„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 35: Lína 35:
Faðir okkar, Sigþór Sigurðsson, fæddist í Baldurhaga í Vestmannaeyjum 8.nóvember 1924. Hann var sonur Sigurðar Jónssonar f. 18.11.1901, d.25.4.1924 og Sveinbjargar Sveinsdóttur f. 11.10. 1882, d. 24.1.1976.<br>
Faðir okkar, Sigþór Sigurðsson, fæddist í Baldurhaga í Vestmannaeyjum 8.nóvember 1924. Hann var sonur Sigurðar Jónssonar f. 18.11.1901, d.25.4.1924 og Sveinbjargar Sveinsdóttur f. 11.10. 1882, d. 24.1.1976.<br>
Pabbi fór níu ára gamall í sveit að Hólakoti, Austur-Eyjafjöllum. Þar dvaldi hann til fjórtán ára aldurs er hann flutti að Múlakoti í Fljótshlíð til systur sinnar, Fannýjar Sigurðardóttur f. 24. janúar 1913, og bjó þar til 1950. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum á sumrin, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Í vinnu hjá vegagerðinni kynntist pabbi mömmu, Valgerði Kristínu Kristjánsdóttur f. 9. júní 1930, dóttur hjónanna Kristjáns Einarssonar f. 20.11.1893, d. 8.10.1961 og Önnu Jónsdóttur f.14.4.1907, d. 28.4.1995. Þau gengu í hjónaband í Múlakoti í Fljótshlíð 6. nóvember 1949 og eignuðust 6 börn.<br>
Pabbi fór níu ára gamall í sveit að Hólakoti, Austur-Eyjafjöllum. Þar dvaldi hann til fjórtán ára aldurs er hann flutti að Múlakoti í Fljótshlíð til systur sinnar, Fannýjar Sigurðardóttur f. 24. janúar 1913, og bjó þar til 1950. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum á sumrin, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Í vinnu hjá vegagerðinni kynntist pabbi mömmu, Valgerði Kristínu Kristjánsdóttur f. 9. júní 1930, dóttur hjónanna Kristjáns Einarssonar f. 20.11.1893, d. 8.10.1961 og Önnu Jónsdóttur f.14.4.1907, d. 28.4.1995. Þau gengu í hjónaband í Múlakoti í Fljótshlíð 6. nóvember 1949 og eignuðust 6 börn.<br>
Þau eru: 1) Erla Fanný, gift Yngva Geir Skarphéðinssyni; þau eiga fjögur börn. 2) Anna Kristín gift Einari Sigfussyni; þau eiga einn son. 3) Sigurbjörg (Didda); hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Guðjóni Erni Vopnfjörð Aðalsteinssyni. 4) Sveinn Valþór giftur Baldvinu Sverrisdóttur; þau eiga fjögur börn. 5) Einar; hann á fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lóu Ósk Sigurðardóttur. 6) Eyrún Ingibjörg gift Tryggva Arsælssyni; þau eiga fjögur börn. Barnabarnabörnin eru orðin tuttugu. Samtals eru því afkomendur þeirra orðnir fjörtíu og fimm.<br>  
Þau eru: 1) Erla Fanný, gift Yngva Geir Skarphéðinssyni; þau eiga fjögur börn. 2) Anna Kristín gift Einari Sigfússyni; þau eiga einn son. 3) Sigurbjörg (Didda); hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Guðjóni Erni Vopnfjörð Aðalsteinssyni. 4) Sveinn Valþór giftur Baldvinu Sverrisdóttur; þau eiga fjögur börn. 5) Einar; hann á fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lóu Ósk Sigurðardóttur. 6) Eyrún Ingibjörg gift Tryggva Arsælssyni; þau eiga fjögur börn. Barnabarnabörnin eru orðin tuttugu. Samtals eru því afkomendur þeirra orðnir fjörtíu og fimm.<br>  
Pabbi og mamma hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1950 og hafa búið þar alla tíð síðan, fyrst á Reynifelli við Vesturveg 15b, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, þá fluttu þau að Sólhlið 19.<br>
Pabbi og mamma hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1950 og hafa búið þar alla tíð síðan, fyrst á Reynifelli við Vesturveg 15b, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, þá fluttu þau að Sólhlið 19.<br>
Eftir 1950 réð pabbi sig til sjós á Ísleif (gamla) VE 63 og síðan á Ísleif II. Veturinn 1957 - 1958 tók hann 200 tonna skipstjórnarréttindi. Sama ár og réttindin voru í höfn, keypti hann sinn fyrsta og eina bát, Sævar VE-19, ásamt þeim Sigfúsi Guðmundssyni og Askeli Bjarnasyni. Pabbi seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var pabbi stýrimaður hjá öðrum, lengst af á Baldri VE 24 með Hannesi Haraldssyni og Kristínu VE 40 með Eiði Marinóssyni. Pabbi átti langa starfsævi og vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Fiskiðjunni hf. Það var því fjöl- skyldunni mikill heiður þegar hann var heiðraður fyrir ævistarfið á sjómannadaginn 2004. Okkur systkinunum fannst mjög spennandi að eiga sjó- mann fyrir föður, það fylgdi þvi einhver ævin- týraljómi þó stundum hafi verið beygur í okkur í vondum veðmm og pabbi ekki komin heim. Pabbi hafði næmt eyra fyrir músik og spilaði oft á harm- onikkuna sína fyrir okkur og alltaf fannst honum gaman þegar við vorum að gantast og rifja upp æskuminningar okkar enda hafði hann góðan húmor. Pabbi var ekki maður margra orða og ekki mikið fyrir flíka tilfinningum sínum eða færa þær í orð en við systkinin skynjuðum ávallt djúpa og mikla væntumþykju. Síðastliðið sumar greindist hann með krabbamein og lést hann þann 19. des. 2007. Að leiðarlokum kveðjum við þig hinstu kveðju með ást, virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina.
Eftir 1950 réð pabbi sig til sjós á Ísleif (gamla) VE 63 og síðan á Ísleif II. Veturinn 1957 - 1958 tók hann 200 tonna skipstjórnarréttindi. Sama ár og réttindin voru í höfn, keypti hann sinn fyrsta og eina bát, Sævar VE-19, ásamt þeim Sigfúsi Guðmundssyni og Áskeli Bjarnasyni. Pabbi seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var pabbi stýrimaður hjá öðrum, lengst af á Baldri VE 24 með Hannesi Haraldssyni og Kristínu VE 40 með Eiði Marinóssyni. Pabbi átti langa starfsævi og vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Fiskiðjunni hf. Það var því fjölskyldunni mikill heiður þegar hann var heiðraður fyrir ævistarfið á sjómannadaginn 2004. Okkur systkinunum fannst mjög spennandi að eiga sjómann fyrir föður, það fylgdi þvi einhver ævintýraljómi þó stundum hafi verið beygur í okkur í vondum veðrum og pabbi ekki komin heim. Pabbi hafði næmt eyra fyrir músik og spilaði oft á harmonikkuna sína fyrir okkur og alltaf fannst honum gaman þegar við vorum að gantast og rifja upp æskuminningar okkar enda hafði hann góðan húmor. Pabbi var ekki maður margra orða og ekki mikið fyrir flíka tilfinningum sínum eða færa þær í orð en við systkinin skynjuðum ávallt djúpa og mikla væntumþykju. Síðastliðið sumar greindist hann með krabbamein og lést hann þann 19. des. 2007. Að leiðarlokum kveðjum við þig hinstu kveðju með ást, virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina.
Börnin
Börnin



