981 var Guðmundi afhent heiðursskjal Sjómannadagsráðs í Vestmannaeyjum með þökk fyrir gifturík störf í þágu sjómannastéttarinnar og byggðarlagsins.

Loftur Guðmundsson samdi formannavísu um Guðmund:

Að veiðum Guðmund Vigfússon
virðar telja frækinn,
hleður úr græði glæsta Von
garpur miðasækinn.

Óskar Kárason samdi einnig formannavísu um Guðmund:

Sjafnar heiðar siglir Von,
sær þá reiður hvæsir,
Gvendur veiðinn Vigfússon
valinn skeiðar ræsir.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Von stýrir Vigfússonur
valinn, sjós um dalinn,
Guðmundur, glaður þundur,
garpur frá Holti snarpur.
Nót þorska nú í rótar
njóturinn, afla skjótur,
hræðist sizt hranna æði,
halurinn, drengur valinn.



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.