„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Vestmannaeyiski sjómaðurinn og sjómannskonan“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Vestmanneyiski sjómaðurinn og sjómannskonan'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Vestmanneyiski sjómaðurinn og sjómannskonan'''</big></big></center><br> | ||
Nóvember s. l. gerði vikublaðið Fréttir könnun meðal hóps Vestmannaeyinga.<br> | Nóvember s. l. gerði vikublaðið Fréttir könnun meðal hóps Vestmannaeyinga.<br> [[Mynd:Á hverjum sjímannadegi í 37 ár, flutti Einar J. Gíslason minningarræðu um minnismerkið á lóð Landakirkju.png|300px|thumb|Á hverjum sjímannadegi í 37 ár, flutti Einar J. Gíslason minningarræðu um minnismerkið á lóð Landakirkju]] | ||
Könnunin fólst í því að viðkomandi nefndi til þann karl og þá konu, sem hann áleit að mestan svip hefðu sett á Vestmannaeyjar á öldinni sem leið. Fólki voru engar skorður settar um val. Og tilnefna átti þrjá karla og þrjár konur.<br> | Könnunin fólst í því að viðkomandi nefndi til þann karl og þá konu, sem hann áleit að mestan svip hefðu sett á Vestmannaeyjar á öldinni sem leið. Fólki voru engar skorður settar um val. Og tilnefna átti þrjá karla og þrjár konur.<br> | ||
Í einu svarinu var vestmannaeyiski sjómaðurinn í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir karla og vestmannaeyiska sjómannskonan í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir konur.<br> | Í einu svarinu var vestmannaeyiski sjómaðurinn í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir karla og vestmannaeyiska sjómannskonan í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir konur.<br> |
Núverandi breyting frá og með 13. september 2017 kl. 11:05
Nóvember s. l. gerði vikublaðið Fréttir könnun meðal hóps Vestmannaeyinga.
Könnunin fólst í því að viðkomandi nefndi til þann karl og þá konu, sem hann áleit að mestan svip hefðu sett á Vestmannaeyjar á öldinni sem leið. Fólki voru engar skorður settar um val. Og tilnefna átti þrjá karla og þrjár konur.
Í einu svarinu var vestmannaeyiski sjómaðurinn í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir karla og vestmannaeyiska sjómannskonan í fyrsta, öðru og þriðja sæti yfir konur.
Eftirfarandi greinargerð fylgdi:
Vestmannaeyiski sjómaðurinn.
Í upphafi aldarinnar var nánast ekkert hér miðað við það sem nú er. Með línuveiðunum, sem hófust rétt fyrir síðustu aldamót, varð mikil bylting til hins betra. Síðar, með tilkomu vélbátanna í upphafi aldarinnar, urðu ótrúlega miklar breytingar til batnaðar. Vestmannaeyjar urðu stærsta verstöð landsins, óumdeilanlega, lungann úr öldinni, langflestir bátar, stærstu fiskvinnslustöðvarnar, og gjaldeyristekjur mestar. Miklu meiri á hvern íbúa en annars staðar þekktist. Hvergi kom meiri afli á land. Hvergi afköstuðu jafn fáir jafn miklu. Engir þurftu að leggja eins mikið fram og sjómennirnir, í vinnu, vökum og vosbúð við erfiðar aðstæður.
Þess vegna búum við við margfalt betri aðstæður en almenningur gerði um síðustu aldamót.
Allt of margir sjómenn hafa látið lífið við hættuleg störf á sjónum hér í kringum Eyjarnar á þessari öld. Þess vegna er minning þeirra heiðruð og þeir tilnefndir, allir sem einn, maður 20. aldarinnar í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyiska sjómannskonan.
Störf þeirra allra hafa verið mikilvægust kvennastarfa. Vegna fjarvista eiginmanna á sjónum hafa þær þurft að stórum hluta að annast heimilið og uppvöxt barnanna.
Þær hafa alla tíð tekið mikinn þátt í verkun aflans eins og þau störf hafa verið á hverjum tíma. Mikilvægi þeirra hefur því verið mikið. Ekki hefur verið nóg að afla fiskjarins, einnig hefur þurft að koma honum í útflutningsverðmæti.
Alltof margar þeirra hafa orðið ekkjur, vegna tíðra sjóslysa sérstaklega á fyrrihluta aldarinnar. Allir geta ímyndað sér hve þung byrði hefur verið á þær lögð. Þá urðu þær einar að annast uppeldi og framfærslu heimilis og barna.
Engin stétt kvenna, hefur staðið sig eins vel og sjómannskonur á öldinni sem er að líða.
Þess vegna eru þær allar tilnefndar kona aldarinnar í Vestmannaeyjum.
Sjómenn! Til kamingju með daginn