Útgáfa síðunnar 15. janúar 2018 kl. 15:01

MINNING LÁTINNA



Jón Gunnlaugsson
F. 20. nóvember 1920 - D. 13. október 2007
Jón Gunnlaugsson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. október 2007. Foreldrar hans voru: Gunnlaugur Sigurðsson frá Efra Hvoli, Rangárvallasýslu og Elísabet Arnoddsdóttir frá Syðsta Koti á Miðnesi. Systkini Jóns eru: Aðalsteinn 1910, Þórarinn f. 1913, Sigurbjörg f. 1914, Arnoddur f. 1917, Guðbjörg f. 1919, Elías f. 1922, Guðný f. 1928 og Ingvar f. 1930.. Hálfbróðir, samfeðra, átti Jón, Gunnlaug Scheving f. 1906.
Eftir barnaskóla fór Jón í Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum síðan tók vinnan við. Hann byrjaði til sjós um 1939 á Skíðblani VE 287, skipstjóri var Bjarni Þorsteinsson. Um 1941 fór hann á Helga VE 333 og var á siglingum á honum og Fellinu VE 31 út stríðsárin. Eftir það var hann á ýmsum bátum t.d. Lagarfossi VE 292. Þar var skipstjóri Aðalsteinn bróðir hans. Upp úr 1950 fór Jón í land og vann þá í slippnum hjá Ársæli Sveinssyni, síðan við umhirðu bátanna hjá Fiskiðjunni fram að gosi 1973. Eftir það fór hann á grafskipið Vestmannaey, flest árin sem verkstjóri, og var þar þangað til starfsævi lauk um 1990.
Jón var mikill íþróttamaður. Hann var mjög góður fimleikamaður, sundmaður góður og það stundaði hann fram á síðasta dag. Jón var náttúrunnandi. Átti lengi sauðfé sem hann hugsaði vel um. Hann gekk mikið um eyjuna okkar, skoðaði fuglalífið og fylgdist vel með því, einnig jurtum og öllu sem fyrir bar í náttúrunni.

Guðný Gunnlaugsdóttir.


Magnús Stefánsson
F. 4. október 1937 - d. 13. desember 2007.
Magnús fæddist í Reykjavík 4. oktober 1937. Hann andaðist að Sunnuhlíð í Kópavogi 13.desember 2007. Foreldrar hans voru Jóhanna María Jóhannesdóttir f. 19. okt. 1917 - d. 25 sept. 1993 og Stefán Vilhjálmsson f. 28. nóv. 1908 - d. 15. nóv. 1979. Þau skildu. Móðurafi Magnúsar var Jóhannes Þorsteinsson (frá Borg í Skötufirði), sjómaður og vélstjóri á Ísafirði, f. 28. sept. 1889 - d. 12. febr. 1944. Hann fórst með Guðna Jónssyni, formanni frá Vegamótum í Vestmannaeyjum, þegar m/b Njörður VE. 220 fórst með allri áhöfn, 4 mönnum, 12. febr. 1944. Jóhannes var þá sagður til heimilis að Vöðlum, Önundarfirði. Eigandi Njarðar VE. 220 var h/f Fram í Vestmannaeyjum.
Magnús ólst upp, frá fjögra ára aldri, að Hallgeirsey, Austur-Landeyjum hjá Guðmundi Guðlaugssyni f. 18. sept. 1883 - d. 25. ágúst 1974, bónda og konu hans, Guðríði Jónasdóttur, f. 28. okt. 1894 - d. 16. mars 1954, mestu sæmdarhjónum, þar sem hann fékk mjög gott uppeldi við leik og öll algeng störf við búskapinn. Uppeldisbræður Magnúsar í Hallgeirsey eru Jónas Ragnar Guðmundsson f. 28. sept. 1935 og Gísli Halldór Jónasson f. 13. sept. 1933. Magnús var atorkusamur og duglegur til verka hvort sem var til sveita eða sjávar. Hann var meðalmaður á hæð, frekar þrekvaxinn. Hann gekk í barnaskóla að Krossi í Landeyjum en á þeim tíma var kennt tvær vikur í senn og síðan næstu tvær vikurnar austar í sveitinni en þann tíma þurfti að stunda heimanámið. Því næst er hann tvo vetur í Skógaskóla en tók síðan landspróf frá Austurbæjarskólanum í Reykjavík.
Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hrefna Sighvatsdóttir f. 23. júlí 1939, frá Ási í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjár dætur, Jóhönnu f. 10.des. 1956, Guðmundu f. 30. júlí 1961 og Hrafnhildi f. 20. des. 1965. Þau skildu. Seinni kona Magnúsar er Guðrún Friðriksdóttir f. 12. febr.1938. Börn þeirra eru Magnús f. 18. febr. 1970 og Jórunn f. 21. des. 1974. Guðrún átti frá fyrra hjónabandi, Sigrúnu f. 20. sept. 1957, Ásgeir f. 7. nóv. 1960 og Friðrik f. 23. júlí 1963. Guðrún lifir mann sinn.
Sjómennsku byrjaði Maggi 17 ára, haustið 1954, á togaranum Mars hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar í Reykjavík. Hann flytur til Vestmannaeyja 1956, fór síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með fiskimannapróf 1958. Hann er síðan stýrimaður á bátum frá Vestmannaeyjum þar til haustið 1964 þegar hann verður skipstjóri á Hugni VE. 65, 60 tonna báti, sem Guðm. Ingi Guðmundsson og Óskar Sigurðsson áttu. Hann keypti 77 tonna trébát, Hávarður hét hann, árið 1965 en seldi hann svo árið 1967. Eftir það flutti Maggi til Reykjavíkur. Árið 1974 kaupir hann 165 tonna stálbát, Verðandi KÓ, sem hann gerði út ásamt öðrum þar til árið 1980. Útgerðin gekk upp og ofan, það voru skin og skúrir á þessum árum þó fiskaðist vel á köflum. Eftir að Magnús seldi bátinn, Verðandi, er hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum og togurum, lengst hjá útgerðinni Barðanum h/f í Kópavogi og fiskaði hann þá oft vel. Hann var, meðal annara skipa, á Ögra, Neptúnusi, Karlsefni, Erlingi, Dalaröst og Vigra en það var á Vigra 1983 sem hann slasaðis illa er bobbingur mölbraut á honum fótlegginn. Þar með lauk tæplega 30 ára sjómennsku hans. Magnús rak, ásamt Guðrúnu konu sinni, sölutum við Barónstíg í Reykjavik frá árinu 1985 til ársins 1996 en þá var farið að bera á þeim sjúkdómi hjá honum, sem nefnist Lewybodies, sem dró hann til dauða en einkennum hans svipar til sumra Alzeimer og Parkinson sjúkdóma. Magnús var jarðsettur í Kópavogskirkjugarði 21. des. 2007. Blessuð sé minning hans.

Gísli Halldór Jónasson.


