„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Stofnun Eyjaíss“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Stofnun Eyjaíss bætti úr brýnni þörf'''</big></big></center><br> Föstudaginn 12. september 1986 var ísstöðin Eyjaís formlega tekin í notkun. Að ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<center><big><big>'''Stofnun Eyjaíss bætti úr brýnni þörf'''</big></big></center><br>
<center><big><big>'''Stofnun Eyjaíss bætti úr brýnni þörf'''</big></big></center><br>
Föstudaginn 12. september 1986 var ísstöðin [[Eyjaís]] formlega tekin í notkun. Að því tilefni var efnt til mannfagnaðar í húsakynnum verksmiðjunnar, þar sem greint var frá aðdraganda að stofnun fyrirtækisins, byggingasaga þess rakin og húsakynni og vélar sýndar.<br>
Föstudaginn 12. september 1986 var ísstöðin [[Eyjaís]] formlega tekin í notkun. Að því tilefni var efnt til mannfagnaðar í húsakynnum verksmiðjunnar, þar sem greint var frá aðdraganda að stofnun fyrirtækisins, byggingasaga þess rakin og húsakynni og vélar sýndar.
[[Mynd:Stofnun Eyjaíss 1 Sdbl. 1987.jpg|thumb|Ísnum dælt beint um borð í fiskiskip. Talið frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Eyjaíss. Þórainn Eiríksson, skipstjóri Sæfaxa, Þórarinn Sigurðsson, rafvirki Geisla, Sigurður Óskarsson þáv. stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, Páll Zóphoníasson, tæknifræðingur.]]
<br>
Stjórnarformaður, [[Hilmar Rósmundsson|Hilmar Rósmundsson]], flutti kynningarræðu og þykir rétt að birta hana hér í heild sinni, þar sem hún gefur á mjög glöggan hátt, skýra mynd af því hvernig svona fyrirtæki verður til.<br>
Stjórnarformaður, [[Hilmar Rósmundsson|Hilmar Rósmundsson]], flutti kynningarræðu og þykir rétt að birta hana hér í heild sinni, þar sem hún gefur á mjög glöggan hátt, skýra mynd af því hvernig svona fyrirtæki verður til.<br>
Góðir hluthafar og gestir.<br>
Góðir hluthafar og gestir.<br>
Fyrir hönd Eyjaíss h.f. býð ég ykkur alla velkomna í þessa nýju verksmiðju og vil með nokkrum orðum rekja aðdragandann að stofnun þessa félags og stutta byggingasögu stöðvarinnar. Eins og við allir vitum hafa fiskvinnslustöðvarnar hér framleitt verulegt og vaxandi magn af ís í langan tíma, en notkun hefur aukist það mikið á síðustu árum að á stundum hafðist ekki undan að framleiða. Ýmsir höfðu af þessu áhyggjur og ásíðasta hausti var skipuð undirbúningsnefnd til þess að kanna hug fiskverkenda, útvegsbænda og útflytjenda til þess að reisa sameiginlega ísverksmiðju, er gæti bætt úr þessum vanda. Eftir að nefndin hafði komist að því, að einhugur ríkti meðal þeirra manna er hlut áttu að, var boðað til félagsstofnunar um málið þann 25. jan. s.l. [[Jóhannes Kristinsson]] formaður undirbúningsnefndarinnar setti fundinn og útskýrði undirtektir þeirra er rætt hafði verið við og samþykktu þeir 31 er fundinn sátu, einróma að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur ísverksmiðju, svo og stofnsamning sem gerður var og skýrður af [[Jón Hauksson|Jóni Haukssyni]] lögfræðingi. Þá var einnig kosin stjórn og endurskoðendur fyrir félagið svo að segja má að 25. janúar sé og verði afmælisdagur þess. Stjórnin ákvað samdægurs að óska eftir því við Pál Zóphoníasson byggingatæknifræðing að hann yrði ráðgjafi stjórnarinnar við allan undirbúning og gerð útboðsgagna svo og að hann tæki að sér hönnun og allt eftirlit með byggingu stöðvarinnar. Páll tók vel í málið og tel ég að félagið hafi verið mjög heppið að fá hann og hans menn til þess að annast þessi verk, því margt þarf að athuga bæði í samningsgerð og við framkvæmd og tel ég að þeir hafi gætt okkar hagsmuna mjög vel. Fyrstu verk Páls voru að skrifa Hafnarstjórn með ósk um lóð undir húsið svo og öllum þeim umboðsmönnum og söluaðilum er versluðu með þau tæki er hér um ræðir og óska eftir tilboði í eitt stk. ísverksmiðju fyrir 21. mars s.l.<br>
