„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
„Svo vermir fögur minning | <center>'''„Svo vermir fögur minning manns“'''</center><br> | ||
<big><center>'''Minning látinna'''</center></big><br> | |||
Stráin sölnu. Stofnar falla. Stormur duuðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið lífið fyllir öll þau skörð, sækir fram í sigurvissu. Svo er stritt um alla jörð. | Stráin sölnu. Stofnar falla. Stormur duuðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið lífið fyllir öll þau skörð, sækir fram í sigurvissu. Svo er stritt um alla jörð. |
Útgáfa síðunnar 6. maí 2019 kl. 13:37
Stráin sölnu. Stofnar falla. Stormur duuðans næðir alla. Ljóselskandi, langan þrungið lífið fyllir öll þau skörð, sækir fram í sigurvissu. Svo er stritt um alla jörð.
(Orn Arnarson)
Allir erurn við íslendingar tengdir hafinu á einn eða annan hátt, beint eða óbeint. Oll þjóðin á tilveru s'tna íindir því, sem úr djúpum hafsins fæst og aðdrættir og flutningur afurða að og frá landinu fer um Atlantsála, sem úfna á vetri sem sumri.
Engir skilja þetta þó eins vel og þeir, sem byggja eyjar hér við landið og stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjar.
í Vestmannaey'yum er sérhver íbúi tengdui sjósókn og sjávarafla ao meira eða minna leyti. Hiið við hlið byggjum við og myndum eitt sam-félag. Hvert starf af alúð unnið er mikilvægt.
I fremstu viglíiiu eru sjómennirnir, sem fara út á hafið og sækja björg í bú. í landi taka við sjávaraflatium vinnufúsar hendur, sem breyta aflanum í enn verðmætari útflutningsvöru.
í þessum minnitigarþætti blaðsins höfum við leitast við að minnast allra þeirra. sem eru sjó-menn eða hafa verið í beinum tengslum við sjó-mannsstarfið. Á tveggja ára tímabili er hópur horfinna samferðamanna orðinn allstór. í geysilegum náttúruhamförum i Veslmaiinieyjum árið 1973 var mikil mild't, að engan skyldi saka. En vegna breyttra og erjiðari aðstæðna við sjósóki; héðan meðan eldgosið var í fullum krafti, :ná rekja tap þriggja Vestmannaeyjabáta, vetrarver-tiðina 1973 beint til hamfaranna. En bátamir urðu að leita lands í brimverstöðvum og sums stað'ar þröngum höfnum hér sunnan lands þessa vertið. Aflaskipið Gjafar VE 300 fórst við inn-siglinguna í Grindavik 22, febrúar i suðvestan roki, snjókomu og brimsjó. Mannbjörg varð við erfiðar aðstæður og sýndi björgunarsveitin Þor-björn i Grindavík sem fyrri daginn fádæma þrek og snarræði. Vélbátuiinn Frigg VE 316 fórst tit af Krisuvikurbjargi 29. mars eftir að bátur-inn hafði fengið á sig brotsjó, sem braut bátinn. Vestmannaeyjabáturinn Sigurður Gisli bjarg-aði áhöfninni. Hinn 28. mars stranduði vélbátur-inn Eiias Steinsson austan við Knarrarós-vita, þegar hann var á leið til Þorlákshafnar iti róðri. Slysavarnasveitin á Stokkseyri bjargaði skipshöfninni langa leið í gegnum brimgarðinn.
V'tð flytjum björgunarsveitunum, skipstjóra og skipshöfn á Sigurði Gísla, svo og öllum öðr-um sem aðstoðuðu við björgun áhafna þakkir. Mildi Guðs þakka allir að enginn skyldi farast.
Vetrarvertiðina 1973 var mik.ið um slys, enda stundum hörð veður, er kom fram í febrúar og ntars og fórust 17 skip og bátar á vertíðinni.
A sjómannadagsárinu 1972-1973 fórtist 28 islenskir sjómenn hér við land. Sviplegasta slys-ið varð, er vélbáturinn Sjöstjarnan frá Kefla-vík fórst hinn 11. febrítar i ofviðri suður aj
iandinu með 10 rnanns, en báturinn var að kom.t frá Færeyjum og fórst kon.i skipstjórans með honum. Mikil leit v.tr gerð að giimmíbjörgunar-báturn skipsins og fannst annar með stýrimann-inurri látnum. Þetta gerðist í fyrstu viku febrúar, þegar jarðeldarnir i Vestrnannaeyyurn voru rneð sem rnesturn ofsa.
Vetrarvertiðin 1974 var stórslysalaus, en á sjórnannadagsáriiiu 1973-1974 fórust 18 sjó-inenn hér við land.
Sjómenn í Vestmannaeyjum, allir Vestrnanna-eyingar, senda aðstandendum og öllum, sem syrgja og eiga um sárt að binda vegna slysfara á sjó og landi innilegar samúðarkveðjur.
Margur hefur horfið af sfúnarsviðinu hér i bæ, sern lagði hönd á plóginn i uppbyggingu byggðarlagsins og setti svip á basinn og lífið. Við minnumst þeirra allra með þökk.
