„Bíó“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 57: Lína 57:


'''Gamla Bíó (Borg)'''  
'''Gamla Bíó (Borg)'''  
Arnbjörn Ólafsson á Reyni
Arnbjörn Ólafsson á Reyni


Lína 63: Lína 64:


'''Bíó Samkomuhússins'''  
'''Bíó Samkomuhússins'''  
Sveinn Ársælsson,
Sveinn Ársælsson,
Trausti Jónsson,
Trausti Jónsson,

Útgáfa síðunnar 27. nóvember 2006 kl. 11:20

Stutt saga Bíóhúsa í Vestmannaeyjum

Borg

Borg, Heimagata 3 A. Húsið Borg við Heimagötu var eitt af þeim húsum í Vestmannaeyjum, sem áttu hvað merkasta sögu. Á sama stað og Borg stóð, hafði verið Þinghús Eyjanna síðan 1857. Það var torfhús með timburþili á móti vestri byggt í tíð Kohl sýslumanns, og var rifið, þegar húsið var byggt. Borg var tvílyft timburhús á hlöðnum kjallara með rúmgóðu risi.

Húsið var byggt yfir Barnaskólann í Vestmannaeyjum sumarið 1904; og var jafnframt Þinghús Vestmannaeyja og réttarsalur. Áfast við húsið að austan var byggð lítil viðbygging og var það fangelsi. Sérstakt timburskip kom með viði og múrsteina í húsið, en fangaklefinn var hlaðinn úr rauðum múrsteini, eins og algengt er um hús í Danmörku. Öll loft og skilrúm voru tvöföld og úr timbri. Kjallari var fyrst óskiptur og eitt rúm og var notaður til kolageymslu.

Yfirsmiður við byggingu hússins var Ágúst Árnason, síðar í Baldurshaga, en aðrir smiðir voru Magnús Ísleifsson í London og Sigurður í Merkisteini. Húsið var mjög vel byggt og vandað í alla staði og á sínum tíma annað stærsta hús í Eyjum, aðeins Austurbúðin var stærri. Meðan húsið var barnaskóli og þinghús, voru dyr og tröppur vestan á húsinu, þrír gluggar voru sunnan á húsinu. Uppi undir þakskeggi vestan á var stór klukka með útskorinni umgjörð. Barnaskólinn var til húsa á báðum hæðum og á neðri hæðinni var leikfimisalur. Mjög hátt var undir loft á Borg eða 3,50 niðri, en 3,15 á efri hæð.

Með hinum öra vexti kaupstaðarins eftir 1906 varð barnaskólahúsið fljótlega of lítið. Nýtt skólahús var byggt ofar á eyjunni uppi við Landakirkju, og flutti skólinn frá Borg árið 1915 í nýja skólahúsið, sem er elsta álma Barnaskóla Vestmannaeyja eða Sýslubókasafn Vestmannaeyja eins og það hét þá til húsa á Borg eða til ársins 1917.

Árið 1917 verða þáttaskil í sögu hússins. Með afsali dagsettu 17. september 1917 verða Sigurjón Högnason frá Baldurshaga og Arnbjörn Ólafsson á Reyni eigendur hússins. Kaupverðið var 13 þúsund krónur og var afsalið sögulegt, þar sem hreppurinn seldi hreppsfangelsið sem hann átti í sameign með Ríkissjóði. Ekki hefur þó verið fullt samkomulag um þetta, þar sem í afsalinu segir: “Það skal tekið fram, að Landssjóður Íslands á krónur 194 í hinu umgetna fangelsi, sem ég með þessu bréfi mínu gef ekki afsal fyrir.”

Þeir félagar settu á stofn kvikmyndarekstur í húsinu og stofnuðu Gamla bíó. Á vesturgaflinn á Borg var stór áletrun: “Biograph Theatre – Moving Pictures”. Dyrnar vestan megin voru teknar af og þar á vestur-veggnum var kvikmyndatjaldið. Hægra megin við tjaldið, að norðan, var afþiljaður klefi og þar var spilað á píanó í tíð þöglu myndanna. Neðri hæðin var gerð að einum sal. Sæti voru hækkuð í hálfum salnum og töldust það betri sæti áhorfenda. Salurinn tók 118 manns í betri sæti og 72 í almenn sæti, en fremst voru tveir og þrír bekkir með barnasætum. Arnbjörn var sýningarstjóri, en Sigurjón gætti lítillar rafstöðvar, sem var í útbyggingunni, þar sem fangelsið hafði verið. Kvikmyndahúsið varð að hafa sérstaka rafstöð, þar sem Rafveita Vestmannaeyja var ekki aflögufær um rafmagn í viðbyggingunni handa svo stórum neytanda. Gengið var inn í kvikmyndahúsið að austan og þar var miðasala og sýningarklefi.

