„Valgerður Ólöf Magnúsdóttir (ljósmóðir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Valgerður Ólöf Magnúsdóttir ljósmóðir færð á Valgerður Ólöf Magnúsdóttir)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2006 kl. 14:21

Valgerður Ólöf Magnúsdóttir ljósmóðir fæddist í Eyjum 23. marz 1953.
Foreldrar hennar voru Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri frá Aðalbóli, f. 7. maí 1921, d. 17. júlí 1986 og k.h. Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir, f. 1920.

Maki (7. maí 1977): Haraldur netagerðarmaður, f. 11. september 1947, Júlíusar netagerðarmanns Hallgrímssonar og konu Júlíusar, Þóru Haraldsdóttur.
Börn þeirra Haraldar: Magnús Hlynur, f. 23. sept. 1975; Guðrún, f. 28. maí 1979; Berglind Þóra, f. 28. maí 1979.

Nám og störf

Valgerður lauk prófi í hagnýtum verzlunar- og skrifstofustörfum við Verzlunarskóla Íslands 1971, var skiptinemi í Bandaríkjunum 1971-72. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 30. september 1975.

Ljósmóðir var hún í Eyjum frá 1. janúar 1976 fram í maí 1979. Hún stundaði verzlunarstörf 1979-91, var í framhaldsskólanum 1990-91, en hefur unnið við hjúkrun við Sjúkrahúsið frá 1991.



Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi.. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Guðni Jónsson: Bergsætt I. Reykjavík: bls 433.
  • Valgerður Ólöf Magnúsdóttir, viðtal.