„Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/1999 -“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: == '''1999 -''' == === '''<u>JANÚAR:</u>''' === === '''Hlynur fær Fréttapýramídann''' === Hlynur Stefánsson hlaut Fréttapýramídann fyrir árið 1998. Hlynur var fyrirlið...) |
|||
Lína 1: | Lína 1: | ||
== '''1999 -''' == | == '''<u>1999 -</u>''' == | ||
== '''<u>JANÚAR:</u>''' == | |||
=== '''Hlynur fær Fréttapýramídann''' === | === '''Hlynur fær Fréttapýramídann''' === | ||
Lína 40: | Lína 40: | ||
Kvennalið ÍBV lagði Gróttu/KR í leik liða sem bæði voru í neðri hluta deildarinnar. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik 13:7 en aðeins dró saman með liðunum í síðari hálfleik og lokatölur 23:21. | Kvennalið ÍBV lagði Gróttu/KR í leik liða sem bæði voru í neðri hluta deildarinnar. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik 13:7 en aðeins dró saman með liðunum í síðari hálfleik og lokatölur 23:21. | ||
== '''<u>FEBRÚAR:</u>''' == | |||
=== '''Áfram gott gengi á heimavelli''' === | === '''Áfram gott gengi á heimavelli''' === | ||
Lína 83: | Lína 83: | ||
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV í karlaknattspyrnunni héldu í æfingaferð til Florída í Bandaríkjunum. Leiknir voru æfingaleikir, m.a. gegn bandarísku atvinnumannaliðinu Miami Fusions þar sem hinn hárfagri Mexíkói Carlos Valderrama leikur en ÍBV hafði betur í leiknum, 2:0. Einnig var leikið gegn Washington Wizards en sá leikur tapaðist 0:2. Margt var brallað í ferðinni, farið á NBA leik, Universal Studios og hluti hópsins fylgdist með geimskoti frá Kennedy Space Center. Sannkölluð ævintýraferð. | Íslands- og bikarmeistarar ÍBV í karlaknattspyrnunni héldu í æfingaferð til Florída í Bandaríkjunum. Leiknir voru æfingaleikir, m.a. gegn bandarísku atvinnumannaliðinu Miami Fusions þar sem hinn hárfagri Mexíkói Carlos Valderrama leikur en ÍBV hafði betur í leiknum, 2:0. Einnig var leikið gegn Washington Wizards en sá leikur tapaðist 0:2. Margt var brallað í ferðinni, farið á NBA leik, Universal Studios og hluti hópsins fylgdist með geimskoti frá Kennedy Space Center. Sannkölluð ævintýraferð. | ||
== '''<u>MARS:</u>''' == | |||
=== '''Hlynur íþróttamaður ársins 1998''' === | === '''Hlynur íþróttamaður ársins 1998''' === | ||
Lína 124: | Lína 124: | ||
ÍBV stóð sig vel í Íslandsmótinu í handbolta og tefldi fram vel samkeppnishæfu liði veturinn 1998-1999 en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni á heimavelli. Það er ekki síst merkilegt fyrir þá staðreynd að 11 leikmenn annarra liða í Íslandsmótinu, fengu sitt handboltauppeldi í Eyjum. Samkvæmt Fréttum voru þetta þeir Magnús Arnar Arngrímsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastían Alexandersson sem léku allir með Fram, Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson léku með Stjörnunni, Hlynur Jóhannesson varði mark HK, Lárus Long lék með FH, Erlingur Richardsson með Val, Björgvin Þór Rúnarsson með Selfossi og þeir Zoltán Bragi Belanyi og Gylfi Bragason með Gróttu/KR. | ÍBV stóð sig vel í Íslandsmótinu í handbolta og tefldi fram vel samkeppnishæfu liði veturinn 1998-1999 en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni á heimavelli. Það er ekki síst merkilegt fyrir þá staðreynd að 11 leikmenn annarra liða í Íslandsmótinu, fengu sitt handboltauppeldi í Eyjum. Samkvæmt Fréttum voru þetta þeir Magnús Arnar Arngrímsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastían Alexandersson sem léku allir með Fram, Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson léku með Stjörnunni, Hlynur Jóhannesson varði mark HK, Lárus Long lék með FH, Erlingur Richardsson með Val, Björgvin Þór Rúnarsson með Selfossi og þeir Zoltán Bragi Belanyi og Gylfi Bragason með Gróttu/KR. | ||
== '''<u>APRÍL:</u>''' == | |||
=== '''Þorbergur hættir hjá ÍBV''' === | === '''Þorbergur hættir hjá ÍBV''' === | ||
Lína 144: | Lína 144: | ||
Íslandsmeistarar ÍBV í knattspyrnu og Færeyjameistarar í HB, mættust í meistarakeppni landanna tveggja á gervigrasvellinum í Færeyjum. Um 1500 manns mættu á leikinn, sem var hinn fjörugasti. Leiknum lauk með sigri ÍBV eftir vítaspyrnukeppni en lokatölur eftir venjulegan leiktíma var 2:2. | Íslandsmeistarar ÍBV í knattspyrnu og Færeyjameistarar í HB, mættust í meistarakeppni landanna tveggja á gervigrasvellinum í Færeyjum. Um 1500 manns mættu á leikinn, sem var hinn fjörugasti. Leiknum lauk með sigri ÍBV eftir vítaspyrnukeppni en lokatölur eftir venjulegan leiktíma var 2:2. | ||
== '''<u>MAÍ:</u>''' == | |||
=== '''Fjórði flokkur bikarmeistari''' === | === '''Fjórði flokkur bikarmeistari''' === | ||
Lína 167: | Lína 167: | ||
Leikur Vals og ÍBV á Hlíðarenda í Landssímadeildinni fór fram við ágætar aðstæður. Byrjunin var ansi fjörleg, ÍBV fékk kjörið tækifæri strax á annarri mínútu leiksins, þegar Ívar Ingimarsson átti skalla inn í vítateig Vals og Hlynur náði að pota í boltann en markmaður Vals varði. Fleiri urðu marktækifærin en mörkin létu ekki sjá sig og mátti ÍBV þakka fyrir að halda heim með annað stigið. | Leikur Vals og ÍBV á Hlíðarenda í Landssímadeildinni fór fram við ágætar aðstæður. Byrjunin var ansi fjörleg, ÍBV fékk kjörið tækifæri strax á annarri mínútu leiksins, þegar Ívar Ingimarsson átti skalla inn í vítateig Vals og Hlynur náði að pota í boltann en markmaður Vals varði. Fleiri urðu marktækifærin en mörkin létu ekki sjá sig og mátti ÍBV þakka fyrir að halda heim með annað stigið. | ||
== | == '''JÚNÍ:''' == | ||
=== '''Gámakaup og styrkir''' === | === '''Gámakaup og styrkir''' === | ||
Lína 280: | Lína 280: | ||
