„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Vélvæðing bátaflotans“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>'''Vélvæðing bátaflotans í upphafi vélbátaaldar'''</big></big> Á skrúfudegi Vélskóla Íslands vorið 1973, bað skólastjóri Vélskólans mig um að segja eitth...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big>'''Vélvæðing bátaflotans í upphafi vélbátaaldar'''</big></big>
<big><big>'''Vélvæðing bátaflotans í upphafi vélbátaaldar'''</big></big>
 
[[Mynd:Guðjón Ármann Eyjólfsson Sdbl. 1989.jpg|thumb|332x332dp|Guðjón Ármann Eyjólfsson]]
Á skrúfudegi Vélskóla Íslands vorið 1973, bað skólastjóri Vélskólans mig um að segja eitthvað frá Vestmannaeyjum, í öllu því volæði, sem var þessa myrku vordaga meðal Vestmannaeyinga og allir höfðu varla lesið, talað eða horft upp á annað en eyðileggingu af völdum eldgossins í Heimaey, fannst mér við hæfi að ræða um eitthvað allt annað.<br>
Á skrúfudegi Vélskóla Íslands vorið 1973, bað skólastjóri Vélskólans mig um að segja eitthvað frá Vestmannaeyjum, í öllu því volæði, sem var þessa myrku vordaga meðal Vestmannaeyinga og allir höfðu varla lesið, talað eða horft upp á annað en eyðileggingu af völdum eldgossins í Heimaey, fannst mér við hæfi að ræða um eitthvað allt annað.<br>
Mér datt þá í hug að koma inn á aðdraganda að mestu uppgangstímum í sögu Vestmannaeyinga, upphafi vélbátaaldarinnar árið 1906 og rifja upp vélategundir o.fl. frá þessum tíma. Þetta efni var a.m.k. vel við hæfi á skrúfudegi Vélskólans.<br>
Mér datt þá í hug að koma inn á aðdraganda að mestu uppgangstímum í sögu Vestmannaeyinga, upphafi vélbátaaldarinnar árið 1906 og rifja upp vélategundir o.fl. frá þessum tíma. Þetta efni var a.m.k. vel við hæfi á skrúfudegi Vélskólans.<br>
Lína 8: Lína 8:
í öll þau ár, sem liðin eru frá eldgosinu finnst mér ég aldrei hafa fundið eins sterkt, að í Vestmannaeyjum muni nú fara í hönd „betri tíð með blóm í haga", þó að um þessar stundir gefi reyndar dálítið á sjálfa þjóðarskútuna.<br>
í öll þau ár, sem liðin eru frá eldgosinu finnst mér ég aldrei hafa fundið eins sterkt, að í Vestmannaeyjum muni nú fara í hönd „betri tíð með blóm í haga", þó að um þessar stundir gefi reyndar dálítið á sjálfa þjóðarskútuna.<br>
En þá skiptir ekki litlu máli, að stafnbúinn sé styrkur vel!
En þá skiptir ekki litlu máli, að stafnbúinn sé styrkur vel!
 
[[Mynd:Gömul auglýsing Sdbl. 1989.jpg|thumb|324x324dp|Gömul auglýsing frá Ellingsen um EVU-bátamótora]]
'''UPPHAF VÉLBÁTAALDAR'''<br>
'''UPPHAF VÉLBÁTAALDAR'''<br>
Árið 1906 boðaði aldahvörf og nýja tíma í atvinnu- og menningarmálum Vestmannaeyinga.
Árið 1906 boðaði aldahvörf og nýja tíma í atvinnu- og menningarmálum Vestmannaeyinga.
Lína 20: Lína 20:
Talsvert löngu fyrir þennan tíma fundust samt Íslendingar sem spreyttu sig á því að leysa mannaflið af hólmi með vélarafli. Um 1860 var smíðuð róðrarvél í bát á Hornströndum og árið 1886 smíðaði Gísli nokkur Finnsson í Reykjavík sérstaka róðrarvél. Þegar tveir menn sneru vélinni hafði áraskip viðlíka gang í logni og við róður fjögurra til sex manna. Þó var sá galli á þessari róðrarvél, að svo erfitt verk var að snúa vélinni, að tveir menn héldu það ekki út nema í stutta stund. Árið 1897 er getið um svipaða róðrarvél í Ólafsvík. Lauk þar með tilraunum Íslendinga fyrir aldamótin 1900 að knýja áraskip áfram á „mekanískan" hátt. Á marga lund eru þær samt merkilegar, en vitna þó um leið um fátækt og oft landlægt vanmat á íslensku hugviti, sbr. hugmynd íslensks vélstjóra um skuttogara rúmlega hálfri öld síðar og löngu áður en þau skip sáust nokkurs staðar á höfunum.
Talsvert löngu fyrir þennan tíma fundust samt Íslendingar sem spreyttu sig á því að leysa mannaflið af hólmi með vélarafli. Um 1860 var smíðuð róðrarvél í bát á Hornströndum og árið 1886 smíðaði Gísli nokkur Finnsson í Reykjavík sérstaka róðrarvél. Þegar tveir menn sneru vélinni hafði áraskip viðlíka gang í logni og við róður fjögurra til sex manna. Þó var sá galli á þessari róðrarvél, að svo erfitt verk var að snúa vélinni, að tveir menn héldu það ekki út nema í stutta stund. Árið 1897 er getið um svipaða róðrarvél í Ólafsvík. Lauk þar með tilraunum Íslendinga fyrir aldamótin 1900 að knýja áraskip áfram á „mekanískan" hátt. Á marga lund eru þær samt merkilegar, en vitna þó um leið um fátækt og oft landlægt vanmat á íslensku hugviti, sbr. hugmynd íslensks vélstjóra um skuttogara rúmlega hálfri öld síðar og löngu áður en þau skip sáust nokkurs staðar á höfunum.


