„Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
''Sjá [[Þorsteinn Jónsson|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðra sem hafa borið nafnið „'''Þorsteinn Jónsson'''“'' | ''Sjá [[Þorsteinn Jónsson|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðra sem hafa borið nafnið „'''Þorsteinn Jónsson'''“'' | ||
Lína 12: | Lína 11: | ||
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | * [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur:Læknar]] | ||
[[Flokkur:Þingmenn]] | [[Flokkur:Þingmenn]] | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | |||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar í Landlyst]] |
Útgáfa síðunnar 26. júní 2007 kl. 10:59
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Þorsteinn Jónsson“
Þorsteinn Jónsson, héraðslæknir, var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1887 til 1890, en þá sagði hann af sér þingmennsku. Þorsteinn var fæddur á Miðkekki í Flóa 17. nóvember 1840 og lést í Reykjavík þann 18. ágúst 1908. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson (fæddur 19. júní 1799, dáinn í júlí 1888) bóndi á Miðkekki og síðar í Hræringsstaðahjáleigu og síðari konu hans, Þórdísar Þorsteinsdóttur (fædd 18. ágúst 1795, dáin 26. maí 1866) í Hræringastaðahjáleigu. Þorsteinn kvæntist þann 12. október 1865 Matthildi (fædd 6. janúar 1833, dáin 5. mars 1904) dóttur Magnúsar Þorkelssonar bónda að Fjarðarhorni í Helgafellssveit og Sigríðar Pétursdóttir. Sonur Þorsteins var Jón Þorsteinsson.
Þorsteinn varð stúdent 1862 í Reykjavík. Hann las læknisfræði hjá Jóni Hjaltalín landlækni frá hausti 1862. Þorsteinn tók læknispróf árið 1865. Hann varð héraðslæknir í Vestmannaeyjum árið 1865 og gegndi því til ársins 1905. Þorsteinn var prófdómari við læknapróf 1907. Hann var einnig bókasali um hríð. Einnig hafði hann á hendi veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna í fjölda mörg ár. Þorsteinn var hreppsnefndaroddviti frá 1874 til 1902. Hann var oft settur sýslumaður í Vestmannaeyjum um skemmri og lengri tíma. Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur sumarið 1906 og dvaldist þar til æviloka.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.