Fyrir hönd Eyjaíss h.f. býð ég ykkur alla velkomna í þessa nýju verksmiðju og vil með nokkrum orðum rekja aðdragandann að stofnun þessa félags og stutta byggingasögu stöðvarinnar. Eins og við allir vitum hafa fiskvinnslustöðvarnar hér framleitt verulegt og vaxandi magn af ís í langan tíma, en notkun hefur aukist það mikið á síðustu árum að á stundum hafðist ekki undan að framleiða. Ýmsir höfðu af þessu áhyggjur og ásíðasta hausti var skipuð undirbúningsnefnd til þess að kanna hug fiskverkenda, útvegsbænda og útflytjenda til þess að reisa sameiginlega ísverksmiðju, er gæti bætt úr þessum vanda. Eftir að nefndin hafði komist að því, að einhugur ríkti meðal þeirra manna er hlut áttu að, var boðað til félagsstofnunar um málið þann 25. jan. s.l. [[Jóhannes Kristinsson]] formaður undirbúningsnefndarinnar setti fundinn og útskýrði undirtektir þeirra er rætt hafði verið við og samþykktu þeir 31 er fundinn sátu, einróma að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur ísverksmiðju, svo og stofnsamning sem gerður var og skýrður af [[Jón Hauksson|Jóni Haukssyni]] lögfræðingi. Þá var einnig kosin stjórn og endurskoðendur fyrir félagið svo að segja má að 25. janúar sé og verði afmælisdagur þess. Stjórnin ákvað samdægurs að óska eftir því við Pál Zóphoníasson byggingatæknifræðing að hann yrði ráðgjafi stjórnarinnar við allan undirbúning og gerð útboðsgagna svo og að hann tæki að sér hönnun og allt eftirlit með byggingu stöðvarinnar. Páll tók vel í málið og tel ég að félagið hafi verið mjög heppið að fá hann og hans menn til þess að annast þessi verk, því margt þarf að athuga bæði í samningsgerð og við framkvæmd og tel ég að þeir hafi gætt okkar hagsmuna mjög vel. Fyrstu verk Páls voru að skrifa Hafnarstjórn með ósk um lóð undir húsið svo og öllum þeim umboðsmönnum og söluaðilum er versluðu með þau tæki er hér um ræðir og óska eftir tilboði í eitt stk. ísverksmiðju fyrir 21. mars s.l.<br>
Sex tilboð bárust og voru þau opnuð hinn 21. mars að viðstöddum fulltrúum þriggja bjóðenda. Við nánari skoðun og samanburð á tilboðunum kom í ljós að þau voru mjög misjöfn, bæði hvað varðaði verð og búnað og sýnt að aðeins tvö þeirra komu til greina og samþykkti stjórnin að Páll færi ásamt okkur [[Magnús Kristinsson|Magnúsi Kristinssyni]] til frekari viðræðna við fulltrúa Vélasölunnar h.f. og Jötuns h.f. og einnig að koma við í Þorlákshöfn og Grindavík, skoða ísverksmiðjurnar þarog kynna okkur reynsluna af þeim. Þessari ferð lauk þannig að þann 12.<br>
Sex tilboð bárust og voru þau opnuð hinn 21. mars að viðstöddum fulltrúum þriggja bjóðenda. Við nánari skoðun og samanburð á tilboðunum kom í ljós að þau voru mjög misjöfn, bæði hvað varðaði verð og búnað og sýnt að aðeins tvö þeirra komu til greina og samþykkti stjórnin að Páll færi ásamt okkur [[Magnús Kristinsson|Magnúsi Kristinssyni]] til frekari viðræðna við fulltrúa Vélasölunnar h.f. og Jötuns h.f. og einnig að koma við í Þorlákshöfn og Grindavík, skoða ísverksmiðjurnar þarog kynna okkur reynsluna af þeim. Þessari ferð lauk þannig að þann 12.<br>
apríl, skrifuðum við Magnús undir viljayfirlýsingu, fyrir hönd Eyjaíss h.f. þess efnis að gengið yrði frá samningi við Finsham a/s í Noregi, um kaup á ísverksmiðju sem framleiddi 60 tonn og sem afhendast skyldi 1. sept. 1986. Þegar þeir komu var þessi undirskrift formlega staðfest af stjórninni. Þegar hér var komið ákvað stjórnin að auglýsa eftir starfsmönnum með rafvirkja- eða vélstjóraréttindi. Skyldi annar hefja störf þegar farið yrði að reisa húsið, en hinn þegar ísframleiðsla hæfist. Níu sóttu um starfið og voru þeir [[Guðmundur Jóhannsson]] rafvirki og [[Theódór Ólafsson]] vélstjóri ráðnir. Guðmundur hefur starfað með byggingaraðilum frá byrjun, en Theódór hefur nýhafið störf.<br>
apríl, skrifuðum við Magnús undir viljayfirlýsingu, fyrir hönd Eyjaíss h.f. þess efnis að gengið yrði frá samningi við Finsham a/s í Noregi, um kaup á ísverksmiðju sem framleiddi 60 tonn og sem afhendast skyldi 1. sept. 1986. Þegar þeir komu var þessi undirskrift formlega staðfest af stjórninni. Þegar hér var komið ákvað stjórnin að auglýsa eftir starfsmönnum með rafvirkja- eða vélstjóraréttindi. Skyldi annar hefja störf þegar farið yrði að reisa húsið, en hinn þegar ísframleiðsla hæfist. Níu sóttu um starfið og voru þeir [[Guðmundur Jóhannsson]] rafvirki og [[Theódór Ólafsson]] vélstjóri ráðnir. Guðmundur hefur starfað með byggingaraðilum frá byrjun, en Theódór hefur nýhafið störf.