Eyjastúlkur mættu Fjölni í Coca Cola bikar kvenna um í lok mánaðar. ÍBV-liðið fór á kostum og sigraði stórt, 0 - 7. Kelly Schimmen gerði þrennu í leiknum, Karen Burke, Lára D. Konráðsdóttir og Lisa gerðu eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Staðan í leikhléi var, 0-3. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IB V, var ánægður með sínar stelpur í leiknum. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu og stelpumar gerðu bara það sem þær áttu að gera. Yfirburðir okkar voru miklir og Fjölnisstúlkur áttu aldrei neinn möguleika," sagði Heimir. Líf og fjör hjá stelpunum Eftir leikinn urðu stelpurnar eftir í höfuðborginni og var margt á döfinni. Á föstudagskvöldinu fóm þær út að borða saman á Pasta Basta og í framhaldi af því var kíkt á skemmtistaði borgarinnar. A laugardeginum var farið í LaserTag og keilu og síðan sigldu stelpurnar niður Hvítá. Á sunnudeginum var brunað til Grindavíkur og farið á hestaleigu og svo endað í Bláa lóninu. Já, þær kunna sko að skemmta sér þessar stelpur! | Eyjastúlkur mættu Fjölni í Coca Cola bikar kvenna um í lok mánaðar. ÍBV-liðið fór á kostum og sigraði stórt, 0 - 7. Kelly Schimmen gerði þrennu í leiknum, Karen Burke, Lára D. Konráðsdóttir og Lisa gerðu eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Staðan í leikhléi var, 0-3. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IB V, var ánægður með sínar stelpur í leiknum. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu og stelpumar gerðu bara það sem þær áttu að gera. Yfirburðir okkar voru miklir og Fjölnisstúlkur áttu aldrei neinn möguleika," sagði Heimir. Líf og fjör hjá stelpunum Eftir leikinn urðu stelpurnar eftir í höfuðborginni og var margt á döfinni. Á föstudagskvöldinu fóm þær út að borða saman á Pasta Basta og í framhaldi af því var kíkt á skemmtistaði borgarinnar. A laugardeginum var farið í LaserTag og keilu og síðan sigldu stelpurnar niður Hvítá. Á sunnudeginum var brunað til Grindavíkur og farið á hestaleigu og svo endað í Bláa lóninu. Já, þær kunna sko að skemmta sér þessar stelpur! | ||
== '''JÚLÍ:''' == | |||
=== Jafntefli gegn Breiðabliki === | === Jafntefli gegn Breiðabliki === | ||
Lína 300: | Lína 300: | ||
Fimmti flokkur karla fékk lið Grindavíkur í heimsókn. Úrslit urðu sem hér segir: A-lið: ÍBV-Grindavík 2-1. Mörk ÍBV Einar Kr. og Viðar. alt A-lið: ÍBV-Grindavík 3-4 Mörk ÍBV Egill 2, Hjálmar l. C-lið: ÍBV-Grindavík 1-2. Mark ÍBV skoraði Daði. | Fimmti flokkur karla fékk lið Grindavíkur í heimsókn. Úrslit urðu sem hér segir: A-lið: ÍBV-Grindavík 2-1. Mörk ÍBV Einar Kr. og Viðar. alt A-lið: ÍBV-Grindavík 3-4 Mörk ÍBV Egill 2, Hjálmar l. C-lið: ÍBV-Grindavík 1-2. Mark ÍBV skoraði Daði. | ||
== Annáll síðari hluta þessa árs er í vinnslu == | |||
<br> | <br> | ||
<big><big><center>'''''[[Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær|Til baka á forsíðu]]'''''</center><big><big><br> | <big><big><center>'''''[[Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær|Til baka á forsíðu]]'''''</center><big><big><br> | ||
[[Flokkur:Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár]] | [[Flokkur:Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár]] |
Útgáfa síðunnar 21. júlí 2019 kl. 14:48
1999 -
JANÚAR:
Hlynur fær Fréttapýramídann
Hlynur Stefánsson hlaut Fréttapýramídann fyrir árið 1998. Hlynur var fyrirliði meistaraflokks ÍBV sem náði glæsilegum árangri á knattspyrnuvellinum með því að vinna bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn 1998. „Fyrir meistaraflokki fór Hlynur Stefánsson fyrirliði sem er einn glæsilegasti íþróttamaður sem Vestmannaeyjar hafa alið,“ segir í umfjöllun blaðsins Frétta. Auk þess að leika með ÍBV lék Hlynur með Nydelfalken í Noregi, Víkingi Reykjavík og Örebro í Svíþjóð áður en hann sneri aftur til ÍBV 1996. Hlynur lauk knattspyrnuferlinum svo í herbúðum KFS. Þá lék Hlynur 25 landsleiki með A-landsliði Íslands.
Jólasteikin misvel í handboltafólkið
Karlalið ÍBV í handbolta byrjaði árið 1999 með sannfærandi sigri á KA 27:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:12. Að vanda var Sigmar Þröstur Óskarsson markvörður vandanum vaxinn og varði 19 skot.
Kvennaliðinu gekk hins vegar ekki eins vel í sínum fyrsta leik en stelpurnar töpuðu fyrir Val 17:19. Augljóst var að liðið saknaði Ingibjargar Jónsdóttur, fyrirliða sem var erlendis þegar leikurinn fór fram.
Vallógengið ósigrandi
Á árum áður hélt knattspyrnudeild ÍBV firmakeppni milli jóla og nýárs og var mótið liður í fjáröflun deildarinnar. Mótið var vinsælt enda lögðu fjölmargir áhorfendur leið sína í íþróttamiðstöðina. Vallógengið svokallaða vann mótið fjórða árið í röð, Ófeigur VE endaði í öðru sæti og Glófaxi VE í því þriðja. „Vallógengið vildi að lokum koma á framfæri kæru þakklæti til Helga Bragasonar, sem spilaði fyrir Ófeig Ve og sérstaklega til Hlyns Stefánssonar, sem spilaði fyrir Glófaxa Ve. Án þeirra hefði þetta ekki verið eins skemmtilegt,“ segir í umfjöllun Frétta.
Stelpurnar áfram en strákarnir úr leik
Kvennalið ÍBV komst áfram í undanúrslit bikarkeppninnar með því að leggja KA að velli í Eyjum 20:15. Leikurinn var í járnum og staðan 9:8 en í seinni hálfleik tóku Eyjakonur leikinn í sínar hendur og unnu með fimm mörkum. Markahæstar voru Amela Hegic með sex mörk, Elísa Sigurðardóttir með fimm og Guðbjörg Guðmannsdóttir með fjögur.
Karlaliðið mætti hins vegar Aftureldingu á útivelli og úr varð hörkurimma. Enda fóru þrjú rauð spjöld á loft strax á fyrstu 23 mínútunum en Eyjamenn voru einu marki yfir hálfleik 11:12. En í síðari hálfleik bitu heimamenn í skjaldarrendur í síðari hálfleik og náðu undirtökunum. Mikil spenna var í lokin, heimamenn voru yfir 27:26 en Eyjamaðurinn Daði Pálsson jafnaði metin. Dómarar dæmdu hins vegar markið ólöglegt og því fögnuðu Mosfellingar sigri. Sigmar Þröstur Óskarsson varði 17 skot en Guðfinnur Kristmannsson skoraði sjö mörk og þeir Svavar Vignisson og Valgarð Thoroddsen sex hvor.
Komust ekki í úrslit
Fjórði og fimmti flokkur karla lék í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Fjórði flokkur lék í B-riðli en enduðu í þriðja sæti og komust því ekki í úrslit. Fimmti flokkur lék í A-riðli, enduðu í öðru til þriðja sæti en aðeins efsta liðið komst í úrslit.
