„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Sigurður Sigurðsson, skipasmiður“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<center>'''SIGURJÓN ERLINGSSON'''</center><br>
<center>'''SIGURJÓN ERLINGSSON'''</center><br>
<big><big><center>'''Sigurður Sigurðsson skipasmiður'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Sigurður Sigurðsson skipasmiður'''</center><br>
 
[[Mynd:Sigurður Sigurðsson Sdbl. 2010.jpg|thumb|300x300dp|Sigurður Sigurðsson ]]
''Sigurjón Erlingsson tók saman sögu tengdaforeldra sinna, Sigurðar Sigurðssonar, skipasmiðs og Ingunnar Úlfarsdóttur sem bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum. Kaflinn um Sigurð er öllu ítarlegri en hann starfaði m.a. á vertíð í landi og til sjós en síðari ár sem skipasmiður í austurslippnum, hjá Gunnari Marel og lœrði þar iðn sína. Sigurður var fæddur og uppalinn í Landeyjunum en fór fimmtán ára gamall á sína fyrstu vertíð í Eyjum. Sjómannadagsblaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi til að birta hluta samantektar Sigurjóns og eru honum færðar bestu þakkir fyrir. Frásögnin hefst þegar Sigurður er á leið til Eyja.''<br>
''Sigurjón Erlingsson tók saman sögu tengdaforeldra sinna, Sigurðar Sigurðssonar, skipasmiðs og Ingunnar Úlfarsdóttur sem bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum. Kaflinn um Sigurð er öllu ítarlegri en hann starfaði m.a. á vertíð í landi og til sjós en síðari ár sem skipasmiður í austurslippnum, hjá Gunnari Marel og lœrði þar iðn sína. Sigurður var fæddur og uppalinn í Landeyjunum en fór fimmtán ára gamall á sína fyrstu vertíð í Eyjum. Sjómannadagsblaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi til að birta hluta samantektar Sigurjóns og eru honum færðar bestu þakkir fyrir. Frásögnin hefst þegar Sigurður er á leið til Eyja.''<br>



Útgáfa síðunnar 29. nóvember 2018 kl. 14:26

SIGURJÓN ERLINGSSON


Sigurður Sigurðsson skipasmiður


Sigurður Sigurðsson

Sigurjón Erlingsson tók saman sögu tengdaforeldra sinna, Sigurðar Sigurðssonar, skipasmiðs og Ingunnar Úlfarsdóttur sem bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum. Kaflinn um Sigurð er öllu ítarlegri en hann starfaði m.a. á vertíð í landi og til sjós en síðari ár sem skipasmiður í austurslippnum, hjá Gunnari Marel og lœrði þar iðn sína. Sigurður var fæddur og uppalinn í Landeyjunum en fór fimmtán ára gamall á sína fyrstu vertíð í Eyjum. Sjómannadagsblaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi til að birta hluta samantektar Sigurjóns og eru honum færðar bestu þakkir fyrir. Frásögnin hefst þegar Sigurður er á leið til Eyja.