[[Mynd:Stofnun Eyjaíss 2 Sdbl. 1987.jpg|thumb|Framleiðsluhús Eyjaíss og birgðageymsla á Friðarhafnarbryggju, vestan Vinnslustöðvar og vigtarhúss.]]
[[Mynd:Stofnun Eyjaíss 3 Sdbl. 1987.jpg|thumb|298x298dp]]
Vélasalan h.f. fyrir hönd Finsham a/s réði undirverktaka og tóku þeir [[Steingrímur Snorrason]] og [[Ársæll Sveinsson]] að sér að byggja undirstöður undir húsið svo og rásir og kassa vegna ísblásturs og innréttingar í húsinu. [[Geisli]] tók að sér alla rafmagnsvinnu og [[Miðstöðin|Miðstöðin]] pípulagnir og hreinlætisaðstöðu. í byrjun júní var húsið staðsett hér á bryggjunni, fyrsta skóflustungan tekin og þar með hófust framkvæmdir á fullu.<br>
Vélasalan h.f. fyrir hönd Finsham a/s réði undirverktaka og tóku þeir [[Steingrímur Snorrason]] og [[Ársæll Sveinsson]] að sér að byggja undirstöður undir húsið svo og rásir og kassa vegna ísblásturs og innréttingar í húsinu. [[Geisli]] tók að sér alla rafmagnsvinnu og [[Miðstöðin|Miðstöðin]] pípulagnir og hreinlætisaðstöðu. í byrjun júní var húsið staðsett hér á bryggjunni, fyrsta skóflustungan tekin og þar með hófust framkvæmdir á fullu.<br>
15. júlí komu hingað fimm norðmenn frá Finsham. Þeirra hlutverk var að reisa húsið og koma vélum og tækjum á sinn stað. Tveim dögum síðar kom mestur hluti efnis og tækja á staðinn. Hafsteinn Linnet frá Vélasölunni var hér nær allan byggingartímann og stjórnaði verkinu, en hann er sérhæfður í byggingu og frágangi slíkra stöðva og hafði m.a. verið við byggingu verksmiðjanna í Grundavík, Þorlákshöfn og Sjólastöð í Hafnarfirði.<br>
15. júlí komu hingað fimm norðmenn frá Finsham. Þeirra hlutverk var að reisa húsið og koma vélum og tækjum á sinn stað. Tveim dögum síðar kom mestur hluti efnis og tækja á staðinn. Hafsteinn Linnet frá Vélasölunni var hér nær allan byggingartímann og stjórnaði verkinu, en hann er sérhæfður í byggingu og frágangi slíkra stöðva og hafði m.a. verið við byggingu verksmiðjanna í Grundavík, Þorlákshöfn og Sjólastöð í Hafnarfirði.<br>

Núverandi breyting frá og með 12. desember 2018 kl. 14:29

Stofnun Eyjaíss bætti úr brýnni þörf


Föstudaginn 12. september 1986 var ísstöðin Eyjaís formlega tekin í notkun. Að því tilefni var efnt til mannfagnaðar í húsakynnum verksmiðjunnar, þar sem greint var frá aðdraganda að stofnun fyrirtækisins, byggingasaga þess rakin og húsakynni og vélar sýndar.