Eyjólfur Gíslason fyrrv. skipstjóri sá um flesta minningarþætti eldri sjómanna.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fifilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo verrrtir fogur rninning rnanns
margt eitt smiblóm um sveitir lands
frjóvgar og blessun fcsrir.
(Jó nas Hallg ri m sso n j Ritstj.
Magnús Kristleifur Magnússon i. 4. nóv. 1890 - d. 26. maí 1972
MAGNÚS K. Magnússon netagerðarmaður var fæddur 4. nóvember 1890 að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum og ólst upp hjá foreldrum sínum, hjónunum Guðrúnu Jóns-dóttur og Magnúsi Torfasyni, sem þar bjuggu. Faðir hans var mikill sjósóknari og skútumað-ur. Magnús byrjaði ungur að róa á áraskipum, sumar og verur, frá heimabyggð sinni og um tvítugsaldur var hann formaður þar á vertíðar-skipi. Nokkur sumur var hann formaður á Skálum á Langanesi og var einn af fyrstu sunn-lendingunum, sem þangað fóru.
Til Vestmannaeyja kom Magnús fyrst til ver-tiðarstarfa árið 1918 og var þá með Guðjóni á Sandfelli, er varð tengdafaðir hans. Magnús stofnsetti hér í Eyjum fyrsta netagerðarverk-stæðið ásamt Þórði Gíslasyni svila sínum.
Magnús var mikill sómamaður, sem vann sjávarúr\'eginum alla ævi, á sjó og landi og var áhugasamur dugnaðarmaður í iðngrein sinni. Hann kenndi lengi verklega sjóvinnu ásamt sonum sínum og Hallgrími Þórðarsyni; fyrst við verknámsdeild Gagnfræðaskólans í Vestmanna-
eyjum um 1950, er þar var kennd netabæting 03 felling neta, og svo við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum frá stofnun skólans 1964 og fram á síðustu æviár. Sýndi hann kennslunni og nemendum sérstaka alúð og árvekni.
■Magnús K. Magnússon andaðist eftir stutta legu í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 25. maí 1972. Þuríður Guðjónsdóttir kona Magnúsar lifir mann sinn.
Oddgeir Þórarinsson frá Armóti f. 17. sept. 1893 -d. 11. ágúst 1972
Hann var fæddur að Fossi í Mýrdal 17. sept-ember 1893. Árið 1908 fluttist Oddgeir til Vest-mannaeyja ásamt foreldrum sínum og systkin-um og dvaldi þar síðan um 40 ár.
Oddgeir byrjaði sjómennsku hjá Arna bróður sínum á m/b Goðafossi vertíðina 1917 og varð vélamaður hjá honum vertíðina 1920. Oddgeir var með Árna á Goðafossi til vertíðarloka 1925 og tvær næstu vertiðar á m/b Geiri goða, er Árni tók við þeim bát. Árið 1928 byrjaði Odd-geir formennsku á m/b Höfrungi VE 238, sem var 12,46 tonn með 22ja hestafla Alfavél. Odd-geir var formaður ineð bátinn í 6 vertíðar, en hætti þá sjómennsku og gerðist vélgæslumaður í Rafstöð Vestmannaeyja og þar vann hann uns hann fluttist búferlum til Kópavogs árið 1945. Þess má geta, að Oddgeir var fyrsti lögskráði bifreiðarstjórinn í Vestmannaeyjum, og hafði ökuskírteini nr. 1 í Vestmannaeyjum. Ók hann bifreið Eyþórs bróður síns, sem keypti fyrsta bílinn til Eyja árið 1919.
Oddgeir var kvæntur Jórunni Gisladóttur frá Vestmannaeyjum, sem andaðist 1961. Oddgeir andaðist á Hjúkrunardeild Hrafnistu 11. ágúst 1972 eftir langvarandi vanheilsu.
Sigurður Karlsson
f. 29. mars 1904 - J. 12. ágúst 1972
Hann var fæddur í Hafnarnesi við Fáskrúðs-fjörð 29. mars 1904. Sigurður stundaði sjó aLla ævi og nær alltaf á smábátum og trillum fyrir austan. Vinur hans og sveitungi, Magnús Jó-hannsson ritliöfundur frá Hafnarnesi, ritar um Sigurð: „Ég minnist þín við fiskidrátt á miðun-
um úti t'yrir firðinum, hve þú varst lúsfiskinn og kartinn jafnt á liggjanda sem og beljandi straumi. Það var sama hvar þú renndir, alls staðar var afli undir. Það var oft gaman að renna upp að síðunni á Sleipni þínum í fögrum sumar-morgni, meðan sólin var enn ekki laus við hafs-brún, og sjá miðrúmið þóftafullt af failegum fiski. Þá vorum við í essinu okkar."
Sigurður flutti með fjölskyldu sina til Vest-mannaeyja árið 1953 og hélt áfram sjómennsku á trillum.