Til Vestmannaeyja
Fimmtán ára gamall fer Sigurður á sína fyrstu vertíð í Vestmannaeyjum, snemma árs 1916. Eftir að hafa beðið vikum saman eftir að komast til Eyja frá Landeyjasandi, fór hann gangandi til Reykjavíkur. Var hann samferða nokkrum Landeyingum sem ætluðu til Eyja. Náðu þeir að komast út í Tryggvaskála þann dag og var klukkan þá orðin tvö að nóttu. „Var ég satt að segja orðinn lúinn,“ segir Sigurður í áðurnefndu viðtali. Um morguninn var komið hífandi rok með slyddu og síðar rigningu og náðu þeir þann dag út að Kolviðarhóli til gistingar. Þriðja daginn náðu þeir til Reykjavíkur og fóru með Botníu til Eyja, sem lagði af stað um kvöldið. Mikill veltingur var á skipinu „ætlaði sjóveikin mig lifandi að drepa,“ segir hann. Hann var ráðinn til Jóns Einarssonar, útvegsbónda á Hrauni, föður Þorsteins í Laufási en Þorsteinn varð kunnur maður í Eyjum og ritaði bækur. Vann Sigurður við fiskverkunina. Eftir vertíðarlokin hefur hann farið heim að Strönd og unnið að búi fósturforeldra sinna. Á næstu vertíð komst hann til Eyja með báti frá Landeyjasandi og var áfram hjá Jóni á Hrauni þá vertíð. Þriðju vertíðina ræðst hann til Magnúsar Ísleifssonar í London í Eyjum, sem átti hlut í tveimur bátum og rak fiskverkun. Fjórðu vertíðina, 1919, réðst hann háseti á vélbátinn Elliða, 7 tonna dekkbát. Formaður var Sigurður Flermannsson. Þrátt fyrir að sjóveikin kveldi hann alla tíð, reri hann 16 vertíðir í Eyjum, auk annarrar sjómennsku.
Þegar Sigurður var 18 ára lést fóstra hans á Strönd og losnuðu þá tengsl hans við það heimili. Var hann um sumarið á bát sem gerður var út frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði og er síðan sumarið eftir mótoristi á bát frá Ólafsfirði. Hann aflaði sér réttinda, sem stýrimaður, skipstjóri, vélstjóri og skipasmiður. Þessi skírteini eru öll varðveitt og eru þessi:
1. Skipstjóraskírteini fyrir skip 30 tonna, útgefið 22. des. 1922.
2. Stýrimannaskírteini fyrir 60 tonna skip, útgefið 1924.
3. Yfir-mótorvjelgæsluskírteini fyrir 50 hestafla vél, útgefið 1931.
Iðnbrjef — sveinsbréf í skipasmíði 1936.
Auk þess er varðveitt svonefnt lausamannsbréf sem hann fær útgefið af Björgvini Vigfússyni, sýslumanni Rangæinga, 1922. Í bréfinu segir: „...veitist honum með bréfi þessu skv. lögum 22. nóv. 1907 um beðið leyfi til þess að leita sér atvinnu sem lausamaður...“ .
Á árinu 1920 fer Sigurður sjóferð sem var honum minnisstæð og raunar örlagarík um það sem síðar varð. Frásögn af þessum atburði skráði ég eftir frásögn hans í maí 1991 og fer hún hér á eftir:

Eftirminnileg sjóferð
„Vetrarvertíðina 1920 réðst ég sem háseti á vélbátinn Njörð sem var 17 tonn. Tanginn (Gunnar Ólafsson og co) átti bátinn að 2/3 en formaðurinn á honum, Sigurður Hermannsson á Melstað, 1/3 hlut. Þetta þótti svo mikið skip á þessum tíma að menn sögðu að sigla mætti á því umhverfis jörðina! Ég var fljótur til að fara á dekk þegar kallað var og oft grínsamur við strákana. Þegar frá leið heyrði ég að þeir félagar mínir sögðu að ég væri glettinn og gamansamur.
Einu sinni þegar ég kem niður í beituskúr, eru félagar mínir að fara með bjóðin niður í bát. Þá kemur Sigurður til mín, faðmar mig að sér og segist biðja mig að fyrirgefa hvernig hann hafi verið við mig fyrr á bátnum Elliða þegar ég var sjóveikur og ómögulegur. Sagði hann að ég væri orðinn besti maðurinn á bátnum. Ég hálf fór hjá mér þegar hann sagði þetta. Um vorið fórum við að róa á netum. Ég hafði aldrei róið á netum áður. „Ég ætla að biðja þig að kenna strákunum pelastikk," sagði Sigurður. Um veturinn hafði allt gengið í basli hjá okkur, eins og álög væru á okkur. Það munaði litlu að við færumst um veturinn, vélin var alltaf í ólagi þó ný væri. Þó fiskuðum við töluvert. Sigurður bað mig að vera hjá sér um vorið að vaska fiskinn, fram að Jónsmessu.
Rétt eftir lokin biður Sigurður mig að koma með sér niður í kró að þvo fisk með strákbjána sem nefndur var Grósi. Þá er það að Sigurður biður mig að koma með sér á bátnum til Reykjavíkur með Jóhann Þ. Jósefsson, síðar alþingismann Vestmannaeyinga, sem ætlaði að fara gifta sig þar. Biður Sigurður mig að sjá um vélina og gekk vel til Reykjavíkur, en þangað komum við seinni part dags og sváfum í bátnum um nóttina. Þorleifur á Túnsbergi var með okkur þriðji maður og sá fjórði var háseti, Tómas að nafni. Daginn eftir eru teknar vörur frá Tanganum um borð. Ég var í lestinni að taka á móti. Síðast kemur fullur bíll af tómum tunnum, líklega hrognatunnur. Við stúfuðum þeim á dekkið svo við urðum að ganga á tunnubotnunum til að komast um dekkið. Mér var illa við þennan flutning. Þegar við komum út fyrir Gróttu, setjum við upp seglin. Það var lítill vindur og báturinn vaggaði liðlega. Það þótti mér skrítið að Sigurður var svo hræddur um mig á dekkinu, svo ég strengdi kaðal eftir bátnum til að hafa handfestu. „Þú þarft ekki að vera svona hræddur um mig,“ segi ég. Síðan fer ég í koju eins og um var talað. Ég sofnaði strax. Sigurður stóð í stiganum uppi á stýrishúsi dálitla stund, sögðu þeir mér sem voru uppi. Hann gekk síðan að tóginu sem ég hafði bundið og var eitthvað að athuga það. Þá kemur bára undir bátinn og Sigurður steypist útbyrðis. Tómas og Leifi hásetar sáu þetta. Þeir vekja mig og segja mér að Sigurður sé farinn í sjóinn. Ég stökk upp úr káetunni en mig var einmitt að dreyma Sigurð þegar þeir kölluðu á mig. Þá fannst mér hann koma til mín og það sem var undarlegt við hann var það að hann var í grænum fötum. Við sáum Sigurð aldrei koma upp og leituðum við þó fram og aftur langa stund. Ég gæti best trúað að skrúfan hafi slegið hann. Þar með var hans ævi búin. Líklega hefur Sigurður haft einhvern fyrirboða en haldið að það væri ég. Þetta var í flóanum suður undir Keflavík. Við fórum til baka til Reykjavíkur og tilkynntum slysið. Þetta var á laugardegi fyrir hvítasunnu. Við lágum þarna yfir hvítasunnuna en vorum síðan beðnir um að fara með bátinn til Eyja. Gullfoss var þá að fara til Eyja og fórum við á eftir honum því vélinni var illa treyst. Gunnar Ólafsson kallaði til okkar og sá um að við fengjum eitthvað að éta, bæði á veitingahúsinu Uppsölum og eitthvað snarl í bátnum. Ferðin til Eyja gekk vel þar til við urðum stopp af smurningsleysi við Þrídranga. Bátur frá Eyjum sótti okkur síðasta spölinn. Daginn eftir skipuðum við vörunum upp úr bátnum. Þegar því var lokið, kallaði Jóhann Jósefsson á mig og biður mig að vera hjá ekkju Sigurðar, Sigrúnu á Melstað, og hugsa um fiskinn af bátnum.