Ísnum dælt beint um borð í fiskiskip. Talið frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Eyjaíss. Þórainn Eiríksson, skipstjóri Sæfaxa, Þórarinn Sigurðsson, rafvirki Geisla, Sigurður Óskarsson þáv. stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, Páll Zóphoníasson, tæknifræðingur.


Stjórnarformaður, Hilmar Rósmundsson, flutti kynningarræðu og þykir rétt að birta hana hér í heild sinni, þar sem hún gefur á mjög glöggan hátt, skýra mynd af því hvernig svona fyrirtæki verður til.
Góðir hluthafar og gestir.
Fyrir hönd Eyjaíss h.f. býð ég ykkur alla velkomna í þessa nýju verksmiðju og vil með nokkrum orðum rekja aðdragandann að stofnun þessa félags og stutta byggingasögu stöðvarinnar. Eins og við allir vitum hafa fiskvinnslustöðvarnar hér framleitt verulegt og vaxandi magn af ís í langan tíma, en notkun hefur aukist það mikið á síðustu árum að á stundum hafðist ekki undan að framleiða. Ýmsir höfðu af þessu áhyggjur og ásíðasta hausti var skipuð undirbúningsnefnd til þess að kanna hug fiskverkenda, útvegsbænda og útflytjenda til þess að reisa sameiginlega ísverksmiðju, er gæti bætt úr þessum vanda. Eftir að nefndin hafði komist að því, að einhugur ríkti meðal þeirra manna er hlut áttu að, var boðað til félagsstofnunar um málið þann 25. jan. s.l. Jóhannes Kristinsson formaður undirbúningsnefndarinnar setti fundinn og útskýrði undirtektir þeirra er rætt hafði verið við og samþykktu þeir 31 er fundinn sátu, einróma að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur ísverksmiðju, svo og stofnsamning sem gerður var og skýrður af Jóni Haukssyni lögfræðingi. Þá var einnig kosin stjórn og endurskoðendur fyrir félagið svo að segja má að 25. janúar sé og verði afmælisdagur þess. Stjórnin ákvað samdægurs að óska eftir því við Pál Zóphoníasson byggingatæknifræðing að hann yrði ráðgjafi stjórnarinnar við allan undirbúning og gerð útboðsgagna svo og að hann tæki að sér hönnun og allt eftirlit með byggingu stöðvarinnar. Páll tók vel í málið og tel ég að félagið hafi verið mjög heppið að fá hann og hans menn til þess að annast þessi verk, því margt þarf að athuga bæði í samningsgerð og við framkvæmd og tel ég að þeir hafi gætt okkar hagsmuna mjög vel. Fyrstu verk Páls voru að skrifa Hafnarstjórn með ósk um lóð undir húsið svo og öllum þeim umboðsmönnum og söluaðilum er versluðu með þau tæki er hér um ræðir og óska eftir tilboði í eitt stk. ísverksmiðju fyrir 21. mars s.l.
Sex tilboð bárust og voru þau opnuð hinn 21. mars að viðstöddum fulltrúum þriggja bjóðenda. Við nánari skoðun og samanburð á tilboðunum kom í ljós að þau voru mjög misjöfn, bæði hvað varðaði verð og búnað og sýnt að aðeins tvö þeirra komu til greina og samþykkti stjórnin að Páll færi ásamt okkur Magnúsi Kristinssyni til frekari viðræðna við fulltrúa Vélasölunnar h.f. og Jötuns h.f. og einnig að koma við í Þorlákshöfn og Grindavík, skoða ísverksmiðjurnar þarog kynna okkur reynsluna af þeim. Þessari ferð lauk þannig að þann 12.
apríl, skrifuðum við Magnús undir viljayfirlýsingu, fyrir hönd Eyjaíss h.f. þess efnis að gengið yrði frá samningi við Finsham a/s í Noregi, um kaup á ísverksmiðju sem framleiddi 60 tonn og sem afhendast skyldi 1. sept. 1986. Þegar þeir komu var þessi undirskrift formlega staðfest af stjórninni. Þegar hér var komið ákvað stjórnin að auglýsa eftir starfsmönnum með rafvirkja- eða vélstjóraréttindi. Skyldi annar hefja störf þegar farið yrði að reisa húsið, en hinn þegar ísframleiðsla hæfist. Níu sóttu um starfið og voru þeir Guðmundur Jóhannsson rafvirki og Theódór Ólafsson vélstjóri ráðnir. Guðmundur hefur starfað með byggingaraðilum frá byrjun, en Theódór hefur nýhafið störf.