Þórður Stefánsson
F. 17. júní 1924 - Dáinn 4. júní 2007
„Hvernig bíl áttu?“ Þannig var ég spurður af verðandi tengdaföður mínum þegar ég, í fyrsta skipti, kom feiminn ungur maður í heimsókn á heimili kærustunnar minnar, hennar Hönnu Þórðardóttur
Þórður Stefánsson, eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður, var þá orðinn blindur og lamaður hægra megin. En þrátt fyrir blindu, voru bílar alla tíð eitt af áhugamálum hans og þeir bílar, sem hann átti um ævina, voru stífbónaðir frá hjólkoppum upp á topp. Trúi því hver sem vill, blindur maðurinn. Og hann fór á flestar bílasýningar og „skoðaði“ bílana hátt og lágt. Það var svo einu sinni að hann var staddur á bílasýningu hjá Toyota. Doddi fékk að setjast inn í einn bílinn með aðstoð Sigga Gúmm, sem þá var umboðsmaður Toyota í Eyjum. Fara þeir félagar að tala um bílinn, alla hans kosti og galla, aksturseiginleika og útlit. Sérffæðingur frá Toyota í Reykjavík fylgdist grannt með þessu spjalli þeirra. Segir síðan við Sigga Gúmm: „Hvernig er það, ekki keyrir þessi blindi maður?“ „Jú, blessaður vertu,“ segir Siggi, „en hann vill frekar hafa bílana sjálfskipta.“
Þórður Stefánsson fæddist í húsinu Sjávarborg í Vestmannaeyjum, 17. júní 1924. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Erlendsson frá Norðfirði og Sigríður Þórðardóttir frá Stokkseyri. Systkini Þórðar voru sjö; 3 bræður, Ingi Gunnar, Erlendur og Magnús, sem allir eru látnir og 4 systur; Lilja, Fjóla, Erna og Fjóla yngri, en þær létust allar á barnsaldri. Og móðir Þórðar lést þegar hann var 11 ára gamall. Æskuárin voru því blanda af ánægjulegum leikjum við góða félaga og basli og fátækt og oft var ekki nægur matur á heimilinu handa öllum og börnin fóru því svöng í háttinn. Eitthvað sem erfitt er að skilja nú á tímum allsnægtanna.
Árið 1945 kvæntist Doddi henni Ingibjörgu Haraldsdóttur, f. 02.07.25, og lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Hrönn, hjúkrunarfræðing f. 29.04.46, gift Óla Þór Alfreðssyni. Börn þeirra eru Ylfa og Njörður. Hönnu, leiðbeinanda f. 18.08.47, gift Gísla Valtýssyni. Börn þeirra eru; óskírð (dáin), Erla, Hrund og Þóra.
Doddi ólst að mestu upp í Eyjum, stundaði sjóinn frá unga aldri eins og títt var um unga menn þess tíma. Á þeim vettvangi vildi hann eiga sitt ævistarf. Hann náði sér í vélstjórnar- og skipstjórnarréttindi. Og í kompaníi við vini sína, Reykdal Jónsson og Arnmund Þorbjömsson, keypti hann bátinn Gunnar Hámundarson og skírðu þeir hann Björgvin VE 72. Nokkrum árum seinna stækkuðu þeir við sig og keyptu Kap VE, 30 tonna bát, sem þeir skírðu Björgvin II VE 72 og gerðu út á línu og net. Árið 1954 hófu þeir félagar humarveiðar, fyrstir manna í Eyjum, við lítinn fögnuð margra kollega sinna, sem töldu að þeir væru að taka ætið frá löngunni.
Útgerðin gekk þokkalega og Doddi sá framtíðina fyrir sér á sjónum, sem skipstjóra hjá eigin útgerð. Var sjómaður dáðadrengur og naut þess að stunda sjóinn. En örlögin gripu óvænt í taumana, þegar Doddi var 32 ára gamall. Það hófst allt með því að sjónin hætti að vera í fókus og göngulagið varð stundum reikult. Eftir að hafa leitað sér lækninga hérlendis, varð úr að hann var sendur til Kaupmannahafnar til frekari meðferðar, þar sem æxli hafði greinst í höfði hans. Við höfuðskurðinn fór eitthvað úrskeiðis hjá læknunum, taugar voru skornar í sundur sem ekki skyldi vera sem olli því að hann lamaðist hægra megin og sjónin hvarf með öllu. Þannig á sig kominn, var hann sendur aftur til síns heima, gjörsamlega ósjálfbjarga. Og þar sem þá var ekkert til, sem hét endurhæfing, var ekkert annað í stöðunni en fara bara heim á Faxastíginn og liggja þar.
Eftir að ég kynntist þessari fjölskyldu, lærði ég eitt tímatal til viðbótar því sem okkur Vestmannaeyingum er svo tamt; fyrir og eftir Þjóðhátíð. - Þessi fjölskylda talaði því til viðbótar um tímann; fyrir og eftir að Doddi veiktist. Veikindi Dodda bókstaflega rústuðu öllu venjulegu fjölskyldulífi og framtíðaráformum fjölskyldunnar. Þau voru tiltölulega nýflutt í hús, sem þau höfðu byggt við Faxastíginn og þar var þeirra athvarf. En draumurinn um að vera skipstjóri á eigin báti varð að engu og var Björgvin II VE 72 fljótlega seldur. Fjárhagurinn var bágur og heilsa fjölskylduföðurins engin. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Erlendur, bróðir Dodda, er mikill hugmyndasmiður og handlaginn og hann fór fljótlega að velta fyrir sér hvað bróðir hans gæti tekið sér fyrir hendur. Ekki dygði annað en reyna að koma honum á fæturna aftur og finna honum eitthvað til að starfa við. Fangalínuvél skyldi það vera. Ótrúleg hugmyndaauðgi og í samráði við Guðjón Jónsson í Vélsmiðjunni Magna, tók heilinn til við úrvinnslu hugmynda. Jú, hvernig væri að nota ónýta þorskanetariðla í fangalínur. Og þeir hófust handa. Í fyrstu notuðu þeir bíl, létu drifskaftið snúa þorskanetariðlana saman en seinna smíðuðu þeir sérstaka vél sem útbjó fangalínur úr netunum. Og þessari vél lærði Doddi að stjórna án þess að hafa sjón eða fullan líkamsstyrk. Var hreint ótrúlegt að fylgjast með honum; vélin á fullri ferð og hann við stjórnvölinn. Það var eins og annað skilningarvit hefði komið í stað sjónarinnar. Við þessa framleiðslu á fangalínum starfaði Doddi síðan til fjölda ára og seldi þær um allt land.
En að vera blindur getur líka haft sína spaugilegu hliðar. Það var einhverju sinni að barið var að dyrum á Faxastígnum, heima hjá Dodda. Hann fór til dyra, opnaði og spurði: „Er einhver þarna?“ Úti fyrir stóð maður, heyrnarlaus og mállaus og var að bjóða happdrættismiða til kaups. Hann otar miðunum að Dodda, sem náttúrlega sér ekki miðana og því síður manninn. Og Doddi spyr aftur: „Er einhver þarna?“ Ekkert svar barst, og því lokaði hann dyrunum og sagði við Ingu konu sína: „Þetta hefur verið plat, því það var enginn við dyrnar.“
Doddi var alla tíð mjög trúaður maður. Hann var Sjöundadags aðventisti og lagði sig mjög fram um að rækta sína trú og lifa samkvæmt boðskap Biblíunnar. Aldrei reyndi hann samt að hafa áhrif á trúarskoðanir annarra manna og virti fólk með aðra trú og aðrar skoðanir þrátt fyrir að vera þverari en flestir menn. Trúin var hins vegar mjög mótandi í öllu lífi hans og að virða hvíldardaginn var órjúfanleg regla. Í gegnum alla erfiðleikana í lífinu er ég sannfærður um að trúin hefur verið hans styrkur, ásamt eiginkonunni, Ingu Haraldsdóttur, sem var stoð hans og stytta í gegnum lífið. Hjónaband þeirra stóð í rúmt 61 ár áður en yfir lauk. Doddi kvaddi þetta líf sáttur við Guð og menn, 4. júní árið 2007.