'''FYRSTU VÉLBÁTARNJR'''<br>
'''FYRSTU VÉLBÁTARNIR'''<br>
Vestfirðingar settu fyrstir Íslendinga vélar í áraskip sín og smábáta. Í nóvember árið 1902 setti Árni Gíslason á Ísafirði vél frá Möllerupsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn í gamlan sexæring.
Vestfirðingar settu fyrstir Íslendinga vélar í áraskip sín og smábáta. Í nóvember árið 1902 setti Árni Gíslason á Ísafirði vél frá Möllerupsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn í gamlan sexæring.
Í febrúar 1903 keypti Þorsteinn Þorsteinsson Reykjvík 4ra hestafla Dan-vél í opinn bát, sem hann og Bjarni í Engey áttu. Þetta var f'yrsti vélbáturinn við Faxaflóa.<br>
Í febrúar 1903 keypti Þorsteinn Þorsteinsson Reykjvík 4ra hestafla Dan-vél í opinn bát, sem hann og Bjarni í Engey áttu. Þetta var f'yrsti vélbáturinn við Faxaflóa.<br>
Lína 33: Lína 33:
Áður hafði Þorsteinn í Laufási þó reynt þær veiðar árið 1908, en heppnaðist ekki.<br>
Áður hafði Þorsteinn í Laufási þó reynt þær veiðar árið 1908, en heppnaðist ekki.<br>
Ástgeir í Litlabæ smíðaði báta sína undir Hellum og voru flestir þeirra listafleytur og með aukinni reynslu burðarmiklar og þóttu góð sjóskip.
Ástgeir í Litlabæ smíðaði báta sína undir Hellum og voru flestir þeirra listafleytur og með aukinni reynslu burðarmiklar og þóttu góð sjóskip.
 
[[Mynd:12 hesta Sdbl. 1989.jpg|thumb|340x340dp|12 hesta Alphamótor]]
'''EROS, FYRSTI „MÓTORBÁTURINN" í EYJUM'''<br>
'''EROS, FYRSTI „MÓTORBÁTURINN" í EYJUM'''<br>
Það sem hér hefur verið drepið á er í stuttu máli forsaga að vélvæðingu íslenska bátaflotans, sem átti eftir að breyta öllu til velmegunar og mikillar hagsældar í verstöðvum vítt og breitt um landið.<br>
Það sem hér hefur verið drepið á er í stuttu máli forsaga að vélvæðingu íslenska bátaflotans, sem átti eftir að breyta öllu til velmegunar og mikillar hagsældar í verstöðvum vítt og breitt um landið.<br>
Lína 41: Lína 41:
Vélin í Eros reyndist illa og varð þetta til þess, að útgerð hans varð í hinu mesta basli og vandræðum, lítið sem ekkert aflaðist á bátinn. Þorsteinn Johnson í Jómsborg, síðar bóksali, sem var meðeigandi og vélstjóri á fyrsta mótorbát Þorsteins í Laufási, Unni VE 80, áleit það hið mesta óhapp, að Möllerupsvél skyldi sett í Eros, sem var súðbyrtur og opinn, en yfir vélinni var hús úr járni. Yngri menn voru samt mjög hrifnir af bátnum og menn undruðust hávaðann í vélinni, sem var óskaplegur að sögn Þorsteins, enda var vélin án hljóðdeyfis. Vélin gekk þó vel til að byrja með og var Eros notaður til að draga uppskipunarbáta og skip til landsins.<br>
Vélin í Eros reyndist illa og varð þetta til þess, að útgerð hans varð í hinu mesta basli og vandræðum, lítið sem ekkert aflaðist á bátinn. Þorsteinn Johnson í Jómsborg, síðar bóksali, sem var meðeigandi og vélstjóri á fyrsta mótorbát Þorsteins í Laufási, Unni VE 80, áleit það hið mesta óhapp, að Möllerupsvél skyldi sett í Eros, sem var súðbyrtur og opinn, en yfir vélinni var hús úr járni. Yngri menn voru samt mjög hrifnir af bátnum og menn undruðust hávaðann í vélinni, sem var óskaplegur að sögn Þorsteins, enda var vélin án hljóðdeyfis. Vélin gekk þó vel til að byrja með og var Eros notaður til að draga uppskipunarbáta og skip til landsins.<br>
Vélamaður eða „mótoristi" á „Eros" var Ágúst Gíslason í Valhöll, og þótti undravert hvað hann gat látið vélina ganga, því að þá var ekkert vélaverkstæði í Vestmannaeyjum. Stundum var Gísli Lárusson, fyrrum formaður og frægur fjallamaður, en síðustu ár sín gullsmiður, fenginn til þess að gera við olíurör og sitthvað fleira, en Ágúst sýndi oft fádæma þrautseigju við vélina. Eitt sinn stöðvaðist vélin í landferð og komst Eros á seglum upp undir Bjarnarey. Þar lágu þeir alla nóttina, en klukkan 10 um morguninn tókst Ágústi, sótsvörtum eins og kolapilti, að koma vélinni í gang. Þetta er eftir frásögn Þorsteins Johnson í Jómsborg, sem var með í ferðinni.
Vélamaður eða „mótoristi" á „Eros" var Ágúst Gíslason í Valhöll, og þótti undravert hvað hann gat látið vélina ganga, því að þá var ekkert vélaverkstæði í Vestmannaeyjum. Stundum var Gísli Lárusson, fyrrum formaður og frægur fjallamaður, en síðustu ár sín gullsmiður, fenginn til þess að gera við olíurör og sitthvað fleira, en Ágúst sýndi oft fádæma þrautseigju við vélina. Eitt sinn stöðvaðist vélin í landferð og komst Eros á seglum upp undir Bjarnarey. Þar lágu þeir alla nóttina, en klukkan 10 um morguninn tókst Ágústi, sótsvörtum eins og kolapilti, að koma vélinni í gang. Þetta er eftir frásögn Þorsteins Johnson í Jómsborg, sem var með í ferðinni.
 
