„Björgunarfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Tók Þór í gegn)
Lína 8: Lína 8:


== Björgunarbáturinn Þór ==
== Björgunarbáturinn Þór ==
26.mars 1920 kom [[Þór]] (fyrsti) til Vestmannaeyja og var gufuskip. Helsta starf þess var að annast eftirlit, bjargráð, landhelgisgæslu og vernda veiðafæri eyjabáta fyrir ágangi erlendra veiðiþjófa. Árið 1922 var sett fallbyssa á hann svo hann gæti betur stuggað við veiðiþjófum og færa þá til hafnar. Endalok Þórs voru að hann strandaði á Sölvabakkaskerjum í Húnaflóa 21.desember 1929 en þá var hann í eign Íslenska ríkisins. Laugardaginn 9. júní 1979 sem var [[Sjómannadagur]] var vígður minnisvarði um Þór. Minnisvarðinn er hlaðinn stallur með skrúfunni af Þór sem kafarar náðu upp.
Það var þann 26. mars árið 1920 sem [[Þór|m/s Þór]] kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Var þetta skip fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, en öll önnur skip sem gætt hafa landið og sinnt björgunarstörfum voru dönsk. Skipið, sem var tuttugu og eins árs gamalt á þeim tíma, var keypt frá Danmörku og átti að kosta 150 þúsund en eftir að vera komið til Vestmannaeyja með öllum búnaði reyndist kostnaðurinn vera kominn í 272 þúsund krónur.
 
Skipið var upprunalega togari sem hannaður var í Englandi fyrir dansk-íslenska verslunar- og fiskveiðifélagið á Geirseyri. Þetta var gufuskip, 205 tonna, 115 feta (35.05 m) langt, 21 fet (6.4 m) að breidd og ganghraði um 10 mílur.
 
Skipið var frekar kostnaðarsamt og þurfti bæjarsjóður að kosta útgerð Þórs mestu. Nokkru áður en skipið kom til landsins samþykkti bæjarstjórn ábyrgð á láni handa Björgunarfélaginu til reksturs skipsins, allt að 100 þúsund krónur, gegn veði í skipinu. Oft var reynt að semja við ríkisstjórn um leigu á skipinu til strandgæslu á sumrum og til að hafa eftlit um síldaveiðitímann. Því var hafnað og var skipið aðgerðarlaust milli vertíða. Það var ekki fyrr en árið 1922 sem að útgerð skipsins fór að ganga betur, en það sumar var skipið í fyrsta sinn við eftirlit með síldarveiðum og létti það rekstur skipsins til muna
 
Árið 1924 í júlí mánuði var sett fallbyssa í skipið vegna hversu erfiðlega gekk í stríðinu við landhelgisbrjótana. Einar M. Einarsson var skipaður fallbyssuskytta og var þar með fyrsti Íslendingurinn sem fær opinbera skipun í það embætti.
 
Þrátt fyrir að skipið vann verkefni fyrir síldarflotann var reksturinn of kostnaðarsamur fyrir bæinn. Þannig að Björgunarfélagið samdi við ríkisstjórnina um að kaupa skipið með þeim skilyrðum skipið yrði hérna við Vestmannaeyjar við sams konar gæslustörf í 3-4 mánuði yfir vetrarvertíð árlega. Var skipið afhent ríkisstjórninni árið 1926.
 
Þór gengdi svo landhelgisstörfum sínum fram til ársins 1929, en hann strandaði á Sölvabakkaskerjum á Húnaflóa.  
 
Árið 1979, á [[Sjómannadagur|Sjómannadegi]] var vígður minnisvarði um Þór. Minnisvarðinn er hlaðinn stallur með skrúfunni af Þór á toppi þess, en kafarar náðu henni upp og Björgunarfélagið keypti hana.
 
=== Skipherrar Þórs ===
* '''1920-1926''' — Jóhann P. Jónsson
* '''1926-1929''' — Friðrik V. Ólafsson
 
== Heimildir ==
* ''Landhelgisgæsla Íslands - Sagan'' (e.d.). Sótt 10. júní 2005 frá [http://www.lhg.is/displayer.asp?cat_id=6 http://www.lhg.is/displayer.asp?cat_id=6]
* Haraldur Guðnason (1991). Björgunar- og varðskipið Þór, ''Við Ægisdyr II''. Reykjavík: Stofn.

Útgáfa síðunnar 10. júní 2005 kl. 12:51

Bjargráðanefnd sem var stofnuð árið 1890 til að beitta sér fyrir slysavörnum. Haft var það sem fasta reglu að hafa tvo báta til taks með búnaði til björgunar. Formenn voru fljótir til taks og tilbúnir að fara út í afkáralegt veður.

