„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Með Bjarna Sæmundssyni“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Þannig er þilfar nýtízku skuttogara.png|300px|thumb|Þannig er þilfar nýtízku skuttogara. Séð niður á veiðarfæraþilfarið á Bjarna Sæmundssyni. Aftur á standa nemendur Stýrimannaskólans. - Ljósm.: Heiðar.]]
[[Mynd:Þannig er þilfar nýtízku skuttogara.png|300px|thumb|Þannig er þilfar nýtízku skuttogara. Séð niður á veiðarfæraþilfarið á Bjarna Sæmundssyni. Aftur á standa nemendur Stýrimannaskólans. - Ljósm.: Heiðar.]]


<big<big><center>Með Bjarna Sæmundssyni</center><br>
<big><big><center>Með Bjarna Sæmundssyni</center><br>
<big><center>-úr ritgerð-</center></big><br>
<big><center>-úr ritgerð-</center></big><br>
<big><center>''Rætt við Sæmund Auðunsson skipstjóra</center></big><br>
<big><center>''Rætt við Sæmund Auðunsson skipstjóra</center></big><br>

Útgáfa síðunnar 1. nóvember 2018 kl. 15:30

Þannig er þilfar nýtízku skuttogara. Séð niður á veiðarfæraþilfarið á Bjarna Sæmundssyni. Aftur á standa nemendur Stýrimannaskólans. - Ljósm.: Heiðar.
Með Bjarna Sæmundssyni


-úr ritgerð-


Rætt við Sæmund Auðunsson skipstjóra


Lagt var af stað kl. 0815 18. marz 1972. Stefnan var sett fyrir sunnan Bjarnarey og siglt austur með landinu. Nú var farið niður í rannsóknarstofu með Guðna Þorsteinssyni fiskifræðingi og hlýtt á fyrirlestur hjá honum um veiðarfæri það, sem reyna skyldi í ferðinni, en það er hið svonefnda þýzka troll (200 feta) með þeim endurbótum, sem hann hefur látið gera á því. Þá ræddi Guðni einnig um það, sem efst er á baugi í botnvörpugerð hér á landi og víðar. — Ég vil benda á grein, sem Guðni ritar um þróun togveiða í Vestur-Þýzka-landi í sjómannablaðið Víking nú fyrir stuttu. -
Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur Guðna fiskifræðings, sem var mjög athyglisverður, var gengið upp í stjórnklefa til Sæmundar skipstjóra þar, sem hann útskýrði þau tæki og þann mælaútbúnað, sem þar er staðsettur.
Sæmundur benti okkur á litaskil á sjónum. Sagði Sæmundur þarna vera straumaskil. Sæmundur sagði mönnum, að ætluðu þeir sér að verða góðir fiskimenn, þá þyrftu þeir að veita öllu slíku á hafinu mjög mikla eftirtekt. Guðjón Ármann skólastjóri spurði Sæmund, hvort hann gæti ekki gefið nemendum sínum góð heilræði til þess að þeim mætti farnast vel í starfi og yrðu góðir fiskimenn. Sæmundur sagði, að ekki væri hægt að gefa neina vissa formúlu fyrir fiskimenn; heldur væri það í raun og veru sjötta skilningarvitið, sem menn þyrftu að hafa, ef svo mætti að orði komast, til þess að menn yrðu afburðafiskimenn og kímdi við. Sæmundur brýndi fyrir nemendum, að þeir þyrftu að kynna sér vel fiskigöngur umhverfis landið á hverjum árstíma og á hvaða dýpi fiskur fengist, við hvaða hitastig hann héldi sig og kynnast sem bezt botnlagi þar sem menn væru að fiska.
Þá lýsti Sæmundur göngu þorsksins kringum landið. Sæmundur sagðist álíta, að í íslenzka þorskstofninum væru áreiðanlega vissir deilistofnar umhverfis landið, t. d. héldi fiskur sig á sömu slóðum allt árið um kring og nefndi hann Ingólfshöfðasvæðið í því sambandi. Eftir þessa lýsingu Sæmundar myndi ég álíta, að um staðbundinn fisk væri að ræða hér fyrir austan Eyjar í hinni svonefndu Gjá. Þá taldi Sæmundur það mjög mikilvægt fyrir fiskimenn, að þeir gerðu sér ljóst hvernig landgrunnið væri uppbyggt. Hann sagði það vera veigamikið atriði fyrir menn, sem væru að fiska á Halanum, að þeir gerðu sér grein fyrir því, hvar heiti og kaldi sjórinn mættust við landgrunnsbrúnina og hvernig þessi skil fylgdu köntunum. Sæmundur sagði það reynslu sína og fleiri togaraskipstjóra, að fiskur héldi sig einmitt mjög mikið í þessum sjávarskilum.
Sæmundur var að því spurður, hvernig honum fyndist búið að sjómönnum í sambandi við fiskikort umhverfis landið. Hann sagði, að sér fyndist ríkja mjög mikið tómlæti í þeim efnum, en kvað þó einhvern skilning vera að vakna á þessu. Þyrfti að gera stórátak í þessum málum, eins og svo mörgu, sem að sjómönnum og sjávarútvegi almennt lyti. Þá var Sæmundur spurður, hvort hann hefði haft mæli til að mæla hitastig sjávar þegar hann var skipstjóri á togurunum. Sagði hann það ekki vera heldur hefðu þeir fylgzt með hitastigi sjávar eftir göngu, tegundum og litabrigðum fiska þar, sem þeir voru að veiðum.
Nemendum þótti fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á frásögn Sæmundar um fiskigöngur, strauma og hitaskil sjávar. Það var álit Sæmundar, að við þyrftum yfirleitt að gefa haffræðinni meiri gaum heldur en gert hefði verið fram að þessu ...
Þegar trollinu var kastað kl. 11,10 gerði eg staðarákvörðun með ratsjá: 6,7 sjómílur í Dyrhólaey, 11,9 sjómílur í Hjörleifshöfða og 7 sjómílur í Pétursey. Dýpi 110 m. Togað var með 3,3 sjómílna hraða. Híft kl. 12,35. Afli skaufi...
Að endingu þetta: Ég vil þakka Sæmundi Auðunssyni og skipshöfn hans fyrir ánægjulega dagstund og bið þeim Guðs blessunar um ókomna tíð.

Jón Bondó Pálsson