Hann var maður glaðlyndur, reifur og síkátur, á hverju sem gekk í lífsins stríði. Sigurður var kvæntur Kristínu Sigurðardóttur, sem lifir mann sinn. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 12. ágúst 1972 og var jarðsunginn frá Landa-kirkju 19. sama mánaðar.
Halldór Eyjólfsson, Sunnuhlíð i. 16. jiíní 1892 - d. 16. sept. 1972
HalldÓr Eyjólfsson fæddist 16. júní 1892 að Ráðagerði í Holtum, en ólst upp að Sólheimum í Mýrdal. Hann byrjaði ungur sjómennsku og fór 16 ára gamall á skútu frá Hafnarfirði. Átján ára gamall, árið 1910, fór Halldór á vertíð til Vestmannaeyja á útveg Gunnars Ólafssonar og dvaldi hér upp frá því. Halldór var alla ævi sér-stakiu- völundur og varð fljótlega vélamaður. Hann var lengst, 6—7 vertíðir, vélamaður á m/b Emmanúel VE 103 með Maríusi Jónssyni í Framnesi, þá var hann 3-4 vertíðir á Atlantis, sem Árni Sigfússon gerði út. I þrjú sumur var Halldór vélstjóri á bátum fyrir Austfjörðum.
Árið 1926 hætti Halldór sjóferðum og réðist þá vélgæslumaður í beinamjölsverksmiðjuna Heklu, sem Th. Thomsen átti og rak. Árið 1932 varð Halldór vélamaður hjá Isfélagi Vestmanna-eyja og þar var hann síðan meðan heilsa hans leyfði ós'itið 32 ár í starfi. Halldór var vandaður
maður til orða og verka og hið mesta prúðmenni í allri framkomu. Hann var kvæntur Viktoríu Jónsdóttur, sem lifir mann sinn.
Halldór andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. sept. 1972.
Bjöm Sigurðsson, Heiðarhóli
i. 10. okt. 1889 - d. 17. sept. 1972
Hann var fæddur að Raufarfelli, Austur-Land-eyjum 10. október 1889. Um 1910 kom Björn fyrst til vertíðarstarfa í Eyjum og var fiskað-gerðarmaður hjá Magnúsi á Vesturhúsum, var hann næstu vertíðar aðgerðarmaður hjá Magn-úsi og dvaldi á heimili þeirra hjóna.
Um 1920 flutti Björn alkominn til Eyja. Árið 1926 eignaðist hann Yi > vélbátnum Gissuri hvíta, sem þá var nýsmíðaður. Átti hann í bátn-um og gerði út fram til 1947, að Gissur hvíti var seldur til Hornafjarðar.
Um tugi ára vann Björn við íslátt báta og þótti hann vel og mikilvirkur við það starf og vann við það sumar og haust. Björn var hinn mesti dugnaðar- og kappsmaður að hverju, sem hann gekk. Síðustu handtök hans voru í þarfir
sjávarútvegsins og skar hann þá af þorskanetum, kominn yfir áttrætt. Björn andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. september 1972.
Olafur Isleifsson, Aíiðgarði í. 25. mars 1904 - d. 17. sept. 1972
Olafur Isleifsson var fæddur að Kirkjubæ i Vestmannaeyjum, 25. mars 1904, sonur hjón-anna Isleifs Guðnasonar og Sigurlaugar Guð-mundsdóttur, sem bjuggu þar. Um fermingar-aldur fór Ólafur að beita, en átján ára gamall byrjaði Ólafur sína sjómennsku á m/b Skuld með Ársæli heitnum Sveinssyni og var með hon-um í tvær vertíðir. Því næst varð hann mótor-isti á m/b Braga VE 165, hjá Jóni Magnússyni og var með honum eina vercíð. Hann fór síðan vélamaður til Þorsteins í Laufási á Unni III VE 80 og keypti þá Kí hluta í Unni.
Arið 1928 byrjaði Ólafur formennsku sína á m/b Lagarfossi eldra og síðar á Lagarfossi II og var með hann fram til 1934. Hann tók þá við nýsmíðuðum báti, Óðm, sem var 22 tonn að stærð. Ólafur var með þann bát fram til 1938, að hann tók við Þorgeiri goða og stuttu síðar Hrafnkeli goða. Báðir þessir bátar voru þá með stærri bátum hér og voru að sumrinu gerðir út til síldveiða fyrir Norðurlandi með herpinót. Ólafi heppnaðist sildveiðin vel.
Eftir að Ólafur hætti skipstjórn með Hrafn-kel goða var hann eina vetrarvertíð með Freyju III VE 260 og aðra með Erling I, VE 195, 22ja tonna tát. Þá hætti Ólafur formennsku og varð árið 1949 bræðslumaður á togaranum Elliðaey VE 10, sem frændi hans, Ásmundur frá Lönd-um, var skipstjóri með.
Ólafur var mikill og glöggur fiskimaður og vetrarvertíðina 1931 varð hann aflakóngur í Eyjum á Lagarfossi II. Hann var kvæntur Unu Helgadóttur, sem lifir mann sinn. Ólafur and-aðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. septem-ber 1972.