[[Mynd:Auglýsing úr Ægi Sdbl. 1989.jpg|vinstri|thumb|334x334dp|Auglýsing úr Ægi]]
'''VETRARVERTÍÐIN 1906'''
'''VETRARVERTÍÐIN 1906'''
Kaupin á EROS vöktu mikla athygli og var báturinn oft í förum með unga sjómenn, sem þótti mikið um að geta farið fyrirhafnarlaust um sjóinn án segla og ára.<br>
Kaupin á EROS vöktu mikla athygli og var báturinn oft í förum með unga sjómenn, sem þótti mikið um að geta farið fyrirhafnarlaust um sjóinn án segla og ára.<br>
Lína 63: Lína 63:
Menn höfðu trúað á sína ár og sitt segl gegnum aldanna rás og í fásinni talið sér trú um, að gömlu skipin með rá og reiða væru svo fullkomin, að annað betra myndi ekki skapast til eilífðar nóns. Og svo komu skýjaglópar og segja allt þetta gamla og góða sem trúað er á úrelt og einskis nýtt. Og það danska báta í tilbót.<br>
Menn höfðu trúað á sína ár og sitt segl gegnum aldanna rás og í fásinni talið sér trú um, að gömlu skipin með rá og reiða væru svo fullkomin, að annað betra myndi ekki skapast til eilífðar nóns. Og svo komu skýjaglópar og segja allt þetta gamla og góða sem trúað er á úrelt og einskis nýtt. Og það danska báta í tilbót.<br>
Mannfjöldi í Vestmannaeyjum gefur glögga hugmynd um þá öru þróun og uppbyggingu, sem átti sér stað á fyrstu árum vélbátanna. Árið 1901 var fjöldi íbúa 607 manns, en árið 1910 hafði íbúatalan meira en tvöfaldast og bjuggu það ár 1319 manns í Vestmannaeyjum. Árið 1920 var mannfjöldi 2426 og hafði fjórfaldast á 20 árum. Árið 1930 var íbúatalan 3350. Næstu þrjátíu árin var fjölgun íbúa hæg allt fram til 1960, er rúmlega 4.000 manns bjuggu í Vestmannaeyjum. Við eldgosið 1973 var mannfjöldi 5.300 manns.
Mannfjöldi í Vestmannaeyjum gefur glögga hugmynd um þá öru þróun og uppbyggingu, sem átti sér stað á fyrstu árum vélbátanna. Árið 1901 var fjöldi íbúa 607 manns, en árið 1910 hafði íbúatalan meira en tvöfaldast og bjuggu það ár 1319 manns í Vestmannaeyjum. Árið 1920 var mannfjöldi 2426 og hafði fjórfaldast á 20 árum. Árið 1930 var íbúatalan 3350. Næstu þrjátíu árin var fjölgun íbúa hæg allt fram til 1960, er rúmlega 4.000 manns bjuggu í Vestmannaeyjum. Við eldgosið 1973 var mannfjöldi 5.300 manns.
 
[[Mynd:Unnur III Ve 80 Sdbl. 1989.jpg|thumb|250x250dp|Unnur III VE 80 í eigu Þorsteins í Laufási, 13,85 tonn með 50 ha Dan-vél]]
'''ÞRÓUN BÁTA OG VÉLA'''<br>
'''ÞRÓUN BÁTA OG VÉLA'''<br>
Hér hefur verið dregin upp svipmynd af aðdraganda og fyrstu árum vélbátaaldar á Íslandi. Við nánari athugun má sjá hvernig ákveðnar tegundir véla tilheyra vissum áratug.<br>
Hér hefur verið dregin upp svipmynd af aðdraganda og fyrstu árum vélbátaaldar á Íslandi. Við nánari athugun má sjá hvernig ákveðnar tegundir véla tilheyra vissum áratug.<br>

Útgáfa síðunnar 28. febrúar 2019 kl. 14:32

Vélvæðing bátaflotans í upphafi vélbátaaldar

Guðjón Ármann Eyjólfsson

Á skrúfudegi Vélskóla Íslands vorið 1973, bað skólastjóri Vélskólans mig um að segja eitthvað frá Vestmannaeyjum, í öllu því volæði, sem var þessa myrku vordaga meðal Vestmannaeyinga og allir höfðu varla lesið, talað eða horft upp á annað en eyðileggingu af völdum eldgossins í Heimaey, fannst mér við hæfi að ræða um eitthvað allt annað.
Mér datt þá í hug að koma inn á aðdraganda að mestu uppgangstímum í sögu Vestmannaeyinga, upphafi vélbátaaldarinnar árið 1906 og rifja upp vélategundir o.fl. frá þessum tíma. Þetta efni var a.m.k. vel við hæfi á skrúfudegi Vélskólans.
Þetta gamla erindi, saga uppgangstíma í sögu Eyjanna, sótti að mér fyrir s.l. páska í endaðan mars. Það birtist hér all mikið breytt.
Ég skrapp til Eyja í fermingarveislu hjá góðvinum mínum. Auðvitað fór ég niður að höfn. Á rölti mínu um bryggjur, í spjalli við gamla vini og kunningja, fannst mér alls staðar vera þessi gömlu, góðu teikn á lofti, bátar og skip drekkhlaðin óunnum afla eða afurðum til útflutnings. Hér var slagæð þjóðarinnar og íslensks athafnalífs.
Þessa sólbjörtu daga með snævi þakta grund, þegar sólin hækkar sem hraðast á lofti, voru margir Vestmannaeyingar, ungir sem aldnir, bundnir við björgun verðmæta. Glampandi birta lék um eyjar og sund. í öll þau ár, sem liðin eru frá eldgosinu finnst mér ég aldrei hafa fundið eins sterkt, að í Vestmannaeyjum muni nú fara í hönd „betri tíð með blóm í haga", þó að um þessar stundir gefi reyndar dálítið á sjálfa þjóðarskútuna.
En þá skiptir ekki litlu máli, að stafnbúinn sé styrkur vel!

