„Axel Halldórsson (kaupmaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
Árið sem Axel fermdist drukknaði faðir hans. Móðir hans setti þá á laggirnar verslun í Vestmannaeyjum sem hún rak lengi. Árið 1928 fór Axel til verslunarnáms í Danmörku og lauk þar námi 1932. Að námi loknu kom hann heim og hóf störf í verslun móður sinnar en stofnaði árið 1938 [[Heildverslunin Óðinn|heildverslunina Óðinn]] og seldi fiskiskip, veiðarfæri og fleiri vörutegundir. Þetta fyrirtæki rak Axel í Vestmannaeyjum í meira en þrjá áratugi.
Árið sem Axel fermdist drukknaði faðir hans. Móðir hans setti þá á laggirnar verslun í Vestmannaeyjum sem hún rak lengi. Árið 1928 fór Axel til verslunarnáms í Danmörku og lauk þar námi 1932. Að námi loknu kom hann heim og hóf störf í verslun móður sinnar en stofnaði árið 1938 [[Heildverslunin Óðinn|heildverslunina Óðinn]] og seldi fiskiskip, veiðarfæri og fleiri vörutegundir. Þetta fyrirtæki rak Axel í Vestmannaeyjum í meira en þrjá áratugi.


A
Axel var á yngri árum virkur í félagslífi í Vestmannaeyjum, var t.d. meðal stofnfélaga [[Golfklúbbur Vestmannaeyja|Golfklúbbs Vestmannaeyja]], starfaði í [[Íþróttafélagið Þór|Íþróttafélaginu Þór]], [[Skátafélagið Faxi|Skátafélaginu Faxa]], [[Karlakór Vestmannaeyja|Karlakór Vestmannaeyja]] og [[Oddfellow]].
 
Innan við fimmtugt varð Axel sjúkdómi að bráð sem síðan hrjáði hann það sem hann átti ólifað, Parkinson-veiki. Í hans tilfelli fór sjúkdómurinn hægt en sífellt versnandi og hann sagði stundum í gamni að hann mundi eiga met í langlífi með þennan sjúkdóm. Vissulega voru veikindi hans þó ekkert gamanmál; þau gerðu hann óvinnufæran, í rauninni löngu áður en hann hætti störfum og bökuðu honum bæði þjáningar og margs konar erfiðleika.
 
{{Heimildir|
* Vésteinn Ólason. Morgunblaðið, 12. júní 1990. Minningargrein um Axel Halldórsson.}}
[[Flokkur:Fólk]]

Útgáfa síðunnar 14. júlí 2006 kl. 16:00

Axel Halldórsson fæddist í Vestmannaeyjum 11. júní 1911 og lést 31. maí 1990. Hann var sonur Halldórs Gunnlaugssonar læknor og Önnu Gunnlaugsson sem var fædd og uppalin í Danmörku. Árið 1936 kvæntist Axel Sigurbjörgu Magnúsdóttur, dóttur Jóns á Sólvangi. Börn þeirra voru Anna Dóra, Gunnlaugur, Kristrún, Hildur, Magnús og Halldór.

Árið sem Axel fermdist drukknaði faðir hans. Móðir hans setti þá á laggirnar verslun í Vestmannaeyjum sem hún rak lengi. Árið 1928 fór Axel til verslunarnáms í Danmörku og lauk þar námi 1932. Að námi loknu kom hann heim og hóf störf í verslun móður sinnar en stofnaði árið 1938 heildverslunina Óðinn og seldi fiskiskip, veiðarfæri og fleiri vörutegundir. Þetta fyrirtæki rak Axel í Vestmannaeyjum í meira en þrjá áratugi.

Axel var á yngri árum virkur í félagslífi í Vestmannaeyjum, var t.d. meðal stofnfélaga Golfklúbbs Vestmannaeyja, starfaði í Íþróttafélaginu Þór, Skátafélaginu Faxa, Karlakór Vestmannaeyja og Oddfellow.

Innan við fimmtugt varð Axel sjúkdómi að bráð sem síðan hrjáði hann það sem hann átti ólifað, Parkinson-veiki. Í hans tilfelli fór sjúkdómurinn hægt en sífellt versnandi og hann sagði stundum í gamni að hann mundi eiga met í langlífi með þennan sjúkdóm. Vissulega voru veikindi hans þó ekkert gamanmál; þau gerðu hann óvinnufæran, í rauninni löngu áður en hann hætti störfum og bökuðu honum bæði þjáningar og margs konar erfiðleika.


Heimildir

  • Vésteinn Ólason. Morgunblaðið, 12. júní 1990. Minningargrein um Axel Halldórsson.