Sigurður Jónsson, Hraungerði (. 13. juní 1874 - d. .28. okt. 1972
Sigurður var fæddur að Ey í Vestur-Landeyjum 13. júní 1874. Sigurður byrjaði sjóróðra í Vest-mannaeyjum á áraskipum úr Landeyjum, en flutti alkominn til Eyja árið 1912 ásamt lngi-björgu systur sinni og nv.nni hennar Gott-skálki Hreiðarssyni. Þau hjón keyptu þá húsið Hraungerði, sem stóð við Landagöru.
Eftir að Sigurður flutti til Eyja reri hann á
hverju sumri á árabáti hjá mági sínum fram undir 1930 og mun Gottskálk hafa veríð síð-asti formaður hér með róðrabát.
Sigurður í Hraungerði var mjög bókhneigður og víðlesinn. Hann var glaðlyndur og góður vinnufélagi á sjó og landi, trúaður og kirkju-rækinn maður. Um tugi ára var hann húsvörð-ur K.F.U.M. & K. Sigurður var í nokkur ár elsti borgari Vestmannaeyjakaupstaðar og var hinn ernasti fram til hinstu stundar. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. okt. 1972 eftir fárra daga legu.
Alexander Helgason
f. 11. júlí 1918 - d. 21. nóv. 1972
hann var fæddur í Vestmannaeyjum 11. júlí 1918. Átta ára gamall fluttist hann með for-eldrum sínum norður til Ólafsfjarðar og þar ólst hann upp. Innan við fermingu byrjaði AI-exander að vinna við sjávarútveg og fiskvinnslu og náði hann mikilli leikni og vinnuhraða í sum-um þeim verkum eins og línubeitningu, svo að haft var á orði.
Alexander fór að róa innan við tvítugsaldur. Eftir það varð sjómennskan hans ævistarf og var hann eftirsóttur í skiprúm.
Sruttu eftir fertugt missti hann heilsuna og lá síðustu fimm árin á sjúkrahúsi, oft þungt haldinn. Sýndi hann þá rólyndi og sanna karl-mennsku.
Frá árinu 1954 var Alexander búsettur hér í Eyjum. Hann var kvæntur Guðlaugu Sveinsdótt-ur frá Siglufirði, sem reyndist honum sannur vinur í raun.
Alexander andaðist á Sjúkrahúsi Vestmanna-eyja 21. nóvember 1972.
Rafn Kristjánsson
f. 19. maí 1924 - d. 4. des. 1972
Rafn Kristjánsson skipstjóri var fæddur í Flatey á Skjálfanda 19. maí árið 1924. Hann byrjaði kornungur að stunda sjóinn að sumrinu með föð-ur sínum, sem var trilluformaður í Flatey.
Þegar Rafn var 14 ára, vorið 1938, drukknaði faðir hans. Eftir það reru þeir tveir saman á trillu, Sigurður bróðii Rafns, sem var foimaður-inn og Rafn heitinn. Vorið eftir, þegar Rafn var 15 ára gamall, keyptu þeir bræður saman trillu, sem þeir stunduðu síðan sjóinn á. Sá bátur hét Gjafar og átti eftir að verða þeim bræðrum happasælt nafn.
Rafn Kristjánsson kom fyrst til Vestmanna-eyja á vetrarvertíð 19 ára gamall. Vertíðina
1945 réðist hann til Guðmundar Vigfússonar frá Holti á m/b Von VE 113, og var með Guð-mundi næstu 8 árin.
Arið 1950 lauk Rafn hinu meira fiskimanna-prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, og var sumurin 1951 og 1952 skipstjóri með Von-ina á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi.
Rafn hóf formennsku á vetrarvertíð árið 1954 með Lagarfoss. Næstu vertíð, árið 1955, gerðu bræðurnir Rafn og Sigurður og mágur þeirra Sveinbjörn Guðmundsson út vélbátinn Njörð, sem þeir leigðu. Varð þetta upphaf að farsælli útgerð þeirra og keyptu þeir árið eftir, 1956, fyrsta vélbátinn með nafninu Gjafar, ný-smíðaðan 50 rúmlesta stálbát frá Hollandi. Eftir því sem árin liðu stækkaði farkosturinn og eign-uðust þeir tvo stærri báta með þessu nafni, síð-ast 260 rúmlesta skip. Rafn hafði skipstjórn á báti sínum Gjafari VE 300 til dauðadags.
Rafn Kristjánsson var einn besti fiskimaður í Vestmannaeyjum í seinni tíð og skilaði Gjafar undir hans skipstjórn á land mestum afla og aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta fjögur ár, ár-in 1962, 1963, 1966 og 1967. Hlaut Rafn heið-urstitilinn aflakóngur Vestmannaeyja þessi ár. Einkum var Rafn mikill og góður síidveiðimað-ur og var þar í fremstu röð sjómanna hér á landi.