Gömul auglýsing frá Ellingsen um EVU-bátamótora

UPPHAF VÉLBÁTAALDAR
Árið 1906 boðaði aldahvörf og nýja tíma í atvinnu- og menningarmálum Vestmannaeyinga. Undir lok 19. aldar, árið 1897, þegar línuveiðar hófust aftur við Vestmannaeyjar, jókst mjög afli og menn sáu hilla undir betri tíma. Línuveiðar höfðu þá legið niðri um aldir og sú þekking og kunnátta á línuveiðum, sem Vestmannaeyingar höfðu lært á 15. öld, tíma ensku aldarinnar í Eyjum, hafði glatast og gleymst. Stuttu eftir 1420 höfðu hinir ensku tekið Eyjarnar herskildi og „opholdt sig der med vold", eða „dvöldu þar með ofstopa", ritaði Hannes Pálsson hirðstjóri Dana- og Noregskonungs hér á Íslandi, sem var reyndar tekinn höndum af Englendingum.
Þegar léttari og betri áraskip voru tekin upp með smíði áraskipa með færeysku lagi, stuttu eftir aldamótin 1900, jókst hagræðing og afli í Vestmannaeyjum.
Þriðja og stærsta framfarasporið á þessum árum og það sem olli straumhvörfum var vélvæðing bátaflotans upp úr 1906.
Aðdragandi vélvæðingar og fyrstu Íslensku vélbátanna var nokkur. Um aldamótin höfðu Danir byrjað að þreifa sig áfram um hvort tækist að knýja fiskibáta sína áfram með litlum mótor eða „steinolíuvél" eins og þetta fyrirbæn var þá nefnt. Dönum tókst þetta svo vel, að árið 1906 má heita, að nær öll fiskiskip í Danmörku hafi haft mótor. Ekki var þróunin eins ör hjá frændum vorum Norðmönnum, því að árið 1902 er frá því sagt í fréttablaðinu Óðni, að þar í landi séu aðeins þrír hreyfivélabátar, sem lánuðust vel í logni og sléttum sjó, en þegar kom út á hafið vildu þeir ekki ganga.
Fyrsta sýning bátavéla eða hreyfivélasýning eins og þá var sagt, var haldin í Kaupmannahöfn árið 1903. Tveimur árum síðar, árið 1905, segir svo í Ægi um „Mótorfiskibáta": „Í Danmörku er nú ekki lengur talað um að byggja fiskibáta, án þess um leið að gera ráðstafanir til að fá mótor til þess að knýja bátinn áfram og draga veiðarfærin 'Síðar í sömu frétt segir: ,,Yzt á Jótlandsskaga eru nú liðugir 70 mótorfiskibátar, en fyrir nokkrum árum var þar ekki einn einasti' „Fáar nýjungar eða uppfundningar á verk sviði atvinnuveganna hafa náð eins fljótri og mikilli útbreiðslu á skömmum tíma eins og mótor í fiskiskip."
Hér á Íslandi gætti að sjálfsögðu þessara umræðu og nýjunga í nágrannalöndunum. Ægi segir svo árið 1906: „Mótoraflið í þjónustu fiskimanna - að brúka mótorbáta við þorskanetaveiðar, lóðir og hákarlaveiðar ætti að hafa mjög mikla þýðingu, jafnframt sem bátarnir ættu að vera stærri en venjuleg ir róðrabátar með skýli, að minnsta kosti a framan".
Um kaup véla í bátana segir í sömu grein: „Aðalatriðið við mótorana er það að kaupa má mótora, sem mest og best meðmæli hafa og lengst hafa verið brúkaðir og að öllu leyti reynast vel, en þar að auki þarf vandlega að gæta að þeim og hreinsa þá vel og láta allar pípur og allt annað vera í sem bestu ástandi". Talsvert löngu fyrir þennan tíma fundust samt Íslendingar sem spreyttu sig á því að leysa mannaflið af hólmi með vélarafli. Um 1860 var smíðuð róðrarvél í bát á Hornströndum og árið 1886 smíðaði Gísli nokkur Finnsson í Reykjavík sérstaka róðrarvél. Þegar tveir menn sneru vélinni hafði áraskip viðlíka gang í logni og við róður fjögurra til sex manna. Þó var sá galli á þessari róðrarvél, að svo erfitt verk var að snúa vélinni, að tveir menn héldu það ekki út nema í stutta stund. Árið 1897 er getið um svipaða róðrarvél í Ólafsvík. Lauk þar með tilraunum Íslendinga fyrir aldamótin 1900 að knýja áraskip áfram á „mekanískan" hátt. Á marga lund eru þær samt merkilegar, en vitna þó um leið um fátækt og oft landlægt vanmat á íslensku hugviti, sbr. hugmynd íslensks vélstjóra um skuttogara rúmlega hálfri öld síðar og löngu áður en þau skip sáust nokkurs staðar á höfunum.