Laufey og Þóra B. ekki í ÍBV
Það var greinilega hugur í forráðamönnum kvennaliðs ÍBV því samningaviðræður við tvær sterkar knattspyrnukonur voru langt komnar í janúar. Um var að ræða miðjumanninn Laufeyju Ólafsdóttur og markvörðinn Þóru B. Helgadóttur en á endanum varð ekkert úr vistaskiptum leikmannanna. Laufey átti reyndar eftir að leika með ÍBV síðar.
Fjórði flokkur 8-liða úrslit
Fjórði flokkur karla lagði eitt besta lið í sínum aldursflokki í handbolta að velli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, og það á útivelli. Strákarnir spiluðu mjög vel, Bjarni Einarsson skoraði átta mörk og Kristinn Jónatansson átti góðan leik í markinu. Í liðinu mátti einnig finna þá Kára Kristján Kristjánsson, Davíð Þór Óskarsson, Sigþór Friðriksson og Sindra Haraldsson, sem allir léku síðan með meistaraflokki félagsins.
ÍBV liðin ekki í úrslit í innanhússboltanum
Meistaraflokkar ÍBV léku í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Stelpurnar unnu tvo leiki en töpuðu fyrir Stjörnunni og Breiðabliki. Þjálfari liðsins Heimir Hallgrímsson sagðist nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins. Karlarnir léku í 1. deild og voru í riðli með Keflavík, Selfossi og Val. Strákarnir enduðu í þriðja sæti riðilsins og komust ekki í úrslit.
Eyjapeyjar kljást á enskri grundu
Eyjapeyjarnir Bjarnólfur Lárusson og Hermann Hreiðarsson mættust í bikarkeppni neðrideilda í Englandi. Bjarnólfur lék með Walsall en Hermann með Brentford og á endanum var það Bjarnólfur sem hafði betur en saman léku þeir með ÍBV nokkrum misserum áður.
Eyjamenn óstöðvandi á heimavelli
Karlalið ÍBV lagði Val að velli 22:19 í Nissandeildinni í handbolta. Eyjamenn höfðu fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli og voru Valsmenn lítil hindrun.
Góður sigur í hörkuleik
Kvennalið ÍBV lagði Gróttu/KR í leik liða sem bæði voru í neðri hluta deildarinnar. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik 13:7 en aðeins dró saman með liðunum í síðari hálfleik og lokatölur 23:21.
FEBRÚAR:
Áfram gott gengi á heimavelli
Karlalið ÍBV í handboltanum hélt áfram á sigurbraut á heimavelli en Eyjamenn lögðu nágranna sína í Selfossi 28:21. Staðan í hálfleik var 18:10 og sigur Eyjamanna því nokkuð sannfærandi en Sigmar Þröstur varði hvorki meira né minna en 25 skot í leiknum.
Ekkert bikarævintýri hjá stelpunum
Kvennalið ÍBV í handbolta mætti Fram í undanúrslitum í Eyjum. Leikurinn var jafn og spennandi en Fram reyndist sterkari á lokakaflanum og hafði betur 17:21. Leikmenn ÍBV fóru oft illa að ráði sínu og klúðruðu t.d. fimm vítaskotum í leiknum.
Hvers á Haraldur að gjalda?
Stundum verður mönnum heitt í hamsi á og við leikvelli landsins, líka í Vestmannaeyjum. Í Fréttum er sagt frá því að í leik ÍBV og Selfoss hafi „hinum dagfarsprúða, Haraldi Óskarssyni,“ sem var á sínum vanalega stað í einu horni hússins, verið hent út úr húsi af dómurum leiksins. Haraldur mun hafa verið með vinsamlegar athugasemdir við dómgæsluna, sem féll í grýttan jarðveg. „Gæti þetta atvik haft það í för með sér að Haraldur yrði settur í heimaleikjabann út þetta tímabil,“ segir í fréttinni.
Sex efnilegar á landsliðsæfingu
Fjórði flokkur kvenna náði þokkalegum árangri þegar liðið lék í 2. deild en ÍBV vann tvo leiki en tapaði einum. Þá tapaði liðið fyrir Stjörnunni í bikarkeppninni 12:15. Sex leikmenn liðsins tóku þátt í landsliðsæfingu, þær Edda Svavarsdóttir, Hildur Ólafsdóttir, Kristjana Ingibergsdóttir, Aníta Eyþórsdóttir, Elfa Ólafsdóttir og Bjarný Þorvarðardóttir.
ÍBV býður hagstæða mánaðarsamninga
ÍBV-íþróttafélag býður forráðamönnum barna upp á hagstæða mánaðarsamninga. Með samningnum gerist viðkomandi félagsmaður í ÍBV-íþróttafélagi og hefur rétt til að stunda æfingar. Mánaðargjald er 1.500 kr. á mánuði eða 18.000 kr á ári. Þeir sem ekki gera samning verða að borga 2.000 kr. á mánuði eða 24.000 kr. á ári.
Eyjamaðurinn sá um Eyjamenn
Karlalið ÍBV tapaði sínum fyrsta heimaleik í handboltanum þegar Stjarnan kom í heimsókn. Í liði Stjörnunnar voru einmitt tveir Eyjapeyjar, þeir Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson en Birkir Ívar reyndist sínum gömlu félögum erfiður ljár í þúfu. Í hálfleik var staðan 10:11 en lokatölur urðu 21:22. Birkir Ívar varði 25 skot í leiknum en hans lærimeistari, Sigmar Þröstur aðeins 11.
Þetta var ekki góð vika fyrir Eyjamenn því þeir töpuðu einnig fyrir FH á útivelli 25:19 en útivallagrýlan var að leika Eyjamenn grátt þennan veturinn.
10 milljónir
Í mars 2009 afhentu Krókódílarnir handknattleiksráði ÍBV styrk að upphæð 10 milljónir króna. Styrkurinn sem Krókódílarnir afhentu með formlegum hætti var það
sem safnast hafði með félagsgjöldunum undanfarin fjögur ár.
Krókódílar er óformlegur félagasskapur sem hefur það að markmiði að styðja við handboltann í Vestmannaeyjum. Mánaðarlega greiða þeir félagsgjald og innifalið í félagsgjaldinu er aðgangur að öllum deildarleikjum ÍBV í handboltanum.
En einnig hefur félagsskapurinn að markmiði að hjálpa til með öðrum fjáröflunum.
Tveir tapleikir og draumurinn úti
Kvennalið ÍBV tapaði einnig tveimur leikjum í þessari sömu viku, fyrst heima gegn stórliði Stjörnunnar og síðan á útivelli gegn FH. Þar með var útséð með að ÍBV myndi blanda sér í toppbaráttuna í deildinni.
Íslandsmeistarar innanhúss
Stelpurnar í fjórða flokki eru sannarlega efnilegar en þær hafa unnið nokkra titla og nú síðast urðu þær Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Stelpurnar unnu alla sína leiki, enduðu á að leggja Val að velli 3:2 í úrslitaleik en meðal markaskorara var Margrét Lára Viðarsdóttir. „Stelpurnar eru sannkallaðir gullmolar og voru bæði sjálfum sér og ÍBV til mikils sóma jafnt innan vallar sem utan,“ sagði Íris Sæmundsdóttir, þjálfari flokksins.