Fyrsta kvikmyndin var sýnd 3. mars 1918 og hét Zirli. Vestmannaeyingar kunnu vel að meta þessa nýbreytni í skemmtanahaldinu og 5., 7. og 8. mars er Chaplin sýndur fyrir fullu húsi. Kvikmyndahúsið að Borg var þó ekki fyrsta kvikmyndahús í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Johnson frá Jómsborg mun áður hafa sýnt kvikmyndir í Templaranum á Mylluhól.

Eldri Vestmannaeyingar minnast oft kvikmyndahússins að Borg. Fólk lifði sig með lífi og sál inn í hinar nýju hreyfimyndir. Kvikmyndir voru ekki daglegt brauð í þá daga og kvikmyndatæknin notfærði sér út í æsar þá möguleika að geta sýnt hreyfingu; menn á harða hlaupum, eltingarleik á hestum og brunandi járnbrautarlestir, sem stefndu beint á áhorfandann. Öll fjölskyldan fór prúðbúin í bíó og það kom ósjaldan fyrir að sumar mæður kölluðu í hugaræsingu, þegar lestin kom æðandi á móti áhorfendum eins og hún ætlaði út úr tjaldinu: “Jón, Jón, passaðu börnin!”

Salurinn var fallega skreyttur af Engilberti Gíslasyni, listmálara. Vinstra megin (að sunnan) við tjaldið var málverk af grísku goði, sennilega Pan, en fyrir ofan glugga voru grískar leikgrímur. Kvikmyndahúsið var að Borg til ársins 1940, en þá varð Nýja bíó við Vestmannabraut kvikmyndahús. Húsinu var nú breytt og settir fimm gluggar að sunnan. Póststjórnin tók neðri hæðina á leigu, og var þar pósthús frá árinu 1931 til ársins 1948. Póstmeistari var Ólafur Jensson og bjó hann inn af pósthúsinu.

Eftir að barnaskólinn flutti frá Borg, var efri hæðin innréttuð sem íbúð, en í afsalsbréfinu og lýsingu á húsinu frá 1917 segir – “tvö eldhús uppi, 6 stofur”. Sigurjón og Arnbjörn bjuggu á efri hæðinni, en árið 1938 keypti Sigurjón eignarhluta Arnbjarnar og átti upp frá því húsið einn. Sigurjón Högnason bjó að Borg frá 1917 og til dauðadags 1958. Eiginkona hans, Kristín Þórðardóttir, andaðist árið 1948, en síðustu æviárin dvaldi Sigurjón hjá Garðari syni sínum og Ástu konu hans. Neðri hæðin var leigð út, en íbúðin var tvær stofur, svefnherbergi og eldhús. Garðar sonur Sigurjóns, rafveitustjóri í Eyjum, bjó frá 1950 og til eldgossins á efri hæðinni ásamt konu sinni, Ástu Kristinsdóttur frá Löndum, og tveimur uppkomnum börnum þeirra.


Heimildir: Vestmannaeyjar Byggð og eldgos eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson



Bíósýningarmenn í Vestmannaeyjum.



Bíó í Gúttó

Ekki vitað

Gamla Bíó (Borg)

Arnbjörn Ólafsson á Reyni



Bíó Samkomuhússins

Sveinn Ársælsson, Trausti Jónsson, Brynjúlfur Jónatansson, Árni Sigurðsson, Óskar Þorsteinsson, Halldór Þórhallsson, Hjálmar Þorleifsson, Vigfús Jónsson, Ólafur Hjálmarsson, Rúnar Páll Brynjúlfsson,


Eyjabíó Alþýðuhúsinu

Óskar Steindórsson Tómas



Bíóið Félagsheimilinu

Hlöðver Jónsen (Súlli) 1973-1974, Rúnar Páll Brynjúlfsson 1973-1974, Rafn Pálsson 1973-1974, Guðni Hjörleifsson, Sigurgeir Scheving,



Samantekt Brynjúlfur Jónatansson