Framleiðsluhús Eyjaíss og birgðageymsla á Friðarhafnarbryggju, vestan Vinnslustöðvar og vigtarhúss.

Vélasalan h.f. fyrir hönd Finsham a/s réði undirverktaka og tóku þeir Steingrímur Snorrason og Ársæll Sveinsson að sér að byggja undirstöður undir húsið svo og rásir og kassa vegna ísblásturs og innréttingar í húsinu. Geisli tók að sér alla rafmagnsvinnu og Miðstöðin pípulagnir og hreinlætisaðstöðu. í byrjun júní var húsið staðsett hér á bryggjunni, fyrsta skóflustungan tekin og þar með hófust framkvæmdir á fullu.
15. júlí komu hingað fimm norðmenn frá Finsham. Þeirra hlutverk var að reisa húsið og koma vélum og tækjum á sinn stað. Tveim dögum síðar kom mestur hluti efnis og tækja á staðinn. Hafsteinn Linnet frá Vélasölunni var hér nær allan byggingartímann og stjórnaði verkinu, en hann er sérhæfður í byggingu og frágangi slíkra stöðva og hafði m.a. verið við byggingu verksmiðjanna í Grundavík, Þorlákshöfn og Sjólastöð í Hafnarfirði.
Síðar á byggingartímanum komu aðrir menn frá Finsham til þess að ganga frá vélum og tækjum. Ekki er hægt að segja annað en að bygging verksmiðjunnar hafi gengið mjög vel, ekkert óvænt hefur komið upp á engir árekstrar eða ágreiningur orðið við verktaka. Páll Zóphoníasson og hans menn fylgdust vel með öllu og á byggingartímanum voru haldnir níu verkstöðufundir með verktökum. 27. ágúst eða fjörutíu dögum eftir að farið var að reisa húsið datt fyrsti ísmolinn niður í klefa og 30. ágúst var fyrsta ísnum blásið út í bát.
Smávegisbyrjunarbrestir hafa komið fram í kerfinu og hafa starfsmenn unnið við að lagfæra þá. Úttekt hefur verið gerð á framleiðslugetu og geymslurými og stenst það skv. samningi. Í gærkvöldi var búið að afgreiða 425 lestir út úr húsinu, en mjög lítið var eftir í ísgeymslum. Næstu vikur og mánuðir skera úr um það hvort ástæða verður til þess að bæta við ísvél og pressu, en ráð er fyrir því gert í húsinu. Þá verður einnig hægt að ganga úr skugga um hve háan rafmagnstopp þarf að kaupa.
í stofnsamningi er gert ráð fyrir að reynt yrði að ná hlutafé upp í kr. 10 millj. Hlutafjárloforð hafa verið gefin fyrir 9,2 millj. og af því hafa verið greiddar 8.890 þús. kr. þannig að í þessu efni hefur nær allt gengið upp. Skv. samningi var heildarverð á húsi, vélum og tækjum til ísframleiðslunnar og afhendingar ísl. kr. 33.079.200,-. Eftir undirskrift lækkaði þessi upphæð um kr. 1.240.000,- vegna gengisfellingar í Noregi. Síðan hefur bæst við ýmiss óhjákvæmilegur kostnaður, sem ekki var með í samning svo sem hönnun, eftirlit, heimtaugargjöld og ýmis tæki sem verða að vera á svona stað. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverheildarkostnaður verður en skv. nýjustu upplýsingum gjaldkera kostar stöðin á milti 35 og 36 milljónir króna. Sem fyrr segir hefur þetta allt gengið eðlilega. Stjórn félagsins hefur ekki þurft að hafa mikil afskipti af framkvæmdum, utan einn stjórnarmanna, Magnús Kristinsson varð strax kjörinn gjaldkeri félagsins. Hann hefur séð um allar fjárreiður fyrirtækisins, útvegað þau lán er til þurfti, annast allar greiðslur reikninga. Séð um fjárhagsleg samskipti við Finham og lagt fram loka-uppgjör við það fyrirtæki.
Það má því með sanni segja að þessar framkvæmdir hafi mætt mest á Magnús Kristinssyni svo og Páli Zóphoníassyni og hans mönnum.
Að lokum: Ég veit að það er ósk okkar allra þessu fyrirtæki til handa að því megi vel farnast, að hér verði alltaf nóg af köldum klaka en að sala hans komi þó engum viðskiptavina okkar á kaldan klaka.
Við lyftum glasi fyrir Eyjaís h/f.
Hilmar Rósmundsson.