„Júlíana Sveinsdóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
[[Flokkur:Fólk]] | [[Flokkur:Fólk]] | ||
[[Flokkur:Listamenn]] | [[Flokkur:Listamenn]] | ||
[[Flokkur:]] | |||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | |||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Njarðarstíg]] |
Útgáfa síðunnar 22. júní 2007 kl. 13:39
Júlíana Sveinsdóttir fæddist að Sveinsstöðum í Vestmannaeyjum 31. júlí árið 1889. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Runólfsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíðameistari og var Júlíana næstelst af fimm systkinum. Sextán ára gömul flutti Júlíana til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám í tvo vetur. Í Kvennaskólanum í Reykavík komu í ljós hæfileikar Júlíönu í teikningu og varð það til þess að hún fékk tilsögn hjá listmálaranum Þórarni B. Þorlákssyni. Hann var menntaður í Danmörku og hélt sína fyrstu málverkasýningu í Reykjavík árið 1900 en það var fyrsta einkasýning listmálara hér á landi. Fyrir þann tíma hafði fáum Íslendingum dottið í hug að leggja myndlist fyrir sig að ævistarfi en um aldamótin 1900 var andrúmsloftið að breytast og hin vaxandi borgarastétt landsins farin að gera sér grein fyrir mikilvægi myndlistar fyrir menningu og sjálfsímynd þjóðarinnar. Í kjölfar Þórarins lagði Ásgrímur Jónsson út á myndlistarbrautina en áður hafði Einar Jónsson myndhöggvari hlýtt kalli listagyðjunnar. Júlíana tilheyrir hins vegar næstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna en auk hennar má þar meðal annarra finna þau Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval og Kristínu Jónsdóttur.
Í upphafi síðustu aldar var ekki sjálfgefið að ungar stúlkur héldu til náms í Kaupmannahöfn, en Júlíana bjó yfir ótvíræðum hæfileikum og átti föður sem hafði áhuga og getu til að styrkja hana til náms. Sigldi Júlíana því til Kaupmannahafnar árið 1909 og eftir þriggja ára undirbúningsnám hlaut hún loks inngöngu í hinn virta Konunglega danska listaháskóla. Stundaði Júlíana nám í málaradeild skólans næstu fimm árin og útskrifaðist þaðan árið 1917. Ári síðar sýndi hún í fyrsta skipti opinberlega í Kaupmannahöfn en upp frá því var hún virkur þátttakandi í sýningarlífi Danmerkur og tók yfirleitt þátt í einni eða tveimur samsýningum listamanna árlega það sem eftir var ævinnar. Þátttakendur á þessum sýningum voru valdir af dómnefnd og því fólst ákveðin viðurkenning í því að fá verk sín samþykkt til sýningar. Auk þess að taka þátt í samsýningum danskra listamanna sýndi Júlíana á Íslandi með Listvinafélaginu og Félagi íslenskra listamanna. Einnig var hún valin á fjölda samsýninga á íslenskri og norrænni list erlendis. Í lifanda lífi tók Júlíana þátt í rúmlega hundrað samsýningum og hélt 11 sérsýningar á Íslandi og í Danmörku. Auk þessa var hún virk í samtökum listamanna og vílaði ábyrgðarstörf ekki fyrir sér. Sat hún meðal annars sem fulltrúi listamanna í stjórn Hins konunglega danska listaháskóla sem hefur m.a. það hlutverk með höndum að vera opinberum aðilum ráðgefandi varðandi myndlist og arkitektúr og veita viðurkenningar á sama vettvangi.
Heimildir
- Víðir, 20. tbl.,19. árg. 1948
- Ingólfur Kristjánsson, ,,Júlíana Sveinsdóttir listmálari”, Listamannaþættir, Reykjavík, 1955, bls.129.
[[Flokkur:]]