„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
== Tyrkirnir ==
== Tyrkirnir ==
Á þeim tíma sem tyrkjaránið átti sér stað var Ottóman-heimsveldið að stækka mjög ört. Það náði að mörkum Ungverjalands í Evrópu, og að Indlandi í Asíu. Í Algeirsborg, þangað sem þrælarnir voru fluttir, var æðsti maðurinn nefdur Pasha.
Á þeim tíma sem tyrkjaránið átti sér stað var Ottóman-heimsveldið að stækka mjög ört. Það náði að mörkum Ungverjalands í Evrópu, og að Indlandi í Asíu. Í Algeirsborg, þangað sem þrælarnir voru fluttir, var æðsti maðurinn nefdur Pasha.
Algeng störf þræla í Algeirsborg voru til dæmis burðarmenn fyrir kaupmenn, kynþrælar (þá gjarnan í kvennabúrum), hestasveinar, ræðarar í galley-skipum þar sem voru oft allt að 300 þrælar hlekkjaðir við árar á þremur hæðum og látnir róa á vöktum.
 
Algeng störf þræla í Algeirsborg voru til dæmis burðarmenn fyrir kaupmenn, kynþrælar (þá gjarnan í kvennabúrum), hestasveinar, ræðarar í galley-skipum þar sem voru oft allt að 300 þrælar hlekkjaðir við árar á þremur hæðum og látnir róa á vöktum.

Útgáfa síðunnar 30. maí 2005 kl. 15:42

Þann 16. júlí 1627 réðust um 300 sjóræningjar frá Algeirsborg á Vestmannaeyjar. Vestmannaeyingar höfðu komið sér upp vörnum við höfnina en sjóræningjarnir sigldu fram hjá höfninni, suður eftir eynni og gengu þeir á land á Ræningjatanga og komu þannig Eyjamönnum í opna skjöldu. Sjóræningjarnir dvöldu 3 daga í Vestmannaeyjum. Þeir handtóku fólk, bundu á fótum og höndum og geymdu í dönsku verslunarhúsum, drápu þá sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir og eltu uppi flóttafólk sem flúið hafði til fjalla. Alls námu Tyrkjaránsmenn 234 Vestmannaeyinga á brott og seldu hæstbjóðenda í Algeirsborg. Þeir drápu um 36 manns og um 200 manns tókst að fela sig.

Ólafi Egilssyni, öldruðum presti, var sleppt stuttu eftir komuna til Algeirsborgar til þess að hann gæti skipulagt söfnun lausnagjalds heima á Íslandi. Söfnunin gekk heldur dræmt fyrst um sinn enda Vestmannaeyjar í lamasessi eftir árásina og brottnám um helmings íbúanna og danska konungsveldið var í fjárhagsvandræðum. Nokkrum árum síðar bar söfnunin árangur og 27 Vestmannaeyingar sneru aftur til heimahaga eftir 9 ára þrælavist í Algeirsborg.

Aðdragandi og sögulegt umhverfi Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum

Þann 16. júlí 1627 gekk fjölmennt lið ræningja á land í Vestmanneyjum úr þremur sjóræningjaskipum frá Algeirsborg, höfuðborg Alsír, sem lagt höfðu upp í ránsleiðangur til Íslands meðal annarra landa á norðurslóðum. Þeir höfðu þegar farið um með ránshendi og drepið fólk á leið sinni um Austfirði frá 5. - 13. júlí. Þeir voru með alls 110 íslenska fanga um borð auk danskra sjómanna við komuna til Eyja. Eyjamenn sem þegar höfðu frétt af atferli ránsmanna í Grindavík höfðu í fyrstu nokkurn viðbúnað en þegar vikurnar liðu og ekkert sást til ræningja færðist værð yfir fólkið. Á leiðinni höfðu sjóræningjarnir hertekið enska duggu og neytt áhöfnina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sagan segir að einn áhafnarmanna af duggunni hafi vitað af fyrirhugaðri mótspyrnu við höfnina og því ráðlagt ræningjum frá því lenda þar. Sjómaðurinn sem var líklega vel kunnugir á þessum slóðum vísaði þeim á afvikinn áningarstað, á tanga, suður af Brimurð sem heitir síðan Ræningjatangi. Þaðan réðust ræningjarnir til atlögu Eyjamönnum að óvörum. Það hafði sést til skipanna seilast í átt til eyjanna allt frá því um morguninn en er kvölda tók yfirgaf varnarliðið stöður sínar því að margir töldu að þarna væri um dönsk varðskip að ræða og að auki höfðu þau vart mjakast nær vegna mótbyrs allan daginn. (Þorsteinn Helgason 1996 og Sigfús M. Johnsen)

Tyrkirnir

Á þeim tíma sem tyrkjaránið átti sér stað var Ottóman-heimsveldið að stækka mjög ört. Það náði að mörkum Ungverjalands í Evrópu, og að Indlandi í Asíu. Í Algeirsborg, þangað sem þrælarnir voru fluttir, var æðsti maðurinn nefdur Pasha.

Algeng störf þræla í Algeirsborg voru til dæmis burðarmenn fyrir kaupmenn, kynþrælar (þá gjarnan í kvennabúrum), hestasveinar, ræðarar í galley-skipum þar sem voru oft allt að 300 þrælar hlekkjaðir við árar á þremur hæðum og látnir róa á vöktum.