FYRSTU VÉLBÁTARNIR
Vestfirðingar settu fyrstir Íslendinga vélar í áraskip sín og smábáta. Í nóvember árið 1902 setti Árni Gíslason á Ísafirði vél frá Möllerupsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn í gamlan sexæring. Í febrúar 1903 keypti Þorsteinn Þorsteinsson Reykjvík 4ra hestafla Dan-vél í opinn bát, sem hann og Bjarni í Engey áttu. Þetta var f'yrsti vélbáturinn við Faxaflóa.
Vorið 1904 var fyrst sett vél í bát á Austfjörðum, í m/b Bjólf frá Seyðisfirði og síðar um sumarið var á Norðurlandi, sett vél í bát frá Hrísey. „Sú hugsun að fá hingað vélbát lét mig ekki í friði, þegar ég hafði séð vélbátinn Bjóli á Seyðisfirði,, ,skrifar Þorsteinn í Laufási í Aldahvörf í Eyjum.
Fyrstu vélbátarnir komu til Norðfjarðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar árið 1905 og 1906. Margir þeirra báta voru með svonefndar Gideon-vélar og Dan, sem var mjög útbreidd um allt land.
Aldahvörf' verða nú í sjávarútvegi Íslendinga.
Upp rennur vélbátaöld í stað opinna skipa, sem knúin voru áfram með árum og seglum. Bjarni Þorkelsson bátasmiður í Reykjavík hóf smíði sérstakra báta, sem áttu að henta þessari nýju tækni betur en gömlu áraskipin og er Bjarni talinn brautryðjandi í smíði íslenskra vélbáta. Bátar hans voru skarsúða eða súðbyrtir. Báti með lagi Bjarna er svo lýst, að hann var 28 feta langur, kjaldýpt var 22 fet og um miðju að ofan var hann 8 fet á breidd, byggður úr eik og furu.
Í fréttablaðinu Óðni segir svo árið 1906 um vélina í þessum nýja báti: / bátnum er steinolíuhreyfivél með 4rum hestbilum og vegur hún með öllu, sem henni fylgir 850 pund. Vélin eyðir á hröðustu ferð 1 3/4 til 2 pottum af steinolíu á klst. Verð 1100 kr. Báturinn ber 20 tn. þunga auk vélarinnar. Skriðhraðinn var mældur svo, að báturinn fór þrautalaust 2 mílur danskar á klst. Snúningshraði 430 snúningar/mínútu".
Í Reykjavík var skipasmíðastóð undir stjórn Otta Guðmundssonar skipasmiðs, sem var nefnd „Byggingastöðin ALPHA" í auglýsingum í Ægi árið 1908. Í alla bátana voru settar „Alpha"-vélar, sem Matthías Þórðarson ritstjóri Ægis, hafði umboð fyrir.
Í Vestmannaeyjum var atkvæðamesti skipasmiður á fyrstu árum vélbátanna Ástgeir Guðmundsson í Litlabæ og smíðaði hann þrjá rúmlega 9 smálesta vélbáta árið 1906 (Vestmannaey VE 104, Dagmar VE 106 og Von VE 109), auk þess umbyggði hann ásamt Sigurði Sigurfinnssyni teinæringinn Skeið, sem Sigurður var formaður með. Á þeim báti hóf norskur maður, Förland, þorskanetaveiðar með ágætum árangri árið 1913. Áður hafði Þorsteinn í Laufási þó reynt þær veiðar árið 1908, en heppnaðist ekki.
Ástgeir í Litlabæ smíðaði báta sína undir Hellum og voru flestir þeirra listafleytur og með aukinni reynslu burðarmiklar og þóttu góð sjóskip.

12 hesta Alphamótor

EROS, FYRSTI „MÓTORBÁTURINN" í EYJUM
Það sem hér hefur verið drepið á er í stuttu máli forsaga að vélvæðingu íslenska bátaflotans, sem átti eftir að breyta öllu til velmegunar og mikillar hagsældar í verstöðvum vítt og breitt um landið.
Fyrsti vélbátur, sem kom til Vestmannaeyja var mótorbáturinn Eros. Hann var tæp 4 rúmtonn að stærð og kom til Eyja vorið 1904. Gísli J. Johnsen kaupmaður og útgerðarmaður keypti bátinn ásamt stjúpföður sínum Sigurði Sigurðssyni í Frydendal og Ágústi Gíslasyni í Valhöll.
Í Sjómannablaðinu Víkingi birtist árið 1955 grein um þetta og segir svo um Eros í lýsingu undirritaðri 14.
janúar 1932 af Bjarna Þorkelssyni skipaeftirlitsmanni og skoðunarmanni, sem fyrr er nefndur:
„Laust eftir nýárið 1904 kom Gísli Johnsen, þá kaupm. í Vestmannaeyjum til mín undirritaðs og leitaði samninga við mig um að byggja fyrir sig mótorbát. Tókust samningar greiðlega milli okkar um þetta. Síðan fór Gísli til útlanda og sendi hann mér eftir umtali, allt efni í bátinn frá Kaupmannahöfn, og var smíði bátsins lokið snemma í maímánuði þá um vorið. Einnig sendi Gísli vél í bátinn frá Kaupmannahöfn og var það 6 hestafla Dan-vél. Stærð bátsins mun hafa verið kringum 30 fet eða rúmlega það. Enginn annar en Gísli Johnsen samdi við mig eða hafði afskipti af smíð bátsins. Ekki varð úr því að Dan-vélin yrði sett í bátinn, heldur var sett í hann 6 hestafla tveggja cylundra Möllerupsvél, en Dan-vélin sett í annan bát, sem átti Guðmundur Diðriksson, og gekk sú vél sérstaklega vel í fjölda mörg ár. Það má segja, að bátur þessi, sem kallaður var „Eros", eigi í raun og veru merkilega sögu, því hann mun mega telja fyrsta íslenska vélarfiskibátinn, sem smíðaður var með það fyrir augum, að setja í hann vél. Þó ber að geta þess, að nokkru áður hafði Árni Gíslason á Ísafirði látið setja vél í róðrarbát, er hann átti, en að öðru leyti eins og áður segir, er „Eros", sem ég byggði fyrir Gísla Johnsen fyrsti vélbáturinn hér á landi, sem ætlaður er til fiskiveiða." Vélin í Eros reyndist illa og varð þetta til þess, að útgerð hans varð í hinu mesta basli og vandræðum, lítið sem ekkert aflaðist á bátinn. Þorsteinn Johnson í Jómsborg, síðar bóksali, sem var meðeigandi og vélstjóri á fyrsta mótorbát Þorsteins í Laufási, Unni VE 80, áleit það hið mesta óhapp, að Möllerupsvél skyldi sett í Eros, sem var súðbyrtur og opinn, en yfir vélinni var hús úr járni. Yngri menn voru samt mjög hrifnir af bátnum og menn undruðust hávaðann í vélinni, sem var óskaplegur að sögn Þorsteins, enda var vélin án hljóðdeyfis. Vélin gekk þó vel til að byrja með og var Eros notaður til að draga uppskipunarbáta og skip til landsins.
Vélamaður eða „mótoristi" á „Eros" var Ágúst Gíslason í Valhöll, og þótti undravert hvað hann gat látið vélina ganga, því að þá var ekkert vélaverkstæði í Vestmannaeyjum. Stundum var Gísli Lárusson, fyrrum formaður og frægur fjallamaður, en síðustu ár sín gullsmiður, fenginn til þess að gera við olíurör og sitthvað fleira, en Ágúst sýndi oft fádæma þrautseigju við vélina. Eitt sinn stöðvaðist vélin í landferð og komst Eros á seglum upp undir Bjarnarey. Þar lágu þeir alla nóttina, en klukkan 10 um morguninn tókst Ágústi, sótsvörtum eins og kolapilti, að koma vélinni í gang. Þetta er eftir frásögn Þorsteins Johnson í Jómsborg, sem var með í ferðinni.