Gísli Valtýsson


Sigþór Sigurðsson F. 8. nóvember 1924 - D. 19. desember 2007
Faðir okkar, Sigþór Sigurðsson, fæddist í Baldurhaga í Vestmannaeyjum 8.nóvember 1924. Hann var sonur Sigurðar Jónssonar f. 18.11.1901, d.25.4.1924 og Sveinbjargar Sveinsdóttur f. 11.10. 1882, d. 24.1.1976.
Pabbi fór níu ára gamall í sveit að Hólakoti, Austur-Eyjafjöllum. Þar dvaldi hann til fjórtán ára aldurs er hann flutti að Múlakoti í Fljótshlíð til systur sinnar, Fannýjar Sigurðardóttur f. 24. janúar 1913, og bjó þar til 1950. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum á sumrin, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Í vinnu hjá vegagerðinni kynntist pabbi mömmu, Valgerði Kristínu Kristjánsdóttur f. 9. júní 1930, dóttur hjónanna Kristjáns Einarssonar f. 20.11.1893, d. 8.10.1961 og Önnu Jónsdóttur f.14.4.1907, d. 28.4.1995. Þau gengu í hjónaband í Múlakoti í Fljótshlíð 6. nóvember 1949 og eignuðust 6 börn.
Þau eru: 1) Erla Fanný, gift Yngva Geir Skarphéðinssyni; þau eiga fjögur börn. 2) Anna Kristín gift Einari Sigfússyni; þau eiga einn son. 3) Sigurbjörg (Didda); hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Guðjóni Erni Vopnfjörð Aðalsteinssyni. 4) Sveinn Valþór giftur Baldvinu Sverrisdóttur; þau eiga fjögur börn. 5) Einar; hann á fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lóu Ósk Sigurðardóttur. 6) Eyrún Ingibjörg gift Tryggva Arsælssyni; þau eiga fjögur börn. Barnabarnabörnin eru orðin tuttugu. Samtals eru því afkomendur þeirra orðnir fjörtíu og fimm.
Pabbi og mamma hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1950 og hafa búið þar alla tíð síðan, fyrst á Reynifelli við Vesturveg 15b, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, þá fluttu þau að Sólhlið 19.
Eftir 1950 réð pabbi sig til sjós á Ísleif (gamla) VE 63 og síðan á Ísleif II. Veturinn 1957 - 1958 tók hann 200 tonna skipstjórnarréttindi. Sama ár og réttindin voru í höfn, keypti hann sinn fyrsta og eina bát, Sævar VE-19, ásamt þeim Sigfúsi Guðmundssyni og Áskeli Bjarnasyni. Pabbi seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var pabbi stýrimaður hjá öðrum, lengst af á Baldri VE 24 með Hannesi Haraldssyni og Kristínu VE 40 með Eiði Marinóssyni. Pabbi átti langa starfsævi og vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Fiskiðjunni hf. Það var því fjölskyldunni mikill heiður þegar hann var heiðraður fyrir ævistarfið á sjómannadaginn 2004. Okkur systkinunum fannst mjög spennandi að eiga sjómann fyrir föður, það fylgdi þvi einhver ævintýraljómi þó stundum hafi verið beygur í okkur í vondum veðrum og pabbi ekki komin heim. Pabbi hafði næmt eyra fyrir músik og spilaði oft á harmonikkuna sína fyrir okkur og alltaf fannst honum gaman þegar við vorum að gantast og rifja upp æskuminningar okkar enda hafði hann góðan húmor. Pabbi var ekki maður margra orða og ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum eða færa þær í orð en við systkinin skynjuðum ávallt djúpa og mikla væntumþykju. Síðastliðið sumar greindist hann með krabbamein og lést hann þann 19. des. 2007. Að leiðarlokum kveðjum við þig hinstu kveðju með ást, virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina. Börnin


Systkini Lárusar, Helga f. 1925, d. 2004; Páll f. 1931, Sæmundur f. 1936, Kristján f. 1939 d. 1995; Guðlaug Amþrúður f. 1941, búsett hér í Eyjum frá 1958. Lárus kvæntist Guðríði Bjamadóttur 1962. Guðríður er fædd í Reykjavík lO.október 1942. Foreldrar hennar voru Gyða Guðmundsdóttir f. 1907 d. 1992 og Bjami Guðmundsson f. 1906, d. 1999. Böm Lárusar og Guðríðar eru Gunnólfur, sveitastjóri Dalabyggðar, f. 1961, kvæntur Unni Elíasdóttur, böm þeirra em Elías Raben f. 1979, Gyða Lind f. 1987 og Lárus f. 1990. Ömólfur, starfsmaður Flugstoða ohf, f. 1963, kvæntur Lindu Sigurborgu Aðalbjömsdóttur, börn þeirra eru Aðalbjörn Þorgeir f. 1977, Anna Dóra f. 1981, Edda Rós f. 1988 og Sævar Helgi f. 1994. Bjamólfur, starfsmaður Landsbanka íslands hf. f. 1976 í sambúð með Þóru Björgu Clausen, bam þeirra er Elína Helga f. 2006. Láms ólst upp í fæðingarbæ sínum, Þórshöfn, þar gekk hann í bamaskóla, síðan lá leiðin í framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Að honum loknum var stefnan sett á Vestmannaeyjar til að afla sér vélstjóraréttinda, haustið 1956. Þá varð Stýrimannaskólinn í Reykjavík fyrir valinu. Þar lauk Lárus farmanna- og fiskimannaréttindum árið 1961. Með náminu hafði Lárus reynt fyrir sér í útgerð ásamt öðrum og gerðu þeir út bátinn Tý ÞH. frá Þórshöfn. Einnig stundaði hann sjóinn í páska- og sumarfríum skólans, þar á meðal á bátum héðan frá Eyjum. Er skólagöngu lauk, hóf hann störf sem stýri- maður og skipstjóri á ýmsum skipum, þar á meðal fragtskipum hjá SÍS. Skipstjóri var hann á flutn-