Miklar breytingar á kvennaliðinu
Unnið er hörðum höndum að því að styrkja kvennalið ÍBV í knattspyrnu fyrir átökin í sumar en Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins segir í viðtali í Fréttum að m.a. verði fengnir leikmenn frá Bítlaborginni Liverpool í Englandi. Alls munu sjö leikmenn, sem voru með liðinu í fyrra, ekki leika í ár en Heimir er bjartsýnn á að hægt verði að tefla fram sterku liði í sumar.
Strákarnir æfðu í USA
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV í karlaknattspyrnunni héldu í æfingaferð til Florída í Bandaríkjunum. Leiknir voru æfingaleikir, m.a. gegn bandarísku atvinnumannaliðinu Miami Fusions þar sem hinn hárfagri Mexíkói Carlos Valderrama leikur en ÍBV hafði betur í leiknum, 2:0. Einnig var leikið gegn Washington Wizards en sá leikur tapaðist 0:2. Margt var brallað í ferðinni, farið á NBA leik, Universal Studios og hluti hópsins fylgdist með geimskoti frá Kennedy Space Center. Sannkölluð ævintýraferð.
MARS:
Hlynur íþróttamaður ársins 1998
Í marsbyrjun var Hlynur Stefánsson útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja ársins 1998 en afhendingin fór fram í Þórsheimilinu. Sigurlás Þorleifsson, fyrrum knattspyrnumaður og -þjálfari var jafnframt heiðraður fyrir vel unnin störf. Báðir eiga þeir Hlynur og Sigurlás glæsta ferla að baki í knattspyrnunni, bæði hérlendis og erlendis en Hlynur var fyrirliði ÍBV sem hampaði Íslands- og bikarmeistaratitli 1998.
Útivallagrýlan erfið
Karlalið ÍBV tapaði fyrir Gróttu/KR 27:26 á útivelli en með sigri hefði ÍBV tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Kvennalið ÍBV tapaði einnig á útivelli, gegn Víkingi 19:17 en ÍBV er í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir.
Hemmi auglýsir Eyjarnar
Knattspyrnukappinn Hermann Hreiðarsson, sem leikur með Brentford tók að sér að prófa legghlífar í enska tímaritinu Match of the Day. Karatemaður var fenginn til að sparka í leggi Eyjamannsins og átti Hemmi að leggja mat á hvaða legghlífar væru bestar. Hermann mætti til leiks í búningi Vallógengisins svokallaða, sem gerði góða hluti í innanhúsmóti sem haldið var ár hvert um árabil í Eyjum. Á búningnum voru merki ýmissa fyrirtækja í Eyjum, sem líklega hafa aldrei fengið aðra eins auglýsingu.
ÍBV í úrslit
Handboltalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum með góðum sigri á deildarmeisturum Aftureldingar í Eyjum. Lokatölur urðu 28:25. Kvennalið ÍBV komst einnig í úrslit eftir tvo góða sigra á lokaspretti deildarinnar. Fyrst lagði ÍBV bikarmeistara Fram að velli 26:21 og svo Hauka 24:20. Liðið leikur svo gegn Fram í úrslitakeppninni.
Deiliskipulag Herjólfsdals
Á árinu réðist bæjarstjórn í deiliskipulag fyrir Herjólfsdal. Eðlilega miðaðist vinnan að nokkru leyti við hátíðahöldin í byrjun ágúst ár hvert en í 11. tölublaði Frétta er farið yfir tillögurnar. Þar segir m.a. að byggja eigi varanlegt svið úr timbri og yrði hæð á danspalli um 1,8 metrar og heildarhæð hámark 8 metrar. Þá er lagt til að varanleg brú sé byggð yfir tjörnina.
Ekki samstarf við Ölgerðina
Á stjórnarfundi aðalstjórnar 13. mars mætti Einar Friðþjófsson, starfsmaður Shell- og Pepsímótsins. Gerði hann grein fyrir vinnu sinni við undirbúning mótanna. Kom fram hjá honum, að ekki verður um áframhaldandi samstarf að ræða við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. – Áður hafði aðalstjórn óskað eftir hærri styrk vegna Pæjumótsins. Í svari Ölgerðarinnr við þessari ósk, segir að ekki sé vilji til að hækka styrkinn, en Ölgerðin muni ekki standa í vegi fyrir samningi ÍBV við önnur fyrirtæki.
Sviptingar í úrslitakeppninni
Kvennalið ÍBV mætti Fram í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Fram var með heimaleikjaréttinn og vann fyrsta leikinn örugglega 30:23 en ÍBV svaraði með sannfærandi sigri 32:22. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik.
Loksins útisigur
Karlalið ÍBV hefur ekki riðið feitum hesti frá útileikjum liðsins í Íslandsmótinu í handbolta. En leikmenn ÍBV sýndu góðan leik gegn Fram í síðustu umferð deildarkeppninnar og unnu á útivelli 20:21. Um leið tryggði liðið sér heimaleikjarétt í úrslitarimmu gegn Haukum.
Birkir Kristins til ÍBV
Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson skrifaði undir samning um að leika með knattspyrnuliði ÍBV um sumarið.
Malarvöllurinn ónýtur?
Knattspyrnumenn ÍBV sendu bæjarráði Vestmannaeyja bréf þar sem þeir benda á slæmt ástand malarvallarins við Löngulág. Endurbætur á vellinum þóttu ekki vel heppnaðar og völlurinn í raun hættulegur. Benda þeir jafnframt á aðstöðumun milli ÍBV og liða á höfuðborgarsvæðinu og hversu dapurlegt það sé að Íslands- og bikarmeistarar skuli búa við slíka æfingaaðstöðu.
Draumurinn um undanúrslit að engu
Eyjamenn gerðu sér vonir um að komast í undanúrslit Íslandsmótsins en leikið var gegn Haukum í 8-liða úrslitum og var ÍBV með heimaleikjaréttinn. Eyjamenn höfðu betur í fyrsta leiknum, 30:25 en Haukar svöruðu með stórsigri í Hafnarfirði 33:24. Liðin mættust því í oddaleik í Eyjum. Leikurinn stóð hins vegar ekki undir væntingum, Haukar voru einfaldlega betri, voru 10:15 yfir í hálfleik og unnu að lokum 29:34. Þar með féll ÍBV úr keppni en þetta var jafnframt eina tap ÍBV á heimavelli í Íslandsmótinu.
Slæm byrjun varð ÍBV að falli
Eyjakonur mættu Fram á útivelli í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins. ÍBV byrjaði mjög illa og staðan í hálfleik var 12:3. En seinni hálfleikur var mun betri, þótt sigur Fram hefði aldrei verið í hættu.
Ellefu Eyjapeyjar með öðrum liðum
ÍBV stóð sig vel í Íslandsmótinu í handbolta og tefldi fram vel samkeppnishæfu liði veturinn 1998-1999 en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni á heimavelli. Það er ekki síst merkilegt fyrir þá staðreynd að 11 leikmenn annarra liða í Íslandsmótinu, fengu sitt handboltauppeldi í Eyjum. Samkvæmt Fréttum voru þetta þeir Magnús Arnar Arngrímsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastían Alexandersson sem léku allir með Fram, Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson léku með Stjörnunni, Hlynur Jóhannesson varði mark HK, Lárus Long lék með FH, Erlingur Richardsson með Val, Björgvin Þór Rúnarsson með Selfossi og þeir Zoltán Bragi Belanyi og Gylfi Bragason með Gróttu/KR.