Hann var kappsamur fiskimaður, sjómaður góður og vandaður maður í hvívetna. Rafn var einn af hluthöfum í Isfélagi Vestmannaeyja og sat í stjórn félagsins í nokkur ár.
Rafn Kristjánsson var sérstaklega ósérhlífinn og harður við sjálfan sig. Þó að hann gengi ekki alltaf heill til skógar vegna magasárs, hlífði hann sér aldrei á sjónum og gekk í öll verk, ef þörf var á, en hann var verkmaður ágætur. Síð-asta æviárið hélt hann áfram skipstjórn oft þjáð-ur og fór ekki í land fyrr en rúmum þremur mánuðum áður en ólæknandi sjúkdómur lagði hann að velli, langt um aldur fram.
Rafn var kvæntur Pálínu Sigurðardóttur frá Hruna og lifir hún mann sinn. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík, 4. desember 1972, og var jarðsunginn frá Landakirkju.
Gísli Gislason, Héðinshöfða f. 13. nóv. 1902 - d. 24. des. 1972
Hann var fæddur að Stekkjum í Flóa, 13. nóvember 1902 og ólst þar upp við hin ýmsu sveitastörf, en reri á vetrarvertíðum frá Stokks-eyri og Þorlákshöfn.
Gísli fór til Reykjavíkur 25 ára að aldri og var á togurum þaðan næstu 7 árin. Arið 1935 flutti Gísli ásamt konu sinni Asdísi Guðmunds-dóttur til Vestmannaeyja og hér dvaldi hann upp frá því. Þau hjón eignuðust 15 börn, fjög-ur eru látin, en fjölmargir afkomendur þeirra búa í Vestmannaeyjum.
Gísli í Héðinshöfða var smiður góður og mikilvirkur, röskleika- og ákafamaður til vinnu. Eftir að Gísli flutti til Eyja vann hann við skipasmíðar í Dráttarbraut Vestmannaeyja hjá Gunnari Marel og stundaði sjóinn jöfnum hönd-um. Gísli var m. a. á m/b Erlingi til síldveiða, á Voninni með Guðmundi í Holti og á Kára með Sigurði heitnum í Svanhól.
Við stofnun Vinnslustöðvar Vestmannaeyja
árið 1946 réðist hann þangað sem smiður og vann þar til dánardægurs. Gísli varð bráðkvadd-ur að heimili sínu á aðfangadag 1972. Guðlaugur Brynjólfsson, Lundi f. 23. júní 1890 - d. 30. des. 1972
Hann var fæddur að Kvíhólma, Vestur-Eyja-fjöllum, 23. júlí 1890. Guðlaugur fór fyrst ver-tíðarmaður til Vestmannaeyja á m/b Blíðu, en næstu tvær vertíðar var hann með Gísla Magn-ússyni á Isak og Hlíðdal. Hann byrjaði for-mennsku með m/b Frí árið 1912 og var með bátinn í eina vertíð, en var næstu árin vélamað-ur á m/b Ásdísi hjá Ólafi Ingileifssyni. Ver-tíðina 1918 var hann formaður með m/b Gnoð og var formaður upp frá því til 1930, að hann hætti sjómennsku og vann við sína eigin útgerð. Þessar vertíðar var Guðlaugur með eftirtalda báta: Ásdísi, Örn, Mínervu, Úlf, Gissur hvíta og Glað, sem hann átti að hálfu á móti Gísla J. Johnsen, en eftir 1930 átti hann bátinn einn. Síðasti báturinn, er hann átti einn og gerði út var Gísli J. Johnsen VE 100, sem hann lét smíða í Danmörku árið 1937.
Guðlaugur var mikill dugnaðar- og skírleiks-maður. Hann var samvinnu- og félagshyggjumaður og virkur félagi í öllum félagasamtök-um í Eyjum, sem tilheyrðu sjávarútveginum og framþróun hans. Var hann í stjórnum margra þeirra, þar til að hann flutti alfarinn brott frá Eyjum til Reykjavíkur, í árslok 1943.
Guðlaugur andaðist á heimili sínu í Kópa-vogi eftir stutta en þunga legu 30. desember 1972.
Þráinn Valdimarsson
i. 3. júní 1946 - d. 5. febr. 1973
hann var fæddur í Vestmannaeyjum 3. júní 1946, sonur hjónanna Þóroddu Loftsdóttur og Valdimars Ástgeirssonar frá Litlabæ, var Þráinn einkasonur foreldra sinna og ólst upp með þeim að Bræðraborg hér í bæ.
Þráinn fór til sjós 17 ára gamall með frænda sínum Guðjóni Kristinssyni á m/b Kára. Hann var verklaginn og hneigður fyrir vélar; lauk hann vélstjóraprófi 1. stigs vorið 1969. Síðar lauk Þráinn námi í Iðnskóla Vestmannaeyja og vann nokkurn tíma í vélsmiðjunni Magna. Hafði hann hug á vélvirkjanámi. Þráinn fór þó aftur á sjóinn og varð vélstjóri á Eyjabátum. Vertíð-ina 1973 varð hann 1. vélstjóri á m/b Júlíu. Vegna breyttra aðstæðna af völdum eldgossins urðu Vestmannaeyjabátar að leita annarra hafna.
Hinn 5. febrúar lá Júlía í Reykjavík, á var frost og hálar bryggjur. Þráinn heitinn féll í Reykjavíkurhöfn og drukknaði þennan dag. Hann var hæglátur mað-ur, athugull og trausrur. Þráinn Valdimarsson var kvæntur Gerði Kristinsdóttur, ættaðri frá Eyjum og eignuðust þau tvö börn.
Björn Alfreðsson
f. 20. ágúst 1946 - d. 17. apríl 1973
Hann var fæddur á Djúpavogi 20. ágúst 1946 og ólst þar upp til fermingaraldurs, en þá fluttu foreldrar hans og fjölskylda til Vestmannaeyja. Á unga aldri ákvað Björn að gera sjómennsku að ævistarfi. Hann hafði frá blautu barnsbeini alist upp við sjó og sjósókn í hinu fallega sjávar-þorpi á Austfjörðum.
Björn settist í Stýrimannaskólann í Vest-mannaeyjum áriö 1969 og lauk þaðan fiski-mannaprófi 1. stigs 1970, ári síðar lauk hann fiskimannaprófi 2. stigs. Hann er okkur kenn-urum skólans minnsstæður fyrir sérstaka prúð-mennsku og ljúfmennsku í viðmóti öllu og fasi. Björn var ástundunarsamur og fyrirmynd öðr-um ungum mönnum. Hlaut hann verðlaun skól-ans fyrir sérstaka reglusemi og ástundun við námið. Björn reyndist síðar jafntrúr í öllum störfum, sem honum voru falin. Að Birni var því mikill mannsskaði.
Að loknu námi flutti Björn frá Vestmanna-eyjum. Hann kvæntist Margréti Benediktsdóttur frá Eyrarbakka og stofnuðu þau heimili í Kópa-vogi. Vetrarvertíðina 1973 réðst Björn stýri-maður á togbátinn Pál Rósinkransson KE 42. Björn Alfreðsson fórst af slysförum við skyldu-störf sín á sjónum þessa vertíð.
Atvik voru þau, að aðfaranótt 17. apríl 1973 voru þeir á togveiðum út af Reykjanesi. Rifn-aði þá polli upp úr þilfari bátsins og slengdist togvírinn með miklum krafti á þrjá skipverja, sem unnu á þilfari við aðgerð. Tveir skipverja létust samstundis, en sá þriðji slasaðist mikið, handleggsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Ann-ar þeirra sem lét þarna lífið með svo sviplegum hætti var Björn Alfreðsson.
Hann var jarðsunginn frá Fossvogskirkju.
Sigurður Sigurðsson
í. 31. ágúst 1891 - d. 23. apríl 1973
Hann var fæddur að Lambhúshóli, Vestur-EyjafjöIIum, 31. ágúst 1891. Sigurður kom ungl-ingur til vertíðarstarfa í Vestmannaeyjum og réðist aðgerðarmaður hjá Friðriki Svipmunds-syni á Löndum, þeim mikla formanni og afla-
manni. Sigurður var til heimilis hjá þeim hjón-um Elínu Þorsteinsdóttur og Friðriki og var síð-an aðgerðarmaður við útgerð Friðriks í 23 vetr-arvertíðir. Allar þessar vertíðir keyrði hann fisk-inum á handvagni neðan af bryggju upp í fisk-kró, sem var ein af pallakrónum, norðan við Strandstíginn, skammt austan við gamla íshúsið, þar sem hið myndarlega hús ísfélags Vestmanna-eyja stendur núna. Á þessum árum varð að vinna margt erfitt verkið, en fiskaðgerðin og það sem henni til-heyrði þótti samt erfiðast og verst. Sigurður var afkastamikill og trúr verkmaður. Þegar hann hætti aðgerð og fiskvinnu, vann hann við múr-verk, lengst af með syni sínum. Varð hann fljót-lega eftirsóttur í því starfi vegna afkasta og vandvirkni.
Sigurður var mætur maður, sem vann Eyjun-um vel og lengi. Kona hans var Kristín Bene-diktsdóttir, sem lifir mann sinn. Sigurður and-aðist í Reykjavík 23. apríl 1973 og hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Björn Jakobsson, Hálsi
i. 29. ágúst 1893 - d. 4. febr. 1974
Hann var fæddur að Breiðuhlíð í Mýrdal 29. ágúst 1893. Björn mun hafa komið fyrst til
Vestmannaeyja skömmu eftir 1920, og hafði þá verið sjómaður í öðrum verstöðum. Hann fékk fljótlega á sig orð hér í Eyjum fyrir dugnað og kapp, svo að hann varð eftirsóttur í skiprúm. Stuttu eftir 1940 hætti Björn sjómennsku og vann við fellingu þorskaneta og annað, sem til-heyrði útbúnaði veiðarfæra yfir veturinn, en á sumrin vann hann við uppsetningu og bætingu dragnóta og trolla. Lengst vann hann við þessi störf hjá Arsæli Sveinssyni, milli 10 og 20 ár. Björn var vel hagur og vann nokkuð að smiðum heima við í tómstundum sínum. Síðustu æviárin var hann símboði á Símstöð Vestmannaeyja.
Björn andaðist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 4. febrúar 1974. Hann var jarðsunginn frá Landa-kirkju.
Sigurður Sigurðsson, Hæli f. 11. maí 1889 - d. 25. apríl 1974
Hann var fæddur að Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum 11. maí 1889. Þó að ævistarf Sig-urðar væri hvorki sjómennska, né útgerð, voru öll hans störf unnin beint í þágu útvegsins eftir að hann fluttist alkominn til Eyja upp úr 1920. Hann varð eldjárnsmiður í vélsmiðjunni Magna skömmu eftir að hann flutti hingað, og þar vann hann í um eða yfir 40 ár.
Sigurður var listagóður járnsmiður, fljótvirkur og vandvirkur, svo að unun var að horfa á hann vinna. Eru þær ótaldar stýrislykkjurnar, stýris-krókar og sveifar, sem hann smíðaði öll þessi ár og má þá ekki gleyma sigurnöglunum á legu-færum vélbátanna, stórum og litlum, þegar öll-um mótorbátum var lagt við festar úti á Botni. Hann var kvæntur Onnu Gísladóttur. Sigurð-ur andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 25. apríl 1974 og var útför hans gerð frá Landakirkju.
Ólafur Vigfússon, Gíslholti f. 21. ágúst 1891 - d. 15. maí 1974
ÓLAFUR Vigfússon var fæddur að Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum, 21. ágúst 1891 og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur sjómennsku frá Eyja-fjallasandi, en vertíðina 1911 kom Ólafur fy rst til sjóróðra í Vestmannaeyjum. Eftir þá vertíð var hann þar sjómaður í 43 ár, sem háseti, véla-maður og skipstjóri, en skipstjórn hafði hann á hendi í 35 ár. Ólafur byrjaði formennsku ver-tíðina 1920 með m/b Heklu VE 115, sem var 6,47 tonn að stærð. Þá vertíð fékk Ólafur vonda útilegunótt á Heklu í austan ofsaroki. Andæfðu þeir upp í veðrið djúpt í Vesturflóanum, en náðu ekki í landvar, samt var öllu skilað heilu í höfn, þegar veðrið lægði.
Hinu minna skipstjóraprófi lauk Ólafur ár-ið 1922. Eftir að Ólafur hætti formennsku á Heklu var hann formaður með eftirtalda báta: Ásdísi, Skallagrím, Skúla fógeta I og II, Þráin og Blátind. Ólafur Vigfússon var mikill sjó-maður og sótti sjóinn stíft; er talið, að hann hafi fengið flestar útilegur við Eyjar í tíð vélbát-anna, alls fimm, og sumar þeirra langar og strangar eins og útileguna 10.-12. janúar 1944, er hann var með Skúla fógeta, sem hann var lengst formaður með. Komu þeir þá til hafnar eftir rúmlega tveggja sólarhringa útivist, en 10 bátar lágu þá í sólarhring úti í austan ofsaveðri og byl. Ólafur var mörg sumur stýrimaður á Gísla J. Johnsen í farþegaflutningum til Stokks-eyrar og upp að söndunum hér í nærsveitunum, en hann var sérstaklega lipur og góður sjó-maður við þær sérstöku og oft hættulegu að-stæður, sem eru við sandana. Við úteyjar hér í Eyjum var hann hverjum manni betri. Óli Fúsa var glaðlyndur og mannsæll og alla tíð dáður af sinni skipshöfn; samtals var hann 19 vertíðir með sama mannskap og er það sérstakt.
Kona hans var Kristín Jónsdóttir, einnig ætt-uð frá Austur-Eyjafjöllum. Er hún látin fyrir nokkrum árum. Ólafur andaðist í Vestmanna-eyjum 15. maí 1974. Hann var jarðsunginn frá Landakirkju 25. sama mánaðar.
Filippus G. Arnason
f. 7. júní 1902 - d. 1. júní 1974
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 7. júní 1902, sonur hjónanna Gíslínu Jónsdóttur og Árna Filippussonar, sem bjuggu í Ásgarði við Heimagötu og var Filippus oftast kenndur við það hús.
Filippus Arnason var yfir 40 ár með störfum sínum nátengdur Vestmannaeyjahöfn og fylgd-ist af áhuga með öllu, sem þar gerðist og störf-um sjómanna. Hann keypti árið 1934 lítinn bát, sem hét Brimill og annaðist sá bátur flutning á hafnsögumönnum, pósti, tolli, Iæknum og sjúk-um mönnum til og frá skipum, sem lágu hér á Ytri-Höfninni. En hér fyrrum voru slíkir flutn-ingar mun tíðari og meiri en síðar varð, þar eð öll stærri skip komust ekki til hafnar vegna grynninga á Leiðinni.
Árið 1936 keypti Filippus ásamt Kristjáni Linnet bæjarfógeta hafnarbátinn Létti, sem enn í dag er í þjónustu Vestmannaeyjahafnar og hef-ur reynst einstaklega farsæll farkostur, lengst af undir stjórn Olafs Ólafssonar.
Filippus átti Létti til ársins 1959, að hafnar-sjóður eignaðist bátina Arið 1940 varð Fil-ippus tollvörður og var við tollgæslu upp frá því, hin síðari ár sem yfirtollþjónn í Vest-mannaeyjaumdæmi.
Á afmælisdegi sínum, árið 1970, varð Filippus fyrir slysi við skyldustörf um borð í erlendum togara. Lá hann upp frá því í meðvitundarleysi á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og síðar á sjúkrahús-um í Reykjavík. Þar andaðist hann 1. júní 1974, en útför hans var gerð frá Landakirkju.
Filippus var kvæntur Jónínu Ólafsdóttur, sem látin er.
Filippus var félagslyndur maður og hafði lif-andi áhuga á þjóðfélagsmálum og framvindu mála í byggðarlagi sínu; yar hann mikill Vest-mannaeyingur og unni sögu Eyjanna og náttúru. I starfi sínu var hann skyldurækinn og nákvæm-ur embættismaður. Hann átti safn vandaðra bóka og unni fögrum listum og bókmenntum. I kunningja- og vinahópi var Filippus hrókur alls fagnaðar, ræðinn og fróður.
Rögnvaldur Ól. Jóhannsson frá Stíghúsi f. 29. des. 1927 - d. 1 i. júní 1974
Hann var fæddur í Stíghúsi í Vestmanna-eyjum 29. desember 1927, sonur hjónanna Jó-
hanns Pálmasonar og konu hans Ólínu Óla-dóttur. Rögnvaldur fór kornungur á sjóinn eða að-eins 13 ára gamall. Hann stundaði sjóinn upp frá því og var duglegur sjómaður, sem kunni vel' til verka. Rögnvaldur var góður félagi og var vel látinn af öllum. Síðustu 15 árin var hann alltaf í sama skiprúmi með aflamanninum Guð-mundi Inga á Huganum.
Rögnvaldur andaðist í Vestmannaeyjum 15. júní s.l.
Hannes Hansson, Hvoli f. 5. nóv. 1890 - d. 18. júní 1974
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 5. nóvem-ber 1890 og ólst upp hjá hjónunum Ogmundi Ögmundssyni og konu hans Vigdísi Árnadóttur, er bjuggu í tómthúsinu Landakoti, sem var sunnan við rúngarða Stakkagerðis. Reyndust þau honum sem ástríkir foreldrar og hann þeim góður sonur. Hannes byrjaði ungur að vinna að sjávarverkum og innan við fermingaraldur reri hann á sumarfiskiríi með handfæri á ára-báti með Jakopi Tranberg. Vetrarvertíðina 1906 beitti Hannes ásamt tveimur öðrum drengjum á hans reki hjá Þorsteini í Laufási á Unni I VE 80. Vertíðina 1910 byrjaði Hannes að róa á vetrarvertíð, var það á m/b Gnoð VE 143, sem Sigurður Ingimundarson var formaður með, en Ögmundur fóstri Hannesar átti 1/10 hluta í Gnoðinni. Fljótlega fór orð af Hannesi, sem hörkuduglegum sjómanni og vertíðina 1912 byrjaði hann formennsku á m/b Nansen VE 102.
Hann hætti þó formennsku eftir vertíðina og réðst vélamaður til Gísla Magnússonar og var hjá honum til 1920, en þá tók hann við formennsku á Gideon VE 154, sem var 10,5 tonn að stærð. Eftir það var Hannes með eftirtalda báta: Ara, Tjald, Freyju I, Freyju II og Vin, sem hann átti einn, en seldi síðar árið 1937 og keypti stærri bát, Haföldu, sem var 30 tonn að stærð.
Hannes hætti sjómennsku um 1940 og tók þá Ögmundur, elsti honur hans, við Haföldu og síð-ar Einar.
Þegar Hannes hætti á sjónum gerðist hann afgreiðslumaður á Básaskersbryggju á olíu til bátaflotans og við það starf vann hann þar til hann flutti búferlum til Reykjavíkur árið 1947.
Hannes á Hvoli var einn af stofnendum skip-stjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og var ætíð góður og virkur félagi. Hann var formaður Verðandi eitt kjörtímabil og var kjörinn heið-ursfélagi árið 1963. Hannes var upphafsmaður að styrktarsjóði Verðandi með því að gefa pen-ingaupphæð og bók til minningar um fósturfor-eldra sína, en í bókina skulu færð nöfn þeirra, sem gefa í sjóðinn.
Hannes var mikill dugnaðar- og kappsmaður. Kona hans var Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, sem lifir mann sinn. Hannes á Hvoli and-aðist í Landakotsspítala í Reykjavík 18. júní 1974 eftir þungbær veikindi.