„Séra Brynjólfur Jónsson“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
m (flokkur fólk)
Ekkert breytingarágrip
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
'''Séra Brynjólfur Jónsson''' var sóknarprestur að [[Ofanleiti]] og þingmaður Vestmannaeyinga 1858 til 1864. Hann mætti ekki til þings árið 1861, en sæti hans á því tók [[Árni Einarsson]], bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], sem kjörinn hafði verið varamaður hans.


Séra Brynjólfur var fæddur að Hofi í Álftafirði 8. september 1826, sonur hjónana séra Jóns Bergssonar prests á Hofi og konu hans Rósu Brynjólfsdóttur prests í Eydölum. Brynjólfur varð stúdent í Reykjavík 1848 og lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum árið 1850. Gerðist aðstoðarprestur í Vestmannaeyjum 1852 til 1858, en sóknarprestur að Ofanleiti eftir það til æviloka, en hann lést í Vestmannaeyjum 19. nóvember 1884.
Séra Brynjólfur lét sér mjög annt um hagsmuna- og framfaramál Vestmannaeyinga. Hann gerðist bindindismaður á skólaárum sínum og var það alla ævi. Drykkjuskapur var mikill í Vestmannaeyjum þegar hann gerðist þar prestur enda brennivín ódýrt á þeim tíma og miklar staupagjafir í hinum dönsku selstöðuverslunum. Gekkst hann árið 1864 fyrir stofnun bindindisfélags í Vestmannaeyjum, ásamt þáverandi sýslumanni [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarna E. Magnússyni]]. Varð félagið mjög fjölmennt miðað við fólksfjölda og bar góðan árangur.
Árið 1862 var hann forvígismaður að stofnun [[Lestrarfélag Vestmannaeyja|Lestrarfélags Vestmannaeyja]] ásamt þeim [[Bjarni E. Magnússon|Bjarna E. Magnússyni]] sýslumanni og [[J. P. T. Bryde]], kaupmanni. Nafni félagsins var síðar breytt í Bókasafn Vestmannaeyja og starfar það enn í dag og er eitt af elstu og stærri bókasöfnum í landinu. Ennig var séra Brynjólfur kosinn í fyrstu stjórn Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, en árið 1907 var nafni þess breytt í [[Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja]].
{{Heimildir|
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
}}
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Þingmenn]]
[[Flokkur:Prestar]]

Útgáfa síðunnar 27. júlí 2006 kl. 11:20