APRÍL:
Þorbergur hættir hjá ÍBV
Þorbergur Aðalsteinsson, sem þjálfað hefur karlalið ÍBV í handbolta síðustu fjögur ár, mun ekki halda áfram með liðið. „Þorbergur hefur skilað góðu starfi og menn skilja sáttir,“ sagði Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs ÍBV í Fréttum en ekki var búið að ráða nýjan þjálfara.
Simmi hættir
Sigmar Þröstur Óskarsson, einn besti markvörður landsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 23 ár í meistaraflokki. Simmi hefur marga fjöruna sopið á þessum tíma en um vorið lauk hann námi við skipstjórnardeild FÍV og því á leið á sjóinn. Simmi hóf ferilinn 15 ára gamall, árið 1976 með Þór og eftir að meistaraflokkarnir voru sameinaðir í ÍBV, stóð Simmi áfram í markinu. Auk þess að spila með þessum tveimur félögum, lék hann með Stjörnunni og KA. „Þetta er búið að vera mjög gaman en það sem mér þykir verst er að hafa ekki náð meistaratitli með ÍBV,“ sagði Simmi í viðtali í Fréttum.
Gunnar ósáttur og farinn
Gunnar Sigurðsson, sem varði mark knattspyrnuliðs ÍBV, hefur ákveðið að róa á önnur mið eftir að Birkir Kristinsson gekk í raðir liðsins. Gunnar segir viðskilnaðinn ekki hafa verið í góðu en ber þó engan kala til félagsins, eins og fram kemur í viðtali í 15. tölublaði Frétta. Gunnar var ekki lengi að finna sér nýtt lið en hann samdi við sænska 1. deildarliðið IK Brage.
Venni líka ósáttur
Sigurvin Ólafsson, ákvað einnig að róa á önnur mið en í aðsendri grein segir hann að viðskilnaðurinn hafi endað með leiðindum. Sigurvin, eða Venni gekk í raðir Fram en hann hafði glímt við erfið meiðsli tímabilið á undan.
Guðfinnur og Guðbjörg best
Lokahóf handboltans fór fram í Kiwanis. Hápunktur kvöldsins var þegar handknattleiksfólk ársins var tilkynnt en heiðurinn kom í hlut þeirra Guðfinns Kristmannssonar og Guðbjargar Guðmannsdóttur. Sigurður Ari Stefánsson og Hind Hannesdóttir fengu Fréttabikarana og þá voru þeir Sigmar Þröstur Óskarsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Þorvarður Þorvaldsson allir heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu handboltans.
ÍBV Norður-Atlantshafsmeistari 1999
Íslandsmeistarar ÍBV í knattspyrnu og Færeyjameistarar í HB, mættust í meistarakeppni landanna tveggja á gervigrasvellinum í Færeyjum. Um 1500 manns mættu á leikinn, sem var hinn fjörugasti. Leiknum lauk með sigri ÍBV eftir vítaspyrnukeppni en lokatölur eftir venjulegan leiktíma var 2:2.
MAÍ:
Fjórði flokkur bikarmeistari
Strákarnir í fjórða flokki í handboltanum stóðu sig vel. Liðið tapaði naumlega í úrslitum Íslandsmótsins gegn KA en unnu bikarmeistaratitilinn eftir framlengdan leik gegn FH 21:17.
Simmi í liði ársins
Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV í handbolta var valinn í lið ársins á lokahófi HSÍ. Þá var kvennaliði ÍBV valið prúðasta lið Íslandsmótsins.
Misstu af úrslitaleiknum
Karlalið ÍBV tapaði fyrir ÍA í undanúrslitum deildarbikarsins en lokatölur urðu 1:2. Leikurinn fór fram á Helgafellsvelli.
Gunnari Berg margt til lista lagt
Handknattleiksmanninum Gunnari Berg Viktorssyni er margt til lista lagt en á dögunum fór hann holu í höggi á golfvellinum í Eyjum, á 17. braut. „Ég hélt nú alveg rónni en það sama er ekki hægt að segja um meðspilarann, Sigurð Bragason, hann trompaðist alveg, faðmaði mig og kyssti, slíkur var fögnuðurinn,“ sagði Gunnar Berg í viðtali í Fréttum.
Steingrímur með fernu
Kvennalið ÍBV tapaði fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu í fótbolta þegar liðið sótti geysisterkt lið KR heim. Lokatölur urðu 3:1 fyrir KR. Karlalið ÍBV byrjaði á stórsigri á heimavelli gegn Leiftri, 5:0 þar sem Steingrímur Jóhannesson gerði fjögur mörk. Liðið gerði svo markalaust jafntefli gegn Val á útivelli í næsta leik.
Úr leik í deildarbikarnum
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV urðu að sætta sig við tap gegn ákveðnum Skagamönnum í deildarbikar karla. Ljósi punkturinn við leikinn er að ÍBV var án nokkurra lykilmanna og var skarð þeirra fyllt með ungum og efnilegum leikmönnum. Bjarni Jóhannsson þjálfari notaði líka alla varamennina þannig að unglingamir í hópnum fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og fá um leið innistæðu í reynslubankann.
Heppnir að ná stigi
Leikur Vals og ÍBV á Hlíðarenda í Landssímadeildinni fór fram við ágætar aðstæður. Byrjunin var ansi fjörleg, ÍBV fékk kjörið tækifæri strax á annarri mínútu leiksins, þegar Ívar Ingimarsson átti skalla inn í vítateig Vals og Hlynur náði að pota í boltann en markmaður Vals varði. Fleiri urðu marktækifærin en mörkin létu ekki sjá sig og mátti ÍBV þakka fyrir að halda heim með annað stigið.
JÚNÍ:
Gámakaup og styrkir
Birgir Guðjónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar mætti á stjórnarfund aðalstjórnar 10. júní. Gerði hann grein fyrir störfum nefndarinnar. Þá sagði hann að þjóðhátíðarnefnd hefði ákveðið að kaupa vörugáma til að byggja nýtt svið. Eldri gámarnir væru orðnir lélegir.
Á sama fundi samþykkti aðalstjórn að veita 100 þúsund króna styrk til utanferða yngri flokka félagsins. Skuli sú upphæð skiptast jafnt milli karla og kvenna. Þá var samþykkt á næsta fundi að kostnaður við ferðir á önnur mót en Íslandsmót verði ekki greiddur af ÍBV íþróttafélagi.
Sorglegt
Liðsmenn ÍBV vilja sennilega gleyma leik sínum gegn Blikum í Kópavogi í Landssímadeildinni. Ástæðan einföld, leikurinn var afspyrnuslakur af hálfu Eyjamanna. Leikurinn fór 1 - 0 fyrir heimamenn og var sigurinn síst of stór.
Sorglegt var að horfa upp á jafn gott lið og ÍBV spila jafn ömurlega og í þessum leik. Leikmenn virtust mjög þungir og spiluðu engan veginn sem eitt lið. Voru mjög óöruggir á boltann og þar af leiðandi náðu þeir aldrei að skapa sér góð marktækifæri með hröðum og góðum sóknarleik. Vonandi verður þessi leikur Eyjamönnum lokaaðvörun fyrir framhaldið. Því annars hlýtur spurningin að vera: Hvað er að strákar?