ingaskipunum Grjótey og Eldvík og um tíma stýri- maður á strandferðaskipinu Heklu. A fragtskipunum varð Lárus víðsigldur. Á því tímatali lágu, þar á meðal, að baki Rússlands- og Nígeríusiglingar með fiskafurðir og oft við erfiðar og frumstæðar aðstæður. Árið 1976 hóf Lárus störf hjá Herjólfi hf. sem stýrimaður og afleysingarskipstjóri á nýju skipi Vestmannaeyinga, ferju- og farþegaskipinu Herjólfi. Skipið var smíðað í Noregi og sigldi Láms því heim til Eyja. Eftir það var ekki skipt um skips- rúm í þrjátíu ár meðan starfsævin entist honum. Aðalskipstjóri fyrir Herjólf varð hann í ágúst- mánuði árið 1994 og lauk starfi í september árið 2006. Nokkrar afleysingaferðir fór hann eftir starfs- lokin, þá síðustu í janúar 2007. Lárus var ávallt farsæll og traustur, fastur á velli og hafði óendanlega þrautseigju og þolinmæði við störf sín sem stýrimaður og skipstjóri. Það sýndu þær þúsundir ferða sem hann fór á milli lands og Eyja, áfallalaust, nánast í hvaða veðri sem var. Lárus var virkur félagi í Frímúrarareglunni á ís- landi. Fljótlega eftir starfslok gekk hann inn í erfið veikindi sem lögðu hann að velli langt um aldur fram. Lárus andaðist að heimili sínu 8. desember 2007. Blessuð sé minning þín, hafðu þökk fyrir allt og allt, Lárus Gunnólfsson, skipstjóri. Gísli Geir Guðlaugsson. Sigurður Helgi Tryggvason F. 29. september 1937 - D. 4. september 2007 Sigurður Helgi Tryggvason, vélstjóri, var fæddur í Vallarnesi í Vestmannaeyjum 29. september 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 4. september eftir erfið veikindi. Hann var sonur Tryggva Gunnarssonar og konu hans Ólafíu Sigurðardóttur. Bróðir hans er Gunnar Marel Tryggvason fæddur 27. nóvember 1945. Siggi Labba, eins og hann var alltaf kallaður, var kenndur við pabba sinn, Labba á Horninu, hóf ungur að stunda sjóinn hér í Eyjum og byrjaði á Þórunni VE 28 síðan á Skúla Fógeta VE 185 og þá Suðurey VE 20. Hann reri lengi með móðurbróður sínum, Pétri Sigurðssyni, á Emmu VE 1 og Halkion VE 27 og var á honum þegar hann sökk hér vestan við Eyjar en mannbjörg varð. Hann var með Sigfúsi Guðmundssyni á Isleifi II VE 36 og á Gulltoppi VE 177. Árið 1958 tók Siggi vélstjómarpróf hér í Eyjum og var oftast vélstjóri á bátunum eftir það, lengst á gamla Erlingi VE 295 sem pabbi hans átti og voru þeir samskipa þar feðgamir en þar réð

ríkjum Hjalli á Enda sem hann haföi miklar mætur á. Arið 1965 fór Siggi að vinna í landi m.a. í Steypustöðinni hjá Vestmannaeyjabæ, í Fiski- mjölsverksmiðjunni, FIVE, og síðast í Skipalyfi- unni. Hann haföi gaman af að skreppa í siglingar og sigldi m.a. á Margéti SI 4, Skaflfellingi VE 33, Sjöstjörnunni VE 92 og á Brúarfossi til Ameriku. Síðast sigldi hann á Frá VE 78, árið 1987, með undirrituðum sem er sonur hans. Landað var í Hull og síðan siglt yfir Norðursjóinn í gegnum Kílar- skurðinn og til Aabenra í Dannmörku þar sem vélin í Frá var tekin upp. Pabbi haföi mjög gaman af þessari ferð og sagði að hún væri á við 2 Spánarferðir og bætti við að hún væri toppurinn á sjómennsku sinni. Hann hafði ekki sagt skilið við sjómennskuna því hann réði sig sem yfírvélstjóra á Danska Pétur VE 423 árið 1985 og tók þátt í ævin- týrinu þegar gámafiskiríið byrjaði. Þá var stíít róið og kolanum mokað upp en gott verð fékkst fyrir hann í Englandi. Siggi var mjög naskur að þekkja alla báta sem gerðir voru út héðan ffá Eyjum og vissi nánast allt um þá, hvemig vélar voru í þeim, hverjir voru góðir sjóbátar og hverjir slæmir. Þetta áhugamál erföi ég frá honum og gott var að leita til hans með spumingar varðandi bátana og sjaldan kom maður að lokuðum dyrum um þau mál. Pabbi kvæntist mömmu, Erlu Andésdóttur, 6. janúar 1960 og eignuðust þau 5 börn sem em: Tryggvi fæddur 1957, Agúst Ingi fæddur 1959, Andrés Þorsteinn fæddur 1962, Ólafia Ósk fædd 1966 og Sigurður fæddur 1975. Árið 1987 fluttu foreldrar mínir til Reykjavíkur og bjuggu upp frá því þar en við eldri systkinin urðum eftir í Eyjum enda sjálf búin að stofna hér heimili. Hann hélt áfram að stunda sjó héðan allt til ársins 1990. Hann fylgdist með okkur sonunum og spurði

frétta af sjónum og hvemig gengi hjá okkur varð- andi aflabrögð. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, vann hann hjá Reykjavíkurborg í garðyrkjudeild- inni og undi sér vel og vann þar til hann veiktist. Hann hlakkaði til sjötugsafmælisins og ætlaði að njóta elliáranna en hann og móðir okkar áttu orðið sumarbústað í Grímsnesinu þar sem þau dvöldu öllum stundum þegar færi gafst. Blessuð sé minning föður míns, Sigurðar H. Tryggvasonar. Tryggvi Sigurðsson. Þorsteinn Þorsteinsson F. 17. janúar 1927 - D. 1. mars 2008 Þegar tengdafaðir minn blessaður kvaddi þennan heim saddur lífdaga, var ég nú ákveðinn í að láta það vera að skrifa nokkrar línur um þann gamla. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir sem enginn gat slípað til. Þetta voru „hans“ skoðanir. Ein þeirra laut að skrifum um látið fólk. Slík skrif væm bölv- að kjaftæði og jaðraði við hræsni. Fólk væri hafið upp til skýjanna, jafnvel bölvaðir dmllusokkar og verstu kommar. Já, þetta var nú álit tengdaföður míns, svo það er víst betra að fegra nú ekki skrifin. Eg kynntist Dodda árið 1967, þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans, henni Kollu minni. Mér var strax vel tekið á Vestuvegi 4, sérstaklega af hans heittelskuðu eiginkonu, henni Laufeyju blessaðri, sem Doddi missti langt fyrir aldur fram. Doddi hoppaði nú svo sem ekki hæð sína þó einhver strákgutti frá Siglufirði gerði sig breiðan á tröppunum. Það væri nú betra að hafa varann á að honum fannst. Þetta tókst nú samt bara nokkuð vel og sambandið búið að standa yfir í ein 43 ár og karlinn örugglega ánægður inn við beinið þótt að því væri nú ekki flaggað mikið. Yngri dótt- irin, Stína, náði sér í Siglfirðing á svipuðum tíma líka. Þegar fréttist svo að Steini, sonur hans, heföi sést með dömu upp á arminn og að hún væri frá Sigló, sagði karlinn að ef samband kæmist á, færi hann út og hengdi sig. Ekki fleiri Siglfirðinga takk! En karlinn slapp við snöruna sem betur fer. Við áttum hnökralaust samband allt fram í andlátið eða þar til hann neitaði mér um koníakssnapsinn tveimur dögum fyrir brottför. Hann hefur sjálfsagt ætlað að taka með sér restina í ferðalagið. Er ég kom í fjölskylduna, var Doddi farinn að vinna á kontómum hjá Skeljungi. Hann var þá búinn að ganga í gegnum heilmikil veikindi vegna slyss, er hann varð fyrir, þegar hann vann við að aka út olíu. Dodda var vart hugað líf um tíma en