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Árið 1918 var stofnað Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) og var tilgangur félagsins að kaupa björgunar- og eftirlitsskip, annast bjargráð, eftirlit með veiðarfærum og landhelgisgæslu við Ísland. Fyrsta verkefni félagsins var að fá lagðan talsímastreng suður í Stórhöfða svo fylgjast mætti með nauðstöddum bátum þaðan og koma skilaboðum sem fyrst niður í bæ. Árið 1920 kom svo Þór (sjá neðar). Björgunarfélag Vestmannaeyja var frumkvöðull á öðrum sviðum. Til dæmis má taka að í mörg ár stóð félagið fyrir því að veðurskeyti væru sett upp á nokkrum stöðum í bænum. Annar björgunarbátur var fenginn til Vestmannaeyja árið 1930 og fékk sá bátur nafnið „Herjólfur“. Árið 1935 stóð björgunarfélagið fyrir því að lagður var símastrengur á Eiði við bátaskýlið sem Björgunarfélagið átti. Árið 1977 var fékk Björgunarfélagið sína fyrstu talstöðvar. Árið 1982 fékk Björgunarfélagið sína fyrstu bifreið. Slysavarnardeildin Eykyndill gaf fullkomnar sjúkrabörur í bifreiðina ásamt talstöðvum. Árið 1992 var svo sameinað Björgunarfélag Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum undir nafni Björgunarfélags Vestmannaeyja. Félagið er nú vel búið og er með einn besta viðbragðstíma í sjóbjörgun á Íslandi. Tveir hafa látist við störf Björgunarfélagsins, Kjartan Eggertsson (H.S.V.) lést 20.Júlí 1977 og Hannes Óskarsson (H.S.V.) lést 21.Janúar 1982.

Hjálparsveit Skáta Vestmannaeyjum

Árið 1965 var stofnuð Hjálparsveit Skáta Vestmannaeyja (H.S.V) en var ekki formlega stofnuð fyrr en í janúar 1966. Helsta starf hennar fyrstu árin voru að sjá um skyndihjálp á Þjóðhátíð. Breyting varð á starfinu árið 1971 þegar sveitinni var gefinn bátur og einnig sama ár var stofnað landsamband hjálparsveita og var H.S.V einn af stofnsveitum. Áramótin 1971-1972 var H.S.V með flugeldasölu og hefur hún haldið um hana síðan. 1972 var tekið af miklum krafti og æft var klifur og fjallaferðir af miklum eldmóð. Eldgosið hófst og tók H.S.V. virkan þátt í því að koma fólki af eyjunni. Félagsstarf hefur alltaf verið mikið og hafa verið klifin fjöll eins og Mont Blanc í Frakklandi og Kilimanjaro í Tansaníu.

Björgunarbáturinn Þór

Það var þann 26. mars árið 1920 sem m/s Þór kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Var þetta skip fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, en öll önnur skip sem gætt hafa landið og sinnt björgunarstörfum voru dönsk. Skipið, sem var tuttugu og eins árs gamalt á þeim tíma, var keypt frá Danmörku og átti að kosta 150 þúsund en eftir að vera komið til Vestmannaeyja með öllum búnaði reyndist kostnaðurinn vera kominn í 272 þúsund krónur.

Skipið var upprunalega togari sem hannaður var í Englandi fyrir dansk-íslenska verslunar- og fiskveiðifélagið á Geirseyri. Þetta var gufuskip, 205 tonna, 115 feta (35.05 m) langt, 21 fet (6.4 m) að breidd og ganghraði um 10 mílur.

Skipið var frekar kostnaðarsamt og þurfti bæjarsjóður að kosta útgerð Þórs að mestu. Nokkru áður en skipið kom til landsins samþykkti bæjarstjórn ábyrgð á láni handa Björgunarfélaginu til reksturs skipsins, allt að 100 þúsund krónur, gegn veði í skipinu. Oft var reynt að semja við ríkisstjórn um leigu á skipinu til strandgæslu á sumrum og til að hafa eftlit um síldaveiðitímann. Því var hafnað og var skipið aðgerðarlaust milli vertíða. Það var ekki fyrr en árið 1922 sem að útgerð skipsins fór að ganga betur, en það sumar var skipið í fyrsta sinn við eftirlit með síldarveiðum og létti það rekstur skipsins til muna

Árið 1924 í júlí mánuði var sett fallbyssa í skipið vegna hversu erfiðlega gekk í stríðinu við landhelgisbrjótana. Einar M. Einarsson var skipaður fallbyssuskytta og var þar með fyrsti Íslendingurinn sem fær opinbera skipun í það embætti.

Þrátt fyrir að skipið vann verkefni fyrir síldarflotann var reksturinn of kostnaðarsamur fyrir bæinn. Þannig að Björgunarfélagið samdi við ríkisstjórnina um að kaupa skipið með þeim skilyrðum að skipið yrði hérna við Vestmannaeyjar við sams konar gæslustörf í 3-4 mánuði yfir vetrarvertíð árlega. Var skipið afhent ríkisstjórninni árið 1926.

Þór gengdi svo landhelgisstörfum sínum fram til ársins 1929, en hann strandaði á Sölvabakkaskerjum á Húnaflóa.

Árið 1979, á Sjómannadegi var vígður minnisvarði um Þór. Minnisvarðinn er hlaðinn stallur með skrúfunni af Þór á toppi þess, en kafarar náðu henni upp og Björgunarfélagið keypti hana.

Skipherrar Þórs

  • 1920-1926 — Jóhann P. Jónsson
  • 1926-1929 — Friðrik V. Ólafsson

Heimildir

  • Landhelgisgæsla Íslands - Sagan (e.d.). Sótt 10. júní 2005 frá http://www.lhg.is/displayer.asp?cat_id=6
  • Haraldur Guðnason (1991). Björgunar- og varðskipið Þór, Við Ægisdyr II. Reykjavík: Stofn.