2. flokkur karla
Annar flokkur karla hóf Íslandsmótið í a-riðli með því að gera jafntefli gegn KR-ingum á heimavelli á mánudagskvöld. Strákarnir sýndu ágætis tilþrif en þegar á heildina er litið var jafntefli nokkuð sanngjörn úrslit. Mark ÍBV skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Þess má geta að þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum, þar af tveir KR-ingar.
Stelpurnar öflugar
Annar flokkur kvenna lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu nú í vikunni. Eyjastúlkur mættu liði Stjörnunnar í hörkuleik og sigruðu sannfærandi, 3-2. Mörk ÍBV skoruðu; Kelly Shimmen tvö og Bryndís Jóhannesdóttir eitt.
Grátlegt hjá þriðja flokki
Þriðji flokkur karla lék gegn Keflvíkingum í Eyjum í júníbyrjun og voru miklar sviptingar í leiknum. Eyjapeyjar rúlluðu gestunum upp í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi, 3-0. Í síðari hálfleik gekk allt á afturfótunum og máttu heimamenn þola tap í leiknum, 3-4. Mörk IBV skoruðu þeir; Bjarni Rúnar tvö og Haraldur eitt.
Hásteinsvöllur ólöglegur
Knattspyrnuvöllurinn við Hástein fullnægir ekki þeim skilyrðum sem sett eru um slík mannvirki að kröfum KSÍ. - Talsverðar endurbætur þarf að gera á áhorfendasvæði, aðgengi fyrir leikmenn og aðstöðu fyrir miðasölu. Sótt hefur verið um undanþágu til KSÍ vegna þessa. KSÍ hefur ítrekað krafist endurbóta og segir að einungis sé heimilt að veita undanþágu ef staðfest framkvæmdaáætlun liggi fyrir um endurbætur. ÍBV fær frest fram til 15. júlí til að leggja fram staðfesta framkvæmdaáætlun um endurbætur. Ef sú áætlun liggur þá ekki fyrir má eins búast við að ÍBV verði ekki leyft að leika sína heimaleiki á Hásteinsvelli.
Fjöldi viðurkenninga á lokahófi
Lokahóf yngri flokkanna í handbolta var haldið um mánaðarmótin maí/júní. Þau hlutu viðurkenningar að þessu sinni:
3. flokkur karla: Sigurður Ari Stefánsson hlaut FRÉTTABIKAR karla en önnur verðlaun voru ekki veitt í þessum flokki.
3. flokkur kvenna: Hind Hannesdóttir hlaut FRÉTTABIKAR kvenna. Besti leikmaður: Hind Hannesdóttir. Mestu framfarir: Aníta Ársælsdóttir. Efnilegust: Anna Rós Hallgrímsd.
4. flokkur kvenna: Besta ástundun: Aníta Eyþórsdóttir. Mestu framfarir: Hildur Ólafsdóttir. Efnilegust: Bjarný Þorvarðardóttir.
4. flokkur karla: Mestu framfarir: Sigþór Friðriksson. Efnilegasti: Kristinn Jónatansson. Besti leikmaður: Einar Hlöðver Sigurðsson.
5.flokkur kvenna: Mestu framfarir: Erna Sævarsdóttir. Besta ástundun: Kristín I Grímsdóttir. Prúðasti leikmaður: Karítas Þórarinsdóttir.
5. flokkur karla: Mestu framfarir: Jens Kristinn Elíasson. Besta ástundun: Benedikt Ó. Steingrímsson. Prúðasti leikmaður: Hilmar Á. Björnsson.
6. flokkur kvenna - eldri: Prúðasti leikmaður: Anna M. Kristinsdóttir. Mestu framfarir: Karen Birgisdóttir. Besta ástundun: Hildur B. Bjarkadóttir, Sæunn Magnúsdóttir og Svala Jónsdóttir.
6. flokkur kvenna - yngri: Prúðasti leikmaður: Þórunn Sigurðardóttir. Mestu framfarir: Hekla Hannesdóttir. Besta ástundun: Ester Óskarsdóttir og Helena S. Magnúsdóttir.
6. flokkur karla - eldri: Prúðasti leikmaður: Gísli Stefánsson. Mestu framfarir: Daði Ólafsson. Besta ástundun: Daði Ólafsson, Eyþór Björgvinsson, Pálmi Harðarson og Grétar Stefánsson.
6. flokkur karla - yngri: Prúðasti leikmaður: Óttar Steingrímsson. Mestu framfarir: Daði Magnússon og Egill Jóhannsson. Besta ástundun: Sæþór Garðarsson.
Tap í frábærum leik
Það var ljóst strax á fyrstu mínútu leiks ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli í meistaradeild kvenna að bæði liðin ætluðu sér ekkert nema sigur og að fyrir höndum var stórskemmtilegur leikur. Fyrri hálfleikur stóð fyllilega undir þeim væntingum en enginn átti von á eins stórkostlegum seinni hálfleik og raun varð á. I fyrri hálfleik var staðan 1- 0 heimakonum í vil en í seinni hálfleik urðu mörkin 8 og höfðu gestirnir betur en lokatölur urðu 4-5 . Er seinni hálfleikur einn sá skemmtilegasti sem sést hefur í kvennaknattspyrnu í Vestmannaeyjum og ekki hafa karlarnir gert betur það sem af er tímabilinu.
ESSO og IBV undirrita nýjan samstarfssaming til 2ja ára
Olíufélagið hf. ESSO og knattspyrnudeild ÍBV undirrituðu nýjan samstarfssamning sinn til tveggja ára. ESSO er stærsti styrktaraðili knattspyrnudeildar ÍBV eins og undanfarin 11 ár. Samningurinn var undirritaður við nýja bensínstöð ESSO í Ártúnshöfða í Reykjavík með pompi og pragt. Samstarf Olíufélagsins hf. ESSO og knattspyrnudeildar ÍBV hefur nú staðið yfir í 11 ár. í upphafi samstarfsins var ÍBV að berjast í bökkum í næstefstu deild en þrátt fyrir misjafnt gengi liðsins í gegnum tíðina hefur ESSO ávallt haldið tryggð við ÍBV enda Eyjamenn einstaklega atorkusamir við að koma sér í kastljós fjölmiðla. Á síðustu tveimur árum hefur samvinnan svo skilað sér í íslandsmeistaratitlum og bikarmeistaratitli ÍBV. Samvinna ESSO og IBV í gegnum tíðina hefur verið einstök. Eins og góðu hjónabandi sæmir styrkjast stoðirnar og samheldnin eftir því sem árunum fjölgar. Áfram skal haldið á sömu braut. Enn á ný hafa ESSO og ÍBV ákveðið að halda áfram farsælu samstarfi sínu. Olíufélagið hf. ESSO verður áfram stærsti styrktaraðili ÍBV og bera allir karlaflokkar, frá meistaraflokki og niður í 7. flokk, merki Olíufélagsins hf. ESSO á brjósti IBV búninga deildarinnar auk þess að vera áberandi á einn og annan hátt í starfi deildarinnar.