hann yfirsteig þann hjall, sem betur fer, og sjálfsagt á þrjóskunni einni saman. Hann var ekki til í að kveðja þá. Alltaf var gaman að kíkja við á kontóm- um hjá Skeljungi. Þar komu margir við og oft var létt spjall í gangi. Sagðar voru sögur, sannar og lognar. Það skipti svo sem ekki öllu ef þær hittu í mark. Já, það var oft líf og íjör í kringum hann Dodda. Þegar hann var hættur brauðstritinu, fluttist samkomustaðurinn af kontómum og yfir á Vesturveg 4. Þar héldu spjallið og sögurnar áfram. Á góðviðrisdögum sat sá gamli á sínum eldhússtól á pallinum og fáir komust fram hjá öðruvísi en að eiga við hann orð í léttum dúr. Unga fólkið kallaði Dodda jafnan „Kallinn á tröppunum." Hann var sérdeilis bamgóður og leysti marga út með ís eða öðru góðgæti. Doddi var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar í spjallinu og margar góðar sögur til af því. Hann var hnyttinn í tilsvörum. Ein sagan gerist á góðviðris- degi. Þeir voru nokkrir kunningjar að spjalla saman á tröppunum þegar einn brottfluttur, kallaður Manser, birtist svona draugfínn í flottum ljósum lafaffakka og sjálfsagt rándýrum. Þá tekur sá gamli upp veskið og úr því 800 krónur og segir við Manser: „Láttu mig hafa frakkann og þú getur farið aftur í Hagkaup með peninginn og keypt þér annan.“ Þetta hitti mátulega í mark líkt og þegar hópur stuðningsmanna KR, sem kominn var á leik ÍBV og KR, sat á bar sem var á ská ámóti Vestur- veginum. Kominn var baráttuhugur í hópinn sem ætlaði sér greinilega stóra hluti og gekk íylktu liði fram hjá, þar sem Doddi sat á tröppunum. Hópurinn hafði stóran KR fána á stöng í broddi fylkingar. Karlinn varð náttúmlega að gantast með þá og sagði að þeir skyldu sem snarast draga fánann í hálfa stöng því þetta væri skíttapaður leikur fyrir

þá. Sumir brugðust ókvæða við og áttu orðaskipti í illsku við karlinn en sá gamli gaf sig hvergi. Tilganginum var náð en leikurinn fór nú samt eins og Doddi sagði KR skíttapaði. Það mætti taka langan tíma í að skrifa um tilsvörin hiá honum eins og presturinn sagði í líkræðunni: „Eg gæti talað í allan dag um hann Dodda af svo mörgu er að taka.“ Doddi sagði mér að hann hefði farið ungur til sjós. Hann tók svokallað „mótoristapróf‘, sem ég kallaði jafnan rjómaþeytaraprófið við litla hrifningu hans. Ég fékk að heyra á móti að eitt sinn, þegar þeir lágu á Sigló í brælu, hafí þeir skorað á Siglfirðinga í fót- bolta og unnið, þrátt fyrir að spila í klofháum stígvélum, en Siglfirðingamir voru allir í nýjum fótboltaskóm. Svo létt var það. Doddi réri á nokkrum bátum og var mótoristi m.a. á Emmu VE, Lagarfossi og Sjöstjörnunni. Hann réri með góðu fólki sem reyndist honum vel þegar á bjátaði sem oft var nú vegna erfiðleika sem á fjölskyldunni dundu. Þessir erfiðleikar ollu honum sjálfsagt oft hugarangri. Að geta ekki staðið við sitt og að skulda einhverjum eitthvað var sem eitur í hans beinum. Mér er minnistætt þegar við Kolla keyptum Birkihlíð 9 árið 1975. Þá vildi Doddi alls ekki koma með okkur að skoða og var hinn versti yfir þessum kaupum. Ástæðan kom síðar í ljós. Hvemig ætluðum við að borga þessi ósköp og hann gæti ekkert hjálpað okkur. Svona var hann Doddi. Allt varð að standa. Eins og áður sagði, missti Doddi hana Laufeyju sína langt fyrir aldur fram og var það honum mikill harmur því samband þeirra hjóna var einstakt. Þegar Laufey veiktist af Alzheimer-sjúkdómnum þraukaði Doddi langt umfram sína getu til að sinna Laufeyju sinni. Hún færi í síðustu lög á spítalann. Hann dekraði við hana á allan máta, greiddi, vara- litaði og málaði. Svo fór þó á endanum að Laufey varð að fara á sjúkrahúsið. Sá gamli hélt upp- teknum hætti og var natinn við að sinna sinni alveg fram í það síðasta. Það var alveg með eindæmum. Hann var alltaf mættur á mínútunni hvemig sem viðraði. Það var hægt að stilla klukkuna eítir honum. Þessi stundvísi varð honum sennilega til lífs. Eitt kvöldið kom Doddi ekki til Laufeyjar og engin skilaboð bárust. Þetta fannst hjúkkunum skrítið og ólíkt Dodda. Tvær hjúkkur, sem voru að fara af vakt, ákváðu að koma við hjá honum á leiðinni heim. Húsið var uppljómað og ólæst. Þær fóru inn og fundu karlinn á gólfinu illa farinn og bakbrotinn. Lifið hjá Dodda var enginn dans á rósum og hefði hann glaður viljað kveðja þetta líf mikið fyrr en raun varð á. Það var hins vegar ekki ætlun skap- arans. Einu bama sinna fylgdi hann til grafar þegar

Bergþór Guðjónsson F. 28. ágúst 1925 - D. 18. nóvember 2007 Beggi í Hlíðardal var fæddur í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Steinum A-Eyjafjöllum, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir ffá Þóroddstöðum í Reykjavtk. Beggi missti móður sína tveggja ára og síðar kvæntist Guðjón Rannveigu Eyjólfsdóttur ffá Miðgrund, V - Eyjatjöllum. Hjá þeim ólst Beggi upp í Hlíðardal í Vestmannaeyjum. Systkini hans voru: Guðrún Þórðardóttir, Jóhanna og Asta Guðjónsdætur og tvær uppeldissystur þær Dóra Steindórsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir. Frá því ég man eftir mér, var ég alltaf í kringum Begga frænda og afa, Guðjón í Hlíðardal. Ég fór með þeim niður á bryggju í Skuld VE sem þeir feðgar áttu og gerðu út og í veiðarfærahúsið auk þess að sinna sauðfénu sem Beggi hafði mikinn áhuga fyrir, alveg ffam til síðasta dags. Afi var lengi með Skuldina og síðan Beggi í mörg ár. Beggi hafði ávallt nóg fyrir stafni við að sinna útgerð og búskap, fyrst í Hlíðardal og síðar með Dallasbændum. Frændi minn hafði mjög gaman af því að segja ffá æsku sinni og ömmu Veigu sem spilaði þar stórt hlutverk en hann dáði hana mikið. Veiðisögur hans úr úteyjum og af sjónum fengum við ósjaldan að heyra og ljómaði Beggi allur við hverja ffásögn . Hann var með eindæmum minnugur og þekkti öll ömefhi Eyjanna sinna sem voru honum svo mikils virði. í þau skipti, sem hann heimsótti fastalandið, stoppaði hann sem styst við enda vildi hann hvergi annars staðar vera en heima. Fyrir þá, sem ekki þekktu Begga, gat hann virkað hrjúfur en undir yfirborðinu var mikið ljúffnenni sem ekkert aumt mátti sjá hvorki hjá dýrum né SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