Húsbyggingar og skipasmíðar
Á næstu árum er Sigurður á sjó á vetrarvertíðum en vinnur í austurslippnum hjá Gunnari Marel Jónssyni á öðrum árstímum og lærir skipasmíðar hjá Gunnari. Gunnar var einn margra systkina frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Meðal bræðra hans var dr. Guðni Jónsson, sem kunnur er fyrir ritverk sín, Bergsætt, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Íslenska sagnaþætti og þjóðsögur og fl. Sigurði þótti Gunnar dálítið hjátrúarfullur og man ég eftir einu atviki sem hann sagði mér frá um það efni. Þeir höfðu lokið viðgerð á bát í slippnum en gekk stirðlega að sjósetja hann og rak hvorki né gekk. svo vildi til að sá sem hafði átt bátinn var þá nýlega látinn. Þegar ekkert gekk að mjaka bátnum af stað segir Gunnar: „Sá gamli stendur fyrir.“ Gekk Gunnar síðan aftur fyrir bátinn og bandaði höndum eins og hann væri að reka fé úr túni. Brá þá svo við að greiðlega gekk að sjósetja bátinn þegar Gunnar hafði stuggað „þeim gamla“ frá!
Slippirnir tveir, austur- og vesturslippur voru hlið við hlið í fjörunni milli Friðarhafnar og Básaskersbryggju. Á stríðsárunum síðari hafði Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður keypt vesturslippinn. Þar fór Sigurður að vinna og vann þar allt þar til hann flutti úr Eyjum 1957. Skipasmiðirnir höfðu verkstæði á jarðhæðinni og unnu þar alla innivinnu. Á miðhæðinni var mötuneyti og herbergi okkar aðgerðarmanna. Á efstu hæð var skrifstofa útgerðarinnar og herbergi sjómanna. Hinum megin við götuna var netaverkstæði Ársæls og byggingavöruverslun ásamt aðgerðarhúsum. Þegar ég kom fyrst til Eyja í janúar 1953, sem landmaður hjá Ársæli, var ég í herbergi þar sem útsýni var yfir slippinn og höfnina. Þarna voru bátar dregnir upp ef þeir þörfnuðust viðgerðar þegar þeir komu úr róðri, höfðu „slegið úr sér“ eins og það var kallað. Þá röðuðu slippmenn sér á byrðinginn og „slógu í“ með tjöruhampi. Oft stóðu þeir fram á nætur í hvernig veðri sem var, svo báturinn yrði tilbúinn í næsta róður, síðla nætur. Í þessum hópi var Sigurður, en ekki þekkti ég hann þá og grunaði ekki að við ættum eftir að vera samvistum í rúm 45 ár.

Dreymt fyrir bátstapa
Eftirfarandi skrifaði ég eftir frásögn Sigurðar 1980: „Í ársbyrjun 1942 vann ég ásamt fleirum að viðgerð á bátnum Ófeigi VE 218, sem var rúmlega 12 tonna skip. Þá er það eina nótt að mig dreymir að ég sé staddur í slippnum þar sem báturinn var. Sé ég það að Sr. Sigurjón Árnason, sem þá varprestur í Eyjum, stendur uppi við mastur á bátnum, hempuklæddur með upplyftum höndum, eins og hann sé að blessa yfir skipið. Eg hafði beyg afþessum draumi og bjóst við að hann boðaði eitthvað illt. Þann 1. mars 1942 gerði mikið ofsaveður. Í því veðri fórst Ófeigur með fjórum mönnum. Brak úr bátnum fannst nokkrum dögum síðar rekið á fjöru í Vestur-Landeyjum og lík tveggja skipverja. Formaður á Ófeigi var Þórður Þórðarson á Sléttabóli í Vestmannaeyjum.“

Niðurlag
Hér með lýkur beinum úrdrætti úr samantekt Sigurjóns. Sigurður fluttist á efri árum til Selfoss þar sem hann bjó hjá þeim Sigurjóni og dóttur sinni og eiginkonu Sigurjóns, Guðlaugu, til dauðadags. Á Selfossi vann Sigurður við smíðar en hann lést 26. nóvember 1997 á 98. aldursári. Kveðjuathöfn fór fram í Selfosskirkju 4. desember en útför frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. desember. Sigurður hvílir við hlið konu sinnar, sem lést 40 árum fyrr.