Ánægja með Pæjumótið
Forsvarsmenn KA-Pæjumótsins eru mjög ánægðir með hvernig mótið gekk fyrir sig. Þrátt fyrir þriggja daga rigningu og stífan vind tókst að ljúka mótinu á tilsettum tíma. Björn Elíasson, sem var í stjórn mótsins, segir mótið hafa gengið mjög vel fyrir sig, miðað við hvernig veðrið var. „Vegna bleytu á laugardeginum gripum við til varaáætlunar, færðum leikina aftar á daginn, styttum leiktímann og tókst að Ijúka Ieikjum dagsins um hálfníuleytið um kvöldið. Þetta tókst því eins vel og hægt var að búast við og á allt okkar starfsfólk mikið hrós skilið, ekki síður en þátttakendurnir sem sýndu bæði skilning og þolinmæði. Sérstaklega ber að þakka húsvörðum skólanna og svo fólki úti í bæ sem tók að sér að þurrka fatnað af liðunum. Auðvitað koma alltaf upp einhver mál þar sem ekki eru allir ánægðir en í móti með 850 þátttakendum væri nú bara óeðlilegt ef ekki kæmi slíkt upp á. Mér fannst aftur á móti ótrúlegt hve lítið fór úrskeiðis, miðað við hvernig veðrið var. Og núna erum við að fá inn á póstinn okkar á netinu hrós og þakkir, bæði frá þátttakendum og fararstjórum. Við getum því ekki verið annað en ánægð með hvernig til tókst," sagði Björn Elíasson.
Í Pæjumótinu lenti 3. flokkur A: ÍBV í 3. sæti og þar varð Elva Dögg Grímsdóttir í öðru sæti yfir markahæstu menn með 7 mörk.
3. flokkur B: ÍBV lenti þar í 4.sæti og Ásta Hrönn Guðmannsdóttir varð markahæst með 7 mörk.
4. flokkur A: ÍBV-liðið lék hreint út sagt frábærlega og sigraði mjög sannfærandi lið KR í úrslitaleik, 4-0. Margrét Lára Viðarsdóttir varð langmarkahæst með 22 mörk og Thelma Sigurðardóttir varð í öðru sæti með 15 mörk.
5. flokkur A: ÍBV sigraði Val í úrslitaleik, 4-3, eftir vítaspyrnukeppni.
5.flokkur B: ÍBV lenti í 5. sæti
6. flokkur A: ÍBV sigraði þar með glæsibrag
6. flokkur B: Þar voru Eyjastúlkur með tvö lið, ÍBV og ÍBV-2. ÍBV-2 sigraði og ÍBV varð í 3. sæti. Elísabet Þorvaldsdóttir varð markahæst með 12 mörk og þær Berglind Þorvaldsdóttir og Bylgja Haraldsdóttir voru jafnar í þriðja sætinu með 8 mörk skoruð.
Sigur í grófum leik
Eyjamenn mættu grimmir til leiks gegn Fram á Hásteinsvelli í Landssímadeildinni. Þessi grimmd entist þó aðeins fyrri hálfleikinn en sá tími hefði átt að nægja Eyjamönnum til að gera út um leikinn. En færin nýttust illa og var staðan í leikhléi 1 - 0 Eyjamönnum í vil. Seinni hálfleikur var jafnari en um leið var hann einn grófasti leikur ÍBV í langan tíma og var uppskeran 4 gul spjöld og eitt mark sem á einhvern óskiljanlegan hátt var dæmt af.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari, gerði umtalsverðar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Fram. Hlynur Stefánsson fór úr vörn á miðjuna og Guðni Rúnar tók sæti hans í vörninni. Bjarni Geir Viðarsson kom nýr inn í byrjunarlið í stöðu hægri bakvarðar og Ívar Bjarklind var færður fram í stöðu framliggjandi miðjumanns.
Heppnin ekki með Eyjastúlkum
ÍBV-stelpurnar urðu að sætta sig við tap þegar þær mættu Val. Lokatölur urðu 2- 1 en í hálfleik var staðan 1 - 1 . Fljótlega í upphafi fyrri hálfleiks fékk ÍBV á sig hálf klaufalegt mark og tók það liðið nokkum tíma að ná vindi í seglin á ný. Það tókst þó og með mikilli baráttu tókst Eyjastúlkum að jafna með marki Karenar Burke. Strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks tókst Valsstúlkum að skora mark sem tryggði þeim þrjú stig úr leiknum. Þrátt fyrir mótlætið gáfust ÍB V-stelpumar ekki upp. Þær náðu að skapa sér nokkur góð færi en því miður höfðu þær ekki heppnina með sér að þessu sinni.
Í kröppum dansi
Bikarmeistarar ÍB V komust í hann krappan þegar þeir mættu 3. deildarliði Leiknis á útivelli í fyrrakvöld í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. Jafnt var undir lok leiksins, 2 - 2, en á lokamínútunum tókst Eyjamönnum að skora tvö mörk og gera þannig út um leikinn.
Gullkorn
Gullkorn frá Jóa Pé. Þeir félagar í handknattleiksráði voru að ræða um verðandi andstæðinga Íslands í Evrópukeppninni í handknattleik og Jóhann Pétursson hræddist aðeins eitt lið og sagði: „Ég vona aðeins að Íslendingar dragist ekki á móti Kúbu í Evrópukeppninni!!"
Alltaf stórleikur þegar spilað er við KR
Sannkallaður stórslagur í Landssímadeildinni og þarf ekki að taka fram hvað leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri KR hefðu þeir stungið af í deildinni og skilið IBV eftir. Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum að láta KR-ingum þetta eftir og höfðu sigur, 2 - 1, en staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Eyjamenn komu virkilega vel stemmdir til leiks og var ekki liðin nema um mínúta af leiknum þegar þeir fengu sitt fyrsta tækifæri. Vantaði Inga Sigurðsson ekki nema eina tommu upp á að pota boltanum í netið. Boltinn kom þvert fyrir mark KR-inga rétt utan marklínu en því miður náði Ingi ekki til boltans sem kominn var framhjá Kristjáni markmanni.
KR-liðið er mjög léttleikandi enda eru þeir með marga snjalla leikmenn innanborðs. Það var því strax ljóst að framundan var spennandi leikur. Eftir hrapalleg mistök í vörn Eyjamanna náðu strákarnir hans Atla að sýna klærnar og skora mark. Þá voru aðeins sex mínútur liðnar af leiknum. Markið sló heimamenn út af laginu en þeir náðu þó að berja frá sér og fengu fljótlega tvö mjög góð færi.
Jöfnunarmark ÍBV kom eftir hornspyrnu frá Baldri Bragasyni sem loksins er á ná sér á strik í nýju liði. Hlynur fyrirliði náði boltanum og stýrði honum í netið og jöfnunarmarkið var staðreynd. Staðan varl-1 í leikhléi.
ÍBV var ekki á sama máli og þegar níu mínútur voru eftir af leiknum, skoraði Ívar Ingimarsson, sigurmark ÍBV með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Baldri Bragasyni. Sigurinn á KR kostaði sitt, Ingi fékk rautt í lokin fyrir klaufalegt og óþarft brot og Hlynur fór meiddur af velli og verður frá í einhvern tíma.
Ójafn leikur
í Landssímadeild kvenna áttust við Fjölnir og ÍBV um miðjan júní. Leikurinn var mjög ójafn frá upphafi til enda og hefði sigur ÍBV getað orðið miklu stærri. Kelly Schimmen skoraði tvö mörk fyrir ÍBV strax í upphafi leiks og var staðan, 0 - 2, í hálfleik. ÍBV-stelpur sóttu án afláts í síðari hálfleik, en náðu aðeins að bæta einu marki við og var þar að verki Fanný Yngvadóttir.
Mikilvægur sigur
Þriðji flokkur karla lék hér heima gegn Val seinnipart júní. Var leikurinn bráðskemmtilegur á að horfa. Lið Vals er talið eitt það sterkasta á landinu í dag, en Eyjapeyjar sýndu góða takta í leiknum og sigruðu að lokum, 4-3. Bjarni Einarsson átti stórleik í liði ÍBV og skoraði öll fjögur mörk ÍBV í leiknum.
Skellur hjá fjórða flokki
Fjórði flokkur karla fékk Breiðablik í heimsókn og fengu strákarnir stóran skell. A-liðið mátti sætta sig við sjö marka tap, 4-11 og b-liðið tapaði, 2-4.
Upprúllun
Fjórði flokkur kvenna lék tvo leiki í síðustu helgina í júní. A-liðið lék gegn Fram og sigraði, 21-2 og síðan léku stelpumar gegn Grindavík og vann a-liðið, 9-2 og b-liðið vann, 6-1.
Sigur gegn Víkingi
Í lok júní fékk meistaraflokkur ÍBV karla nýliða Víkings í Landssímadeildinni í heimsók á Hásteinsvöll. ráðnir að breyta því í þessum leik. ÍBV byrjaði betur, þeir héldu boltanum nokkuð vel og voru grimmari í návígum. Það var svo þvert gegn gangi leiksins að heimamenn skoruðu og var það fyrir klaufagang í vörn ÍB V. Ekki í fyrsta skipti og var þetta á 13. mínútu. Markið kom eins og köld vatnsgusa í andlit Eyjamanna, en þeir náðu þó að koma sér fljótlega inn í leikinn aftur með marki Guðna Rúnars Helgasonar, sem skoraði með innanfótarskoti eftir misskilning milli markmanns og varnarmanns Víkings.
Seint í síðari hálfleik bætti Guðni Rúnar svo við öðru marki og sigur ÍBV 2-1 í höfn.
Stórsigur í bikarkeppninni og fjör á eftir
Eyjastúlkur mættu Fjölni í Coca Cola bikar kvenna um í lok mánaðar. ÍBV-liðið fór á kostum og sigraði stórt, 0 - 7. Kelly Schimmen gerði þrennu í leiknum, Karen Burke, Lára D. Konráðsdóttir og Lisa gerðu eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Staðan í leikhléi var, 0-3. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IB V, var ánægður með sínar stelpur í leiknum. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu og stelpumar gerðu bara það sem þær áttu að gera. Yfirburðir okkar voru miklir og Fjölnisstúlkur áttu aldrei neinn möguleika," sagði Heimir. Líf og fjör hjá stelpunum Eftir leikinn urðu stelpurnar eftir í höfuðborginni og var margt á döfinni. Á föstudagskvöldinu fóm þær út að borða saman á Pasta Basta og í framhaldi af því var kíkt á skemmtistaði borgarinnar. A laugardeginum var farið í LaserTag og keilu og síðan sigldu stelpurnar niður Hvítá. Á sunnudeginum var brunað til Grindavíkur og farið á hestaleigu og svo endað í Bláa lóninu. Já, þær kunna sko að skemmta sér þessar stelpur!
JÚLÍ:
Jafntefli gegn Breiðabliki
Eyjastúlkur fengu frískt lið Breiðabliks í heimsókn í Landssímadeildinni í byrjun júlí. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa enda mjög léttleikandi lið þarna á ferðinni. Leikurinn endaði í jafntefli, 1-1.
Að éta það sem úti frýs!
Um miðjan júlí birtist lesendabréf í Eyjafréttum frá einum stuðningsmanni ÍBV:
„Ég rak upp stór augu þegar ég fletti á forsíðu íþróttablaðsins í Morgunblaðinu laugardaginn 17. júlí 1999, það gat ekki verið að ég væri vöknuð. „Geta bara étið það sem úti frýs" var fyrirsögnin á viðtali sem Björn Ingi Hrafnsson tók við Bjarna Jóhannsson þjálfara ÍBV, þar er Bjarni að tala til þeirra sem gagnrýna leikskipulag liðsins^ Ég varð hálf ill að sjá hvemig þjálfari liðsins míns talaði til okkar stuðningsmanna sinna. Ég hreinlega veit ekki hvað þessir menn halda að þeir séu orðnir. Ef ég, sem stuðningsmaður, má ekki orðið gagnrýna leik eða leikskipulag minna manna og hafa mína skoðun, þá held ég að það sé best fyrir alla unnendur þessa leiks að finna sér annað áhugamál, þetta er jú hluti af „programmet". ÍBV er það lið sem hefur nú síðustu ár getað státað sig af frábærum stuðningsmönnum, sem hafa getað gert nánast hvaða knattspyrnuvöll sem er að sínum heimavelli. Einhvern tíma hefði verið talið að sá árangur sem ÍBV hefur náð væri ekki hægt að ná nema með hjálp stuðningsmanna, en nú er greinilega komið annað hljóð í strokkinn. Þessir menn sem stjórna liðinu verða að gera sér
að hafa fyrir því að halda stuðningsmönnunum en ég er ekki viss um að þeir líði svona framkomu. Ég hef alltaf haft stórt ÍBV hjarta en nú eru tilfinningarnar í garð liðsins orðnar blendnar. Þetta hefur alltaf verið gaman en nú er gamanið búið. Er ekki nokkur maður að þessu lengur af því að hann hefur gaman að þessu, er þetta allt gert einungis fyrir aurana. Mér finnst mjög mikilvægt að stjórnarmenn og þjálfari ÍBV liðsins fari núna að hugsa sinn gang áður en þeir mála sig algjörlega út í horn. Ef þjálfarinn getur ekki tekið gagnrýni þá held ég að hann sé ekki á réttri hillu í lífinu, hann ætti að leita sér að nýrri vinnu.
Með íþróttakveðju, Þórunn Ragnarsdóttír Sörlaskjóli 5 107 Reykjavík“
Góður sigur hjá 2. flokki
Annar flokkur karla lék gegn ÍA á heimavelli. Eyjapeyjar voru sprækir í þessum leik og sigruðu gestina með tveimur mörkum gegn einu. Mörk ÍBV skoruðu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Elías Ingi Björgvinsson.
5. flokkur
Fimmti flokkur karla fékk lið Grindavíkur í heimsókn. Úrslit urðu sem hér segir: A-lið: ÍBV-Grindavík 2-1. Mörk ÍBV Einar Kr. og Viðar. alt A-lið: ÍBV-Grindavík 3-4 Mörk ÍBV Egill 2, Hjálmar l. C-lið: ÍBV-Grindavík 1-2. Mark ÍBV skoraði Daði.
Annáll síðari hluta þessa árs er í vinnslu