mannfólki. Hann var einn af þessum sterku karakt- erum sem settu svip á mannlífið í Eyjum og gerði aldrei neinn mannamun nema þegar kom að stjóm- málamönnum og öðmm" afætum" úr Reykjavík, þeim vandaði hann ekki kveðjumar. Beggi hafði sterkar skoðanir á því sem var að gerast í Eyjum og var mjög erfitt að fá hann til að skipta um skoðun og fór ávallt sínu fram. Beggi umgekkst ljölskyldu mína mikið alla tíð og ósjaldan leit hann til okkar í kaffi. Eitt kvöldið sem oftar kom Beggi í heimsókn til okkar á Brimhólabrautina á rauðu Lödunni sinni. Umræðuefnið þetta kvöld varðaði Vinnslustöðina sem honum var mjög kær enda var faðir hans, Guðjón í Hlíðardal, einn af stofnendum hennar. Við Beggi vorum nú ekki alltaf sammála um málefhi Vinnslustöðvarinnar og var Begga talsvert niðri fyrir þegar hann kvaddi mig þetta kvöld og rauk til síns heima án þess að fara á bílnum. Daginn eftir vaknar Beggi við vondan draum þegar hann sér að Ladan er horfin úr innkeyrslunni við húsið hans á Hásteinsveginum og kallar umsvifalaust á lögregluna til leitar. Eftir mikla leit keyrir lögreglan ffam hjá Brimhólabrautinni og sér þá Löduna í innkeyrslunni hjá mér. Var Begga ekki ósjaldan strítt á þessu enda flestum óskiljanlegt hvemig svo minnugur maður gat látið þetta ffam hjá sér fara. Þegar Beggi seldi Skuldina, hóf hann störf hjá Vinnslustöðinni en kom svo fljótlega til vinnu við útgerð okkar Guðna Ólafssonar heitins. Beggi var vakinn og sofinn yfir öllum veiðarfærum og öðru sem sneri að útgerðinni og fjölskyldunni í þau mörgu ár sem við nutum kraffa hans og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Eftir að Beggi hætti störfum, sinnti hann eftir sem áður kindunum sínum, ræktaði kartöflur og 85  flakaði físk sem hann gaf svo fjölskyldunni og fjölmörgum vinum og kunningjum . Beggi sótti konuefnið, sitt hana Gundu, til Færeyja og bjuggu þau myndarhjón alltaf að Flásteinsvegi 51 sem Beggi hafði byggt. Þau eignuðust tvær dætur, Sólrúnu gifta Róbert Hugo Blanco, búsett í Vestmannaeyjum og Guðrúnu Sigurbjörgu gifta Birgi Rögnvaldssyni búsett í Reykjavík. Alltaf var ljúft að koma til þeirra í kaffispjall og nokkrar sögur við eldhúsborðið. Ekki gat mig órað fyrir þegar Beggi kvaddi mig, áður en hann fór í aðgerð til Reykjavíkur, að ég sæi hann ekki aftur á lífi, þetta var jú bara „smáaðgerð“ og hann ætlaði sér að koma fljótt heim aftur. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka fyrir að hafa átt hann Begga að í öll þessi ár. Hugur okkar er hjá Gundu, dætrunum Sollu og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra. Megi minningin um góðan fjölskyldufoður lýsa ykkur veginn áfram. Blessuð sé minning Bergþórs Guðjónssonar frá Hlíðardal. Guðjón Rögnvaldsson. Borgþór Árnason F. 27. september 1932 - D. 14. febrúar 2008 Borgþór Ámason fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1932. Hann lést á Elli - og hjúkrunar- heimilinu Grund 14. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Árni Finnbogason frá Norðurgarði í Vestmannaeyjum f. 6. desember 1893, d. 22. júní 1992 og Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir frá Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958. Þau áttu heima í Bræðraborg en lengst af í Hvammi, Kirkjuvegi 39, í Vestmanna- eyjum. Borgþór var yngstur 9 systkina. Hin voru í aldursröð: Rósa, Ráðhildur, Ágústa Kristín, Sigur- bjöm, Ágústa, Aðalheiður, Áslaug og Finnbogi. Borgþór kvæntist vorið 1955, Guðrúnu Andersen, f. 22. ágúst 1933. Foreldrar hennar voru Willum Jörgen Andersen, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir. Borgþór og Guðrún eignuðust börnin Ágúst Heiðar f. 3. apríl 1952, Hrafnhildi, f. 23. júní 1953, Aðalheiði Lóu, f. 1. júlí 1958 og Guðrúnu Vilborgu f. 11. október 1961. Borgþór tók minna vélstjórapróf 1950. Hann var á ýmsum bátum og vélstjóri m.a. á Vininum VE 17, Skógarfossi VE 320 og Hugrúnu en varð að hætta til sjós vegna veikinda. Foreldrar mínir, hófu búskap í Bjarma og byggðu sér einbýlishús að Brimhólabraut 16. Það var svo upp úr 1960 að faðir minn flutti frá 86 Vestmannaeyjum, þá orðinn veikur af sjúkdómi sem fylgdi honum ævina út. Lengst af dvaldi hann á sjúkrastofnunum frá þeim tíma. Stundum átti hann betri daga og fór þá á sjóinn, hætti þá lyfja- meðferð svo aftur fór á sama veg, veikindi og erfiðleikar. Hann var listfengur, teiknaði og málaði og í gamladaga smíðaði hann leikfong handa okkur krökkunum. Margar mynda hans prýða veggi Grundar og fýrir það erum við systkinin þakklát. Þrátt fyrir sjúkdóminn var hann alltaf blíður og góður. Bamabömin hændust að honum og hann fagnaði þeim alltaf innilega. Með þessum línum þakka ég fyrir góðar minningar um foður minn sem alltaf var gott að heimsækja þrátt fyrir erfitt líf lengst af. Ágúst H. Borgþórsson. Hjörtur Guðnason F. 7. júlí 1922 - D. 24. janúar 2008 Hjörtur Guðnason var fæddur á Barðsnesi við Norðfjörð 7. júlí 1922. Foreldrar hans voru: Guðni Sveinsson frá Norðfirði og Jóhanna Ríkey Ingvars- dóttir ffá Hellnahóli Eyjafjöllum. Fjölskyldan flutt- ist fljótt til Norðfjarðar og þar bættust í hópinn tvö systkini Hjartar, þau Ríkey og Ástþór. Með fýrri konu sinn , sem Guðni missti unga, hafði hann eignast tvíburadæturnar, Aðalbjörgu og Guðrúnu. Þær voru aldar upp í næsta húsi á Norðfirði og því náin tengsli við þær. Rétt rúmlega fermdur missti Hjörtur móður sína sem öllum varð harmdauði. Fljótlega eftir það réðist hann á skútu ffá Götu í Færeyjum sem átti leið til Norðfjarðar. Færeying- amir voru á skaki hér við land, söltuðu aflann um borð og lönduðu í Færeyjum. Þar kynntist hann SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA  góðu fólki sem hann bjó hjá meðan stoppað var í landi. Á þessari skútu var hann í tvö ár. Kom þá heim til Norðfjarðar og gerðist sendill á sjúkrahús- inu. Árið 1940 fluttist hann til Vestmannaeyja eftir að hafa kynnst konuefni sínu fyrir austan. Það var Jóna Magnúsdóttir ffá Hrafnabjörgum í Vest- mannaeyjum en hún hafði þá dvalið fyrir austan hjá ömmu sinni. Þau hófú búskap í Gerði, síðan í Ásgarði, Bjarma og Höfða. Árið 1954 fluttu þau í nýtt hús sem þau höfðu byggt að Brimhólabraut 28. Böm þeirra eru: Jóhann Ríkharð, kvæntur Þómnni Gunnarsdóttur, Kristín Björg, gift Sveinbirni Jóns- syni, Hermann Viktor, kvæntur Ágústu Magnús- dóttur, Hjördís, gift Finni Jóhannssyni og yngstur er Guðni. Sjómennska varð lengst af starf Hjartar hér í Eyjum. Alltaf sagður góður kokkur og góður vélstjóri. Hann reri hér á Skaftfellingi, Birki, Sæbjörgu, Gjafari þar sem hann var samskipa vini undirritaðs sem lét vel af honum og oft á sumrin á trillunni Sleipni með Didda í Hraungerði. Hann var á fyrsta Herjólfi og á farmskipi, frá Hafskipum, og sigldi víða erlendis. Þá var Jóna og yngsti sonurinn Guðni oft með. Þegar hann hætti á sjónum um 1974, gerðist hann starfsmaður í Liffarsamlaginu til 1992. Fyrir tíu árum fluttust þau Jóna í íbúðir fyrir aldraða í Kleifarhrauni og fyrir þremur ámm á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra. Við Hjörtur áttum ekki mikla samleið. Þó var eitt atvik, sem skeði fyrir mörgum árum, sem stundum var minnst á þegar leiðir okkar lágu saman. Við Guðjón Ármann Eyjólfsson fórum út á eins og algengt var hjá strákum áður fyrr. Þetta var um fermingaraldurinn, reyndar átti að ferma Ármann daginn eftir. Skekta var fengin að láni, eða svo gott sem, og líka handfæri. Róið var austur í Flóa og færinu rennt þar, austur af Klettsnefmu. Fljótt var