Auglýsing úr Ægi

VETRARVERTÍÐIN 1906 Kaupin á EROS vöktu mikla athygli og var báturinn oft í förum með unga sjómenn, sem þótti mikið um að geta farið fyrirhafnarlaust um sjóinn án segla og ára.
Haustið 1905 voru keyptir tveir vélbátar til Vestmannaeyja og gerðir út frá Eyjum vetrarvertíðina 1906. Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, faðir Einars útgerðarmanns, sem nefndur var ríki og afi Sigurðar útgerðarmanns og eiganda Hraðfrystistöðvar Vestmannaevja, FES og fl. fyrirtækja, keypti annan bátinu, er nefndist Knörr. Báturinn var 14 tonn að stærð með 8 hestafla DAN-vél og sigldi Sigurður bátnum sjálfur upp til Íslands frá Danmörku. Knörrinn kom til Vestmannaeyja 5. september 1905 og fékk hörð veður í hafi. Hafnaraðstaða var þá engin, aðeins vogur fyrir opnu úthafi og aðalvindátt og þótti báturinn of stór fyrir þessar aðstæður, en vélin afllítil.
Unnur VE 80 var smíðuð í Friðrikssund í Danmörku eins og flestir fyrstu Vestmannaeyjabátarnir og kom um svipað leyti eða 9. september til Eyja með farþega- og flutningaskipinu Láru. Unnur var 7,23 rúmlestir að stærð með 8 hestafla Dan-vél. Hann gekk 6 til 7 mílur í logni. Eigendur voru Þorsteinn Jónsson í Laufási, Geir Guðmundsson Kirkjubæ, síðar á Geirlandi, Þorsteinn Johnson frá Jómsborg, sem var vélstjóri, Friðrik Svipmundsson Görðum, síðar á Löndum og Þórarinn Gíslason Lundi, mágur og fornvinur Þorsteins í Laufási, sem var formaður. Hann var þá þegar reyndur formaður og farsæll á áraskipinu Ísak, 25 ára að aldri.
Unnur fór í sinn fyrsta róður vetrarvertíðina 1906, hinn 3. febrúar. Þorsteinn í Laufási var sem kunnugt er prýðilega ritfær og hefur hann lýst þessum fyrsta róðri á Unni mjög skemmtilega í bókinni „Aldahvörf í Eyjum", sem er útgerðarsaga Vestmannaeyja fram til 1930, auk þess ritaði hann æviminningar sínar, sem hann nefndi „Formannsævi í Eyjum".
Um landsstímið þennan fyrsta róður á Unni tekur Þorsteinn svo til orða: -,,Á leiðinni í land settum við upp segl, því kominn var góður byr. Þegar við sáum, að stór hópur manna var austur á Skansi, var ferðin aukin eins og hægt var í ögrunarskyni og til þess að láta menn sjá, að enda þó að spaðarnir væru ekki nema tveir og litlir í margra augum, gátu þeir þó róið á við marga menn og þreyttust aldrei, en þetta höfðu ýmsir talið hina mestu fjarstæðu"...... „Það var þó föst venja á fyrstu árum vélbátanna að nota alltaf segl, þegar byr gaf. En ekki orðlengja það, að þessa vertíð var vélbáturinn Unnur langsamlega aflahæsti bátur í Vestmannaeyjum og hófust menn nú handa af fullum krafti við endurnýjun og vélvæðingu flotans, svo að næstu vetrarvertíð árið 1907, voru gerðir út 22 vélbátar frá Vestmannaeyjum.
Árið 1908 voru bátarnir orðnir 40 og voru allflestir í sameign sjómanna, því að 119 menn voru skráðir eigendur þeirra 22ja báta, sem gengu á vetrarvertíðinni 1907.
Flestar vélar þessara báta voru 8 hestafla DAN-vélar, en bátarnir voru 7 til 8 rúmtonn að stærð. Sá stærsti var mældur 9,81 rúmtonn og var með 10 hestafla Hoffmannsvél.
Um DAN-vélarnar segir Þorsteinn í Laufási:„Það voru eingöngu Dan-mótorar, sem notaðir voru fyrst. En ekki leið á löngu þangað til farið var að nota fleiri tegundir. Var Alfa-mótorinn einna mest notaður næst Dan og hélst það þangað til tvígengismótorarnir fóru að ryðja sér til rúms. Mér líkaði svo vel við Dan, að ég notaði þessa mótortegund þangað til 1929 eða í 23 ár. Ég breytti til vegna þess að viðhaldið á fjórgengismótorum reyndist miklu meira en á tvígengismótorunum, og brennsluolían dýrari. En öryggi Dan-mótorsins var í besta lagi og sízt minna en tvígengismótoranna. Þeir fóru betur með bátana, eða svo reyndist mér."
Ekki voru lærðir vélstjórar á bátunum, en það hjálpaði mikið, sennilega meira en nokkurn grunaði, að svo vel vildi til, að haustið 1905 kom til Vestmannaeyja Halldór Guðmundsson (bróðir Eyjólfs rithöfundar á Hvoli), sem ættaður var frá Eyjarhólum í Mýrdal. Halldór var þá þegar þekktur rafmagns- og vélfræðingur, en Þorsteinn í Laufási og Halldór voru svilar, kvæntir dætrum Gísla Engilbertssonar verslunarstjóra á Tanganum.
Halldór veitti skipverjum og eigendum á Unni mjög góða tilsögn um meðferð vélarinnar á Unni og þá sérstaklega vélstjóranum Þorsteini í Jómsborg.
Það var einnig mikið happ vélbátaflotanum í Eyjum, að vorið 1907 kom til Vestmannaeyja fyrsti lærði vélsmiðurinn í Vestmannaeyjum, Matthías Finnbogason frá Litluhólum. Hann var sérstakur völundarsmiður og starfaði við vélsmíði í Eyjum langa ævi og gifturíka.

UMBROTAÁR
Ási í Bæ lýsti vel þessum umbrotaárum í Vestmannaeyjum, er þjóðin var að vakna til frekari dáða í skini nýrrar aldar og lýðum var ljóst, að sá guli var utar.
í bókinni „Aflamenn" segir Ási svo frá í þætti sínum um Binna í Gröf: „Ekki voru vélar settar í gömlu áraskipin, heldur brutust menn í því að kaupa báta frá Danmörku. Þessir menn höfðu lítið annað fram að leggja en dugnað og áræði, menn nýrrar aldar, sem sjálfstæðisbarátta og framaþrá höfðu vakið til dáða. Enginn skyldi þó halda, að það hafi verið leikur að standa í þessum framkvæmdum, það þurfti næstum ofdirfsku til að brjótast úr gömlum viðjum og leggja á nýjar leiðir, en þar á ofan á fátækt og vankunnátta. Í þann tíð var ekki aðeins að obbi landsmanna væri fælinn við nýjungar, vélin var íhugum flestra eitt af tólum andskotans, sem þeir hræddust eins og ára hans.
Menn höfðu trúað á sína ár og sitt segl gegnum aldanna rás og í fásinni talið sér trú um, að gömlu skipin með rá og reiða væru svo fullkomin, að annað betra myndi ekki skapast til eilífðar nóns. Og svo komu skýjaglópar og segja allt þetta gamla og góða sem trúað er á úrelt og einskis nýtt. Og það danska báta í tilbót.
Mannfjöldi í Vestmannaeyjum gefur glögga hugmynd um þá öru þróun og uppbyggingu, sem átti sér stað á fyrstu árum vélbátanna. Árið 1901 var fjöldi íbúa 607 manns, en árið 1910 hafði íbúatalan meira en tvöfaldast og bjuggu það ár 1319 manns í Vestmannaeyjum. Árið 1920 var mannfjöldi 2426 og hafði fjórfaldast á 20 árum. Árið 1930 var íbúatalan 3350. Næstu þrjátíu árin var fjölgun íbúa hæg allt fram til 1960, er rúmlega 4.000 manns bjuggu í Vestmannaeyjum. Við eldgosið 1973 var mannfjöldi 5.300 manns.

Unnur III VE 80 í eigu Þorsteins í Laufási, 13,85 tonn með 50 ha Dan-vél

ÞRÓUN BÁTA OG VÉLA
Hér hefur verið dregin upp svipmynd af aðdraganda og fyrstu árum vélbátaaldar á Íslandi. Við nánari athugun má sjá hvernig ákveðnar tegundir véla tilheyra vissum áratug.
Allt fram undir 1920 virðast DAN-vélar vera vinsælastar í flotanum.
Þessi ár voru einnig mjög atburðarík í sögu lands og þjóðar. Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Af brýnni nauðsyn vegna uggvænlega vaxandi sjóslysa, þegar litlu vélbátunum var ofboðið í baráttu við hörð náttúruöfl, var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað árið 1919 með almennri og virkri þátttöku allra Vestmannaeyinga.
Hinn 26. mars 1920 kom björgunar og varðskipið Þór, fyrsta varðskip Íslendinga, til Vestmannaeyja. Þór átti síðan eftir að verða bátaflotanum til ómetanlegs öryggis og aðstoðar.
Árið 1923 gengu um 60 vélbátar frá Vestmannaeyjum, en í tryggingu Bátaábyrgðafélagsins voru það árið 57 bátar. Árið eftir voru þeir orðnir 64.
Áratugurinn 1920-1930 er sá tími, er vöxtur og uppbygging bátaflotans var hvað hröðust, en um 1930 voru mótorbátarnir einna flestir eða 97 fyrir utan trillubáta. Áratug síðar, vertíðina 1940, gengu 84 vélbátar frá Vestmannaeyjum.
Stærð bátanna var algengust 14-20 rúmlestir og vélastærð um 40 hestöfl. Algengustu vélategundir voru Alfa, Wickmann og Tuxham,en einnig voru til vélar með nöfnum eins og Seffle og Ellwe, Gideon og Eva. í kjölfar stærri báta og véla komu ýmsar tækninýjungar.
Fyrsti vélbáturinn var raflýstur árið 1927. Það var Emma VE 219. Fyrstu loftskeytatækin, sem voru sett í íslenskan fiskibát, voru tækin í Heimaey VE 7, árið 1928. Loftskeytatæki komu þó mun fyrr í íslenska togara og flutningaskip eða fyrir 1920. Heimaey var myndarlegur bátur, 29 rúmlestir með 90 hestafla Tuxham-vél í eigu Gísla J. Johnsen.
Fjöldi vélbáta hélst nokkuð jafn næstu árin. Árið 1943 gengu 84 vélbátar frá Vestmannaeyjum.
Vélategundir breyttust og urðu aflmeiri. Það ár var Helgi Ve 33, sem fórst við Faxasker 7. janúar 1950, stærsta skip Eyjaflotans 115 rúmlestir brúttó og með 213 hestafla June Munktell vél.
Bátum fækkaði nokkuð á næstu árum og voru árið 1953 76 að tölu. Árið 1963 var gerður út 91 bátur frá Vestmannaeyjum og var mikill þróttur í litgerð Vestmannaeyinga á 7. áratugnum. Um áramótin 1972/1973 voru 83 bátar skráðir írá Vestmannaeyjum og voru 9 þeirra yfir 200 rúmlestir, en 10 bátar voru á bilinu 100 til 150 rúmlestir. Í febrúar 1973 bættist nýr skuttogari í Eyjaflotann, þegar Vestmannaey VE 54 kom til Hafnarfjarðar frá Japan, en þá voru allar bjargir bannaðar í Vestmannaeyjum vegna eldgossins.

MENNTUN VÉLSTJÓRA
Ég get ekki lokið svo skrifum um upphaf og þróun vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum, að ég minnist ekki stuttlega á þann mikilsverða þátt, sem menntun vélstjóra átti í þeirri þróun.
Matthías Finnbogason á Litluhólum, sem fyrr er nefndur sagði mönnum löngum til um meðferð véla, en reynt var að velja laghenta menn og járnsmiði til vélgæslustarfa. Vankunnátta í meðferð véla var áreiðanlega iðulega orsök slysa og menn misstu af afla vegna vélbilana.
Í sögu Björgunarfélags Vestmannaeyja eftir Pál Bjarnason, sem kom út árið 1928, segir svo: Bilanir á vélunum voru tíðar og leiddi af þeim tafir á vertíðinni og slys.
Margir í kynslóð fyrstu vélstjóra í Eyjaflotanum voru þó sannkallaðir snillingar, í senn æðrulausir og úrræðagóðir. Valdimar Árnason í Vallanesi, þekktur borgari á sinni tíð fyrir fræg tilsvör og gamansemi, tók t.d. upp vélina í vélbátnum Vestmannaey, stykki fyrir stykki, í haugasjó og roki, kom síðan vélinni saman og í gang, svo báturinn komst til hafnar fyrir eigin vélarafli.
Fræg er sagan af Sigurði á Lögbergi, þegar hann var á leið til Vestmannaeyja frá Reykjavík á m/b Sigríði II VE 240 í aftaka veðri með bátinn fullan af fólki. Þeir voru vélarvana á reki suður af Krýsuvíkurbjargi og ekkert blasti annað við, en að bátinn ræki upp og var þá öllum dauðinn vís. Sigurður var samt ótrauður að berjast við að gera við vélina. Pegar útlitið var sem svartast og hann var að brasa við að koma svinghjólinu á 38 mótorinn sagði hann þessa ógleymanlegu setningu: ,,Já, hvað ætli hann Kristmann segi og allt óassúerað" (óvátryggt), en Kristmann Þorkelsson í Steinholti var meðeigandi Sigurðar í bátnum. Hresstust allir við þessa athugasemd Sigurðar, en nokkru síðar kom hann vélinni í gang og var þá öllum borgið. Vélstjóranámskeið haustið 1915 var fyrsta námskeið til menntunar sjómanna í Vestmannaeyjum, haldið frá 27. september til 4. nóvember og luku 8 menn prófi. Námskeiðið var á vegum Fiskifélags Íslands og veitti Ólafur T. Sveinsson námskeiðinu forstöðu. Vélstjóranámskeið voru síðan haldin all reglulega og hið síðasta árið 1966.
Miklum áfanga var náð í tækni- og vélfræðimenntun í Vestmannaeyjum, þegar deild Vélskóla Íslands fyrir I. stig vélstjóra var sett á fót haustið 1968, en 1969 luku 22 menn prófi, þar af náðu 18 nemendur framhaldseinkunn. Forstöðumaður deildarinnar var Jón Einarsson, nú kennari við Vélskóla Íslands og vann hann mjóg gott starf við að koma deildinni upp í Vestmannaeyjum í samráði við Gunnar Bjarnason, skólastjóra Vélskólans.
Blað var þó brotið í vélstjóramenntun í Vestmannaeyjum, þegar kennsla fyrir II. stig vélstjóra var komið á fót árið 1970, en stigið veitir réttindi til að stjórna 1000 hestafla vél eftir tilskilinn reynslutíma. Kristján Jóhannesson vélfræðingur tók við kennslu í Vélskólanum haustið 1972 og hefur veitt vélstjórafræðslunni forstöðu síðan. Frá haustinu 1980 hefur Vélskólinn starfað sem vélstjórnarbraut í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Með hátíðar- og sjómannadagskveðju til allra Vestmannaeyinga!

Guðjón Ármann Eyjólfsson.