„Angantýr Elíasson (Hlaðbæ)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 33: | Lína 33: | ||
* ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.'' 1995.}} | * ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.'' 1995.}} | ||
[[Flokkur:Formenn]] | [[Flokkur:Formenn]] |
Útgáfa síðunnar 18. júní 2007 kl. 16:15
Angantýr Elíasson fæddist í Vestmannaeyjum 29. apríl 1916 og lést 18. júní 1991. Kona hans var Sigríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð. Þau bjuggu í Hlaðbæ.
Angantýr, eða Týri eins og hann var gjarnan kallaður, starfaði við embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Síðar var hann hafnsögumaður og hafnarvörður.
Angantýr var einnig formaður með mótorbátinn Sídon.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Angantý:
- Hrafnkeli goða að hafi snýr
- horskur að drengjamati
- orðvar og prúður Angantýr
- enginn veifiskati.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Angantý:
- Angantýr á ufsa mó
- ýtir þrátt til fanga,
- Sídon þó að kylju kló
- klappi þétt á vanga.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Angantýr straum á strangan
- stýrir með brosi hýru.
- Hafdís mót kólgu kafi
- knýr Elíasar fírinn.
- Loðnunginn brims úr boða
- bragn veiðir net í lagnar.
- Meiðurinn höpp og heiður
- hlýtur með sóma nýtur.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.