Eiríkur Sigurðsson F. 31. jan 1931 - D. 28. nóv 2007 Eiríkur Sigurðsson eða Eiríkur í Hruna, eins og hann var oftast kallaður, fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1931. Hann lést af slysforum 28. nóvem- ber 2007. Foreldrar hans vom Sigurður Þorleifsson frá Á á Síðu í Austur-Skaftafellssýslu og Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir ffá Uppsalakoti í Svarfað- ardalshreppi, þau bjuggu allan sinn búskap í Hruna við Miðstræti 9b í Vestmannaeyjum. Systkini Eiríks eru Gunnlaugur sem fórst með vélbátnum Haraldi, Sigríður látin, Una Guðríður Rósamunda látin, Margrét í Hafnarfirði, Fjóla í Reykjavík, Pálína í Reykjavík, Oddný Sigurrós í Sandgerði og Einara í Hafharfirði, einnig átti hann einn hálf- bróður, sammæðra, Pétur Sveinsson, látinn. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Sigríður Sæunn Sigurðardóttir f. 20. feb 1933. Böm þeirra eru Gísli Sigurður f. 1951, Margrét Vigdís f. 1952, Elísabet Guðfmna f. 1955, Sólveig Bryndís f. 1959 og Þröstur Gunnar f. 1966. Eiríkur ólst upp í foreldrahúsum, skólagangan var ekki löng, hann gekk í Bamaskólann hér í Eyj- um og seinna tók hann pungaprófið og minna mótomámskeið Fiskifélagsins. Hann byrjaði til sjós 15 ára og reri á ýmsum bátum héðan, lengst var hann með Oskari Matt, fyrst á Nönnunni og síðar á Leo VE, þá var hann með Dedda Ingimundar á Öðlingi um tíma. Eiríkur var ósérhlífinn hagleiks- maður og leiddist aðgerðarleysi. Eg man sem krakki þegar hann byggði baðherbergi við húsið Sjávargötu við Sjómannasund. Til að fá rennandi vatn í húsið setti hann tunnu upp á loft og þurfti að handdæla í hana og var það hlutverk okkar krakk-  anna þegar hann var ekki heima. Stundum kom það fyrir að maður faldi sig til að sleppa við þetta og fékk síðan tiltal fyrir ónytjungsháttinn. Seinna kom svo sjálvirk dæla sem leysti mann undan þessu leiðindaverki. Eiríkur reyndi fyrir sér í útgerð þegar hann keypti Víking VE 134. Þeirri útgerðarsögu lauk þegar endumýja þurfti vélina í bátnum þar sem sú gamla gaf sig. Illa gekk að fjármagna vélaskiptin og lauk þessum kafla í lífi hans með því að hann varð að láta frá sér bæði bát og hús. Seinna keypti hann svo húsið Mosfell við Túngötu og voru ófáar vinnustundirnar sem fóru í lagfæringar og breyt- ingar á því. Það hús brann í eldgosinu. Eftir að hann hætti sjómennsku, starfaði hann við Áhaldahús bæjarins fram að gosi þegar hann vað að flytja upp á land eins og aðrir Eyjamenn. Þar keypti hann sér sendiferðabifreið og vann við akstur á Reykjavíkur- svæðinu þar til hann flutti aftur út í Eyjar strax eftir gosið. Þá hafði hann keypt sér vörubifreið sem hann kom með til Eyja og vann við vikurhreinsun bæjarins og síðan á Bifreiðastöð Vestmannaeyja. EfTir að hann hætti akstri var hann við ýmis störf meðal annars hjá vörusölu SIS hér í Eyjum og fiskverkuninni Kinn. Eftir gos hafði hann byggt sér nýtt hús að Túngötu 28 þar sem Mosfellið hafði staðið og bjó þar þangað til að hann lét af störfum 1999 og fluttist til Selfoss. Ástæðan fyrir flutn- ingunum var sú að flest bömin vom komin á fasta- landið og þau hjónin höfðu byggt sér myndarlegt sumarhús við Þingvallavatn. Þar undi hann sér best, alltaf eitthvað að gera í kringum bústaðinn, fara í gönguferðir meðffam vatninu eða slappa af og fara með bama- og bamabamabörnin að dorga eftir murtu. Gísli Sig. Eiríksson 88 Jón í Sjólyst F. 9. febrúar 1920 - D. 27. apríl 2006 I blaðinu, í fyrra, var ágæt minningargrein, um Jón Guðmundsson í Sjólyst, eftir Magnús Bjama- son. Því miður féll niður dánardagur hans sem ásamt fæðingardegi, átti að vera undir myndinni sem fylgdi greininni. Hér er bætt úr því og eru hlut- aðeigendur beðnir afsökunar. Ritstjóri SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA